Nornin Baba Jaga
Leikfélag Sauðárkróks
Sunnudagurinn 19. nóvember 2000
Höfundur: Jevgení Schwartz
Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir
Leikstjóri: Skúli Gautason
Leikfélag Sauðárkróks teflir hér fram, ef marka má leikskrá, fremur óreyndum leikhóp. Hæfileikar eru þó greinilega fyrir hendi því öllum tekst að móta skýrar persónur og gefa þeim sjálfstæðan lit innan sýningarinnar. Mikið mæðir á Ásu Björgu Ingimarsdóttur og Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur í hlutverkum Böbu Jögu og Vassilísu. Báðar gerðu þær vel, og það sama má segja um köttinn Kötju sem María Markovic gerði eins kattarlega og verða má, auk þess sem búningur hennar og andlitsgerfi var listavel útfært.
En þó hver og ein persóna sé góð verður lítið líf á sviðinu ef samskiptin eru ekki skýr. Hér hefði leikstjórinn, Skúli Gautason, að mínu viti mátt vinna betur. Of oft voru staðsetningar ómarkvissar og óþarflega mörg lykilaugnablik fóru forgörðum án þess að viðbrögð og afstaða persónanna væri ljós. Sérstaklega á þetta við um samskipti fólks og dýra við nornina. Baba Jaga er mikið illyrmi og hefur örlög þeirra allra að einhverju leyti í hendi sér. Hins vegar örlaði varla á hræðslu eða virðingu fyrir valdi hennar hjá þeim. Þetta gerði Ásu Björgu nokkuð erfitt fyrir að skapa ógn meðal leikhúsgesta, enda gömul sannindi að vald og myndugleiki á sviði eru búin til af mótleikurunum. Það er kannski skiljanleg ákvörðun að leggja mesta rækt við einstakar persónur þegar óvanir leikarar eiga í hlut, en mig grunar að vel hefði mátt ná lengra með sýninguna sem heild.
Ógetið er þáttar brúðuleikhússins í sýningunni, en því er beitt á afar hugvitssamlegan hátt og gleymist seint.
Það er rússneskt yfirbragð á sýningunni. Leikmynd, búningar (sumir) og tónlistin ýta undir þá stemmningu. Og margt er framandlegt í verkinu sjálfu, kringumstæðum og tilsvörum. Fyrir vikið verður allt enn ævintýralegra.
Leikfélag Sauðárkróks hefur eflt liðsstyrk sinn með þessari sýningu og vonandi halda allir þátttakendur áfram að glíma við leiklistina, þangað eiga þeir fullt erindi.
Sunnudagurinn 19. nóvember 2000
Höfundur: Jevgení Schwartz
Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir
Leikstjóri: Skúli Gautason
Sú vonda og sú vinnusama
RÚSSNESKA leikskáldið Jevgení Schwartz er meistari í þeirri list að færa gömul ævintýri í leikbúning og gefa þeim nýjar víddir um leið. Hér er á ferðinni rússneskt ævintýri um nornina illu, Böbu Jögu, og viðskipti hennar við fjölskyldu eina, ekkjuna Vassilísu og tápmikla syni hennar þrjá. Þegar leikurinn hefst hefur hún hneppt tvo þeirra í álög, breytt þeim í tré, og móðirinn hefur leitað þeirra æ síðan. Hún ræður sig í vinnu hjá norninni með þeim skilmálum að hrósi húsmóðirin henni fyrir störfin verða drengirnir frelsaðir. Hún vinnur sín óvinnandi verk með prýði og nýtur aðstoðar þriggja dýra sem einnig eru í vist hjá Böbu Jögu. Þriðji sonurinn kemur á vettvang og málin stefna í hnút, en vitaskuld endar ævintýrið eins og rétt er og skylt.Leikfélag Sauðárkróks teflir hér fram, ef marka má leikskrá, fremur óreyndum leikhóp. Hæfileikar eru þó greinilega fyrir hendi því öllum tekst að móta skýrar persónur og gefa þeim sjálfstæðan lit innan sýningarinnar. Mikið mæðir á Ásu Björgu Ingimarsdóttur og Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur í hlutverkum Böbu Jögu og Vassilísu. Báðar gerðu þær vel, og það sama má segja um köttinn Kötju sem María Markovic gerði eins kattarlega og verða má, auk þess sem búningur hennar og andlitsgerfi var listavel útfært.
En þó hver og ein persóna sé góð verður lítið líf á sviðinu ef samskiptin eru ekki skýr. Hér hefði leikstjórinn, Skúli Gautason, að mínu viti mátt vinna betur. Of oft voru staðsetningar ómarkvissar og óþarflega mörg lykilaugnablik fóru forgörðum án þess að viðbrögð og afstaða persónanna væri ljós. Sérstaklega á þetta við um samskipti fólks og dýra við nornina. Baba Jaga er mikið illyrmi og hefur örlög þeirra allra að einhverju leyti í hendi sér. Hins vegar örlaði varla á hræðslu eða virðingu fyrir valdi hennar hjá þeim. Þetta gerði Ásu Björgu nokkuð erfitt fyrir að skapa ógn meðal leikhúsgesta, enda gömul sannindi að vald og myndugleiki á sviði eru búin til af mótleikurunum. Það er kannski skiljanleg ákvörðun að leggja mesta rækt við einstakar persónur þegar óvanir leikarar eiga í hlut, en mig grunar að vel hefði mátt ná lengra með sýninguna sem heild.
Ógetið er þáttar brúðuleikhússins í sýningunni, en því er beitt á afar hugvitssamlegan hátt og gleymist seint.
Það er rússneskt yfirbragð á sýningunni. Leikmynd, búningar (sumir) og tónlistin ýta undir þá stemmningu. Og margt er framandlegt í verkinu sjálfu, kringumstæðum og tilsvörum. Fyrir vikið verður allt enn ævintýralegra.
Leikfélag Sauðárkróks hefur eflt liðsstyrk sinn með þessari sýningu og vonandi halda allir þátttakendur áfram að glíma við leiklistina, þangað eiga þeir fullt erindi.
<< Home