Dýrin í Hálsaskógi
Leikhópurinn Vera, Fáskrúðsfirði
Félagsheimilinu Skrúð föstudaginn 2. mars 2001
Höfundur : Thorbjörn Egner
Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir
Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson
Stærstan heiður af útkomunni á að mínu viti leikstjórinn, Björn Gunnlaugsson. Hann stýrir liði sínu af miklu öryggi og tekst að láta allar senur skila sínu til að skapa heildarmyndina og segja söguna. Sú eðlilega ákvörðun hefur verið tekin að leyfa sem flestum að vera með, og því er skógurinn fullur af smádýrum sem settu skemmtilegan svip á sýninguna og yngsta kynslóðin stóð sig með prýði í þeim atriðum. Sýningin er að flestu öðru leyti “hefðbundin”, en er þó víða krydduð með skemmtilegum smáatriðum, oft dálítíð hæðnislegum, að hætti samtímans.
Leikmynd er vel unnin og hönnuð, einföld umgjörð sem með litlum breytingum skapar þær fjölbreyttu aðstæður sem leikurinn krefst. Þó hefði ég kosið að reynt hefði verið að gera skiptingarnar að lifandi hluta af sýningunni, myrkvanir eru heldur hvimleið lausn á þessu vandamáli, og síðasti hluti “dýranna” má varla við þeim tíðu skiptingum sem hann kallar á. Búningar voru í anda Egners og vel útfærðir, hinn kostulegi rangeygi elgur mitt persónulega uppáhald. Förðun sömuleiðis verulega góð, en alls eru sautján konur skrifaðar fyrir förðun og búningum, enda ekkert áhlaupaverk að sauma þrjátíu búninga og farða síðan allan skarann viðamikilli málningu.
Það er erfitt að að fara að telja upp leikara í sýningu sem þessari, en þó get ég ekki stillt mig um að geta tveggja sérstaklega, Kjartan Svanur Hjartarson var hinn ágætasti Mikki refur, óttalegt grey sem erfitt var að ímynda sér að hefði nokkurn tíman veitt svo mikið sem músarunga. Kjartan hefur greinilega góða tilfinningu fyrir tímasetningum og var iðulega bráðfyndinn. Svo söng hann sérlega skemmtilega. Helgi Snævar Ólafsson var Marteinn skógarmús, sem stundum verður hálf utangátta persóna og ekki endilega skemmtileg. Helga tókst hins vegar að gera hann að kostulegum lúða sem fær skyndilega upphefð þegar lögin um vináttu dýranna er sett. Frábærlega unnin persóna hjá Helga og Birni leikstjóra, sem gerir Martein að miðju sögunnar, og meinfyndinn í þokkabót.
Allir leikarar sýningarinnar eiga reyndar hrós skilið. Og það er auðvitað stærsti lærdómurinn sem börnin á Fáskrúðsfirði mega draga af vinnu sinni í Hálsaskógi að leiksýning, eins og svo margt, byggir á samstarfi og sameiginlegu átaki. Það er ómetanlegt að leikflokkurinn Vera skuli standa svo myndarlega að uppfærslu með börnunum í bænum. Bónusinn er svo hvað vel tekst til um afraksturinn, hvað sýningin er skemmtileg og vönduð. Svona á að fara að.
Félagsheimilinu Skrúð föstudaginn 2. mars 2001
Höfundur : Thorbjörn Egner
Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir
Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson
Svona á að fara að
Það hlýtur að teljast allmikill viðburður þegar um fimmtíu manns í ekki stærri bæ en Fáskrúðsfjörður er bindast samtökum að skapa saman leiksýningu. Og kannski er það ekkert minna en meiri háttar afrek þegar svo vel tekst til og með Dýrin í Hálsaskógi, sérstaklega þegar litið til þess að allflestir leikenda í sýningunni eru grunnskólabörn, og búa tæplega yfir þeirri reynslu sem er helsta vopn áhugaleikarans í glímunni við list leiksviðsins. Hér leggjast allir á eitt og útkoman sérdeilis ánægjuleg, auðvitað ekki hnökralaus, en alltaf skemmtileg.Stærstan heiður af útkomunni á að mínu viti leikstjórinn, Björn Gunnlaugsson. Hann stýrir liði sínu af miklu öryggi og tekst að láta allar senur skila sínu til að skapa heildarmyndina og segja söguna. Sú eðlilega ákvörðun hefur verið tekin að leyfa sem flestum að vera með, og því er skógurinn fullur af smádýrum sem settu skemmtilegan svip á sýninguna og yngsta kynslóðin stóð sig með prýði í þeim atriðum. Sýningin er að flestu öðru leyti “hefðbundin”, en er þó víða krydduð með skemmtilegum smáatriðum, oft dálítíð hæðnislegum, að hætti samtímans.
Leikmynd er vel unnin og hönnuð, einföld umgjörð sem með litlum breytingum skapar þær fjölbreyttu aðstæður sem leikurinn krefst. Þó hefði ég kosið að reynt hefði verið að gera skiptingarnar að lifandi hluta af sýningunni, myrkvanir eru heldur hvimleið lausn á þessu vandamáli, og síðasti hluti “dýranna” má varla við þeim tíðu skiptingum sem hann kallar á. Búningar voru í anda Egners og vel útfærðir, hinn kostulegi rangeygi elgur mitt persónulega uppáhald. Förðun sömuleiðis verulega góð, en alls eru sautján konur skrifaðar fyrir förðun og búningum, enda ekkert áhlaupaverk að sauma þrjátíu búninga og farða síðan allan skarann viðamikilli málningu.
Það er erfitt að að fara að telja upp leikara í sýningu sem þessari, en þó get ég ekki stillt mig um að geta tveggja sérstaklega, Kjartan Svanur Hjartarson var hinn ágætasti Mikki refur, óttalegt grey sem erfitt var að ímynda sér að hefði nokkurn tíman veitt svo mikið sem músarunga. Kjartan hefur greinilega góða tilfinningu fyrir tímasetningum og var iðulega bráðfyndinn. Svo söng hann sérlega skemmtilega. Helgi Snævar Ólafsson var Marteinn skógarmús, sem stundum verður hálf utangátta persóna og ekki endilega skemmtileg. Helga tókst hins vegar að gera hann að kostulegum lúða sem fær skyndilega upphefð þegar lögin um vináttu dýranna er sett. Frábærlega unnin persóna hjá Helga og Birni leikstjóra, sem gerir Martein að miðju sögunnar, og meinfyndinn í þokkabót.
Allir leikarar sýningarinnar eiga reyndar hrós skilið. Og það er auðvitað stærsti lærdómurinn sem börnin á Fáskrúðsfirði mega draga af vinnu sinni í Hálsaskógi að leiksýning, eins og svo margt, byggir á samstarfi og sameiginlegu átaki. Það er ómetanlegt að leikflokkurinn Vera skuli standa svo myndarlega að uppfærslu með börnunum í bænum. Bónusinn er svo hvað vel tekst til um afraksturinn, hvað sýningin er skemmtileg og vönduð. Svona á að fara að.
<< Home