Allt í plati
Leikfélag Mosfellssveitar
Bæjarleikhúsið laugardagurinn 21. október 2000
Höfundur: Þröstur Guðbjartsson
Leikstjóri: Herdís Þorgeirsdóttir
Búningar: Harpa Svavarsdóttir
Förðun: Hrefna Vestmann
Grunnhugmyndin er ógalin: Að stefna saman vinsælustu persónum úr Hálsaskógi, Kardimommubæ og jöxlunum á Jens greyinu. Þær hittum við fyrir tilstilli fröken L. Langsokks sem reynist vera göldrótt ofan á aðra gamalkunna hæfileika sína. Kunningjarnir úr sagnaheimi Egners segja okkur hvernig þeim hefur reitt af síðan síðast, og eru flestir merkilega vansælir; refurinn óhress með mataræðið, ræningjarnir flúnir frá nýjum skyldustörfum. Sumt af þessum endurfundum er hnyttilega samansett og fyndið hjá Þresti, útheimtir samt að fólk þekki frumverkin. Hins vegar verður ansi þvingað hjá honum að koma að söngvunum sem allir þekkja og elska í þessu nýja samhengi, en til þess virðist þó leikurinn að miklu leyti gerður. Tæplega er hægt að segja að um söguþráð sé að ræða og endirinn rennur út í sandinn: Allt í plati.
Vel má samt skemmta sér við þessa endurfundi í Bæjarleikhúsinu. Leikhópnum tekst gegnumsneitt vel að teikna og lita hinar kunnuglegu persónur. Leikstjórinn, Herdís Þorgeirsdóttir, hefur greinilega lagt alúð við þennan þátt. Síður tekst henni upp með hreyfingu leikaranna um sviðið. Of mikið var um tilgangslítil ferðalög persónanna sem dró úr áhrifamætti sýningarinnar, þó ætlunin sé vafalaust að gera hana fjöruga og lifandi. Eins saknaði ég betri tengsla flestra persóna við áhorfendur. Bæði í söngvum og víða í töluðum texta er beinlínis gert ráð fyrir að persónurnar tali við salinn, en hér ávörpuðu söngvarar frekar hinar persónurnar eða töluðu við sjálfar sig. Hvort sem um er að ræða ákvörðun eða yfirsjón þá þótti mér leikstjórinn með þessu neita sér um eitt besta vopnið til að halda athygli áhorfenda og skila þeim verðskuldaðri skemmtan. Herdís hefur víða komið auga á skemmtilegar lausnir í sviðsetningunni, svo sem notkun handbrúða fyrir Karíus og Baktus og aldrei hef ég áður séð ullarsokka notaða jafn markvisst til að túlka hræðslu eins og þeir Hérastubbur og bakaradrengurinn gera hér.
Mikið mæðir á Rannveigu Eir Erlingsdóttur í hlutverki Línu, veislustjóranum á niðjamóti Egners. Hún stendur sig með prýði og hefur ráð allra í hendi sér á áreynslulausan hátt. Mikki refur er að vanda fyrirferðarmikill og fór Magnús Guðfinnsson frábærlega með hlutverkið, væri enn betri ef hann stæði oftar kyrr og horfði framan í áhorfendur. Lilli Klifurmús er einkennilega utanveltu í verkinu en Guðbjörg Pálsdóttir gerði vel og söng afar fallega. Ekki má gleyma hinu harmræna ljóni, Bogi Eggertsson var óborganlega sorgmæddur. Ef þetta var helsta trompið í fjölleikahúsi Jespers þá var ekki von að vel gengi. Soffía frænka var í öruggum höndum Sigríðar Kristjánsdóttur sem sýndi að það þarf hvorki hávaða né æðiber í botni til að sýna vald og kraft.
Leikmynd er einföld og falleg, búningar vel úr garði gerðir og förðun óvenju listilega hugsuð og útfærð, jafnt á dýrum og mönnum. Tónlist var vel flutt, margir ágætir söngvarar í Mosfellsbæ.
Það var ekki annað að sjá og heyra en börn jafnt sem fullvaxnir skemmtu sér í Bæjarleikhúsinu á frumsýningu, enda er alltaf gaman að hitta gamla kunningja, rifja upp nokkur uppáhaldslög og láta galdra sig smá.
