Hvað sem þér viljið, eða Þrettándakvöld
Rustaveli-leikhúsið frá Georgíu
Þjóðleikhúsinu á listahátíð 14. maí 2004.
Höfundur: William Shakespeare
Leikstjóri: Robert Sturua
Leikmynd: Giorgi Alexi-Meskhishvili
Tónlist: Giorgi Kancheli og fleiri
Leikendur: Archil Baratashvili, Archil Baratashvili, David Gotsiridze, Eka Mindiashvili, Gela Lejava, Gela Otarashvili, Goga Gvelesiani, Guram Mgaloblishvili, Guram Sagaradze, Irakli Macharashvili, Lela Alibegashvili, Levan Baratashvili, Levan Berikashvili, Nana Khuskivadze , Nino Tarkhan-Mouravi, Soso Abramishvili, Temur Chichinadze, Tenguiz Giorgadze, Tristan Saralidze, Vano Gogitidze, Zaza Baratashvili, Zaza Papuashvili, Zurab Sharia og Zviad Papuashvili.
Gestir sem færa leikhúslífinu hér eitthvað nýtt, eða allavega eitthvað annað en við eigum að venjast, eru alltaf kærkomnir. Nú hefur reyndar samgangur austurs og vesturs í leiklistarlegum skilningi aukist mjög, og Ísland notið þess eins og aðrir. Allavega eru ötulir leikhúsáhugamenn farnir að vita hvers má vænta af leiksýningum úr austurblokkinni. Áhersla á sjónræna hlið leikhússins, ljóðræn nálgun á persónur, hreyfingar og stíl, mikil notkun á tónlist til áhrifaauka og sterk þörf til að kafa djúpt í verk þau sem lögð eru sýningunum til grundvallar. Oft er afrakstur þessarar köfunar næsta sérviskulegur, iðulega sterkar bundinn kenjum leikstjórans og hvað honum er ofarlega í huga þegar lagt er í leiðangurinn en því sem kalla mætti kjarna verkanna. Útkoman er næstum alltaf áhugaverð, oft furðuleg og stundum svo snertipunktalaus við framvindu, persónur og þema verkanna að þau þvælast eiginlega bara fyrir.
Sýning Rustavelileikhússins á Þrettándakvöldi hefur öll þessi einkenni. Útlit hennar, rýmisnotkun og sjónrænt hugmyndaflugið sem að baki býr er töfrandi. Hið sveigða form hins hvíta sviðsgólfs, rauði hringstiginn, blöðrurnar og hvítu tjöldin, að ógleymdum lömbunum allt í kring sköpuðu sýningunni fallega, óræða og ljóðræna umgjörð. Tónlist er óspart notuð, þótt mig gruni nú að það sé ofrausn að eigna hana alla tónskáldinu Gia Kancheli, þó hann "hafi svipaða stöðu í sínum heimshluta og Arvo Pärt" eins og svo tilgerðarlega er komist að orði í leikskránni. Ég gat ekki betur heyrt en enska kabaretthljómsveitin The Tiger Lillies kæmi mikið við sögu í hljóðheimi sýningarinnar, og ekkert nema gott um það og hana að segja.
Þá hefur leit höfundar sýningarinnar að kjarna leitt hann á afar nýstárlegar slóðir. Nafn verksins kveikti hjá honum þá hugmynd að flétta inn í verk Shakespeares nokkurskonar helgileik, atriði úr guðspjöllunum þar sem fæðing og fyrstu dagar frelsarans eru raktir. Nú er Shakespeare líklega minnst kristilegur af klassískum höfundum eftir Krist, og auk þess frægur fyrir kæruleysi um nafngiftir gleðileikja sinna, enda verð ég að játa að mér er lífsins ómögulegt að sjá tengslin milli þessara efnisþátta. Atriðin sjálf eru fallega sviðsett, í einhverskonar írónískum uppgerðar-naívískum stíl sem áhorfendur vissu ekki alltaf hvort var leyfilegt að hlæja að. Fyrir utan þessi uppbrot er meðferð leikritsins næsta hefðbundin og framvindunni fylgt nokkuð nákvæmlega þar til í lokin, en það er óþarfi að ljóstra því upp hér hvernig þau eru.
