Núnó og Júnía
Eftir Sigrúnu Huld Skúladóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur. Leikstjórn: Sara Martí Guðmundsdóttir. Ljósa- og myndbandshönnun: Ingi Bekk. Leikmynda- og leikmunahönnun: Brynja Björnsdóttir. Búninga- og gervahönnun: Íris Eggertsdóttir. Hreyfinga- og danshönnuður: Katrín Mist Haraldsdóttir. Tónlist: Stefán Örn Gunnlaugsson (Íkorni). Hljóðhönnun: Sigurvald Ívar Helgason. Myndband: Ragnar Hansson. Grafískur hönnuður: Sverrir Ásgeirsson. Leikarar: Alexander Dantes Erlendsson, Bjarni Snæbjörnsson, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Aldís Sveinsdóttir, Arndís Eva Erlingsdóttir, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Brynjólfur Skúlason, Egill Andrason, Elísa Ýrr Erlendsdóttir, Eyþór Daði Eyþórsson, Freysteinn Sverrisson, Iðunn Andradóttir, Mateusz Swierczewski, Sigríður Alma Ásmundsdóttir, Sindri Snær Jóhannesson, Rakel Róbertsdóttir, Urður Andradóttir og Valentína Björk Hauksdóttir. Frumsýning í Hamraborg í Hofi 18. febrúar 2017, en rýnt í 5. sýningu 19. mars 2017.
Þó barnaleikrit séu einatt boðskapardrifin þá er óvenjulegt að sjá höfunda þeirra stíga jafn eindregin skref inn í dystópíuhefðina og hér er gert. Hinir rómuðu sjónvarpsþættir Black Mirror komu fljótlega upp í hugann, og þeir sem hafa fylgt höfundi þeirra, Charlie Brooker, eftir í myrka afkima nútímalífs og -tækni, myndu seint telja þá við barna hæfi. Þessi sýning er það hins vegar, og hef ég sannfrétt að hún haldi athygli barna frá upphafi til enda, þó í fullri lengd sé, lítið sem ekkert sungið og útlit að mestu grátónað og naumhyggjulegt. Aftur eitthvað sem við eigum ekki að venjast úr „stórsjóum“ fyrir börn.
Útlit og umgjörð er með miklum ágætum út frá þessari grunnforsendu. Grá, hálfgegnsæ tjöld eru dregin sundur og saman af stórum fumlausum leikhópnum og marka ólík leikrými. Notkun myndvarpa og ljósa vinnur glæsilega með hinu efnislega svo úr verður sannfærandi gerilsneyddur framtíðarheimur. Og svo bætast sjónhverfingarnar ofan á, að láta líkamshluta hverfa. Framúrskarandi samvinna hjá hönnuðum sýningarinnar, Birnu Björnsdóttur, Inga Bekk, Ragnars Hanssonar og vafalaust fleirum.
Tónlist Stefáns Arnar Gunnlaugssonar (Íkorna) er flott og rétt, undurfallegur valsinn sem Núnó og Júnía stíga. Það er alveg skiljanleg ákvörðun að magna upp allt tal sýningarinnar og það er smekklega gert hjá Sigurvald Ívari Helgasyni, en óhjákvæmilega er þessi listræna ákvörðun á kostnað nándarinnar við persónurnar og gefur öllu sem fram fer á sviðinu dálítið fráhrindandi gerviblæ. Viðeigandi hér, en engu að síður glatast leikhústöfrar.
Búningar í heimi Kaldóníu eru stílhreinir hjá Írisi Eggertsdóttur, með skýra vísun í heim tölvuleikja og teiknimynda. Hinir litríku íbúar Vestursvæðisins, sem hafa hafnað markhyggju Austursins og lifa í sátt við takmarkanir sínar og hina ósýnilegu voru hins vegar óþarflega klisjulega hippa-austrænir í útliti. Sú sena kom líka einkennilega inn í gang mála og hefði annað hvort þurft mun meira vægi í vegferð Núnós eða hreinlega að láta í minni pokann undir vægðarlausu strokleðri höfundar eða dramatúrgs.
