Bat Out of Hell
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti í Loftkastalanum
mánudagskvöldið 13. mars 2000
Söngleikur utan um tónlist Meatloaf og Jim Steinman
Höfundur og leikstjóri: Guðmundur Rúnar Kristjánsson
Tónlistarstjóri: Matthías Matthíasson
Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir
Bæði verkin hefðu samt átt að fá önnur nöfn. Fyrir nú utan hvað ensk nöfn eru kjánaleg á jafn rammíslenskum leikritum þá eru þau bæði efnislega út í hött, þökk sé frelsi því sem handritshöfundarnir taka sér báðir frá innihaldi söngvanna.
Blakan snýst reyndar um kosmíska krafta himna og heljar. Þegar ofurtöffarinn Barði deyr og mætir skapara sínum þá virðist hans bíða hin verri vist. En þó hann sé dálítið vanþroskaður þá er hann ekki vitlaus og tekst að benda Drottni á formgalla í kristindómnum og fær skilorðsbundin dóm. Ef honum tekst að koma óframfærnum nafna sínum og fyrrum unnustu sinni saman og iðrast synda sinna í leiðinni þá er hann hólpinn. Þetta reynist vitaskuld þrautin þyngri, en honum tekst þó að koma auga á villu sinna fyrri vega og þá sannast hið lúterska viðkvæði, maðurinn frelsast fyrir náð og allt fellur í löðina ljúfu fyrir tilstilli Drottins.
Eins og Thriller minnti á Pilt og Stúlku þá ber Blakan sín séríslensku einkenni. Skrattinn er til að mynda jafnlítill bógur og hann hefur verið í huga Íslendinga frá því Séra Sæmundur í Odda var á dögum. Þá var Guð fönguleg stúlka, eins og ku vera í lagi að trúa nútildags.
Sýningin er bráðskemmtileg. Guðmundur Rúnar skrifar kraftmikil og fyndin samtöl og rekur lið sitt áfram af fítonskrafti, reyndar fóru leikararnir stundum fram úr sér og keyrðu á veggi. Samt var mesta furða hvað þeim tókst að halda sér á flugi. Tónlistin var óaðfinnanleg, klisjuskotið remburokk Steinmans og Kjöthleifsins léku í höndum hljómsveitarinnar og börkum leikhópsins. Fremst meðal jafningja á því sviði var Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í hlutverki stúlkunnar sem þeir nafnar elska. Hún hafði líka greinilega fengið að vera stikkfrí í gassaganginum og myndaði jarðtengingu fyrir sýninguna í heild.
Barðarnir voru aldeilis ágætlega komnir hjá Sigursteini Stefánssyni og Eiríki Steini Bogasyni. Eiríkur komst aðdáanlega langt í "slappstikkinu" sem leikstjórinn hafði lagt á han og það gustar af Sigursteini sem töffaranum framliðna. Steindór Gunnar Steindórsson var Kommi, töffari af rembulegustu sort. Hann gerði vel, dansatriðið hans var dásamlegt og stóð upp úr fremur andlausri kóreógrafíunni. Eðvald Atli Birgisson gerði sér fullan mat úr vel heppnuðum "einlínu"-texta Afans. Guð var bæði yfirnáttúruleg og spaugsöm hjá Söru Bjarneyju Jónsdóttur og Valur Gunnarsson var bráðfyndinn sem Andskotinn misheppnaði. Það kom ekkert að sök þó hlutverkinu væri nánast ofaukið og hefði enga þýðingu í framvindunni, Valur nýtti vel tækifæri sín til að gera þetta að skemmtilegum skrattakolli.
Leikmynd var ágætlega af hendi leyst, en undarleg var tregða leikstjórans við að leyfa leikurum að nota dyrnar sem voru út um allt á henni. Innkomuleiðirnar til hliðanna sem hann notaði mun meira voru vandræðalega þröngar. Söngleikur með framliðnum mótorhjólatöffurum, Guði almáttugum og hinum falla engli ætti ekki að kalla á neitt átakanlega mikið raunsæi í innkomum.
