Frænka Charleys
Leikfélag Hólmavíkur
Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ sunnudaginn 6. júní. 2004
Höfundur: Brandon Thomas
Þýðandi: Úlfur Hjörvar
Leikstjóri: Arnar S. Jónsson
Leikendur: Arnar S. Jónsson, Einar Indriðason, Ester Sigfúsdóttir, Ingibjörg Birna Sigurðardóttir, Jón Gústi Jónsson, Jórunn Helena Jónsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson, Sigríður Einarsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir og Úlfar Hjartarson.
Góðu fréttirnar eru á hinn bóginn þær að það sem bitastæðast er í verkinu af fyndni er sígrænt: nefnilega karlmaður sem neyðist til að leika konu sem hinir karlarnir taka þegar að girnast. Ungu mennirnir narra sem sagt fremur grunnhygginn eilífðarstúdent til að bregða sér í gervi siðgæðisvarðarins, en missa fljótlega tökin á atburðarásinni sem brunar sína leið að nokkuð fyrirsjáanlegri röð trúlofana í lokin.
Leikfélag Hólmavíkur er óvenjuöflugt félag miðað við stærð heimavallarins, og ferðaglatt með afbrigðum. Mannekla háir þeim samt og bróðurpartur leikhópsins að þessu sinni er að stíga sín fyrstu skref á sviði. Leikstjórinn er einnig á byrjunarreit, öflugur leikari í félaginu til margra ára en grípur núna í annað verkefni og ferst það um margt vel. Sýningin er nokkuð fumlaus, umgjörð ágætlega leyst og búningar óvenjutrúverðugir, fyrir utan kúrekahatt annars vonbiðla frænkunnar sem tónaði einna helst við fremur óviðeigandi Bourbon-viskíflöskuna í vínskápnum.
Það sem einna helst háir Arnari í vinnu sinni með leikhópnum er Akkillesarhæll flestra þeirra sem grípa í leikstjórn með leikreynslu sína eina að vopni; hann nær ekki að styðja nægilega við bakið á reynslulitlum leikurum, hjálpa þeim til að hvíla í hlutverkum sínum og skila rullunum af krafti og öryggi. Fyrir vikið er nokkuð dauft yfir sýningunni þegar stórkanónurnar úr eldri deildinni eru ekki í forgrunni. Nýliðarnir eru efnilegir en valda því ekki að bera uppi sýningu af þessu tagi.
En sem betur fer þurfa þeir þess ekki. Einar Indriðason, í hlutverki Babs, gerði frænkunni óborganleg skil, trúlega það besta sem ég hef séð til þessa ágæta leikara. Litlu síðri voru þeir Matthías Sævar Lýðsson og leikstjórinn, Arnar S. Jónsson, sem hæfilega spýtukarlalegir vonbiðlar. Þeir Jón Gústi Jónsson og Úlfar Hjartarson stóðu sig síðan vel miðað við aðstæður í stórum hlutverkum vonbiðlanna.
Það er tilhlökkunarefni þegar þessi efnilegi leikhópur og leikstjórinn hafa öðlast meiri reynslu og öryggi. Þá verður svo sannarlega vel þess virði að heimsækja Hólmvíkinga, en bíða ekki eftir því að þeir heimsæki okkur.
Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ sunnudaginn 6. júní. 2004
Höfundur: Brandon Thomas
Þýðandi: Úlfur Hjörvar
Leikstjóri: Arnar S. Jónsson
Leikendur: Arnar S. Jónsson, Einar Indriðason, Ester Sigfúsdóttir, Ingibjörg Birna Sigurðardóttir, Jón Gústi Jónsson, Jórunn Helena Jónsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson, Sigríður Einarsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir og Úlfar Hjartarson.
Sú gamla kemur í heimsókn
FRÆNKA Charleys er klassískt viðfangsefni áhugaleikfélaga á Íslandi og er enn leikið um víða veröld eins og einföld leit á Netinu gefur til kynna. Verkið hefur heldur verið á undanhaldi á efnisskránum síðustu ár sem ekki er furða; frænkan er klárlega barn síns tíma og menningarheims, enda gengur vandræðagangurinn í því út á þá ósvinnu að tveir ungir menn bjóði til sín stúlkum sem þeir hafa augastað á, án þess að virðuleg eldri kona sé til staðar sem siðgæðisvörður. Verkið er jafnframt nokkuð of langdregið núna á öld óþolinmæðinnar, og ekki annað að sjá á flutningi Leikfélags Hólmavíkur en að það byggi nokkuð á stöðluðum týpum úr enskri yfir- og miðstéttarmenningu aldamótanna nítján hundruð, sem fara fyrir ofan garð og neðan á Ströndum norður núna upp úr aldamótunum tvö þúsund.Góðu fréttirnar eru á hinn bóginn þær að það sem bitastæðast er í verkinu af fyndni er sígrænt: nefnilega karlmaður sem neyðist til að leika konu sem hinir karlarnir taka þegar að girnast. Ungu mennirnir narra sem sagt fremur grunnhygginn eilífðarstúdent til að bregða sér í gervi siðgæðisvarðarins, en missa fljótlega tökin á atburðarásinni sem brunar sína leið að nokkuð fyrirsjáanlegri röð trúlofana í lokin.
Leikfélag Hólmavíkur er óvenjuöflugt félag miðað við stærð heimavallarins, og ferðaglatt með afbrigðum. Mannekla háir þeim samt og bróðurpartur leikhópsins að þessu sinni er að stíga sín fyrstu skref á sviði. Leikstjórinn er einnig á byrjunarreit, öflugur leikari í félaginu til margra ára en grípur núna í annað verkefni og ferst það um margt vel. Sýningin er nokkuð fumlaus, umgjörð ágætlega leyst og búningar óvenjutrúverðugir, fyrir utan kúrekahatt annars vonbiðla frænkunnar sem tónaði einna helst við fremur óviðeigandi Bourbon-viskíflöskuna í vínskápnum.
Það sem einna helst háir Arnari í vinnu sinni með leikhópnum er Akkillesarhæll flestra þeirra sem grípa í leikstjórn með leikreynslu sína eina að vopni; hann nær ekki að styðja nægilega við bakið á reynslulitlum leikurum, hjálpa þeim til að hvíla í hlutverkum sínum og skila rullunum af krafti og öryggi. Fyrir vikið er nokkuð dauft yfir sýningunni þegar stórkanónurnar úr eldri deildinni eru ekki í forgrunni. Nýliðarnir eru efnilegir en valda því ekki að bera uppi sýningu af þessu tagi.
En sem betur fer þurfa þeir þess ekki. Einar Indriðason, í hlutverki Babs, gerði frænkunni óborganleg skil, trúlega það besta sem ég hef séð til þessa ágæta leikara. Litlu síðri voru þeir Matthías Sævar Lýðsson og leikstjórinn, Arnar S. Jónsson, sem hæfilega spýtukarlalegir vonbiðlar. Þeir Jón Gústi Jónsson og Úlfar Hjartarson stóðu sig síðan vel miðað við aðstæður í stórum hlutverkum vonbiðlanna.
Það er tilhlökkunarefni þegar þessi efnilegi leikhópur og leikstjórinn hafa öðlast meiri reynslu og öryggi. Þá verður svo sannarlega vel þess virði að heimsækja Hólmvíkinga, en bíða ekki eftir því að þeir heimsæki okkur.
<< Home