Tvær konur við árþúsund
Leikhópurinn Tvær konur
Bifröst á Sauðárkróki miðvikudaginn 12. apríl 2000
Höfundur og leikstjóri: Jón Ormar Ormsson
Leikmynd og búningar: Sigríður Gísladóttir
Leikendur: Bára Jónsdóttir og Vilborg Halldórsdóttir
Jón Ormar velur að láta tvær leikkonur fara með hlutverk Guðríðar og skoða saman lífshlaup hennar í endurliti. Hann sækir hér í einkennilega frásögn Grænlendingasögu af konu sem heimsækir Guðríði við vöggu sonar síns. Guðríður “hin innri” gegnir síðan því hlutverki að leiða Guðríði “ytri” um minningalandið, auk þess sem hún bregður sér í önnur hlutverk eftir því sem sagan krefst.
Saga Guðríðar í heimildum er sama marki brennd og stór hluti frásagna af Íslendingum til forna. Þar er greint frá atburðum, staðreyndum, en lítt hirt um að rýna í orsakir þeirra eða tilfinningaleg viðbrögð persóna við þeim. Þegar leikskáld mætir slíkum efnivið er honum því vandi á höndum, því efnið virðist beinlínis krefjast þess að hann annaðhvort lesi rækilega milli lína eða skapi einfaldlega í eyðurnar, búi til þrívíðar leikpersónur úr lágmyndum sagnanna. Þetta er í senn spennandi og erfitt verkefni, en áberandi er hve lítið íslensk leikskáld hafa sótt í þennan arf.
Jón Ormar fer þá leið að segja einfaldlega söguna. Þetta er ein leiðin, en í þessu tilfelli veldur hún óneitanlega vonbrigðum. Forvitnilegt væri að leita skýringa á útþrá Guðríðar, eða hvað hratt henni í ferðalög ef engin útþrá kvaldi hana. Hverjar voru hinar stóru syndir sem ráku hana til Suðurgöngu á gamals aldri? Hvernig lífi lifði hún í Vesturheimi? Og í lokin spyr maður eins og Jónas Jónasson: “ertu sátt, Guðríður?”. Þessar spurningar hirðir Jón Ormar lítt um, en rekur samviskusamlega atburðina, sem eru jafn samviskusamlega raktir í leikskránni. Textinn sjálfur er fallega skáldlegur og víða skemmtilegur, en túlkunar atburða, afstöðu til efnisins er saknað.
En hafi leikskáldinu Jóni orðið minna úr efninu en ástæða var til þá er leikstjórinn Jón í essinu sýnu. Sýningin er mikið augnakonfekt hvar sem á er litið, leikmynd er einföld og snjöll, búningar eru fallegir og í anda rómantískrar myndar af forfeðrum vorum (Hrafni Gunnlaugssyni hefði líklega mislíkað). Þó fóru hælaháir skór leikkvenna á köflum í taugar undirritaðs. Sviðshreyfingar hafa yfir sér ljóðrænan blæ og oft urðu til minnisstæðar myndir. Vöxtur Snorra Þorfinnssonar í móðurkviði var skólabókardæmi um möguleika leiksviðsins til að segja og sýna hvað sem er á ofureinfaldan hátt.
Leikkonurnar eru báðar hreint afbragð, innan þess ramma sem nálgun höfundar setur þeim. Þeirra er að flytja texta og segja sögu, síður að túlka viðbrögð eða afstöðu. Bára Jónsdóttir er stillileg sem hin aldna einsetukona sem er hrifin inn í sitt fyrra líf af sinni innri konu, sem Vilborg Halldórsdóttir lék af krafti. Þá brá hún sér í önnur hlutverk af öryggi og fumleysi.
Sýning þessi er líklega kjörin fyrir þá sem eru ókunnugir sögu Guðríðar. Þeir fá þá afbragðsvel flutta fyrir sig forvitnilega sögu sem gæti orðið kveikja að lestri merkilegra bóka. Aðrir geta notið hennar sem þess leikhússgaldurs sem hún er og rifjað upp hvers leikhús fær áorkað með nærverunni einni saman.
Bifröst á Sauðárkróki miðvikudaginn 12. apríl 2000
Höfundur og leikstjóri: Jón Ormar Ormsson
Leikmynd og búningar: Sigríður Gísladóttir
Leikendur: Bára Jónsdóttir og Vilborg Halldórsdóttir
Ertu sátt, Guðríður?
