Vinur minn heimsendir
Mink leikhús og Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör
Hafnarfjarðarleikhúsið 18. september 2003.
Höfundur: Kristín Ómarsdóttir
Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir
Leikmynd: Ingibjörg Magnadóttir
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir og Margrét Sigurðardóttir
Lýsing: Kári Gíslason
Tónlist: Úlfur Eldjárn
Sviðshreyfingar: Ólöf Ingólfsdóttir
Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Frank Højbye Christiansen, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Kannski svolítið formúlukennt, en svona er atburðaramminn í Vini mínum heimsenda, sem þó er langt frá því að vera hversdagslegt leikhúsfóður. Þeir sem þekkja ólíkindahöfundinn Kristínu Ómarsdóttur geta náttúrulega sagt sér það sjálfir.
Sambýlingarnir í verkinu eru þau Elísabet og Ríkarður, fertug kona og dvergur, sem búa saman, að því er virðist á nokkuð snertipunktalausan hátt. Gestirnir mynda óvenjulegan ástarþríhyrning. Þau eru Búlimíusjúklingurinn Signý, blindi kynskiptingurinn Agnes og Ólafur, sem pissar á sig og á oftar en ekki erfitt með að orða það sem hann hugsar. Öll eru þau að dauðvona. Þessi yfirvofandi dauði er ein birtingarmynd heimsendis í verkinu. Dauðinn er heimsendir, og öll erum við dauðvona. En kannski erum við nútímafólk líka á siðferðilegum heimsenda, við endimörk tækninnar, á ástlausum hjara veraldarinnar þar sem kynlíf er án tengingar við ást og útlitið eitt skiptir máli.
En samt er von. Það hlýnar í samlífi Elísabetar og Ríkarðs þegar gestirnir hverfa á braut. Og eftir “flekklausan” getnað fæðist barn. Er það frelsarinn? Eða kannski bara brúða?
Texti Kristínar Ómarsdóttur er brotakenndur og stíllega fjölbreyttur, stundum að því er virðist vísvitandi stirður og tilgerðarlegur, á öðrum stöðum fullur af óvæntum og snjöllum hugdettum og myndum innan um hversdagslegra tal. Þessir ólíku þættir varpa ljósi hver á annan og útkoman er sú að áhorfandinn fer að nema skáldskapinn í hvunndagssnakkinu. Við þetta bætist síðan fjölskrúðugt mynd- og táknmál sýningarinnar: Lifandi snákur í búri, bananar, jólaguðspjallið, egg, blinda, fuglar, blóðug sár, kórónur, spelkur. Kristín Eysteinsdóttir höndlar þetta allt af öryggi þrátt fyrir reynsluleysið, en þó er ekki laust við að að manni læðist sá grunur að skarpari sýn á hvað ætlunin væri að segja, og nákvæmari og hófstilltari notkun á meðölum skáldskapar og leiksviðs hefði skilað sér í meiri áhrifum, fastari tökum á áhorfendum. Það er dálítið stórt, púsluspilið sem þær nöfnur senda okkur út með í leikslok, og við erum ekki einu sinni alveg viss um að öll stykkin séu á vísum stað. En það er spennandi að velta því fyrir sér í huganum, og athuga hvaða mynd birtist þó eitthvað kunni að vanta. Vinur minn heimsendir er fyrir vikið sýning sem er meira athyglisverð heldur en áhrifarík.
Vinna leikaranna ber þess merki að þeir hafi átt drjúgan þátt í mótun sýningarinnar þó endanleg útkoma sé á hinn bóginn skýrt mótuð og öguð, enda leikstjórinn með hreyfingahönnuð sér til fulltingis.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir er Elísabet og nýtir vel þann hæfileika sinn að gera hversdagslegustu setningar að bröndurum á áreynslulausan hátt. Í síðari hlutanum náði hún síðan að sýna okkur eftirminnilega inn að kvikunni í persónunni. Frank Højbye Chistiansen varð hins vegar ekki mikill matur úr frekar rýru hlutverki Ríkarðs, dálítið eins og höfundi og leikstjóra hafi fundist nærvera hans nægjanleg til áhrifa.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson bjó til kostulega aumkunarverðan vonbiðil úr Ólafi, þó erfitt væri að tengja þetta hraustlega glæsimenni við dauðvona mann með dripp í æð. Elma Lísa Gunnarsdóttir er hárrétt í hlutverk hinnar átröskuðu Signýjar sem vefur félögum sínum um fingur sér, að því er virðist án þess að vita af því, en reynist svo fær um stóra persónulega fórn fyrir annað þeirra. Kynskiptingurinn Agnes var síðan ansi hreint mögnuð persóna í meðförum Arndísar Hrannar Egilsdóttur, líkamsmál og raddbeiting hvort tveggja afbragðsvel unnið.
