Kirsuberjagarðurinn
Rossisky Akademicesky Molodezhny Teater
Þjóðleikhúsinu 8. september 2005.
Höfundur: Anton Tsékhov
Leikstjóri: Alexej Borodin
Leikmynd: Staníslav Benediktov
Lýsing: Borís Volkov, tónlist: Nataly Pleje, hljóð: Ígor Merkúlov, ballettmeistari: Larísa Ísakova, förðun: Ljúdmíla Levtsjenko.
Leikendur: Alexander Pakhomov, Darja Semjonova, Ílja Ísajev, Irína Nízína, Jevgeníj Redko, Júlijen Balmúsov, Júríj Lútsjenko, Larísa Grebenstsjikova, Oksana Sankova, Oleg Skljarov, Pjotr Krasílov, Ramílja Ískander, Roman Stepenskíj, Stepan Morozov, Vjatsjeslav Grishetsjkin og Vjatsjeslav Manútsjarov.
SUM leikrit eru þess eðlis að í kjarna þeirra er leyndardómur sem allt hverfist um en engin svör fást við. Hvað heldur aftur af Hamlet í að hefna föður síns og leiðrétta augljóst óréttlætið? Hver er Godot sá sem tveir flækingar verja lífi sínu í að bíða eftir? Af hverju hummar Ranevskaja fram af sér allar björgunarleiðir fyrir sinn elskaða kirsuberjagarð uns allt er um seinan? Og hvers vegna tekst hvorki Vörju né Lopakhín að aula út úr sér því bónorði sem þó hefði haldið fólkinu þeirra á floti enn um sinn? Kirsuberjagarður Tsjékhovs er eitt af þessum dularfullu meistaraverkum sem ráðleggingar Halldórs Laxness til leikhússgestsins eiga svo vel við. Hér duga engar lógaritmatöflur til að finna út hvað persónum og höfundi gengur til. Þú verður einfaldlega að opna augun, eyrun og hjartað. Koma eins og krakki.
Stundum er talað eins og leiklist af því tagi sem þessir rússnesku gestir bjóða upp á sé dauð, úrelt og varla ómaksins verð. Við fáum iðulega að heyra að við séum orðin svo leið á klassíkinni að það þurfi ferska hugsun, nýstárlegar túlkanir, aðrar leiðir. Stundum eru þær frjóar, oft reynast þær blindgötur.
Það er því svo sannarlega ánægjulegt að fá svona heimsókn, þar sem virðing fyrir höfundinum og verki hans gegnsýrir alla nálgun, og þar sem markvisst er unnið út frá hinni lifandi hefð í leikhúsvinnu sem kennd er við Stanislavsky og höfundaverk Tsékhovs og hinar byltingarkenndu kröfur þess átti svo stóran þátt í að móta. Hér er ljóðrænt, sálfræðilegt raunsæi í forgrunni.
Og gleðilegt að útkoman er svona áhrifamikil. Öll framganga leikaranna einkennist af að þvi er virðist áreynslulausu trausti á að allt hið ósagða skili sér til áhorfenda án þess að það sé útmálað á nokkurn hátt. Engin “tilþrif”, enginn “fer á kostum”, enginn “brillerar”. Allir lifa persónur sínar í botn, og fela svo afraksturinn bak við orðin. Og þetta líf skilar sér til okkar af fullum þunga undan óbærilegum léttleika hversdagsins.
Ég hef aldrei séð Kirsuberjagarð þar sem lífsharmur frú Ranevskaju er jafn átakanlegur. Samt er túlkun Larísu Grebenstsjikovu sennilega best lýst með orðinu léttleiki. Hún flögrar um sviðið, hinn kynþokkafulla miðja staðarins, og án þess að það sé sýnt á nokkurn hátt vitum við að eina leiðin fyrir hana til að halda sönsum er að staldra aldrei við neitt, festa ekki hönd á neinu haldreipi sem gæti svikið. Algerlega óviðjafnanleg frammistaða.
