Sælueyjan
Höfundur: Jacob Hirdwall, leikgerð Gréta María Bergsdóttir og María Ellingsen, leikstjóri: María Ellingsen, dramatúrg: Gréta María Bergsdóttir, leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson, tónlist: Ólafur Björn Ólafsson, ljósa- og myndbandshönnun: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Gideon Kiers. Leikendur: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Kristján Franklín Magnús, Sólveig Arnarsdóttir og Þórunn Erna Clausen. Þjóðleikhúsið 19. janúar 2007.
Hitt er jafnskýrt að einhvers staðar á leiðinni fór eitthvað alvarlega út af sporinu.
Undirstaða verksins er ágætis upplegg í vondan "þriller", eða jafnvel sæmilega tveggja þátta seríu í sjónvarpi. Maður nokkur kemst undir læknishendur og kveðst vera 150 ára gamall. Rannsóknir leiða í ljós að í erfðamengi hans eru frávik sem koma í veg fyrir þá hrörnun sem orsakar elli í venjulegu fólki. Hvað á að gera við þennan fróðleik? Að því gefnu (og verkið gefur sér það) að hægt sé að þýða þessa þekkingu yfir í lyf sem veitir öðrum sömu gæði, hver á að njóta þess og er það þess virði? Sjálfur virðist hinn langlífi ekkert sérlega ánægður með hlutskipti sitt og hefur mögulega verið að reyna að binda enda á það á sérlega hálfkákslegan hátt. Hann tjáir sig gjarnan í óhemjuvondum kveðskap, en er að öðru leyti eiginlega ekki persóna, meira svona höfundartæknileg brella til að koma hreyfingu á "plottið". Enda heitir hann Aion (eilífð), svona ef einhvern áhorfanda færi að gruna að hann væri ekki fyrst og fremst tákn.
En eins og í öllum sæmilegum sjónvarpsseríum er líka persónuleg hlið á siðaklemmunni. Það er hún Tekla, sem verður ástkona vísindamannsins og heldur því leyndu fyrir honum að hún er með alvarlegan erfðasjúkdóm sem fljótlega mun draga hana til dauða. Tilkoma Aions og vonin um töfralyfið virðist gefa henni von, þó erfitt sé að sjá hvernig lyf við öldrun sé sjálfkrafa líka lyf við Huntingtons-sjúkdómnum. En hvað veit ég? Þegar útlit er fyrir að hagsmunir elskendanna fari ekki saman grípur hún til örþrifaráða. Inn í allt saman blandast síðan illyrmislegur svissneskur lyfjaframleiðandi með ógnvænlegar hugmyndir sem benda til að hann hafi hrifist mjög á unglingsárum þegar hann las Brave New World , en hætt í miðri bók.
Þetta er ekki gott leikrit. Fyrir utan klisjurnar sem einkenna það þá hefur það því miður ekkert merkilegt fram að færa um þær stóru siðferðisspurningar sem virðast vera kveikjan að því. Framvindan er bæði hæg og bláþráðótt, stíllinn er hvorki hverdagsraunsær né rismikill heldur fyrst og fremst flatur, ósannfærandi sem talmál og óáhugaverður sem skáldskapur. Fyrirlestur um Huntingtons-sjúkdóminn skar sig nokkuð úr, var vel unninn og tengdi hið fræðilega og persónulega á þann hátt sem hefði þurft að einkenna allt verkið. Það var ekki nóg.
Fyrir vikið er varla nema von að leikurunum gangi allbrösuglega að blása lífi í persónur sínar. Það var kannski helst líkamstjáning Sólveigar Arnarsdóttur sem gladdi, svo og túlkun hennar á fyrrnefndum fyrirlestri. Já, og kómískur "vísindanörd" Baldurs Trausta Hreinssonar. Um annað er varla neitt áhugavert að segja. Meira og minna skammlaust en frekar tilgangslítið.
