Lífsins tré
Leikfélag Reykjavíkur
Borgarleikhúsinu 27. október 2005
Leikgerð Bjarna Jónssonar á samnefndri bók Böðvars Guðmundssonar.
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Lýsing: Lárus Björnsson
Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Dans: Lára Stefánsdóttir.
Leikendur; Halldór Gylfason, Eggert Þorleifsson, Sóley Elíasdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Hildigunnur Þráinsdóttir, Gunnar Hansson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Valur Freyr Einarsson og Þór Túliníus.
Hljóðfæraleikarar: Pétur Grétarsson, Eðvarð Lárusson og Kristín Björg Ragnarsdóttir.
HÍBÝLI vindanna, fyrri bókin í tvíleik Böðvars Guðmundssonar um íslenska vesturfara, er steypt í sama mót og John Steinbeck notaði við Þrúgur reiðinnar. Ein fjölskylda er látin standa fyrir nafnlausan múginn til að lýsa atburðum sem þá hafa öðlast sérstakan, nánast goðsögulegan sess. Þetta hjálpaði óneitanlega leikgerðinni. Bakgrunnurinn er þekktur, og þegar áhorfendur setjast vita þeir nokk hverju þeir eiga von á. Íslensku helvíti frá öldinni sem leið, gylliboðum um betra líf í Ameríku, ferð á vit hins óþekkta, vonbrigðum og ólýsanlegum hörmungum á Nýja-Íslandi. Allt þekktar stærðir.
Síðari bókin, Lífsins tré, rær á öllu ótryggari mið, og minnir meira á annan merkan Norður-Amerískan skáldjöfur sem þó er óneitanlega minni í sniðum en Steinbeck, nefnilega Kanadamanninn Robertson Davies. Hann hefði líka verið vís með að segja okkur þessa skrýtnu og sundurlausu sögu sem þó hefur að kjarna gönuhlaup Jens Duffríns um þá Ameríku sem smám saman er að verða til, og sífellt verður frábrugðnari því Íslandi sem forfeður hans yfirgáfu. Davies hafði líka gaman af einkennilegu fólki, sirkusfríkum, og örlagaríkum bernskubrekum. En líkt og með sögur hans er mér til efs, eftir að hafa séð þessa sýningu, að Lífsins tré sé vænlegur efniviður í leikgerð.
Allavega ekki leikgerð sem ekki tekur róttækari afstöðu til efnis síns en þessi gerir. Ég á satt að segja erfitt með að sjá hvaða botn þeir sem hvorki hafa lesið bækurnar – báðar – og helst séð leikgerð fyrri sögunnar líka, eiga að fá í það sem fyrir ber á sviðinu. Væntanlega á samt þessi sýning að standa fyrir sínu sem listaverk óháð undirbúningi áhorfenda. Furðu sætir sú ákvörðun að ramma atburðina inn á sama hátt og í bókinni, með lestri afkomenda úr bréfum forfeðra sinna. Og þó svo einn afkomandinn hafi orðið óperusöngvari, er það nægileg ástæða til að láta jafn skapandi og skemmtilegan leikara og Val Frey sitja aðgerðarlausan bróðurpart sýningarinnar fyrir framan spegil í samræmdum óperubúningi fornum og þylja texta uppúr bréfum í míkrófón?
En þó leikgerðin sé ekki sérlega frumleg eða snjöll er stærstu ástæðu þess að sýningin nær ekki til manns að finna í sögunni sjálfri. Lífsins tré skortir einfaldlega það sem bjargar Híbýlum vindanna – sem er endursögn á þjóðlegri goðsögu sem myndar þann jarðveg sem hún sprettur úr. Síðari sagan þarf aftur á móti að standa algerlega á eigin fótum, vera áhugaverð og kalla fram áhuga á persónunum og örlögum þeirra þeirra sjálfra vegna. Og því nær hún ekki. Allavega ekki á sviði. Allavega ekki í leikgerð sem eltir flesta króka og kima í framvindunni, sem iðulega eru einungis áhugaverðir vegna atburða í öðru verki.
Kjarni sögunnar – lífssaga Jens Duffríns – er mögulega efni í kostulega leiksýningu. Þar er sennilega eftirminnilegasta mannlýsing tvíleiksins, sem að öðru leyti er tiltölulega lítið í því að mála sterkar mannamyndir sem skýrir hvað flestum leikurunum verður lítið úr sínum rullum. Jens er ógeðfelld persóna, ofbeldishneigður, grunnhygginn og stjórnast mest af hvötum sínum eins og hvert annað dýr. En hann verður samt okkar maður. Það gerist við lestur bókarinnar, og ekki síður á Nýja sviðinu þar sem Halldór Gylfason grípur þetta tækifæri og sýnir okkur algerlega nýja hlið á sér. Frábærlega útfært líkamlega, en jafnframt innlifað og mannlegt. Það besta sem ég hef séð til Halldórs.
