Ekkert klám
Leikfélag Keflavíkur
Frumleikhúsið í Keflavík sunnudagurinn 19. mars 2000
Höfundar: Júlíus Guðmundsson, Ómar Ólafsson, Hulda Ólafsdóttir, Jón Marino Sigurðsson, Aron B. Magnússon og Arnar Fells Gunnarsson
Leikstjóri: Júlíus Guðmundsson
Ekkert klám er reyndar ekki revía í viðteknum íslenskum skilningi, en gömlu revíurnar okkar eru reyndar ekki revíur í viðteknum erlendum skilningi. Þetta stefnir nú í að verða full flókið svo best að segja bara að Ekkert klám samanstendur af stuttum ótengdum atriðum, ýmist sungnum eða leiknum, enginn söguþráður eða kynnir eða nokkur hlutur tengir atriðin saman. Semsagt: revía eða kabarett, hvaða máli skiptir það svo sem, þetta snýst um hvort fyrirbærið er fyndið eða ekki.
Og Ekkert klám er á köflum bráðfyndið. Það gefur auga leið að sýning sem samanstendur af yfir tuttugu atriðum verður seint öll hrein snilld, en bestu atriðin ná satt að segja býsna langt. Það háir þeim þó sumum að góðar hugmyndir eru ekki leiddar nægilega skýrt til lykta. Þannig hefði bráðgóð hugdetta um súludansmey með ofnæmi fyrir járni þurft betra niðurlag og það sama mætti segja um skopparana dásamlegu sem vildu verða löggur. Stundum vantaði “pönsið”, svo ég grípi til tækniorða skopgerðarfólks. Þau atriði sem náðu sér virkilega á flug gerðu það í krafti vandaðrar vinnu, hvort sem það var brjálæðisleg hugmynd eins og með megrunarduftið og ryksuguna eða söng vaxtaræktardrengjanna, frábær persónusköpun eins og hjá hljómsveitinni vonlausu og kvenréttindatónskáldinu harðskeytta eða pottþéttar tímasetningar eins og á bílaverkstæðinu. Þá verð ég að taka ofan fyrir höfundi lokalagsins fyrir þá frábæru hugdettu.
Það sem kom mér einna mest á óvart var hve lítið staðbundin sýningin var. Ég fékk sjaldnast á tilfinninguna að verið væri að taka innanbæjarhneykslin til meðferðar, heldur voru pillurnar flestar ætlaðar þjóðinni allri. Þetta var vitaskuld gleðilegt fyrir mig utanbæjarmanninn.
Leikur var merkilega jafn og góður, miðað við form og innihald. Það lá við að maður saknaði þess að einhver tæki sig til og “færi á kostum” eins og sagt er. Þó slíkt geti verið truflandi í alvörugefnum hefðbundnum leikritum þá er vissulega svigrúm til tilþrifa hér. Allt um það þá er Ekkert klám í Frumleikhúsinu ekkert fúsk heldur prýðileg skemmtun fyrir alla sem leið eiga um Suðurnesin, og aðra reyndar líka.
Frumleikhúsið í Keflavík sunnudagurinn 19. mars 2000
Höfundar: Júlíus Guðmundsson, Ómar Ólafsson, Hulda Ólafsdóttir, Jón Marino Sigurðsson, Aron B. Magnússon og Arnar Fells Gunnarsson
Leikstjóri: Júlíus Guðmundsson
Við súluna
REVÍUGERÐ stendur með blóma í Keflavík og hefur gert það um skeið. Reyndar ekki bara revíugerð, heldur hefur stór hluti af verkefnum Leikfélags Keflavíkur verið heimabrennt undanfarin ár og margir lagt þar hönd á penna eða lyklaborð. Svo hefur náttúrulega leikhúsið myndarlega sem félagið er búið að koma sér upp verið vítamínsprauta fyrir alla starfsemi. Sannarlega eftirbreytinverður stuðningur bæjaryfirvalda við menninguna heimavið.Ekkert klám er reyndar ekki revía í viðteknum íslenskum skilningi, en gömlu revíurnar okkar eru reyndar ekki revíur í viðteknum erlendum skilningi. Þetta stefnir nú í að verða full flókið svo best að segja bara að Ekkert klám samanstendur af stuttum ótengdum atriðum, ýmist sungnum eða leiknum, enginn söguþráður eða kynnir eða nokkur hlutur tengir atriðin saman. Semsagt: revía eða kabarett, hvaða máli skiptir það svo sem, þetta snýst um hvort fyrirbærið er fyndið eða ekki.
Og Ekkert klám er á köflum bráðfyndið. Það gefur auga leið að sýning sem samanstendur af yfir tuttugu atriðum verður seint öll hrein snilld, en bestu atriðin ná satt að segja býsna langt. Það háir þeim þó sumum að góðar hugmyndir eru ekki leiddar nægilega skýrt til lykta. Þannig hefði bráðgóð hugdetta um súludansmey með ofnæmi fyrir járni þurft betra niðurlag og það sama mætti segja um skopparana dásamlegu sem vildu verða löggur. Stundum vantaði “pönsið”, svo ég grípi til tækniorða skopgerðarfólks. Þau atriði sem náðu sér virkilega á flug gerðu það í krafti vandaðrar vinnu, hvort sem það var brjálæðisleg hugmynd eins og með megrunarduftið og ryksuguna eða söng vaxtaræktardrengjanna, frábær persónusköpun eins og hjá hljómsveitinni vonlausu og kvenréttindatónskáldinu harðskeytta eða pottþéttar tímasetningar eins og á bílaverkstæðinu. Þá verð ég að taka ofan fyrir höfundi lokalagsins fyrir þá frábæru hugdettu.
Það sem kom mér einna mest á óvart var hve lítið staðbundin sýningin var. Ég fékk sjaldnast á tilfinninguna að verið væri að taka innanbæjarhneykslin til meðferðar, heldur voru pillurnar flestar ætlaðar þjóðinni allri. Þetta var vitaskuld gleðilegt fyrir mig utanbæjarmanninn.
Leikur var merkilega jafn og góður, miðað við form og innihald. Það lá við að maður saknaði þess að einhver tæki sig til og “færi á kostum” eins og sagt er. Þó slíkt geti verið truflandi í alvörugefnum hefðbundnum leikritum þá er vissulega svigrúm til tilþrifa hér. Allt um það þá er Ekkert klám í Frumleikhúsinu ekkert fúsk heldur prýðileg skemmtun fyrir alla sem leið eiga um Suðurnesin, og aðra reyndar líka.
<< Home