Fullkomið brúðkaup
Leikfélagið Þrándur
Loftkastalanum 7. september 2002
Höfundur: Robin Hawdon
Þýðandi: Örn Árnason
Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson
Leikmynd: Frosti Friðriksson
Leikendur: Ástrós Elísdóttir, Hannes Þórður Þorvaldsson, Helga Lára Haarde, Hilmar Guðjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Lydía Grétarsdóttir, Marta Goðadóttir og Sólmundur Hólm. Hljómsveitin Hanz leikur undir.
Að sumu leyti er verkefnaval hópsins skiljanlegt, laufléttur gamanleikur um fólk á aldur við leikarana. Hinu verður ekki framhjá litið að Fullkomið brúðkaup er ansi gallaður gamanleikur. Fyrri hlutinn er frekar þunglamalegur farsi sem byggir á afleiðingum steggjapartís sem farið hefur úr böndunum. Í síðari hlutanum fjarar undan farsanum þegar brúðguminn og stúlkan sem hann vaknaði upp við hliðina á að morgni brúðkaupsdagsins uppgötva að hún er kannski hin eina rétta fyrir hann. Innan um og saman við er síðan blandað nokkrum tónlistaratriðum, sem ég geri mér ekki grein fyrir hvort eru ættuð frá höfundinum eða uppfinning aðstandenda sýningarinnar. hið síðara þykir mér reyndar líklegra, svo snertipunktalaus sem tónlistaratriðin eru við leikritið sjálft. Allavega bættu þau litlu við, að undanskildu frábæru upphafsatriðinu eftir hlé sem náði að verða hugljúft og yfirgengilega hallærislegt samtímis. Allur tónlistarflutningur er vitaskuld lýtalaus eins og framhaldsskólanna er von og vísa.
Nú hafa farsar lítt verið á verkefnaskrá skólaleikfélaganna, og því varla von að hópurinn næði að fóta sig af öryggi á því svellinu. Enda einkennist leikstíll fyrri hlutans nokkuð af hávaða og innistæðulausri móðursýki, nokkuð sem verður að eigna leikstjóranum. Innan þeirra þröngu takmarka sýndi leikhópurinn vissulega að mikið býr í honum. Þó fannst mér þau fyrst njóta sín þegar aðeins slaknaði á látunum í síðari hlutanum. Þá skýrðust persónurnar, sönn augnablik urðu til, og þaðan spruttu vitaskuld fyndnustu atriðin.
Mikið mæðir á Hilmari Guðjónssyni í hlutverki brúðgumans og er honum gert að eyða kvöldinu á barmi taugaáfalls. Honum fórst það vel úr hendi, en eins og fyrr segir hefðu meiri blæbrigði í stressinu ekki komið að sök. Hannes Þórður Valdimarsson er pottþéttur sem svaramaðurinn, og það sama má segja um Ástrós Elísdóttur í hlutverki brúðarinnar. Kristín Þóra Haraldsdóttir er verulega skemmtileg sem hjásvæfan og samleikur þeirra Hilmars, sérstaklega í seinni hlutanum var reglulega góður. Marta Goðadóttir er frábær sem hin skilningssljóa rödd skynseminnar, herbergisþernan. Helga Lára Haarde fer síðan létt með lítið hlutverk móður brúðarinnar. Þá er ótalið söngparið Lydía Grétarsdóttir og Sólmundur Hólm, sem skila sínu af öryggi.
Sýning Þrándar á Fullkomnu brúðkaupi er skemmtilegust þegar flinkir leikararnir fá að njóta sín, lausir undan viðjum hins vélræna farsa. Það gerist nógu oft til að sýningin verði á heildina ágæt skemmtun.
Loftkastalanum 7. september 2002
Höfundur: Robin Hawdon
Þýðandi: Örn Árnason
Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson
Leikmynd: Frosti Friðriksson
Leikendur: Ástrós Elísdóttir, Hannes Þórður Þorvaldsson, Helga Lára Haarde, Hilmar Guðjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Lydía Grétarsdóttir, Marta Goðadóttir og Sólmundur Hólm. Hljómsveitin Hanz leikur undir.