SAGA Guðríðar Þorbjarnardóttur er Íslendingum ofarlega í huga nú um stundir og þarf engan að undra það, svo mjög sem hún snertir vesturferðir norrænna manna. Hún er aukinheldur óvenjuleg fyrir margra hluta sakir, þó helst þessi taumlausa ferðagleði. Nú hefur leikskáld Skagfirðinga tekið Guðríði til meðferðar í nýju verki, en það var einmitt í Skagafirði sem Guðríður settist að þegar Vesturferðum og Suðurgöngum linnti loks og kristileg kyrrð og heiðríkja lagðist yfir ævi hennar.Jón Ormar velur að láta tvær leikkonur fara með hlutverk Guðríðar og skoða saman lífshlaup hennar í endurliti. Hann sækir hér í einkennilega frásögn Grænlendingasögu af konu sem heimsækir Guðríði við vöggu sonar síns. Guðríður “hin innri” gegnir síðan því hlutverki að leiða Guðríði “ytri” um minningalandið, auk þess sem hún bregður sér í önnur hlutverk eftir því sem sagan krefst.
Saga Guðríðar í heimildum er sama marki brennd og stór hluti frásagna af Íslendingum til forna. Þar er greint frá atburðum, staðreyndum, en lítt hirt um að rýna í orsakir þeirra eða tilfinningaleg viðbrögð persóna við þeim. Þegar leikskáld mætir slíkum efnivið er honum því vandi á höndum, því efnið virðist beinlínis krefjast þess að hann annaðhvort lesi rækilega milli lína eða skapi einfaldlega í eyðurnar, búi til þrívíðar leikpersónur úr lágmyndum sagnanna. Þetta er í senn spennandi og erfitt verkefni, en áberandi er hve lítið íslensk leikskáld hafa sótt í þennan arf.
Jón Ormar fer þá leið að segja einfaldlega söguna. Þetta er ein leiðin, en í þessu tilfelli veldur hún óneitanlega vonbrigðum. Forvitnilegt væri að leita skýringa á útþrá Guðríðar, eða hvað hratt henni í ferðalög ef engin útþrá kvaldi hana. Hverjar voru hinar stóru syndir sem ráku hana til Suðurgöngu á gamals aldri? Hvernig lífi lifði hún í Vesturheimi? Og í lokin spyr maður eins og Jónas Jónasson: “ertu sátt, Guðríður?”. Þessar spurningar hirðir Jón Ormar lítt um, en rekur samviskusamlega atburðina, sem eru jafn samviskusamlega raktir í leikskránni. Textinn sjálfur er fallega skáldlegur og víða skemmtilegur, en túlkunar atburða, afstöðu til efnisins er saknað.
En hafi leikskáldinu Jóni orðið minna úr efninu en ástæða var til þá er leikstjórinn Jón í essinu sýnu. Sýningin er mikið augnakonfekt hvar sem á er litið, leikmynd er einföld og snjöll, búningar eru fallegir og í anda rómantískrar myndar af forfeðrum vorum (Hrafni Gunnlaugssyni hefði líklega mislíkað). Þó fóru hælaháir skór leikkvenna á köflum í taugar undirritaðs. Sviðshreyfingar hafa yfir sér ljóðrænan blæ og oft urðu til minnisstæðar myndir. Vöxtur Snorra Þorfinnssonar í móðurkviði var skólabókardæmi um möguleika leiksviðsins til að segja og sýna hvað sem er á ofureinfaldan hátt.
Leikkonurnar eru báðar hreint afbragð, innan þess ramma sem nálgun höfundar setur þeim. Þeirra er að flytja texta og segja sögu, síður að túlka viðbrögð eða afstöðu. Bára Jónsdóttir er stillileg sem hin aldna einsetukona sem er hrifin inn í sitt fyrra líf af sinni innri konu, sem Vilborg Halldórsdóttir lék af krafti. Þá brá hún sér í önnur hlutverk af öryggi og fumleysi.
Sýning þessi er líklega kjörin fyrir þá sem eru ókunnugir sögu Guðríðar. Þeir fá þá afbragðsvel flutta fyrir sig forvitnilega sögu sem gæti orðið kveikja að lestri merkilegra bóka. Aðrir geta notið hennar sem þess leikhússgaldurs sem hún er og rifjað upp hvers leikhús fær áorkað með nærverunni einni saman.
<< Home