Slá í gegn
Höfundur og leikstjóri: Guðjón Davíð Karlsson. Danshöfundur: Chantelle Carey. Tónlist: Stuðmenn. Tónlistarstjórn: Vignir Snær Vigfússon. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson. Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson og Kristján Sigmundur Einarsson. Myndband: Ingi Bekk (myndbandshönnun), Björgvin Már Pálsson og Árni Jón Gunnarsson (hreyfimyndagerð) og Rúnar Steinn Skaftason (bakgrunnur). Hljómsveit: Vignir Snær Vigfússon, Karl Olgeirsson, Helgi Reynir Jónsson, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Róbert Þórhallsson og Aron Steinn Ásbjarnarson. Leikarar, dansarar og sirkuslistafólk: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn Árnason, Snæfríður Ingvarsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Jón Gnarr, Sigurður Þór Óskarsson, Sigurður Sigurjónsson, Birgitta Birgisdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Oddur Júlíusson, Esther Talía Casey, Þórey Birgisdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Bjarni Snæbjörnsson, Juliette Louste, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Hildur Ketilsdóttir, Nicholas Arthur Candy, Sindri Diego, Harpa Lind Ingadóttir, Bjarni Kristbjörnsson, Hjörtur Viðar Sigurðarson og Sölvi Viggósson Dýrfjörð. Frumsýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins 24. febrúar 2018.
Og það hefur auðvitað verið á dagskrá. Það var dálítið þreytandi í aðdraganda frumsýningarinnar að heyra spyrla tala um Slá í gegn eins og eitthvert Kólumbusaregg hjá Guðjóni Davíð Karlssyni, og höfundinn og leikstjórann taka undir hvað það væri merkilegt að engum skyldi hafa dottið í hug fyrr að sjóða saman söngleik með tónlist Stuðmanna sem hryggjarstykkið. Stutt gúggl leiðir mann nefnilega í Loftkastalann 1996 þar sem þeir Valgeirar, Skagfjörð og Guðjónsson, frumsýndu söngleikinn Sumar á Sýrlandi, spunninn utan um tónlistina af fyrstu tveimur breiðskífum sveitarinnar. Svo ekki séu tíundaðar atlögur skólaleikfélaga um landið þvert og endilangt að þessum augljósa og gjöfula efnivið. Nýjabrum er ekki góður sölupunktur fyrir þetta sjó.
Það er handritið því miður ekki heldur. Í kynningu sýningarinnar hljómaði eins og hún byggðist á nokkuð skýrri og glúrinni grunnhugmynd, sem er alger lífsnauðsyn fyrir sýningu sem þessa. Hér þarf sterka sögu og skýr átök sem halda fleytunni á floti og gefa svigrúm fyrir þá útúrdúra sem tónlistin kallar á. Togstreita milli áhugaleikfélags í litlu þorpi og sirkuss sem mætir á svæðið er alveg ágætis vettvangur, en það spilast ekki vel úr þessu. Eitt er nú að sirkusinn er ekki fyrr kominn í bæinn en leikfélagið gengur til liðs við hann í heild sinni, að frátöldum einum þrjóskum sérvitringi. Annars eru árekstrar hins þjóðlega og þess framandi og forboðna ekki til meðferðar hér. Það reynist heldur ekki vera neitt leikrænt eða dramatískt púður í aðlögun sveitavargsins að sirkuslífinu, sem er óskiljanlegt. Samdráttur fjölleikaprinsessunnar og leikfélagskolbítsins er auðvitað óhjákvæmilegur, en þurfti hann að vera alveg svona áreynslulaus? Og þessi reykvíska fjölskylda sem fylgir pabbanum í draumaleit hans þegar hann kaupir rúmenskan sirkus á eBay – var ekkert áhugavert við að skoða hvernig það gæti gengið fyrir sig, eða ekki gengið? Hefði það jafnvel nægt sem leikrænt eldsneyti eitt og sér? Það kviknar aldrei í því.
Í stað þess að leyfa leiktextanum að vera límið, skapa togstreitu leggja til hreyfiorku í samskipti persónanna er hann að mestu lagður undir fimmaurabrandara. Sem auðvitað hitta sumir í mark, en ofgnóttin er þreytandi, sérstaklega endalausar vísanir í Stuðmannatexta. Þá þykja mér textatengsl verksins við leiktexta Með allt á hreinu misráðin (fyrir nú utan að skjóta inn bútum úr tveimur Gærulögum, sem er furðuleg ráðstöfun). Hér hefði þurft að skapa nýjan og lífvænlegan jarðveg fyrir tónlistina, en það er ekki gert.