Að öðru leyti fer ekki mikið fyrir eftirtektarverðri frammistöðu einstakra leikara. Eggert Þorleifsson er prýðilegur en tilþrifalítill Ólafur Fíólín og ekkert út á Sóley Elíasdóttur að setja í hlutverki konu hans. Það sama má segja um Sigrúnu Eddu Björnsdóttur í hlutverki Málfríðar. Sirkusfólkið, sem fyrirfram mátti búast við að yrði skemmtilegt, nær ekki að lifna við, og þó ótrúlegt megi virðast þá ná Hildigunnur Þráinsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir ekki almennilega að verða skemmtilegar sem tvíeykið Womba og Tromba.
Leikmyndin gleður. Stígur og Þórhildur hafa bjargað nýjasviðsrýminu, sem var að festast í leiðinlegum naumhyggjuviðjum, og þakið bak- og hliðarveggi með þriggja hæða háum stillösum þar sem ótal lítil leikrými myndast sem oft eru nýtt á skemmtilegan hátt. Og enginn stendur Þórhildi á sporði í sjálfri sviðsetningunni. Búningar Filippíu eru og harla skemmtilegir. Tónlistin er hinsvegar ekki vel heppnuð. Svolítið eins og Pétur hafi fyrir alla muni viljað forðast að hún ætti sér skírar vísanir. Í íslenska tónlistarhefð, í ameríska mússík, í óperurnar í rammanum. Fyrir vikið er hún karakterlaus. Og fyrir hverja var verið að syngja? Jafn góður söngleikjaleikstjóri og Þórhildur á að hafa skýrari hugmynd um hvaða stöðu söngvarnir hafa í merkingarheimi verksins en svo, að leikararnir fái ýmist að stara út í loftið eða horfa í gaupnir sér við flutning laganna. það var allavega hvorki verið að syngja fyrir mig né hinar persónurnar.
Lífsins tré er ekki nógu vel lukkuð sýning. Bjarna og Þórhildi hefur ekki heppnast að búa til leikhúsverk sem lifir sjálfstæðu lífi úr þessari bók, sem sjálf er dálítið slappt framhald af stórkostlegu verki. Kannski ekki von, en samt virðist mér sem róttækari afstaða til efnisins hefði skilað sögu sem er þess virði að segja hana á sviði og aðferð til að miðla henni. Og stærstu vonbrigðin eru kannski að engum hefði ég treyst betur til slíks verk en einmitt Bjarna og Þórhildi. Stóri plúsinn er svo frammistaða Halldórs Gylfasonar. Framganga hans er tvímælalaust helsta ástæða þess að sjá sýninguna.
Borgarleikhúsinu 27. október 2005
Leikgerð Bjarna Jónssonar á samnefndri bók Böðvars Guðmundssonar.
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Lýsing: Lárus Björnsson
Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Dans: Lára Stefánsdóttir.
Leikendur; Halldór Gylfason, Eggert Þorleifsson, Sóley Elíasdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Hildigunnur Þráinsdóttir, Gunnar Hansson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Valur Freyr Einarsson og Þór Túliníus.
Hljóðfæraleikarar: Pétur Grétarsson, Eðvarð Lárusson og Kristín Björg Ragnarsdóttir.
Annar þáttur
HÍBÝLI vindanna, fyrri bókin í tvíleik Böðvars Guðmundssonar um íslenska vesturfara, er steypt í sama mót og John Steinbeck notaði við Þrúgur reiðinnar. Ein fjölskylda er látin standa fyrir nafnlausan múginn til að lýsa atburðum sem þá hafa öðlast sérstakan, nánast goðsögulegan sess. Þetta hjálpaði óneitanlega leikgerðinni. Bakgrunnurinn er þekktur, og þegar áhorfendur setjast vita þeir nokk hverju þeir eiga von á. Íslensku helvíti frá öldinni sem leið, gylliboðum um betra líf í Ameríku, ferð á vit hins óþekkta, vonbrigðum og ólýsanlegum hörmungum á Nýja-Íslandi. Allt þekktar stærðir.
Síðari bókin, Lífsins tré, rær á öllu ótryggari mið, og minnir meira á annan merkan Norður-Amerískan skáldjöfur sem þó er óneitanlega minni í sniðum en Steinbeck, nefnilega Kanadamanninn Robertson Davies. Hann hefði líka verið vís með að segja okkur þessa skrýtnu og sundurlausu sögu sem þó hefur að kjarna gönuhlaup Jens Duffríns um þá Ameríku sem smám saman er að verða til, og sífellt verður frábrugðnari því Íslandi sem forfeður hans yfirgáfu. Davies hafði líka gaman af einkennilegu fólki, sirkusfríkum, og örlagaríkum bernskubrekum. En líkt og með sögur hans er mér til efs, eftir að hafa séð þessa sýningu, að Lífsins tré sé vænlegur efniviður í leikgerð.