Þrettándakvöld greinir frá atburðum sem verða í hertogadæminu Illiríu þegar tvíburasystkin verða þar skipreika. Systirin Víóla dulbýr sig sem karlmann og gengur í þjónustu hertogans, og fær fljótt það hlutverk að falast eftir hönd og hjarta Ólivíu fyrir hertogann. Vitaskuld verður Ólivía ástfangin af yngissveininum, og Víóla af hertoganum. Sem betur fer á hún tvíburabróður, Sebastían, þannig að allir fá það sem þeir vilja í lokin. Nema reyndar bryti Ólivíu, Malvólíó, sem er blekktur til að halda að húsmóðirin elski sig, hvattur til að gera hosur sínar grænar fyrir henni, og úrskurðaður geðveikur þegar hann lætur til skara skríða.
Robert Sturua, höfundur sýningarinnar, velur henni trúðskan og írónískan leikstíl, sem reyndar er leyft að vera nokkuð köflóttum. Sumir leikaranna virðast vísvitandi leika með yfirdrifnum tilþrifum, kannski til að tjá hve tilfinningar þeirra eru uppblásnar. Átti þetta sérstaklega við um Sebastían og hertogann, og varð nokkuð leiðigjarnt. Aðrir eiga innlifaðar senur þar sem falleg og sönn augnablik ná að lifa, einkum Nino Tarkhan-Mouravi sem Víóla og Lela Alibegashvili sem Ólivía. Áhrifamest voru þó þau sem fengu að leika lausustum hala í trúðleik. Zaza Papuashvili var fantagóður Malvólíó, einkum eftir að hann hafði verið leiddur á villigöturnar. Magnaðast var samt að fylgjast með Nana Khuskivadze gera þernuna Maríu að makalaust heillandi trúð, svo fallega gert að aumingja Fjasti, fífl Ólivíu, fellur algerlega í skuggann.
Þrátt fyrir ótvíræða kosti sýningarinnar verður þessi sundurgerð í leikstíl, og fjarlægðin sem helgileikurinn skapar til að halda sýningunni utan seilingar innlifunarinnar fyrir undirritaðan. Ég sá að þarna voru töfrar á ferð, en þeir töfruðu mig ekki. Og kannski var sú fágun og nákvæmni sem einkenndi suma hluta sýningarinnar til þess að gera þau augnablik og atriði sem voru ónákvæm og ekki nógu skörp enn meira áberandi og truflandi. Rustaveli-leikhúsið er heimsfrægt og ég hef lesið lofsamlegar umsagnir um ýmis verk þessa hóps og hr. Stuara. Sýningin á Þrettándakvöldi verður samt ekki sá tímamótaviðburður fyrir mig sem leikhúsáhorfanda sem ég hafði gert mér vonir um. Flott sýning, en nýjabrumið er farið, og það reynist hafa átt stóran þátt í áhrifunum.
Þjóðleikhúsinu á listahátíð 14. maí 2004.
Höfundur: William Shakespeare
Leikstjóri: Robert Sturua
Leikmynd: Giorgi Alexi-Meskhishvili
Tónlist: Giorgi Kancheli og fleiri
Leikendur: Archil Baratashvili, Archil Baratashvili, David Gotsiridze, Eka Mindiashvili, Gela Lejava, Gela Otarashvili, Goga Gvelesiani, Guram Mgaloblishvili, Guram Sagaradze, Irakli Macharashvili, Lela Alibegashvili, Levan Baratashvili, Levan Berikashvili, Nana Khuskivadze , Nino Tarkhan-Mouravi, Soso Abramishvili, Temur Chichinadze, Tenguiz Giorgadze, Tristan Saralidze, Vano Gogitidze, Zaza Baratashvili, Zaza Papuashvili, Zurab Sharia og Zviad Papuashvili.
