Sjö stelpur
Leiklistarhópur Umf. Eflingar
Sunnudagurinn 4. febrúar 2001
Höfundur: Erik Thorstensson
Þýðandi: Sigmundur Örn Arngrímsson
Leikstjóri: Arnór Benónýsson
Sýnt á Breiðumýri í Reykjadal
Sjö stelpur fjallar um nokkra daga á upptökuheimili fyrir ungar stúlkur sem af einum eða öðrum ástæðum hafa villst af leið í samfélaginu. Erik Thorstensson er að sögn dulnefni höfundar, sem byggir leikverk sitt á dagbók sem hann hélt meðan hann starfaði sem gæslumaður á heimili líku því og líst er í verkinu. Þessi forsaga leikritsins varpar nokkru ljósi á efnistök höfundar. Leikritið er ákaflega „natúralískt“ að formi, lítið fer fyrir fléttu og kynning persóna og aðstæðna lítt áhorfandavæn. Okkur er einfaldlega sýnt inn í þennan heim á ákveðnu augnabliki og boðið að kynnast því, nánast eins og Svempa, nýi gæslumaðurinn sem birtist í upphafi verks og er kastað út í glímuna við hinar óstýrilátu stúlkur að því er virðist undirbúningslaust.
Umgjörð sýningarinnar, leikmynd, búningar og förðun eru vel af hendi leyst. Notkun á grisju til að breyta leikrými er ágætlega útfærð og hljóðmynd smekklega unnin, þó stundum hafi tónlist undir leikatriðum unnið gegn stemmningunni. Söngatriði voru óaðfinnanleg, sem þarf engum að koma á óvart sem sá verðlaunasýninguna Síldin kemur og síldin fer hjá Eflingu á síðasta leikári.
Það verður ekki annað ráðið af sýningu Eflingar en að hópurinn ráði vel við verkefni af þessu tagi. Nýtur félagið þar nálægðar sinnar við Laugaskóla, þaðan sem stór hluti leikhópsins er fenginn. Og mörg hlutverkanna eru bitastæð viðfangsefni fyrir unga leikara. Hitt verður að segjast að þrátt fyrir augljósa hæfileika margra burðarleikaranna og metnað þann sem í sýninguna er lagður þá nær hún að mínu viti ekki fyllilega að blómstra. Kemur þar einna helst til sá stíll sem sýningunni er valinn og má gera ráð fyrir að skrifist á leikstjórann.
Sýninginn einkennist mjög af ofsafengnum hraða og látum sem gerir stúlkurnar að of einsleitum hóp, í stað þess að rækta einkenni hverrar um sig. Þessi stíll gerir það einnig að verkum að lokaatriði sýningarinnar, líkamlegt og tilfinningalegt skipbrot eiturlyfjasjúklingsins Barböru, nær ekki tilætluðum áhrifum, verður of keimlíkt því linnulitla áreiti sem einkennir sýninguna í heild. Sem er synd, því atriðið sem slíkt sýndi hvaða möguleikar voru fyrir hendi til að gera Sjö stelpum eftirminnileg og umhugsunarverð skil. Það er mikils að vænta af Eflingu í framtíðinni.
Sunnudagurinn 4. febrúar 2001
Höfundur: Erik Thorstensson
Þýðandi: Sigmundur Örn Arngrímsson
Leikstjóri: Arnór Benónýsson
Sýnt á Breiðumýri í Reykjadal
Af sporinu
UTANGARÐSFÓLK er sígilt viðfangsefni í skáldskap, hvort sem ritað er fyrir svið eða lestur. Sjálfsagt stafar það bæði af því að „venjulegt“ fólk fýsir að frétta af högum hinna „óvenjulegu“ en líka af því að töfrar listarinnar, ekki síst leiklistarinnar, eru meðal annars fólgnir í hæfileika okkar til að skilja og lifa okkur inn í kringumstæður sem eru okkur framandi, máta okkar viðhorf við önnur ókunnugleg og spyrja okkur spurninga um hverjar okkar gerðir yrðu í aðstæðum persónanna.Sjö stelpur fjallar um nokkra daga á upptökuheimili fyrir ungar stúlkur sem af einum eða öðrum ástæðum hafa villst af leið í samfélaginu. Erik Thorstensson er að sögn dulnefni höfundar, sem byggir leikverk sitt á dagbók sem hann hélt meðan hann starfaði sem gæslumaður á heimili líku því og líst er í verkinu. Þessi forsaga leikritsins varpar nokkru ljósi á efnistök höfundar. Leikritið er ákaflega „natúralískt“ að formi, lítið fer fyrir fléttu og kynning persóna og aðstæðna lítt áhorfandavæn. Okkur er einfaldlega sýnt inn í þennan heim á ákveðnu augnabliki og boðið að kynnast því, nánast eins og Svempa, nýi gæslumaðurinn sem birtist í upphafi verks og er kastað út í glímuna við hinar óstýrilátu stúlkur að því er virðist undirbúningslaust.
Umgjörð sýningarinnar, leikmynd, búningar og förðun eru vel af hendi leyst. Notkun á grisju til að breyta leikrými er ágætlega útfærð og hljóðmynd smekklega unnin, þó stundum hafi tónlist undir leikatriðum unnið gegn stemmningunni. Söngatriði voru óaðfinnanleg, sem þarf engum að koma á óvart sem sá verðlaunasýninguna Síldin kemur og síldin fer hjá Eflingu á síðasta leikári.
Það verður ekki annað ráðið af sýningu Eflingar en að hópurinn ráði vel við verkefni af þessu tagi. Nýtur félagið þar nálægðar sinnar við Laugaskóla, þaðan sem stór hluti leikhópsins er fenginn. Og mörg hlutverkanna eru bitastæð viðfangsefni fyrir unga leikara. Hitt verður að segjast að þrátt fyrir augljósa hæfileika margra burðarleikaranna og metnað þann sem í sýninguna er lagður þá nær hún að mínu viti ekki fyllilega að blómstra. Kemur þar einna helst til sá stíll sem sýningunni er valinn og má gera ráð fyrir að skrifist á leikstjórann.
Sýninginn einkennist mjög af ofsafengnum hraða og látum sem gerir stúlkurnar að of einsleitum hóp, í stað þess að rækta einkenni hverrar um sig. Þessi stíll gerir það einnig að verkum að lokaatriði sýningarinnar, líkamlegt og tilfinningalegt skipbrot eiturlyfjasjúklingsins Barböru, nær ekki tilætluðum áhrifum, verður of keimlíkt því linnulitla áreiti sem einkennir sýninguna í heild. Sem er synd, því atriðið sem slíkt sýndi hvaða möguleikar voru fyrir hendi til að gera Sjö stelpum eftirminnileg og umhugsunarverð skil. Það er mikils að vænta af Eflingu í framtíðinni.
<< Home