Hvað um það, stórskemmtilegur rokksöngleikur hefur bæst við magran sjóð okkar af slíkum verkum. Bat out of Hell er hörku sýning og handritið alls ekki einnota. Hvað á svo að gera að ári? Má maður biðja um óskalög?
mánudagskvöldið 13. mars 2000
Söngleikur utan um tónlist Meatloaf og Jim Steinman
Höfundur og leikstjóri: Guðmundur Rúnar Kristjánsson
Tónlistarstjóri: Matthías Matthíasson
Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir
Hvert þó í heitasta
ÞETTA er greinilega málið í dag, taka gamla tónlist, skrifa einfalda sögu kringum efni textanna, breyta þeim síðan smávegis og aðlaga að efnisþræðinum. Fyrst var það Thriller Verslunarskólans og núna "Hin Heljarheimta Leðurblaka" kórdrengsins og og fitubollunnar Meatloaf. Og aftur gengur dæmið upp. Fyrirfram hefði ég ekki trúað því, í hvorugt skiptið.Bæði verkin hefðu samt átt að fá önnur nöfn. Fyrir nú utan hvað ensk nöfn eru kjánaleg á jafn rammíslenskum leikritum þá eru þau bæði efnislega út í hött, þökk sé frelsi því sem handritshöfundarnir taka sér báðir frá innihaldi söngvanna.
Blakan snýst reyndar um kosmíska krafta himna og heljar. Þegar ofurtöffarinn Barði deyr og mætir skapara sínum þá virðist hans bíða hin verri vist. En þó hann sé dálítið vanþroskaður þá er hann ekki vitlaus og tekst að benda Drottni á formgalla í kristindómnum og fær skilorðsbundin dóm. Ef honum tekst að koma óframfærnum nafna sínum og fyrrum unnustu sinni saman og iðrast synda sinna í leiðinni þá er hann hólpinn. Þetta reynist vitaskuld þrautin þyngri, en honum tekst þó að koma auga á villu sinna fyrri vega og þá sannast hið lúterska viðkvæði, maðurinn frelsast fyrir náð og allt fellur í löðina ljúfu fyrir tilstilli Drottins.
Eins og Thriller minnti á Pilt og Stúlku þá ber Blakan sín séríslensku einkenni. Skrattinn er til að mynda jafnlítill bógur og hann hefur verið í huga Íslendinga frá því Séra Sæmundur í Odda var á dögum. Þá var Guð fönguleg stúlka, eins og ku vera í lagi að trúa nútildags.
Sýningin er bráðskemmtileg. Guðmundur Rúnar skrifar kraftmikil og fyndin samtöl og rekur lið sitt áfram af fítonskrafti, reyndar fóru leikararnir stundum fram úr sér og keyrðu á veggi. Samt var mesta furða hvað þeim tókst að halda sér á flugi. Tónlistin var óaðfinnanleg, klisjuskotið remburokk Steinmans og Kjöthleifsins léku í höndum hljómsveitarinnar og börkum leikhópsins. Fremst meðal jafningja á því sviði var Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í hlutverki stúlkunnar sem þeir nafnar elska. Hún hafði líka greinilega fengið að vera stikkfrí í gassaganginum og myndaði jarðtengingu fyrir sýninguna í heild.
Barðarnir voru aldeilis ágætlega komnir hjá Sigursteini Stefánssyni og Eiríki Steini Bogasyni. Eiríkur komst aðdáanlega langt í "slappstikkinu" sem leikstjórinn hafði lagt á han og það gustar af Sigursteini sem töffaranum framliðna. Steindór Gunnar Steindórsson var Kommi, töffari af rembulegustu sort. Hann gerði vel, dansatriðið hans var dásamlegt og stóð upp úr fremur andlausri kóreógrafíunni. Eðvald Atli Birgisson gerði sér fullan mat úr vel heppnuðum "einlínu"-texta Afans. Guð var bæði yfirnáttúruleg og spaugsöm hjá Söru Bjarneyju Jónsdóttur og Valur Gunnarsson var bráðfyndinn sem Andskotinn misheppnaði. Það kom ekkert að sök þó hlutverkinu væri nánast ofaukið og hefði enga þýðingu í framvindunni, Valur nýtti vel tækifæri sín til að gera þetta að skemmtilegum skrattakolli.
Leikmynd var ágætlega af hendi leyst, en undarleg var tregða leikstjórans við að leyfa leikurum að nota dyrnar sem voru út um allt á henni. Innkomuleiðirnar til hliðanna sem hann notaði mun meira voru vandræðalega þröngar. Söngleikur með framliðnum mótorhjólatöffurum, Guði almáttugum og hinum falla engli ætti ekki að kalla á neitt átakanlega mikið raunsæi í innkomum.
Hvað um það, stórskemmtilegur rokksöngleikur hefur bæst við magran sjóð okkar af slíkum verkum. Bat out of Hell er hörku sýning og handritið alls ekki einnota. Hvað á svo að gera að ári? Má maður biðja um óskalög?
<< Home