Persónugalleríið er það best heppnaða í framlagi höfundarins, einfaldar týpur, sumar andlits- og einkennalausar en aðrar harla sniðuglega samsettar; Kalli lögga með búktalsdúkkuna sína, hin skeggjaða Ólína sem finnst enginn sjá sig fyrir brjóstunum, alvitri presturinn og svo auðvitað prímadonnan Sigurjón digri, sem reyndar er sóttur að stórum hluta á bensínstöðina í Næturvaktinni, en býr að því að Jón Gnarr hefur áratugareynslu af jafnvægisdansi milli fyndins banalítets og alvöru í leiktexta á barmi paródíunnar. Tveir af leikrænum hápunktum sýningarinnar eru hans: tilraun Sigurjóns til að flytja Gullna hlið Davíðs einn síns liðs eftir að hafa flæmt leikfélagið út í sirkustjald og svo samtal hans og Ólínu, sem Edda Björgvinsdóttir túlkar fallega. Jón syngur ekki í meistaradeildinni, en hefur það fram yfir flesta að það sem hann syngur hljómar eins og þar sé persóna að tjá sig en ekki söngvari að brillera, sem rétt er að geta að flestir þeirra gera. Sömu áhrifum nær Snæfríður Ingvarsdóttir í gullfallegri túlkun á „Angantý“ og þau Sigurður Þór Óskarsson í skemmtilega endurútsettum „Ástardúett“. Sem vel á minnst er eina lagið sem hægt er að segja að sé meðhöndlað með skapandi afstöðu. Að öðru leyti einkennist framlag Vignis Snæs Vigfússonar og liðsmanna hans af skotheldri fagmennsku og engu þar umfram. Ég var á sveitaballaaldrinum á gullaldarárum Stuðmanna og hef heyrt flest þessi lög fara í gegnum hakkavél hugmyndaríkra grallara. Þau þola það vel, og græða sum.
Þau halda líka bolta sýningarinnar á lofti þrátt fyrir allt. Dauðir punktar þjóta hjá og hverfa í rykið af hverjum smellinum á fætur öðrum. Þrjátíu lög koma við sögu, fyrir utan öll hin sem vitnað er til í leiktextanum. Undir lokin, þegar sirkusinn frumsýnir sjóið sitt, tekur tónlistin öll völd og gleðisprengjan springur. Þá er gaman. Það er vel haldið utan um gangverk sýningarinnar af Guðjóni Davíð og Chantelle Carey, þó dansatriðin hafi svo sem ekki slegið mig sem sérlega frumleg sköpun. Þær sirkusbrellur sem sýndar eru eru skemmtilegar og það næst áberandi vel að má út skilin milli leikara, söngvara, sirkusfólks og dansara, nýta kraftana og gefa öllum færi á að njóta sín. Leikmynd Finns Arnars Arnarsonar og búningar Maríu Th. Ólafsdóttur gera þetta að dálítið myrkum sirkus, pínu fullorðins, pínu „Freak Show“, og ekkert að því, svo augljóslega meinlaust er þetta fólk allt, ekki síst hin elskulegu sirkusstjórahjón sem Örn Árnason og Ólafía Hrönn Jónsdóttir nutu sín fyrirsjáanlega vel í. Svona sýning er líka leikvöllur fyrir ljósahönnuð og Magnús Arnar Sigurðarson fer í öll heljarstökkin og splittin. Leikhópurinn er í sölugírnum allan tímann, stuðinu er haldið uppi af einurð og krafti (ég bara neita að kalla það energí og trú).
Slá í gegn er mannmargt og íburðarmikið stórsjó. Öllu er tjaldað til úr vopnabúri Þjóðleikhússins til viðbótar þeirri miklu meðgjöf sem tónlist Stuðmanna er. Frá sjónarhóli skemmtunar næst harla góður árangur og fagnaðarlætin á frumsýningarkvöldinu voru eins og í Atlavík ’84. Úr bæjardyrum leiklistar horfir aðeins öðruvísi við. Leikræni efniviðurinn er vægast sagt rýr og ekki erfitt að ímynda sér viðbrögð listrænnar forystu leikhússins ef því bærist slíkt handrit í póstinum. Þau yrðu alla vega ekki að opna alla skápa, ræsa allar vélar, ráða stóra hljómsveit og sirkus utan úr bæ.