Umgjörð sýningarinnar er prýðilega vel heppnuð, og á það jafnt við um skemmtilega búninga Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur og Margrétar Sigurðardóttur, leikmynd Ingibjargar Magnadóttur, lýsingu Kára Gíslasonar og tónlist Úlfs Eldjárn. Ingibjörg nær að nýta helsta kost Hafnarfjarðarleikhússins, sviðsdýptina, eins og margir fyrirrennarar hennar, og Kári býr iðullega til sterkar myndir í rýminu með lýsingu sinni.
Vinur minn heimsendir er frumlegt og oft á tíðum skáldlegt leikhúsverk sem er vel þess virði að sjá, þó mín tilfinning sé sú að hlutarnir séu á endanum stærri en heildin. Hér er á ferðinni athyglisverð frumraun Kristínar Eysteinsdóttur sem sýningarhöfundar, og staðfesting þess að rödd Kristínar Ómarsdóttur er einstök meðal íslenskra leikskálda.
Hafnarfjarðarleikhúsið 18. september 2003.
Höfundur: Kristín Ómarsdóttir
Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir
Leikmynd: Ingibjörg Magnadóttir
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir og Margrét Sigurðardóttir
Lýsing: Kári Gíslason
Tónlist: Úlfur Eldjárn
Sviðshreyfingar: Ólöf Ingólfsdóttir
Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Frank Højbye Christiansen, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
Hvar endar heimurinn?
KARL og kona, sambýlingar, eru í þann mund að setjast að snæðingi eftir vel heppnaða verslunarferð þegar þrjá óvænta gesti ber að garði, karl og tvær konur. Þeim er vel tekið og boðið að taka þátt í máltíðinni þó ekki hafi verið gert ráð fyrir þeim í upphafi hennar. Samkvæmið er ögn vandræðalegt til að byrja með, en fljótlega bráðnar ísinn og fyrr en varir eru allir komnir á trúnaðarstigið, farnir að segja sögur af sínum dýrmætustu og persónulegustu stundum. Svo er farið í kjánalega leiki, og allir sofna. Eftir æsilegar draumfarir vaknar fólk til raunveruleikans á ný, gestirnir eru ekki velkomnir lengur og fara. Eftir eru sambýlingarnir með sjálf sig í ljósi þess sem gerðist og kom fram í samkvæminu.Kannski svolítið formúlukennt, en svona er atburðaramminn í Vini mínum heimsenda, sem þó er langt frá því að vera hversdagslegt leikhúsfóður. Þeir sem þekkja ólíkindahöfundinn Kristínu Ómarsdóttur geta náttúrulega sagt sér það sjálfir.
Sambýlingarnir í verkinu eru þau Elísabet og Ríkarður, fertug kona og dvergur, sem búa saman, að því er virðist á nokkuð snertipunktalausan hátt. Gestirnir mynda óvenjulegan ástarþríhyrning. Þau eru Búlimíusjúklingurinn Signý, blindi kynskiptingurinn Agnes og Ólafur, sem pissar á sig og á oftar en ekki erfitt með að orða það sem hann hugsar. Öll eru þau að dauðvona. Þessi yfirvofandi dauði er ein birtingarmynd heimsendis í verkinu. Dauðinn er heimsendir, og öll erum við dauðvona. En kannski erum við nútímafólk líka á siðferðilegum heimsenda, við endimörk tækninnar, á ástlausum hjara veraldarinnar þar sem kynlíf er án tengingar við ást og útlitið eitt skiptir máli.
