Gamlar perlur
Snúður og Snælda
Ásgarði, febrúar 2001
Atriði úr nokkrum íslenskum leikritum og einn erlendur gamanþáttur.
Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson
Íslensku verkin sem um ræðir eru Maður og kona eftir Jón Thoroddsen, Dúfnaveisla Halldórs Laxness, Hart í bak eftir Jökul Jakobsson og leikgerð á smásögu Jónasar Árnasonar, Tíðindalaust í kirkjugarðinum. Ef leita á að einhverju samkenni þessara verka þá má segja að yfir þeim öllum er einhver angurvær blær, rómantískur en um leið dálítið háðskur. Öll eru þau náttúrulega safaríkar lýsingar á íslensku alþýðufólki og þjóðarsál. Og vitaskuld voru lífsreyndir leikarar Snúðs og Snældu á heimavelli í þessum atriðum og létu stöku textaþurrð og tæknióvissu ekki setja sig af spori.
Samtal Þórdísar í Hlíð og séra Sigvalda úr Manni og konu var flutt í viðteknum stíl og hárrétt af Aðalheiði Sigurjónsdóttur og Gunnari Helgasyni. Í Dúfnaveislunni var Jón Jónsson sannfærandi pressari, og féll ekki í þá gryfju að gera hann að einhverskonar taóískum spámanni; hér var á ferðinni stoltur íslenskur iðnaðarmaður. Guðlaug Hróbjartsdóttir var honum góð pressarakona og Sigurborg Hjaltadóttir sem Gvendó(lína) eins rúðustrikaður embættismaður og hægt er að óska sér.
Jónatan strandkapteinn og Ásdís í Hart í bak voru í öruggum höndum hjá Sigmari Hróbjartssyni og Vilhelmínu Magnúsdóttur, sem fór svo létt með að vera ung stúlka að það var helst að hún virkaði óþarflega ung. Og Hafsteinn Hansson, Sigrún Pétursdóttir og Aðalheiður Guðmundsdóttir höfðu stíl Jónasar Árnasonar á valdi sínu í sögunni um metnaðarfull greftrunaráform sjómannsins gamla. Hinar tvær síðarnefndu stóðu sig aukinheldur með miklum ágætum sem kynnarnir tveir.
Gamanþátturinn danski, Loksins ein, fjallar um roskin hjón sem loksins koma kolbítnum syni sínum í hnapphelduna og hyggjast hefja lífið á nýjan leik, en lenda í stríði við tilætlunarsama dóttur sína. Sem leikverk stendur hann öðrum atriðum sýningarinnar að sjálfsögðu að baki, en er þó dægileg skemmtan, og efnið stendur flytjendum augljóslega nær. Hafsteinn Hansson og Helga Guðbrandsdóttir voru tilþrifamikil sem hjónin, Aðalheiður Sigurjónsdóttir var traust og skelegg nágrannakona og Sigrún Pétursdóttir lét sig ekki muna um að leika gljátíkina dóttur hjónanna, svona eins og fjörutíu ár niður fyrir sig.
Gamlar perlur Snúðs og Snældu er ágæt skemmtun, vel valin atriði vandlega skeytt saman og leikið af innlifun og gleði.
Ásgarði, febrúar 2001
Atriði úr nokkrum íslenskum leikritum og einn erlendur gamanþáttur.
Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson
Í fullu fjöri
ÞAÐ var snjallræði hjá leikhóp eldri borgara í Reykjavík að taka brot úr nokkrum bitastæðum íslenskum leikritum og raða þeim saman í eina sýningu. Verkefnaval hópsins hefur löngum verið hans helsti höfuðverkur, en hér tekst vel til. Megnið af dagskránni eru brot úr merkum íslenskum verkum og botninn svo sleginn í með einum staðfærðum dönskum gamanþætti. Herlegheitin síðan soðin saman á köntunum af skeleggum kynnum, sem einnig bregða sér í hlutverk í nokkrum þáttanna. Hér er vel að verki staðið og hentar einnig ágætlega erfiðu húsnæðinu, sem er vel nýtt af smekkvísi og útsjónarsemi af Bjarna Ingvarssyni, leikstjóra sýningarinnar.Íslensku verkin sem um ræðir eru Maður og kona eftir Jón Thoroddsen, Dúfnaveisla Halldórs Laxness, Hart í bak eftir Jökul Jakobsson og leikgerð á smásögu Jónasar Árnasonar, Tíðindalaust í kirkjugarðinum. Ef leita á að einhverju samkenni þessara verka þá má segja að yfir þeim öllum er einhver angurvær blær, rómantískur en um leið dálítið háðskur. Öll eru þau náttúrulega safaríkar lýsingar á íslensku alþýðufólki og þjóðarsál. Og vitaskuld voru lífsreyndir leikarar Snúðs og Snældu á heimavelli í þessum atriðum og létu stöku textaþurrð og tæknióvissu ekki setja sig af spori.
Samtal Þórdísar í Hlíð og séra Sigvalda úr Manni og konu var flutt í viðteknum stíl og hárrétt af Aðalheiði Sigurjónsdóttur og Gunnari Helgasyni. Í Dúfnaveislunni var Jón Jónsson sannfærandi pressari, og féll ekki í þá gryfju að gera hann að einhverskonar taóískum spámanni; hér var á ferðinni stoltur íslenskur iðnaðarmaður. Guðlaug Hróbjartsdóttir var honum góð pressarakona og Sigurborg Hjaltadóttir sem Gvendó(lína) eins rúðustrikaður embættismaður og hægt er að óska sér.
Jónatan strandkapteinn og Ásdís í Hart í bak voru í öruggum höndum hjá Sigmari Hróbjartssyni og Vilhelmínu Magnúsdóttur, sem fór svo létt með að vera ung stúlka að það var helst að hún virkaði óþarflega ung. Og Hafsteinn Hansson, Sigrún Pétursdóttir og Aðalheiður Guðmundsdóttir höfðu stíl Jónasar Árnasonar á valdi sínu í sögunni um metnaðarfull greftrunaráform sjómannsins gamla. Hinar tvær síðarnefndu stóðu sig aukinheldur með miklum ágætum sem kynnarnir tveir.
Gamanþátturinn danski, Loksins ein, fjallar um roskin hjón sem loksins koma kolbítnum syni sínum í hnapphelduna og hyggjast hefja lífið á nýjan leik, en lenda í stríði við tilætlunarsama dóttur sína. Sem leikverk stendur hann öðrum atriðum sýningarinnar að sjálfsögðu að baki, en er þó dægileg skemmtan, og efnið stendur flytjendum augljóslega nær. Hafsteinn Hansson og Helga Guðbrandsdóttir voru tilþrifamikil sem hjónin, Aðalheiður Sigurjónsdóttir var traust og skelegg nágrannakona og Sigrún Pétursdóttir lét sig ekki muna um að leika gljátíkina dóttur hjónanna, svona eins og fjörutíu ár niður fyrir sig.
Gamlar perlur Snúðs og Snældu er ágæt skemmtun, vel valin atriði vandlega skeytt saman og leikið af innlifun og gleði.
<< Home