Eða samleikur Dörju Semjonovu og Irínu Nízínu þegar uppeldissysturnar Anja og Varja hittast aftur eftir heimkomu þeirrar fyrrnefndu. Í örstuttri senu sjáum við alla bernskuna, alla leikina og sameiginlegu leyndarmálin sem mótuðu samskipti þeirra og persónuleika.
Og öll þau kynstur af upplýsingum sem Júlijen Balmúsov og Júríj Lútsjenko gefa okkur um Gaev og Firs, alla þá kæfandi umhyggju sem þjónninn getur ekki hætt að sýna húsbónda sínum og hafa átt sinn þátt í að rústa þeim manni.
Hvað með hina algerlega áreynslulausu innlifun sem skilar áhrifamestu “trúlofunarsenu” Vörju og Lopahíns sem ég hef séð eða reikna með að sjá? Pjotr Krasílov er hófstillingin sjálf í hlutverki hins nýríka þrælssonar, og fyrir vikið blasir fortíð hans og einmanaleg framtíð við án þess að það sé sérstaklega verið að troða því upp á okkur.
Leikhópur Hins rússneska þjóðleikhúss unga fólksins er í heild hreint afbragð, hver einasti leikari með sterka nærveru, sem varð m.a. til þess að hópsenur lifnuðu við án þess nokkurntíman að athygli áhorfenda hvarflaði frá því sem mikilvægast var.
Sviðsetningin er í sama anda og vinna leikaranna, lífræn, frjálsleg og flæðandi um rýmið og næsta skeytingarlaus um myndbyggingu. Þó svo falleg leikmyndin sé að hluta til táknræn eru heildaráhrifin raunsæisleg og minna mann á hvað svoleiðis uppfærslur á Tsékhov eru fáséðar hér hin síðari ár.
Auðvitað veit maður að svona fíngerð vinna skilar sér ekki að fullu á máli sem maður ekki skilur. Þess vegna eru áhrifin hálfu dýrmætari. Dýrmætast af öllu er þó að sjá dæmi um hverju einlægni og alger trúmennska við ætlun löngu dáins höfundar skilar sterkri sýningu, sem sýnir að því fer fjarri að sá brunnur sé þurrausinn. Kærar þakkir fyrir mig.
Þjóðleikhúsinu 8. september 2005.
Höfundur: Anton Tsékhov
Leikstjóri: Alexej Borodin
Leikmynd: Staníslav Benediktov
Lýsing: Borís Volkov, tónlist: Nataly Pleje, hljóð: Ígor Merkúlov, ballettmeistari: Larísa Ísakova, förðun: Ljúdmíla Levtsjenko.
Leikendur: Alexander Pakhomov, Darja Semjonova, Ílja Ísajev, Irína Nízína, Jevgeníj Redko, Júlijen Balmúsov, Júríj Lútsjenko, Larísa Grebenstsjikova, Oksana Sankova, Oleg Skljarov, Pjotr Krasílov, Ramílja Ískander, Roman Stepenskíj, Stepan Morozov, Vjatsjeslav Grishetsjkin og Vjatsjeslav Manútsjarov.
Það virkar!
SUM leikrit eru þess eðlis að í kjarna þeirra er leyndardómur sem allt hverfist um en engin svör fást við. Hvað heldur aftur af Hamlet í að hefna föður síns og leiðrétta augljóst óréttlætið? Hver er Godot sá sem tveir flækingar verja lífi sínu í að bíða eftir? Af hverju hummar Ranevskaja fram af sér allar björgunarleiðir fyrir sinn elskaða kirsuberjagarð uns allt er um seinan? Og hvers vegna tekst hvorki Vörju né Lopakhín að aula út úr sér því bónorði sem þó hefði haldið fólkinu þeirra á floti enn um sinn? Kirsuberjagarður Tsjékhovs er eitt af þessum dularfullu meistaraverkum sem ráðleggingar Halldórs Laxness til leikhússgestsins eiga svo vel við. Hér duga engar lógaritmatöflur til að finna út hvað persónum og höfundi gengur til. Þú verður einfaldlega að opna augun, eyrun og hjartað. Koma eins og krakki.