En samt er von. Það hlýnar í samlífi Elísabetar og Ríkarðs þegar gestirnir hverfa á braut. Og eftir “flekklausan” getnað fæðist barn. Er það frelsarinn? Eða kannski bara brúða?
Texti Kristínar Ómarsdóttur er brotakenndur og stíllega fjölbreyttur, stundum að því er virðist vísvitandi stirður og tilgerðarlegur, á öðrum stöðum fullur af óvæntum og snjöllum hugdettum og myndum innan um hversdagslegra tal. Þessir ólíku þættir varpa ljósi hver á annan og útkoman er sú að áhorfandinn fer að nema skáldskapinn í hvunndagssnakkinu. Við þetta bætist síðan fjölskrúðugt mynd- og táknmál sýningarinnar: Lifandi snákur í búri, bananar, jólaguðspjallið, egg, blinda, fuglar, blóðug sár, kórónur, spelkur. Kristín Eysteinsdóttir höndlar þetta allt af öryggi þrátt fyrir reynsluleysið, en þó er ekki laust við að að manni læðist sá grunur að skarpari sýn á hvað ætlunin væri að segja, og nákvæmari og hófstilltari notkun á meðölum skáldskapar og leiksviðs hefði skilað sér í meiri áhrifum, fastari tökum á áhorfendum. Það er dálítið stórt, púsluspilið sem þær nöfnur senda okkur út með í leikslok, og við erum ekki einu sinni alveg viss um að öll stykkin séu á vísum stað. En það er spennandi að velta því fyrir sér í huganum, og athuga hvaða mynd birtist þó eitthvað kunni að vanta. Vinur minn heimsendir er fyrir vikið sýning sem er meira athyglisverð heldur en áhrifarík.
Vinna leikaranna ber þess merki að þeir hafi átt drjúgan þátt í mótun sýningarinnar þó endanleg útkoma sé á hinn bóginn skýrt mótuð og öguð, enda leikstjórinn með hreyfingahönnuð sér til fulltingis.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir er Elísabet og nýtir vel þann hæfileika sinn að gera hversdagslegustu setningar að bröndurum á áreynslulausan hátt. Í síðari hlutanum náði hún síðan að sýna okkur eftirminnilega inn að kvikunni í persónunni. Frank Højbye Chistiansen varð hins vegar ekki mikill matur úr frekar rýru hlutverki Ríkarðs, dálítið eins og höfundi og leikstjóra hafi fundist nærvera hans nægjanleg til áhrifa.
Guðmundur Ingi Þorvaldsson bjó til kostulega aumkunarverðan vonbiðil úr Ólafi, þó erfitt væri að tengja þetta hraustlega glæsimenni við dauðvona mann með dripp í æð. Elma Lísa Gunnarsdóttir er hárrétt í hlutverk hinnar átröskuðu Signýjar sem vefur félögum sínum um fingur sér, að því er virðist án þess að vita af því, en reynist svo fær um stóra persónulega fórn fyrir annað þeirra. Kynskiptingurinn Agnes var síðan ansi hreint mögnuð persóna í meðförum Arndísar Hrannar Egilsdóttur, líkamsmál og raddbeiting hvort tveggja afbragðsvel unnið.
Umgjörð sýningarinnar er prýðilega vel heppnuð, og á það jafnt við um skemmtilega búninga Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur og Margrétar Sigurðardóttur, leikmynd Ingibjargar Magnadóttur, lýsingu Kára Gíslasonar og tónlist Úlfs Eldjárn. Ingibjörg nær að nýta helsta kost Hafnarfjarðarleikhússins, sviðsdýptina, eins og margir fyrirrennarar hennar, og Kári býr iðullega til sterkar myndir í rýminu með lýsingu sinni.
Vinur minn heimsendir er frumlegt og oft á tíðum skáldlegt leikhúsverk sem er vel þess virði að sjá, þó mín tilfinning sé sú að hlutarnir séu á endanum stærri en heildin. Hér er á ferðinni athyglisverð frumraun Kristínar Eysteinsdóttur sem sýningarhöfundar, og staðfesting þess að rödd Kristínar Ómarsdóttur er einstök meðal íslenskra leikskálda.