Sýningin er lipurlega sviðsett og flæðir vel hjá Maríu Ellingssen í þénugri leikmynd Snorra Freys. Lýsing og niturbasagrafík Björns Bergsteins Guðmundssonar og Gideons Kiers var smart og truflaði ekki neitt þó hún hefði misst áhrifamátt sinn eftir fyrstu senu. Tónlist Ólafs Björns Ólafssonar lítt eftirminnileg, en alls ekki til ama.
Hvað hefur leikhúsið fram að færa í umræðu um erfið, flókin og brýn úrlausnarefni samfélagsins? Hvað gerir það betur en aðrir miðlar? Jú, það sýnir fólk í návígi takast á við siðferðisspursmál og afleiðingar þess sem ákvarðanir þeirra og annarra hafa í för með sér. Enginn vafi leikur á að þeim Jacobi, Maríu og Grétu Maríu þótti þau vera með merkilegt viðfangsefni. En þeim lánaðist ekki að finna í því kjarnann, fundu ekki söguna sem varpaði gagnlegu ljósi á það, fundu ekki orðin sem persónurnar þurftu til að miðla líðan sinni, höfðu kannski einfaldlega ekkert spennandi um málið að segja.
Þetta hefði einhver átt að sjá í tíma, stýra verkefninu í farsælli átt, spyrja frjórra spurninga, og mögulega taka verkið af dagskrá ef svörin voru ekki nógu góð.
Eitt er víst. Ef ungt, íslenskt leikskáld með takmarkað orðspor hefði sent Þjóðleikhúsinu það handrit að Sælueyjunni sem liggur til grundvallar sýningunni þá hefði það uppskorið stuttan fund með leiklistarráðunaut hússins, kaffibolla, hvetjandi orð og kurteislegt nei.
Vonandi.
Að lifa lengi og lifa vel
ÞAÐ hlýtur aldeilis að hafa virkað spennandi á forráðamenn Þjóðleikhússins þegar sænskur leikhúsmaður dúkkar þar upp með leikrit (eða allavega hugmynd eða drög) þar sem raunverulegir atburðir og aðstæður í íslensku samfélagi mynda bakgrunn djúpstæðrar samfélagsgagnrýni um siðaklemmur sem eru að byrja að þrengja að nútíma tæknisamfélagi, sem aukinheldur stýrist að miklu leyti af stjórnlausri auðhyggju. Ekki veit ég hversu langt Jacob Hirdwall var genginn með þegar ákveðið var að setja það á svið. Eins er ekki ljóst hversu stór hlutur hans er í því handriti sem liggur sýningunni til grundvallar því leikstjóri og dramatúrg sýningarinnar eru skrifaðir fyrir "leikgerð" á verkinu.Hitt er jafnskýrt að einhvers staðar á leiðinni fór eitthvað alvarlega út af sporinu.
Undirstaða verksins er ágætis upplegg í vondan "þriller", eða jafnvel sæmilega tveggja þátta seríu í sjónvarpi. Maður nokkur kemst undir læknishendur og kveðst vera 150 ára gamall. Rannsóknir leiða í ljós að í erfðamengi hans eru frávik sem koma í veg fyrir þá hrörnun sem orsakar elli í venjulegu fólki. Hvað á að gera við þennan fróðleik? Að því gefnu (og verkið gefur sér það) að hægt sé að þýða þessa þekkingu yfir í lyf sem veitir öðrum sömu gæði, hver á að njóta þess og er það þess virði? Sjálfur virðist hinn langlífi ekkert sérlega ánægður með hlutskipti sitt og hefur mögulega verið að reyna að binda enda á það á sérlega hálfkákslegan hátt. Hann tjáir sig gjarnan í óhemjuvondum kveðskap, en er að öðru leyti eiginlega ekki persóna, meira svona höfundartæknileg brella til að koma hreyfingu á "plottið". Enda heitir hann Aion (eilífð), svona ef einhvern áhorfanda færi að gruna að hann væri ekki fyrst og fremst tákn.