Bæjarleikhúsið laugardagurinn 21. október 2000
Höfundur: Þröstur Guðbjartsson
Leikstjóri: Herdís Þorgeirsdóttir
Búningar: Harpa Svavarsdóttir
Förðun: Hrefna Vestmann
Niðjamót Egners
HANN virðist ætla að verða langlífur, samsetningur Þrastar Guðbjartssonar upp úr verkum Egners og Lindgren. Varla líður svo leikár að Allt í plati sé ekki á fjölum einhvers áhugaleikfélags. Ekki veit ég hvað veldur. Líklega er stykkið einfaldara í uppsetningu en þau verk sem það sækir efni sitt í, en sem leikhúsverk stendur það þeim, eðlilega kannski, alllangt að baki.Grunnhugmyndin er ógalin: Að stefna saman vinsælustu persónum úr Hálsaskógi, Kardimommubæ og jöxlunum á Jens greyinu. Þær hittum við fyrir tilstilli fröken L. Langsokks sem reynist vera göldrótt ofan á aðra gamalkunna hæfileika sína. Kunningjarnir úr sagnaheimi Egners segja okkur hvernig þeim hefur reitt af síðan síðast, og eru flestir merkilega vansælir; refurinn óhress með mataræðið, ræningjarnir flúnir frá nýjum skyldustörfum. Sumt af þessum endurfundum er hnyttilega samansett og fyndið hjá Þresti, útheimtir samt að fólk þekki frumverkin. Hins vegar verður ansi þvingað hjá honum að koma að söngvunum sem allir þekkja og elska í þessu nýja samhengi, en til þess virðist þó leikurinn að miklu leyti gerður. Tæplega er hægt að segja að um söguþráð sé að ræða og endirinn rennur út í sandinn: Allt í plati.
Vel má samt skemmta sér við þessa endurfundi í Bæjarleikhúsinu. Leikhópnum tekst gegnumsneitt vel að teikna og lita hinar kunnuglegu persónur. Leikstjórinn, Herdís Þorgeirsdóttir, hefur greinilega lagt alúð við þennan þátt. Síður tekst henni upp með hreyfingu leikaranna um sviðið. Of mikið var um tilgangslítil ferðalög persónanna sem dró úr áhrifamætti sýningarinnar, þó ætlunin sé vafalaust að gera hana fjöruga og lifandi. Eins saknaði ég betri tengsla flestra persóna við áhorfendur. Bæði í söngvum og víða í töluðum texta er beinlínis gert ráð fyrir að persónurnar tali við salinn, en hér ávörpuðu söngvarar frekar hinar persónurnar eða töluðu við sjálfar sig. Hvort sem um er að ræða ákvörðun eða yfirsjón þá þótti mér leikstjórinn með þessu neita sér um eitt besta vopnið til að halda athygli áhorfenda og skila þeim verðskuldaðri skemmtan. Herdís hefur víða komið auga á skemmtilegar lausnir í sviðsetningunni, svo sem notkun handbrúða fyrir Karíus og Baktus og aldrei hef ég áður séð ullarsokka notaða jafn markvisst til að túlka hræðslu eins og þeir Hérastubbur og bakaradrengurinn gera hér.
Mikið mæðir á Rannveigu Eir Erlingsdóttur í hlutverki Línu, veislustjóranum á niðjamóti Egners. Hún stendur sig með prýði og hefur ráð allra í hendi sér á áreynslulausan hátt. Mikki refur er að vanda fyrirferðarmikill og fór Magnús Guðfinnsson frábærlega með hlutverkið, væri enn betri ef hann stæði oftar kyrr og horfði framan í áhorfendur. Lilli Klifurmús er einkennilega utanveltu í verkinu en Guðbjörg Pálsdóttir gerði vel og söng afar fallega. Ekki má gleyma hinu harmræna ljóni, Bogi Eggertsson var óborganlega sorgmæddur. Ef þetta var helsta trompið í fjölleikahúsi Jespers þá var ekki von að vel gengi. Soffía frænka var í öruggum höndum Sigríðar Kristjánsdóttur sem sýndi að það þarf hvorki hávaða né æðiber í botni til að sýna vald og kraft.
Leikmynd er einföld og falleg, búningar vel úr garði gerðir og förðun óvenju listilega hugsuð og útfærð, jafnt á dýrum og mönnum. Tónlist var vel flutt, margir ágætir söngvarar í Mosfellsbæ.
Það var ekki annað að sjá og heyra en börn jafnt sem fullvaxnir skemmtu sér í Bæjarleikhúsinu á frumsýningu, enda er alltaf gaman að hitta gamla kunningja, rifja upp nokkur uppáhaldslög og láta galdra sig smá.
<< Home