Aðalvandi sýningarinnar liggur nefnilega í handriti Sigrúnar Huldar Skúladóttur og Söru Martíar Guðmundsdóttur. Þó hugmyndin um Kaldóníu sé skýr og snjöll og í henni búi möguleikar á spennandi atburðarás og þroskakostir fyrir persónurnar þá vantar talsvert upp á að úrvinnsla þeirra möguleika sé sannfærandi. Of mikil lausatök eru á vegferð Núnós frá sjálfumglaðri sporthetju til örvæntingarfulls flóttamanns og að lokum bjargvættar. Eins eru samskipti hans og Júníu of yfirborðskennd og fyrirsjáanleg.
Það háir líka Dominique Gyðu Sigrúnardóttur allnokkuð að vera ýmist ólíkamleg rödd í hljóðkerfi, eða alhulin fötum svo ósýnileikinn sjáist ekki. Leikhústæknilegt vandamál sem ekki tekst að leysa þannig að við komumst í samband við aðalkvenhetju leiksins. Dominique er hins vegar bráðskemmtileg sem sjónvarpsstjarnan Sópran í einu af betri atriðum verksins. Alexander Dantes Erlendsson heldur sýningunni uppi í aðalhlutverkinu, en kemst ekki mjög langt með rýran efnivið sem hleypir Núnó aldrei almennilega að hjarta áhorfenda. Bjarni Snæbjörnsson er kröftugur sem Þjálfi, lærimeistari Núnós en jafn heftur af handritinu. Kannski hefði verið betra fyrir orku sýningarinnar, spennustig og skemmtunina að gera Þjálfa að meira eindregnu illmenni. Það vantar svolítið andlitið á andstæðinga Núnós og Júníu.
Það er fallegt og virðingarvert að Leikfélag Akureyrar ráðist í viðamikla frumsköpun af þessu tagi. Sigrún Huld og Sara Martí stytta sér ekki leið með því að nota tilbúinn efnivið ævintýra eða vinsæls barnaefnis heldur vinna úr vitsmunalega krefjandi efnivið frumlega og um margt snjalla sögu. Öllu er tjaldað til í leikhúsinu. Þó útkoman sé ekki afdráttarlaus sigur þá er hér unnið af sönnum metnaði og ástríðu sem er svo sannarlega vel sýnileg og til eftirbreytni.
Börnin í Spörtu
Hin árangursdrifna Kaldónía er í krísu. Meðan íbúarnir hamast við að „verða besta útgáfan af sjálfum sér“ með þrotlausum æfingum og mælingum undir vökulu auga Ráðsins herjar „Þokan“ á íbúana, illvíg pest sem gerir þá sem verða fyrir henni ósýnilega að hluta eða öllu leyti. Í stað þess að leita orsakanna og ráða bót á vágestinum hefur Ráðið farið leið strútsins í baráttunni við Þokuna og einangrað þá sem byrja að sýna (eða sýna ekki) einkenni hennar. Reist múr, en handan við hann hírast hinir ósýnilegu við harðan kost meðan hinir íbúarnir hamast. Enginn þó eins ötullega og Núnó Fálkon, ungur afreksmaður og heimsmeistari í óskilgreindum íþróttum sem Ráðið gerir að sendiherra og sínum helsta talsmanni í upphafi verks. En enginn er óhultur fyrir Þokunni. Kynni Núnós af hinni ósýnilegu Júníu, strokustúlku úr Þokuútlegðinni, hrindir honum af stað í sjálfsskoðun og leit að orsökum pestarinnar og þá í leiðinni hvort Þokan sé endilega verra hlutskipti en hið sálarlausa markmiðsdrifna hversdagslíf í Kaldóníu.Þó barnaleikrit séu einatt boðskapardrifin þá er óvenjulegt að sjá höfunda þeirra stíga jafn eindregin skref inn í dystópíuhefðina og hér er gert. Hinir rómuðu sjónvarpsþættir Black Mirror komu fljótlega upp í hugann, og þeir sem hafa fylgt höfundi þeirra, Charlie Brooker, eftir í myrka afkima nútímalífs og -tækni, myndu seint telja þá við barna hæfi. Þessi sýning er það hins vegar, og hef ég sannfrétt að hún haldi athygli barna frá upphafi til enda, þó í fullri lengd sé, lítið sem ekkert sungið og útlit að mestu grátónað og naumhyggjulegt. Aftur eitthvað sem við eigum ekki að venjast úr „stórsjóum“ fyrir börn.
