Halldór í Hollywood
Þjóðleikhúsið
Föstudagur 14. október 2005.
Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir.
Frumsamin tónlist: Árni Heiðar Karlsson og Jóhann G. Jóhannsson
Leikmynd: Frosti Friðriksson
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Lýsing: Páll Ragnarsson.
Leikendur: Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Björgvinsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Kjartan Guðjónsson, Margrét Kaaber, María Pálsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Randver Þorláksson, Rúnar Freyr Gíslason, Selma Björnsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir.
HELGISAGAN af Halldóri Laxness hefur verið í nokkurri endurskoðun undanfarið sem kunnugt er. Menningarhetjan sem af eigin rammleik bjó til íslenska sjálfsvitund með pennann einan að vopni og skóp okkur nútímann, vitringurinn sem endurtúlkaði og endurskapaði fornbókmenntir okkar, sjáandinn sem sökkti sér ofan í öll helstu hugsunarkerfi heimsins og sótti þangað eld til að kynda undir sköpun sinni. Þessi Halldór hefur nú verið dreginn í hlé og í stað hans er kominn Útrásarmaðurinn. Eldhugi sem, knúinn áfram af taumlausum metnaði, botnlausu sjálfsöryggi og vinnuþreki, yfirvinnur allar hindranir við að láta draum sinn rætast. Það er ekki draumur um réttlæti og fegurra mannlíf nema þá til hliðar við aðalmarkmiðið; frægð, frama og ríkidæmi. Nútíminn hefur endurskapað Halldór Kiljan Laxness í sinni mynd.
Það er í sjálfu sér ekkert að því. Gamla helgimyndin var áreiðanlega fölsk, og þó sú nýja sé það örugglega líka er hún þó að minnsta kosti ennþá fersk, og bætir nýjum dráttum við heildarmyndina sem við leitum en finnum sjálfsagt aldrei. Og það er svo sannarlega ferskt yfirbragð yfir Halldóri í Hollywood í Þjóðleikhúsinu. Ferskt og milt. Þetta er verk eftir þann Ólaf Hauk sem lofsöng umburðarlyndið í Þreki og tárum fremur en þann sem lýsti siðferðilegu skipbroti barna kvótakerfisins í Hafinu. Báðir hafa þeir fullt vald á viðfangsefnum sínum og stíl, og vafalaust er ótímabær frekja að biðja um djúpskreitt sálfræðidrama um hvað gerði Halldór Guðjónsson að Halldóri Laxness. Hitt verður að segjast að varla hefur skapast knýjandi þörf á að leikgera hina nýskrifuðu helgisögu án teljandi sýnilegra tilrauna til að rannsaka drifkrafta, hvatir og umhverfisáhrif þau sem orsökuðu þessa umbreytingu.
Vel má líka velta því fyrir sér hvort þessi kafli í lífshlaupi skáldsins sé yfirhöfuð heppilegur efniviður í leikverk. Í upphafi sýningarinnar kynnumst við Halldóri að nýútkomnum Vefaranum mikla frá Kasmír. Hann er sjálfsöruggur og hrokafullur spjátrungur sem hikar ekki við að segja löndum sínum til syndanna. Hann er líka meira en tilbúinn að munda pennann gegn þjóðfélagslegu óréttlæti af algeru óttaleysi. En persónulegur metnaðurinn þeytir honum út í heim, til Hollywood þar sem peningarnir vaxa á trjánum og einstaklingurinn getur risið af eigin rammleik. Og það er enginn bilbugur á okkar manni. Höfðingjadjarfur kemst hann langleiðina með að verða handritshöfundur og milljóner út á exótíkina í sögu af buxnaklæddu íslensku stúlkubarni. En órannsakanlegir vegir kvikmyndamaskínunnar gera þá drauma að engu eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir. Svo hann heldur heim, staðráðinn í að freista gæfunnar þar. Tjaldið.
Hvað hefur breyst? Hefur persónan þróast? Þroskast? Ég veit það ekki, verkið gerir það ekki ljóst, varla hvort og klárlega ekki hvernig.