Stundum er talað eins og leiklist af því tagi sem þessir rússnesku gestir bjóða upp á sé dauð, úrelt og varla ómaksins verð. Við fáum iðulega að heyra að við séum orðin svo leið á klassíkinni að það þurfi ferska hugsun, nýstárlegar túlkanir, aðrar leiðir. Stundum eru þær frjóar, oft reynast þær blindgötur.
Það er því svo sannarlega ánægjulegt að fá svona heimsókn, þar sem virðing fyrir höfundinum og verki hans gegnsýrir alla nálgun, og þar sem markvisst er unnið út frá hinni lifandi hefð í leikhúsvinnu sem kennd er við Stanislavsky og höfundaverk Tsékhovs og hinar byltingarkenndu kröfur þess átti svo stóran þátt í að móta. Hér er ljóðrænt, sálfræðilegt raunsæi í forgrunni.
Og gleðilegt að útkoman er svona áhrifamikil. Öll framganga leikaranna einkennist af að þvi er virðist áreynslulausu trausti á að allt hið ósagða skili sér til áhorfenda án þess að það sé útmálað á nokkurn hátt. Engin “tilþrif”, enginn “fer á kostum”, enginn “brillerar”. Allir lifa persónur sínar í botn, og fela svo afraksturinn bak við orðin. Og þetta líf skilar sér til okkar af fullum þunga undan óbærilegum léttleika hversdagsins.
Ég hef aldrei séð Kirsuberjagarð þar sem lífsharmur frú Ranevskaju er jafn átakanlegur. Samt er túlkun Larísu Grebenstsjikovu sennilega best lýst með orðinu léttleiki. Hún flögrar um sviðið, hinn kynþokkafulla miðja staðarins, og án þess að það sé sýnt á nokkurn hátt vitum við að eina leiðin fyrir hana til að halda sönsum er að staldra aldrei við neitt, festa ekki hönd á neinu haldreipi sem gæti svikið. Algerlega óviðjafnanleg frammistaða.
Eða samleikur Dörju Semjonovu og Irínu Nízínu þegar uppeldissysturnar Anja og Varja hittast aftur eftir heimkomu þeirrar fyrrnefndu. Í örstuttri senu sjáum við alla bernskuna, alla leikina og sameiginlegu leyndarmálin sem mótuðu samskipti þeirra og persónuleika.
Og öll þau kynstur af upplýsingum sem Júlijen Balmúsov og Júríj Lútsjenko gefa okkur um Gaev og Firs, alla þá kæfandi umhyggju sem þjónninn getur ekki hætt að sýna húsbónda sínum og hafa átt sinn þátt í að rústa þeim manni.
Hvað með hina algerlega áreynslulausu innlifun sem skilar áhrifamestu “trúlofunarsenu” Vörju og Lopahíns sem ég hef séð eða reikna með að sjá? Pjotr Krasílov er hófstillingin sjálf í hlutverki hins nýríka þrælssonar, og fyrir vikið blasir fortíð hans og einmanaleg framtíð við án þess að það sé sérstaklega verið að troða því upp á okkur.
Leikhópur Hins rússneska þjóðleikhúss unga fólksins er í heild hreint afbragð, hver einasti leikari með sterka nærveru, sem varð m.a. til þess að hópsenur lifnuðu við án þess nokkurntíman að athygli áhorfenda hvarflaði frá því sem mikilvægast var.
Sviðsetningin er í sama anda og vinna leikaranna, lífræn, frjálsleg og flæðandi um rýmið og næsta skeytingarlaus um myndbyggingu. Þó svo falleg leikmyndin sé að hluta til táknræn eru heildaráhrifin raunsæisleg og minna mann á hvað svoleiðis uppfærslur á Tsékhov eru fáséðar hér hin síðari ár.
Auðvitað veit maður að svona fíngerð vinna skilar sér ekki að fullu á máli sem maður ekki skilur. Þess vegna eru áhrifin hálfu dýrmætari. Dýrmætast af öllu er þó að sjá dæmi um hverju einlægni og alger trúmennska við ætlun löngu dáins höfundar skilar sterkri sýningu, sem sýnir að því fer fjarri að sá brunnur sé þurrausinn. Kærar þakkir fyrir mig.
<< Home