Þjóðleikhúsið er ekki fjáröflunararmur Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Það hefur listrænum skyldum að gegna. Það er ekki sama hvað það gerir, eða hvernig það gerir það, þó að öryggisnet tónlistar allra landsmanna grípi það í þetta sinn og skili öllum brosandi heim.
Dýrleif með töfrabrögðin
Tónlist Stuðmanna er á heimavelli í leikhúsinu. Svo ekki sé minnst á fjölleikahúsið. Fjöllyndið í stíl, stefnum og andrúmslofti, létt-paródísk afstaðan, hnyttnin í textunum og fjölbreytni yrkisefnanna. Þessi lög tala mörgum röddum og oftar en ekki eru „ljóðmælendur“ mótaðar persónur, jafnvel nafngreindar. Allt þetta þokar list Stuðmanna nær söngleiknum en flestri popptónlist myndi þykja þægilegt eða fínt. Við þessa þulu má svo bæta að staða Stuðmanna í íslenskri þjóðmenningu er slík að leikhúsinu beinlínis ber að gera henni skil. Jörundur hundadagakonungur, hernámið, Njála: allt kallar þetta á að vera sett á dagskrá. Það sama gildir um árshátíðargrínið úr Menntaskólanum við Hamrahlíð sem fór svona eftirminnilega, gleðilega og varanlega úr böndunum.Og það hefur auðvitað verið á dagskrá. Það var dálítið þreytandi í aðdraganda frumsýningarinnar að heyra spyrla tala um Slá í gegn eins og eitthvert Kólumbusaregg hjá Guðjóni Davíð Karlssyni, og höfundinn og leikstjórann taka undir hvað það væri merkilegt að engum skyldi hafa dottið í hug fyrr að sjóða saman söngleik með tónlist Stuðmanna sem hryggjarstykkið. Stutt gúggl leiðir mann nefnilega í Loftkastalann 1996 þar sem þeir Valgeirar, Skagfjörð og Guðjónsson, frumsýndu söngleikinn Sumar á Sýrlandi, spunninn utan um tónlistina af fyrstu tveimur breiðskífum sveitarinnar. Svo ekki séu tíundaðar atlögur skólaleikfélaga um landið þvert og endilangt að þessum augljósa og gjöfula efnivið. Nýjabrum er ekki góður sölupunktur fyrir þetta sjó.
Það er handritið því miður ekki heldur. Í kynningu sýningarinnar hljómaði eins og hún byggðist á nokkuð skýrri og glúrinni grunnhugmynd, sem er alger lífsnauðsyn fyrir sýningu sem þessa. Hér þarf sterka sögu og skýr átök sem halda fleytunni á floti og gefa svigrúm fyrir þá útúrdúra sem tónlistin kallar á. Togstreita milli áhugaleikfélags í litlu þorpi og sirkuss sem mætir á svæðið er alveg ágætis vettvangur, en það spilast ekki vel úr þessu. Eitt er nú að sirkusinn er ekki fyrr kominn í bæinn en leikfélagið gengur til liðs við hann í heild sinni, að frátöldum einum þrjóskum sérvitringi. Annars eru árekstrar hins þjóðlega og þess framandi og forboðna ekki til meðferðar hér. Það reynist heldur ekki vera neitt leikrænt eða dramatískt púður í aðlögun sveitavargsins að sirkuslífinu, sem er óskiljanlegt. Samdráttur fjölleikaprinsessunnar og leikfélagskolbítsins er auðvitað óhjákvæmilegur, en þurfti hann að vera alveg svona áreynslulaus? Og þessi reykvíska fjölskylda sem fylgir pabbanum í draumaleit hans þegar hann kaupir rúmenskan sirkus á eBay – var ekkert áhugavert við að skoða hvernig það gæti gengið fyrir sig, eða ekki gengið? Hefði það jafnvel nægt sem leikrænt eldsneyti eitt og sér? Það kviknar aldrei í því.
Í stað þess að leyfa leiktextanum að vera límið, skapa togstreitu leggja til hreyfiorku í samskipti persónanna er hann að mestu lagður undir fimmaurabrandara. Sem auðvitað hitta sumir í mark, en ofgnóttin er þreytandi, sérstaklega endalausar vísanir í Stuðmannatexta. Þá þykja mér textatengsl verksins við leiktexta Með allt á hreinu misráðin (fyrir nú utan að skjóta inn bútum úr tveimur Gærulögum, sem er furðuleg ráðstöfun). Hér hefði þurft að skapa nýjan og lífvænlegan jarðveg fyrir tónlistina, en það er ekki gert.