En kannski er þetta bara misskilningur og ósanngirni. Auðvitað þýðir aldrei að undrast það að tiltekin leikrit séu ekki einhver allt önnur leikrit. Sennilega var bara ætlunin að búa til léttan skemmtunarleik um ungan mann á sokkabandsárum hans, ástarglettur og tíðarandann. Sennilega, því það hefur tekist alveg ljómandi vel. Ólafur Haukur er hnyttnasti samtalahöfundur í hópi íslenskra leikskálda, og með orðkynngi Halldórs sem orkugjafa tekst honum vel að láta atriðin lifna, og aukapersónur teiknast skýrt í fáum öfgalausum dráttum. Djössuð tónlistin eykur lífsmagnið á sviðinu og nokkur laganna rata beint inn í tónminnið, Í augnablikinu keppast Búkolla mín bububu og Atlantshafið um yfirráðin. Umgjörðin er flott, leikmynd og leikmunir sýna umtalsverða hugkvæmni, búningarnir styðja án þess að trufla og ná í klæðnaði Vestur-Íslendinganna að öðlast eigið skemmtigildi.
Þá er sviðsetningarvinna Ágústu fumlaus og flott, að mínu mati hennar besta verk hvað varðar rýmislausnir og staðsetningar. Samvinna hennar með leikurunum hefur jafnframt laðað fram margar sterkar persónur. Upton Sinclair hjá Baldri Trausta, frú Flatey hjá Margréti Kaaber, Selma sem barnsmóðir skáldsins, mógúllinn hans Randvers, frúin hennar Ragnheiðar, Rúnar Freyr sem blaðasalinn andfúli. Og þó Halldór Hall væri dreginn kunnuglegum dráttum hjá Jóhanni var hann samt sannur og þess vegna bæði elskulegur og hlægilegur.
Kjartan Guðjónsson má stundum passa sig á sínum áhrifaríku en ögn fyrirsjáanlegu skoptöktum, sem sjást til að mynda í vesældarlegum ritstjóra hér, en hann glansar sem niðurbrotinn vesturfari og þó fyrst og fremst í firnavel útfærðri stælingu á Charlie Chaplin, sem fær mann til að gleyma að erfitt er að sjá hvaða erindi sá kall á inn í verkið.
Meginkonurnar þrjár í lífi Halldórs í verkinu eru leiknar af þeim Eddu Björgvinsdóttur, Unni Ösp Stefánsdóttur og Maríu Pálsdóttur. Þær síðarnefndu búa til trúverðugar og heiðarlegar persónur úr hlutverkum sem eru eiginlega hvorki nógu veigamikil til að öðlast sjálfstætt líf, né nógu litrík til að verða skemmtilegar smámyndir. Edda nýtur vitaskuld grínhæfileika sinna í hlutverki ömmunnar, en ég er nógu fastur í gömlu myndinni af Halldóri til að finnast þetta akkeri hans í menningararfinum eiga að vera eldri og - hvað skal segja - þjóðlegri.
Atli Rafn Sigurðarson hefur að mér hefur virst verið að vaxa og eflast í list sinni undanfarin ár. Núna er honum fengið það verkefni að bera uppi stórsýningu og fipast hvergi. Hann smellhittir línuna milli skopgervingar og persónusköpunar og finnur ferska leið að þessum mest eftirhermda manni Íslandssögunnar. Aðdáunarvert að fylgjast með hvernig taktarnir sem allir þekkja verða smámsaman sterkari og hvernig þeir eru skýrastir þegar skáldið talar opinberlega, en eru alltaf til staðar, hluti af persónunni. Og það þarf stjörnuleik til að gera þessa persónu, sem svo oft er óaðlaðandi í breytni sinni, að vini okkar og hetju. Þetta tekst Atla.
Halldór í Hollywood er góð skemmtun. Þetta er ekki skopleikur, heldur ekki (alveg) söngleikur, alls ekki harmleikur. Verkið slær mig ekki sem þroskasaga, til þess er of lítið skýrt, of fátt dregið fram annað en einberir atburðir. Kannski er þetta helgileikur. Hvað svo sem hægt er að segja um það þá er kvöldi í félagsskap Halldórs hins unga vel varið.
