Líneik og Laufey
Tjarnarbíói 21. ágúst 2004
Leikgerð á ævintýrinu um Líneik og Laufeyju.
Leikstjóri: Ólöf Ingólfsdóttir
Útlit: Elma B. Guðmundsdóttir, Katrín Þorvaldsdóttir og Kolbrún Anna Björnsdóttir
Leikendur: Aino Freyja Järvelä, Höskuldur Sæmundsson, Ingibjörg Reynisdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir og Ólafur Guðmundsson.
Sérkennileg og að mínu viti misráðin er sú hugmynd að hefja sýninguna eins og um leikæfingu sé að ræða. Þessi rammi bætir engu við, og afsakanir fyrir því að segja sögur á sviði eru alger óþarfi. Hugmyndinni var heldur ekki fylgt þannig eftir að úr yrði áhugaverð hliðarsaga um tilurð leiksýningar.
Að öðru leyti er sögunni snúið í frekar venjulegt leikform, lítið byggt á að fleyta henni áfram með sögumanni, en samtöl látin koma upplýsingum til skila. Þetta tekst ekki alls staðar jafn vel. Þannig verður kynning Blávarar og Laufeyjar frekar snubbótt, og ennfremur er sú ógn sem stafar af Blávöru alltof lítið sýnd til að ævintýrið verði spennandi. Þar og annars staðar er gripið til dansins og hreyfinga án orða til að skila efninu, og tekst það ekki nógu vel, því það er eins og ekki hafi unnist tími eða vilji til að gera þessum atriðum nægilega hátt undir höfði. Sem er synd, því þarna eru möguleikar á skemmtilegheitum og frumleika býsna miklir.
Það stendur sýningunni líka nokkuð fyrir þrifum hvað lítið er gert til að skapa tengsl við áhorfendur. Aðeins einu sinni eru þeir ávarpaðir, og þá er það nánast eins og af skyldurækni, því svoleiðis á jú að gera á barnasýningum. En tengslin felast ekki bara í "gagnvirkni", heldur lifandi sambandi, tilfinningu fyrir þörf hópsins til að miðla verki sínu, og hana vantaði sárlega.
Leiklega er hópurinn hreint ekki nógu góður. Það er ekki ásættanlegt, þó að um barnasýningu sé að ræða, að textameðferð og framsögn valdi hreinlega vandræðum við að skilja það sem sagt er og lestónn er ófyrirgefanlegt lýti á framgöngu leikara. Hér þarf meiri metnað og djörfung í framsetningu efnisins.
Það er virðingarvert að skapa leiklist fyrir börn, og ekkert athugavert við að það sé gert án þess að miklu sé til kostað. En í barnaleikhúsi verður líka að vera eldmóður, hugmyndaflug og kraftur. Til hvers annars að vera að þessu?
Leikgerð á ævintýrinu um Líneik og Laufeyju.
Leikstjóri: Ólöf Ingólfsdóttir
Útlit: Elma B. Guðmundsdóttir, Katrín Þorvaldsdóttir og Kolbrún Anna Björnsdóttir
Leikendur: Aino Freyja Järvelä, Höskuldur Sæmundsson, Ingibjörg Reynisdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir og Ólafur Guðmundsson.
Á ævintýramiðum
ÆVINTÝRIÐ um Líneik og Laufeyju er um margt dæmigert ævintýri með góðum og fallegum kóngsbörnum, vondri stjúpu, veiklyndum föður og góðum endi. Það er líka fullt af möguleikum sem ættu að nýtast hugmyndaríku leikhúsfólki og/eða höfundum til að búa til skemmtileg leikrit eða -sýningar. Kaflinn þar sem hinn ungi Grikklandskóngur heldur að Laufey sé Líneik kóngsdóttir er uppskrift að miklum skemmtilegheitum og flagðið og mannætan Blávör kjörið viðfangsefni fyrir kraftmikinn leikara og hugmyndaríka útlitshönnuði og leikstjóra. Sú leið sem þessi leikhópur velur er hins vegar of lítið afgerandi og útfærslan of dauf til að möguleikar efniviðarins nýtist sem skyldi.Sérkennileg og að mínu viti misráðin er sú hugmynd að hefja sýninguna eins og um leikæfingu sé að ræða. Þessi rammi bætir engu við, og afsakanir fyrir því að segja sögur á sviði eru alger óþarfi. Hugmyndinni var heldur ekki fylgt þannig eftir að úr yrði áhugaverð hliðarsaga um tilurð leiksýningar.
Að öðru leyti er sögunni snúið í frekar venjulegt leikform, lítið byggt á að fleyta henni áfram með sögumanni, en samtöl látin koma upplýsingum til skila. Þetta tekst ekki alls staðar jafn vel. Þannig verður kynning Blávarar og Laufeyjar frekar snubbótt, og ennfremur er sú ógn sem stafar af Blávöru alltof lítið sýnd til að ævintýrið verði spennandi. Þar og annars staðar er gripið til dansins og hreyfinga án orða til að skila efninu, og tekst það ekki nógu vel, því það er eins og ekki hafi unnist tími eða vilji til að gera þessum atriðum nægilega hátt undir höfði. Sem er synd, því þarna eru möguleikar á skemmtilegheitum og frumleika býsna miklir.
Það stendur sýningunni líka nokkuð fyrir þrifum hvað lítið er gert til að skapa tengsl við áhorfendur. Aðeins einu sinni eru þeir ávarpaðir, og þá er það nánast eins og af skyldurækni, því svoleiðis á jú að gera á barnasýningum. En tengslin felast ekki bara í "gagnvirkni", heldur lifandi sambandi, tilfinningu fyrir þörf hópsins til að miðla verki sínu, og hana vantaði sárlega.
Leiklega er hópurinn hreint ekki nógu góður. Það er ekki ásættanlegt, þó að um barnasýningu sé að ræða, að textameðferð og framsögn valdi hreinlega vandræðum við að skilja það sem sagt er og lestónn er ófyrirgefanlegt lýti á framgöngu leikara. Hér þarf meiri metnað og djörfung í framsetningu efnisins.
Það er virðingarvert að skapa leiklist fyrir börn, og ekkert athugavert við að það sé gert án þess að miklu sé til kostað. En í barnaleikhúsi verður líka að vera eldmóður, hugmyndaflug og kraftur. Til hvers annars að vera að þessu?
<< Home