Útlit og umgjörð er með miklum ágætum út frá þessari grunnforsendu. Grá, hálfgegnsæ tjöld eru dregin sundur og saman af stórum fumlausum leikhópnum og marka ólík leikrými. Notkun myndvarpa og ljósa vinnur glæsilega með hinu efnislega svo úr verður sannfærandi gerilsneyddur framtíðarheimur. Og svo bætast sjónhverfingarnar ofan á, að láta líkamshluta hverfa. Framúrskarandi samvinna hjá hönnuðum sýningarinnar, Birnu Björnsdóttur, Inga Bekk, Ragnars Hanssonar og vafalaust fleirum.
Tónlist Stefáns Arnar Gunnlaugssonar (Íkorna) er flott og rétt, undurfallegur valsinn sem Núnó og Júnía stíga. Það er alveg skiljanleg ákvörðun að magna upp allt tal sýningarinnar og það er smekklega gert hjá Sigurvald Ívari Helgasyni, en óhjákvæmilega er þessi listræna ákvörðun á kostnað nándarinnar við persónurnar og gefur öllu sem fram fer á sviðinu dálítið fráhrindandi gerviblæ. Viðeigandi hér, en engu að síður glatast leikhústöfrar.
Búningar í heimi Kaldóníu eru stílhreinir hjá Írisi Eggertsdóttur, með skýra vísun í heim tölvuleikja og teiknimynda. Hinir litríku íbúar Vestursvæðisins, sem hafa hafnað markhyggju Austursins og lifa í sátt við takmarkanir sínar og hina ósýnilegu voru hins vegar óþarflega klisjulega hippa-austrænir í útliti. Sú sena kom líka einkennilega inn í gang mála og hefði annað hvort þurft mun meira vægi í vegferð Núnós eða hreinlega að láta í minni pokann undir vægðarlausu strokleðri höfundar eða dramatúrgs.
Aðalvandi sýningarinnar liggur nefnilega í handriti Sigrúnar Huldar Skúladóttur og Söru Martíar Guðmundsdóttur. Þó hugmyndin um Kaldóníu sé skýr og snjöll og í henni búi möguleikar á spennandi atburðarás og þroskakostir fyrir persónurnar þá vantar talsvert upp á að úrvinnsla þeirra möguleika sé sannfærandi. Of mikil lausatök eru á vegferð Núnós frá sjálfumglaðri sporthetju til örvæntingarfulls flóttamanns og að lokum bjargvættar. Eins eru samskipti hans og Júníu of yfirborðskennd og fyrirsjáanleg.
Það háir líka Dominique Gyðu Sigrúnardóttur allnokkuð að vera ýmist ólíkamleg rödd í hljóðkerfi, eða alhulin fötum svo ósýnileikinn sjáist ekki. Leikhústæknilegt vandamál sem ekki tekst að leysa þannig að við komumst í samband við aðalkvenhetju leiksins. Dominique er hins vegar bráðskemmtileg sem sjónvarpsstjarnan Sópran í einu af betri atriðum verksins. Alexander Dantes Erlendsson heldur sýningunni uppi í aðalhlutverkinu, en kemst ekki mjög langt með rýran efnivið sem hleypir Núnó aldrei almennilega að hjarta áhorfenda. Bjarni Snæbjörnsson er kröftugur sem Þjálfi, lærimeistari Núnós en jafn heftur af handritinu. Kannski hefði verið betra fyrir orku sýningarinnar, spennustig og skemmtunina að gera Þjálfa að meira eindregnu illmenni. Það vantar svolítið andlitið á andstæðinga Núnós og Júníu.
Það er fallegt og virðingarvert að Leikfélag Akureyrar ráðist í viðamikla frumsköpun af þessu tagi. Sigrún Huld og Sara Martí stytta sér ekki leið með því að nota tilbúinn efnivið ævintýra eða vinsæls barnaefnis heldur vinna úr vitsmunalega krefjandi efnivið frumlega og um margt snjalla sögu. Öllu er tjaldað til í leikhúsinu. Þó útkoman sé ekki afdráttarlaus sigur þá er hér unnið af sönnum metnaði og ástríðu sem er svo sannarlega vel sýnileg og til eftirbreytni.
<< Home