Föstudagur 14. október 2005.
Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir.
Frumsamin tónlist: Árni Heiðar Karlsson og Jóhann G. Jóhannsson
Leikmynd: Frosti Friðriksson
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Lýsing: Páll Ragnarsson.
Leikendur: Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Björgvinsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Kjartan Guðjónsson, Margrét Kaaber, María Pálsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Randver Þorláksson, Rúnar Freyr Gíslason, Selma Björnsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir.
Strákormur í Hollywood
HELGISAGAN af Halldóri Laxness hefur verið í nokkurri endurskoðun undanfarið sem kunnugt er. Menningarhetjan sem af eigin rammleik bjó til íslenska sjálfsvitund með pennann einan að vopni og skóp okkur nútímann, vitringurinn sem endurtúlkaði og endurskapaði fornbókmenntir okkar, sjáandinn sem sökkti sér ofan í öll helstu hugsunarkerfi heimsins og sótti þangað eld til að kynda undir sköpun sinni. Þessi Halldór hefur nú verið dreginn í hlé og í stað hans er kominn Útrásarmaðurinn. Eldhugi sem, knúinn áfram af taumlausum metnaði, botnlausu sjálfsöryggi og vinnuþreki, yfirvinnur allar hindranir við að láta draum sinn rætast. Það er ekki draumur um réttlæti og fegurra mannlíf nema þá til hliðar við aðalmarkmiðið; frægð, frama og ríkidæmi. Nútíminn hefur endurskapað Halldór Kiljan Laxness í sinni mynd.
Það er í sjálfu sér ekkert að því. Gamla helgimyndin var áreiðanlega fölsk, og þó sú nýja sé það örugglega líka er hún þó að minnsta kosti ennþá fersk, og bætir nýjum dráttum við heildarmyndina sem við leitum en finnum sjálfsagt aldrei. Og það er svo sannarlega ferskt yfirbragð yfir Halldóri í Hollywood í Þjóðleikhúsinu. Ferskt og milt. Þetta er verk eftir þann Ólaf Hauk sem lofsöng umburðarlyndið í Þreki og tárum fremur en þann sem lýsti siðferðilegu skipbroti barna kvótakerfisins í Hafinu. Báðir hafa þeir fullt vald á viðfangsefnum sínum og stíl, og vafalaust er ótímabær frekja að biðja um djúpskreitt sálfræðidrama um hvað gerði Halldór Guðjónsson að Halldóri Laxness. Hitt verður að segjast að varla hefur skapast knýjandi þörf á að leikgera hina nýskrifuðu helgisögu án teljandi sýnilegra tilrauna til að rannsaka drifkrafta, hvatir og umhverfisáhrif þau sem orsökuðu þessa umbreytingu.
Vel má líka velta því fyrir sér hvort þessi kafli í lífshlaupi skáldsins sé yfirhöfuð heppilegur efniviður í leikverk. Í upphafi sýningarinnar kynnumst við Halldóri að nýútkomnum Vefaranum mikla frá Kasmír. Hann er sjálfsöruggur og hrokafullur spjátrungur sem hikar ekki við að segja löndum sínum til syndanna. Hann er líka meira en tilbúinn að munda pennann gegn þjóðfélagslegu óréttlæti af algeru óttaleysi. En persónulegur metnaðurinn þeytir honum út í heim, til Hollywood þar sem peningarnir vaxa á trjánum og einstaklingurinn getur risið af eigin rammleik. Og það er enginn bilbugur á okkar manni. Höfðingjadjarfur kemst hann langleiðina með að verða handritshöfundur og milljóner út á exótíkina í sögu af buxnaklæddu íslensku stúlkubarni. En órannsakanlegir vegir kvikmyndamaskínunnar gera þá drauma að engu eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir. Svo hann heldur heim, staðráðinn í að freista gæfunnar þar. Tjaldið.
Hvað hefur breyst? Hefur persónan þróast? Þroskast? Ég veit það ekki, verkið gerir það ekki ljóst, varla hvort og klárlega ekki hvernig.