Þrettándi dagur jóla
EINS og fram hefur komið leggur Listahátíð sérstaka áherslu á sviðslistir að þessu sinni. Reyndar er sýning Rustavelileikhússins á Þrettándakvöldi eina sýningin sem kalla má hreinræktaða leiklist, Schaubühne-sýningin er einhverskonar dansleikhúsbræðingur og sú japanska virðist vera hreinræktaður dans ef marka má kynningar. Hvers vegna leiklistin verðskuldar ekki stærri sneið af tíma og peningum Listahátíðar veit ég ekki, í ljósi vinsælda leikhússins hér. Eins má spyrja sig hvort rétt hafi verið valið, að flytja hingað tvær umfangsmiklar og mannmargar sýningar, í stað þess að finna fleiri spennandi hópa með viðaminni og ferðavænni verkefni. Það lætur allavega ekki vel í mínum eyrum að heyra kynningarmaskínu listahátíðar leggja sérstaka áherslu á það í kynningu hvað leikmynd þýska hópsins er mörg tonn, og telja það væntanlega til marks um hve vel er gert við íslenska áhugamenn um sviðslistir að þessu sinni. Nú verður þess væntanlega langt að bíða að leiklistin fái aftur jafnstóran hluta af listinnflutningskvóta Listahátíðar, og er það súrt. Þeim mun meiri ástæða til að gleðjast yfir því sem þó rekur á fjörur okkar.Gestir sem færa leikhúslífinu hér eitthvað nýtt, eða allavega eitthvað annað en við eigum að venjast, eru alltaf kærkomnir. Nú hefur reyndar samgangur austurs og vesturs í leiklistarlegum skilningi aukist mjög, og Ísland notið þess eins og aðrir. Allavega eru ötulir leikhúsáhugamenn farnir að vita hvers má vænta af leiksýningum úr austurblokkinni. Áhersla á sjónræna hlið leikhússins, ljóðræn nálgun á persónur, hreyfingar og stíl, mikil notkun á tónlist til áhrifaauka og sterk þörf til að kafa djúpt í verk þau sem lögð eru sýningunum til grundvallar. Oft er afrakstur þessarar köfunar næsta sérviskulegur, iðulega sterkar bundinn kenjum leikstjórans og hvað honum er ofarlega í huga þegar lagt er í leiðangurinn en því sem kalla mætti kjarna verkanna. Útkoman er næstum alltaf áhugaverð, oft furðuleg og stundum svo snertipunktalaus við framvindu, persónur og þema verkanna að þau þvælast eiginlega bara fyrir.
Sýning Rustavelileikhússins á Þrettándakvöldi hefur öll þessi einkenni. Útlit hennar, rýmisnotkun og sjónrænt hugmyndaflugið sem að baki býr er töfrandi. Hið sveigða form hins hvíta sviðsgólfs, rauði hringstiginn, blöðrurnar og hvítu tjöldin, að ógleymdum lömbunum allt í kring sköpuðu sýningunni fallega, óræða og ljóðræna umgjörð. Tónlist er óspart notuð, þótt mig gruni nú að það sé ofrausn að eigna hana alla tónskáldinu Gia Kancheli, þó hann "hafi svipaða stöðu í sínum heimshluta og Arvo Pärt" eins og svo tilgerðarlega er komist að orði í leikskránni. Ég gat ekki betur heyrt en enska kabaretthljómsveitin The Tiger Lillies kæmi mikið við sögu í hljóðheimi sýningarinnar, og ekkert nema gott um það og hana að segja.