Persónugalleríið er það best heppnaða í framlagi höfundarins, einfaldar týpur, sumar andlits- og einkennalausar en aðrar harla sniðuglega samsettar; Kalli lögga með búktalsdúkkuna sína, hin skeggjaða Ólína sem finnst enginn sjá sig fyrir brjóstunum, alvitri presturinn og svo auðvitað prímadonnan Sigurjón digri, sem reyndar er sóttur að stórum hluta á bensínstöðina í Næturvaktinni, en býr að því að Jón Gnarr hefur áratugareynslu af jafnvægisdansi milli fyndins banalítets og alvöru í leiktexta á barmi paródíunnar. Tveir af leikrænum hápunktum sýningarinnar eru hans: tilraun Sigurjóns til að flytja Gullna hlið Davíðs einn síns liðs eftir að hafa flæmt leikfélagið út í sirkustjald og svo samtal hans og Ólínu, sem Edda Björgvinsdóttir túlkar fallega. Jón syngur ekki í meistaradeildinni, en hefur það fram yfir flesta að það sem hann syngur hljómar eins og þar sé persóna að tjá sig en ekki söngvari að brillera, sem rétt er að geta að flestir þeirra gera. Sömu áhrifum nær Snæfríður Ingvarsdóttir í gullfallegri túlkun á „Angantý“ og þau Sigurður Þór Óskarsson í skemmtilega endurútsettum „Ástardúett“. Sem vel á minnst er eina lagið sem hægt er að segja að sé meðhöndlað með skapandi afstöðu. Að öðru leyti einkennist framlag Vignis Snæs Vigfússonar og liðsmanna hans af skotheldri fagmennsku og engu þar umfram. Ég var á sveitaballaaldrinum á gullaldarárum Stuðmanna og hef heyrt flest þessi lög fara í gegnum hakkavél hugmyndaríkra grallara. Þau þola það vel, og græða sum.
Þau halda líka bolta sýningarinnar á lofti þrátt fyrir allt. Dauðir punktar þjóta hjá og hverfa í rykið af hverjum smellinum á fætur öðrum. Þrjátíu lög koma við sögu, fyrir utan öll hin sem vitnað er til í leiktextanum. Undir lokin, þegar sirkusinn frumsýnir sjóið sitt, tekur tónlistin öll völd og gleðisprengjan springur. Þá er gaman. Það er vel haldið utan um gangverk sýningarinnar af Guðjóni Davíð og Chantelle Carey, þó dansatriðin hafi svo sem ekki slegið mig sem sérlega frumleg sköpun. Þær sirkusbrellur sem sýndar eru eru skemmtilegar og það næst áberandi vel að má út skilin milli leikara, söngvara, sirkusfólks og dansara, nýta kraftana og gefa öllum færi á að njóta sín. Leikmynd Finns Arnars Arnarsonar og búningar Maríu Th. Ólafsdóttur gera þetta að dálítið myrkum sirkus, pínu fullorðins, pínu „Freak Show“, og ekkert að því, svo augljóslega meinlaust er þetta fólk allt, ekki síst hin elskulegu sirkusstjórahjón sem Örn Árnason og Ólafía Hrönn Jónsdóttir nutu sín fyrirsjáanlega vel í. Svona sýning er líka leikvöllur fyrir ljósahönnuð og Magnús Arnar Sigurðarson fer í öll heljarstökkin og splittin. Leikhópurinn er í sölugírnum allan tímann, stuðinu er haldið uppi af einurð og krafti (ég bara neita að kalla það energí og trú).
Slá í gegn er mannmargt og íburðarmikið stórsjó. Öllu er tjaldað til úr vopnabúri Þjóðleikhússins til viðbótar þeirri miklu meðgjöf sem tónlist Stuðmanna er. Frá sjónarhóli skemmtunar næst harla góður árangur og fagnaðarlætin á frumsýningarkvöldinu voru eins og í Atlavík ’84. Úr bæjardyrum leiklistar horfir aðeins öðruvísi við. Leikræni efniviðurinn er vægast sagt rýr og ekki erfitt að ímynda sér viðbrögð listrænnar forystu leikhússins ef því bærist slíkt handrit í póstinum. Þau yrðu alla vega ekki að opna alla skápa, ræsa allar vélar, ráða stóra hljómsveit og sirkus utan úr bæ.
Þjóðleikhúsið er ekki fjáröflunararmur Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Það hefur listrænum skyldum að gegna. Það er ekki sama hvað það gerir, eða hvernig það gerir það, þó að öryggisnet tónlistar allra landsmanna grípi það í þetta sinn og skili öllum brosandi heim.