En eins og í öllum sæmilegum sjónvarpsseríum er líka persónuleg hlið á siðaklemmunni. Það er hún Tekla, sem verður ástkona vísindamannsins og heldur því leyndu fyrir honum að hún er með alvarlegan erfðasjúkdóm sem fljótlega mun draga hana til dauða. Tilkoma Aions og vonin um töfralyfið virðist gefa henni von, þó erfitt sé að sjá hvernig lyf við öldrun sé sjálfkrafa líka lyf við Huntingtons-sjúkdómnum. En hvað veit ég? Þegar útlit er fyrir að hagsmunir elskendanna fari ekki saman grípur hún til örþrifaráða. Inn í allt saman blandast síðan illyrmislegur svissneskur lyfjaframleiðandi með ógnvænlegar hugmyndir sem benda til að hann hafi hrifist mjög á unglingsárum þegar hann las Brave New World , en hætt í miðri bók.
Þetta er ekki gott leikrit. Fyrir utan klisjurnar sem einkenna það þá hefur það því miður ekkert merkilegt fram að færa um þær stóru siðferðisspurningar sem virðast vera kveikjan að því. Framvindan er bæði hæg og bláþráðótt, stíllinn er hvorki hverdagsraunsær né rismikill heldur fyrst og fremst flatur, ósannfærandi sem talmál og óáhugaverður sem skáldskapur. Fyrirlestur um Huntingtons-sjúkdóminn skar sig nokkuð úr, var vel unninn og tengdi hið fræðilega og persónulega á þann hátt sem hefði þurft að einkenna allt verkið. Það var ekki nóg.
Fyrir vikið er varla nema von að leikurunum gangi allbrösuglega að blása lífi í persónur sínar. Það var kannski helst líkamstjáning Sólveigar Arnarsdóttur sem gladdi, svo og túlkun hennar á fyrrnefndum fyrirlestri. Já, og kómískur "vísindanörd" Baldurs Trausta Hreinssonar. Um annað er varla neitt áhugavert að segja. Meira og minna skammlaust en frekar tilgangslítið.
Sýningin er lipurlega sviðsett og flæðir vel hjá Maríu Ellingssen í þénugri leikmynd Snorra Freys. Lýsing og niturbasagrafík Björns Bergsteins Guðmundssonar og Gideons Kiers var smart og truflaði ekki neitt þó hún hefði misst áhrifamátt sinn eftir fyrstu senu. Tónlist Ólafs Björns Ólafssonar lítt eftirminnileg, en alls ekki til ama.
Hvað hefur leikhúsið fram að færa í umræðu um erfið, flókin og brýn úrlausnarefni samfélagsins? Hvað gerir það betur en aðrir miðlar? Jú, það sýnir fólk í návígi takast á við siðferðisspursmál og afleiðingar þess sem ákvarðanir þeirra og annarra hafa í för með sér. Enginn vafi leikur á að þeim Jacobi, Maríu og Grétu Maríu þótti þau vera með merkilegt viðfangsefni. En þeim lánaðist ekki að finna í því kjarnann, fundu ekki söguna sem varpaði gagnlegu ljósi á það, fundu ekki orðin sem persónurnar þurftu til að miðla líðan sinni, höfðu kannski einfaldlega ekkert spennandi um málið að segja.
Þetta hefði einhver átt að sjá í tíma, stýra verkefninu í farsælli átt, spyrja frjórra spurninga, og mögulega taka verkið af dagskrá ef svörin voru ekki nógu góð.
Eitt er víst. Ef ungt, íslenskt leikskáld með takmarkað orðspor hefði sent Þjóðleikhúsinu það handrit að Sælueyjunni sem liggur til grundvallar sýningunni þá hefði það uppskorið stuttan fund með leiklistarráðunaut hússins, kaffibolla, hvetjandi orð og kurteislegt nei.
Vonandi.