En kannski er þetta bara misskilningur og ósanngirni. Auðvitað þýðir aldrei að undrast það að tiltekin leikrit séu ekki einhver allt önnur leikrit. Sennilega var bara ætlunin að búa til léttan skemmtunarleik um ungan mann á sokkabandsárum hans, ástarglettur og tíðarandann. Sennilega, því það hefur tekist alveg ljómandi vel. Ólafur Haukur er hnyttnasti samtalahöfundur í hópi íslenskra leikskálda, og með orðkynngi Halldórs sem orkugjafa tekst honum vel að láta atriðin lifna, og aukapersónur teiknast skýrt í fáum öfgalausum dráttum. Djössuð tónlistin eykur lífsmagnið á sviðinu og nokkur laganna rata beint inn í tónminnið, Í augnablikinu keppast Búkolla mín bububu og Atlantshafið um yfirráðin. Umgjörðin er flott, leikmynd og leikmunir sýna umtalsverða hugkvæmni, búningarnir styðja án þess að trufla og ná í klæðnaði Vestur-Íslendinganna að öðlast eigið skemmtigildi.
Þá er sviðsetningarvinna Ágústu fumlaus og flott, að mínu mati hennar besta verk hvað varðar rýmislausnir og staðsetningar. Samvinna hennar með leikurunum hefur jafnframt laðað fram margar sterkar persónur. Upton Sinclair hjá Baldri Trausta, frú Flatey hjá Margréti Kaaber, Selma sem barnsmóðir skáldsins, mógúllinn hans Randvers, frúin hennar Ragnheiðar, Rúnar Freyr sem blaðasalinn andfúli. Og þó Halldór Hall væri dreginn kunnuglegum dráttum hjá Jóhanni var hann samt sannur og þess vegna bæði elskulegur og hlægilegur.
Kjartan Guðjónsson má stundum passa sig á sínum áhrifaríku en ögn fyrirsjáanlegu skoptöktum, sem sjást til að mynda í vesældarlegum ritstjóra hér, en hann glansar sem niðurbrotinn vesturfari og þó fyrst og fremst í firnavel útfærðri stælingu á Charlie Chaplin, sem fær mann til að gleyma að erfitt er að sjá hvaða erindi sá kall á inn í verkið.
Meginkonurnar þrjár í lífi Halldórs í verkinu eru leiknar af þeim Eddu Björgvinsdóttur, Unni Ösp Stefánsdóttur og Maríu Pálsdóttur. Þær síðarnefndu búa til trúverðugar og heiðarlegar persónur úr hlutverkum sem eru eiginlega hvorki nógu veigamikil til að öðlast sjálfstætt líf, né nógu litrík til að verða skemmtilegar smámyndir. Edda nýtur vitaskuld grínhæfileika sinna í hlutverki ömmunnar, en ég er nógu fastur í gömlu myndinni af Halldóri til að finnast þetta akkeri hans í menningararfinum eiga að vera eldri og - hvað skal segja - þjóðlegri.
Atli Rafn Sigurðarson hefur að mér hefur virst verið að vaxa og eflast í list sinni undanfarin ár. Núna er honum fengið það verkefni að bera uppi stórsýningu og fipast hvergi. Hann smellhittir línuna milli skopgervingar og persónusköpunar og finnur ferska leið að þessum mest eftirhermda manni Íslandssögunnar. Aðdáunarvert að fylgjast með hvernig taktarnir sem allir þekkja verða smámsaman sterkari og hvernig þeir eru skýrastir þegar skáldið talar opinberlega, en eru alltaf til staðar, hluti af persónunni. Og það þarf stjörnuleik til að gera þessa persónu, sem svo oft er óaðlaðandi í breytni sinni, að vini okkar og hetju. Þetta tekst Atla.
Halldór í Hollywood er góð skemmtun. Þetta er ekki skopleikur, heldur ekki (alveg) söngleikur, alls ekki harmleikur. Verkið slær mig ekki sem þroskasaga, til þess er of lítið skýrt, of fátt dregið fram annað en einberir atburðir. Kannski er þetta helgileikur. Hvað svo sem hægt er að segja um það þá er kvöldi í félagsskap Halldórs hins unga vel varið.
<< Home