Framhaldsskólatrúbrot
LEIKFÉLAGIÐ Þrándur er byggt á þeirri snjöllu hugdettu að safna saman helstu leiklistarsprautum nokkurra framhaldsskóla borgarinnar og gera þeim kleift að vinna sýningu saman yfir sumartímann. Fyrirbærið minnir því á “súpergrúppur” á borð við Trúbrot og Emerson, Lake and Palmer, sem settar voru saman úr stórstjörnum annarra hljómsveita. Og það fer heldur ekki á milli mála að leikhópurinn sem sýnir Fullkomið brúðkaup er fær í flestann sjó, kraftmikill, metnaðarfullur og hæfileikaríkur svo af ber.Að sumu leyti er verkefnaval hópsins skiljanlegt, laufléttur gamanleikur um fólk á aldur við leikarana. Hinu verður ekki framhjá litið að Fullkomið brúðkaup er ansi gallaður gamanleikur. Fyrri hlutinn er frekar þunglamalegur farsi sem byggir á afleiðingum steggjapartís sem farið hefur úr böndunum. Í síðari hlutanum fjarar undan farsanum þegar brúðguminn og stúlkan sem hann vaknaði upp við hliðina á að morgni brúðkaupsdagsins uppgötva að hún er kannski hin eina rétta fyrir hann. Innan um og saman við er síðan blandað nokkrum tónlistaratriðum, sem ég geri mér ekki grein fyrir hvort eru ættuð frá höfundinum eða uppfinning aðstandenda sýningarinnar. hið síðara þykir mér reyndar líklegra, svo snertipunktalaus sem tónlistaratriðin eru við leikritið sjálft. Allavega bættu þau litlu við, að undanskildu frábæru upphafsatriðinu eftir hlé sem náði að verða hugljúft og yfirgengilega hallærislegt samtímis. Allur tónlistarflutningur er vitaskuld lýtalaus eins og framhaldsskólanna er von og vísa.
Nú hafa farsar lítt verið á verkefnaskrá skólaleikfélaganna, og því varla von að hópurinn næði að fóta sig af öryggi á því svellinu. Enda einkennist leikstíll fyrri hlutans nokkuð af hávaða og innistæðulausri móðursýki, nokkuð sem verður að eigna leikstjóranum. Innan þeirra þröngu takmarka sýndi leikhópurinn vissulega að mikið býr í honum. Þó fannst mér þau fyrst njóta sín þegar aðeins slaknaði á látunum í síðari hlutanum. Þá skýrðust persónurnar, sönn augnablik urðu til, og þaðan spruttu vitaskuld fyndnustu atriðin.
Mikið mæðir á Hilmari Guðjónssyni í hlutverki brúðgumans og er honum gert að eyða kvöldinu á barmi taugaáfalls. Honum fórst það vel úr hendi, en eins og fyrr segir hefðu meiri blæbrigði í stressinu ekki komið að sök. Hannes Þórður Valdimarsson er pottþéttur sem svaramaðurinn, og það sama má segja um Ástrós Elísdóttur í hlutverki brúðarinnar. Kristín Þóra Haraldsdóttir er verulega skemmtileg sem hjásvæfan og samleikur þeirra Hilmars, sérstaklega í seinni hlutanum var reglulega góður. Marta Goðadóttir er frábær sem hin skilningssljóa rödd skynseminnar, herbergisþernan. Helga Lára Haarde fer síðan létt með lítið hlutverk móður brúðarinnar. Þá er ótalið söngparið Lydía Grétarsdóttir og Sólmundur Hólm, sem skila sínu af öryggi.
Sýning Þrándar á Fullkomnu brúðkaupi er skemmtilegust þegar flinkir leikararnir fá að njóta sín, lausir undan viðjum hins vélræna farsa. Það gerist nógu oft til að sýningin verði á heildina ágæt skemmtun.