Eftirlitsmaðurinn
Leikfélag Keflavíkur
Frumleikhúsinu 31. október 2004
Höfundur: Nikolæ Gógol
Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson.
EFTIRLITSMAÐURINN er einn af sígildum gamanleikjum heimsins. Þar er dregið skefjalaust dár að spillingu, hræsni, snobbi og lítilmótlegu og skítlegu eðli þeirra sem eiga þess kost að maka krókinn á kostnað meðborgara sinna, og hve fljótir þeir eru að leggjast flatir þegar þeir mæta einhverjum sem þeir telja sér valdameiri og æðri. Grínið byggist síðan á því að þar vaða þeir í villu. Undir grínaktugu yfirborðinu leynist síðan dauðans alvara því Gogol lætur það ekki fara á milli mála að spilling og vanhæfni broddborgaranna tekur sinn toll, sjúklingar, fangar og aðrir skjólstæðingar kerfisins líða fyrir framferðið.
Eins og gildir um mörg sígild verk þá er það bæði sammannlegt og með djúpar rætur í ritunartíma sínum og -stað. Spillingu og græðgi skilja allir en blandan sem hér er boðið upp á af vanhæfni og skeytingarleysi um örlög náungans kemur ákaflega rússneskt fyrir sjónir.
Það er sannarlega virðingarvert að ráðast í sígild verk af þessu tagi með ungum og áhugasömum leikhóp, og þá er freistandi að taka viljann fyrir verkið. Það er samt ekki hægt að neita því að hópnum og leikstjóra hefur ekki alls kostar tekist að blása lífi í þetta gamla verk, ná ekki alveg að gera það að sínu með sannfærandi persónum, skýrum ætlunum og "sitúasjónum".
Hluti vandans liggur vafalaust í reynsluskorti, ef ekki á leiksviði þá í það minnsta í glímu við jafn framandi efnivið. Eins held ég að útlitsleg staðfærsla hafi verið misráðin. Hún gerir málsnið og heim leikritsins ankannalegan, auk þess sem aðstæðurnar eru ótrúverðugar í þessu umhverfi.
Það sem sýningin hefur með sér er á hinn bóginn krafturinn sem hópurinn býr yfir og brýst fram í öflugum samleik. Sérstaklega skemmtilegt í stærri hópatriðum, sérstaklega stóra fylleríisatriðinu fyrir hlé. Þar nýttust skophæfileikar Arnars Inga Tryggvasonar í hlutverki Kléstrakovs líka best.
Arnar Bergmann Sigurbjörnsson náði líka að skína á köflum sem hinn vonlausi borgarstjóri, en framsögn hans var hins vegar lýti á frammistöðunni. Hinn glymjandi hljómburður Frumleikhússins er miskunnarlaus við óskýrmælgi sem því miður er of algeng í þessari sýningu. Þetta er atriði sem of oft er leyft að skemma sýningar, grundvallaratriði sem gleymist í hugmyndaflæðinu sem skapast á æfingum, aðalatriði sem týnist eins og hvert annað smáatriði.
Eftirlitsmaðurinn ber vott um þann metnað leikfélagsins að glíma við verðug verkefni og treysta ungu fólki til góðra verka. Útkoman er kraftmikil sýning sem á sína spretti en nær ekki til fullnustu að skila þessu tímalausa og skemmtilega verki til okkar.
Frumleikhúsinu 31. október 2004
Höfundur: Nikolæ Gógol
Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson.
EFTIRLITSMAÐURINN er einn af sígildum gamanleikjum heimsins. Þar er dregið skefjalaust dár að spillingu, hræsni, snobbi og lítilmótlegu og skítlegu eðli þeirra sem eiga þess kost að maka krókinn á kostnað meðborgara sinna, og hve fljótir þeir eru að leggjast flatir þegar þeir mæta einhverjum sem þeir telja sér valdameiri og æðri. Grínið byggist síðan á því að þar vaða þeir í villu. Undir grínaktugu yfirborðinu leynist síðan dauðans alvara því Gogol lætur það ekki fara á milli mála að spilling og vanhæfni broddborgaranna tekur sinn toll, sjúklingar, fangar og aðrir skjólstæðingar kerfisins líða fyrir framferðið.
Eins og gildir um mörg sígild verk þá er það bæði sammannlegt og með djúpar rætur í ritunartíma sínum og -stað. Spillingu og græðgi skilja allir en blandan sem hér er boðið upp á af vanhæfni og skeytingarleysi um örlög náungans kemur ákaflega rússneskt fyrir sjónir.
Það er sannarlega virðingarvert að ráðast í sígild verk af þessu tagi með ungum og áhugasömum leikhóp, og þá er freistandi að taka viljann fyrir verkið. Það er samt ekki hægt að neita því að hópnum og leikstjóra hefur ekki alls kostar tekist að blása lífi í þetta gamla verk, ná ekki alveg að gera það að sínu með sannfærandi persónum, skýrum ætlunum og "sitúasjónum".
Hluti vandans liggur vafalaust í reynsluskorti, ef ekki á leiksviði þá í það minnsta í glímu við jafn framandi efnivið. Eins held ég að útlitsleg staðfærsla hafi verið misráðin. Hún gerir málsnið og heim leikritsins ankannalegan, auk þess sem aðstæðurnar eru ótrúverðugar í þessu umhverfi.
Það sem sýningin hefur með sér er á hinn bóginn krafturinn sem hópurinn býr yfir og brýst fram í öflugum samleik. Sérstaklega skemmtilegt í stærri hópatriðum, sérstaklega stóra fylleríisatriðinu fyrir hlé. Þar nýttust skophæfileikar Arnars Inga Tryggvasonar í hlutverki Kléstrakovs líka best.
Arnar Bergmann Sigurbjörnsson náði líka að skína á köflum sem hinn vonlausi borgarstjóri, en framsögn hans var hins vegar lýti á frammistöðunni. Hinn glymjandi hljómburður Frumleikhússins er miskunnarlaus við óskýrmælgi sem því miður er of algeng í þessari sýningu. Þetta er atriði sem of oft er leyft að skemma sýningar, grundvallaratriði sem gleymist í hugmyndaflæðinu sem skapast á æfingum, aðalatriði sem týnist eins og hvert annað smáatriði.
Eftirlitsmaðurinn ber vott um þann metnað leikfélagsins að glíma við verðug verkefni og treysta ungu fólki til góðra verka. Útkoman er kraftmikil sýning sem á sína spretti en nær ekki til fullnustu að skila þessu tímalausa og skemmtilega verki til okkar.