Þá hefur leit höfundar sýningarinnar að kjarna leitt hann á afar nýstárlegar slóðir. Nafn verksins kveikti hjá honum þá hugmynd að flétta inn í verk Shakespeares nokkurskonar helgileik, atriði úr guðspjöllunum þar sem fæðing og fyrstu dagar frelsarans eru raktir. Nú er Shakespeare líklega minnst kristilegur af klassískum höfundum eftir Krist, og auk þess frægur fyrir kæruleysi um nafngiftir gleðileikja sinna, enda verð ég að játa að mér er lífsins ómögulegt að sjá tengslin milli þessara efnisþátta. Atriðin sjálf eru fallega sviðsett, í einhverskonar írónískum uppgerðar-naívískum stíl sem áhorfendur vissu ekki alltaf hvort var leyfilegt að hlæja að. Fyrir utan þessi uppbrot er meðferð leikritsins næsta hefðbundin og framvindunni fylgt nokkuð nákvæmlega þar til í lokin, en það er óþarfi að ljóstra því upp hér hvernig þau eru.
Þrettándakvöld greinir frá atburðum sem verða í hertogadæminu Illiríu þegar tvíburasystkin verða þar skipreika. Systirin Víóla dulbýr sig sem karlmann og gengur í þjónustu hertogans, og fær fljótt það hlutverk að falast eftir hönd og hjarta Ólivíu fyrir hertogann. Vitaskuld verður Ólivía ástfangin af yngissveininum, og Víóla af hertoganum. Sem betur fer á hún tvíburabróður, Sebastían, þannig að allir fá það sem þeir vilja í lokin. Nema reyndar bryti Ólivíu, Malvólíó, sem er blekktur til að halda að húsmóðirin elski sig, hvattur til að gera hosur sínar grænar fyrir henni, og úrskurðaður geðveikur þegar hann lætur til skara skríða.
Robert Sturua, höfundur sýningarinnar, velur henni trúðskan og írónískan leikstíl, sem reyndar er leyft að vera nokkuð köflóttum. Sumir leikaranna virðast vísvitandi leika með yfirdrifnum tilþrifum, kannski til að tjá hve tilfinningar þeirra eru uppblásnar. Átti þetta sérstaklega við um Sebastían og hertogann, og varð nokkuð leiðigjarnt. Aðrir eiga innlifaðar senur þar sem falleg og sönn augnablik ná að lifa, einkum Nino Tarkhan-Mouravi sem Víóla og Lela Alibegashvili sem Ólivía. Áhrifamest voru þó þau sem fengu að leika lausustum hala í trúðleik. Zaza Papuashvili var fantagóður Malvólíó, einkum eftir að hann hafði verið leiddur á villigöturnar. Magnaðast var samt að fylgjast með Nana Khuskivadze gera þernuna Maríu að makalaust heillandi trúð, svo fallega gert að aumingja Fjasti, fífl Ólivíu, fellur algerlega í skuggann.
Þrátt fyrir ótvíræða kosti sýningarinnar verður þessi sundurgerð í leikstíl, og fjarlægðin sem helgileikurinn skapar til að halda sýningunni utan seilingar innlifunarinnar fyrir undirritaðan. Ég sá að þarna voru töfrar á ferð, en þeir töfruðu mig ekki. Og kannski var sú fágun og nákvæmni sem einkenndi suma hluta sýningarinnar til þess að gera þau augnablik og atriði sem voru ónákvæm og ekki nógu skörp enn meira áberandi og truflandi. Rustaveli-leikhúsið er heimsfrægt og ég hef lesið lofsamlegar umsagnir um ýmis verk þessa hóps og hr. Stuara. Sýningin á Þrettándakvöldi verður samt ekki sá tímamótaviðburður fyrir mig sem leikhúsáhorfanda sem ég hafði gert mér vonir um. Flott sýning, en nýjabrumið er farið, og það reynist hafa átt stóran þátt í áhrifunum.
<< Home