Allavega ekki leikgerð sem ekki tekur róttækari afstöðu til efnis síns en þessi gerir. Ég á satt að segja erfitt með að sjá hvaða botn þeir sem hvorki hafa lesið bækurnar – báðar – og helst séð leikgerð fyrri sögunnar líka, eiga að fá í það sem fyrir ber á sviðinu. Væntanlega á samt þessi sýning að standa fyrir sínu sem listaverk óháð undirbúningi áhorfenda. Furðu sætir sú ákvörðun að ramma atburðina inn á sama hátt og í bókinni, með lestri afkomenda úr bréfum forfeðra sinna. Og þó svo einn afkomandinn hafi orðið óperusöngvari, er það nægileg ástæða til að láta jafn skapandi og skemmtilegan leikara og Val Frey sitja aðgerðarlausan bróðurpart sýningarinnar fyrir framan spegil í samræmdum óperubúningi fornum og þylja texta uppúr bréfum í míkrófón?
En þó leikgerðin sé ekki sérlega frumleg eða snjöll er stærstu ástæðu þess að sýningin nær ekki til manns að finna í sögunni sjálfri. Lífsins tré skortir einfaldlega það sem bjargar Híbýlum vindanna – sem er endursögn á þjóðlegri goðsögu sem myndar þann jarðveg sem hún sprettur úr. Síðari sagan þarf aftur á móti að standa algerlega á eigin fótum, vera áhugaverð og kalla fram áhuga á persónunum og örlögum þeirra þeirra sjálfra vegna. Og því nær hún ekki. Allavega ekki á sviði. Allavega ekki í leikgerð sem eltir flesta króka og kima í framvindunni, sem iðulega eru einungis áhugaverðir vegna atburða í öðru verki.
Kjarni sögunnar – lífssaga Jens Duffríns – er mögulega efni í kostulega leiksýningu. Þar er sennilega eftirminnilegasta mannlýsing tvíleiksins, sem að öðru leyti er tiltölulega lítið í því að mála sterkar mannamyndir sem skýrir hvað flestum leikurunum verður lítið úr sínum rullum. Jens er ógeðfelld persóna, ofbeldishneigður, grunnhygginn og stjórnast mest af hvötum sínum eins og hvert annað dýr. En hann verður samt okkar maður. Það gerist við lestur bókarinnar, og ekki síður á Nýja sviðinu þar sem Halldór Gylfason grípur þetta tækifæri og sýnir okkur algerlega nýja hlið á sér. Frábærlega útfært líkamlega, en jafnframt innlifað og mannlegt. Það besta sem ég hef séð til Halldórs.
Að öðru leyti fer ekki mikið fyrir eftirtektarverðri frammistöðu einstakra leikara. Eggert Þorleifsson er prýðilegur en tilþrifalítill Ólafur Fíólín og ekkert út á Sóley Elíasdóttur að setja í hlutverki konu hans. Það sama má segja um Sigrúnu Eddu Björnsdóttur í hlutverki Málfríðar. Sirkusfólkið, sem fyrirfram mátti búast við að yrði skemmtilegt, nær ekki að lifna við, og þó ótrúlegt megi virðast þá ná Hildigunnur Þráinsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir ekki almennilega að verða skemmtilegar sem tvíeykið Womba og Tromba.
Leikmyndin gleður. Stígur og Þórhildur hafa bjargað nýjasviðsrýminu, sem var að festast í leiðinlegum naumhyggjuviðjum, og þakið bak- og hliðarveggi með þriggja hæða háum stillösum þar sem ótal lítil leikrými myndast sem oft eru nýtt á skemmtilegan hátt. Og enginn stendur Þórhildi á sporði í sjálfri sviðsetningunni. Búningar Filippíu eru og harla skemmtilegir. Tónlistin er hinsvegar ekki vel heppnuð. Svolítið eins og Pétur hafi fyrir alla muni viljað forðast að hún ætti sér skírar vísanir. Í íslenska tónlistarhefð, í ameríska mússík, í óperurnar í rammanum. Fyrir vikið er hún karakterlaus. Og fyrir hverja var verið að syngja? Jafn góður söngleikjaleikstjóri og Þórhildur á að hafa skýrari hugmynd um hvaða stöðu söngvarnir hafa í merkingarheimi verksins en svo, að leikararnir fái ýmist að stara út í loftið eða horfa í gaupnir sér við flutning laganna. það var allavega hvorki verið að syngja fyrir mig né hinar persónurnar.
Lífsins tré er ekki nógu vel lukkuð sýning. Bjarna og Þórhildi hefur ekki heppnast að búa til leikhúsverk sem lifir sjálfstæðu lífi úr þessari bók, sem sjálf er dálítið slappt framhald af stórkostlegu verki. Kannski ekki von, en samt virðist mér sem róttækari afstaða til efnisins hefði skilað sögu sem er þess virði að segja hana á sviði og aðferð til að miðla henni. Og stærstu vonbrigðin eru kannski að engum hefði ég treyst betur til slíks verk en einmitt Bjarna og Þórhildi. Stóri plúsinn er svo frammistaða Halldórs Gylfasonar. Framganga hans er tvímælalaust helsta ástæða þess að sjá sýninguna.