Stone Free
Leikfélag Vestmannaeyja og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
Félagsheimili Vestmannaeyja föstudaginn 19. mars. 2004
Höfundur: Jim Cartwright
Þýðandi: Magnús Geir Þórðarson
Leikstjóri: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson
Tónlistarstjóri: Sæþór Þorbjarnarson
Ljósahönnum: Hjálmar Brynjúlfsson
Leikmynd: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson
Búningar: Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir.
Reyndar stenst verkið alls ekki samanburð við helstu verk þessa vinsæla höfundar, það er nánast eins og það sé ekki alveg tilbúið af hans hendi. Höfundareinkennin eru þarna; kaldhamraður húmorinn, samúðin með smælingjunum og næm tilfinning fyrir því ljóðræna og skáldlega í tilraunum minnipokamannsins til að tjá sig. En verkið er svo brotakennt að það verður aldrei annað en röð af ósamstæðum sólónúmerum milli tónlistaratriða. Heildartilfinningin er ljúfsár söknuður eftir öld sakleysisins. Á útihátíðinni sem er rammi sýningarinnar eru allir glaðir, svífa um í bláum skugga eða hreiðra um sig með sælubros á flöskubotni. Ást, frjálst kynlíf, æska og sakleysi eru allsráðandi. Það er ekki fyrr en kynnir hátíðarinnar, yfirkominn af gleði, lýsir því yfir að héðan í frá geti lífið ekki annað en batnað og batnað sem við áttum okkur á því að þessi veröld er dæmd til að farast. John Lennon verður myrtur og önnur helstu goðin falla fyrir eitrinu eða mammoni. Heimurinn verður aftur harður og kaldur. Og nú er skollið á Víetnamstríð á nýjum stað.
Uppfærsla Guðmundar Lúðvíks er ágætlega af hendi leyst. Hann velur þá leið að leggja áherslu á léttleikann og grínið og verður það að teljast skynsamleg ákvörðun, þótt stundum sé ekki laust við að verið sé að skopast með einlægnina sem kemur niður á heildaráhrifunum þótt það skili skammtímagróða í hlátri. Eins velur hann að hafa hóp af hátíðargestum í þöglum (eða því sem næst) hlutverkum, en nýtir þennan hóp ekki sem skyldi. Á hinn bóginn er vel skipað í stöður í talhlutverkum og enginn sem veldur ekki því sem hann þarf að gera. Hljómsveit sýningarinnar stendur sig mjög vel og bregður sér í gervi hinna ýmsu hippabanda með sóma.
Af leikurum er ófært annað en að vekja sérstaka athygli á frammistöðu Zindra Freys Ragnarssonar, sem fer með tvö viðamikil hlutverk. Hann er hlægilegur (jafnvel um of) sem skakkur og skældur kynnir, en fer á algjörum kostum sem ferðalangurinn sem segir sögu hippatímans með sinni eigin ferðasögu frá Lancashire til Himalæjafjallanna og aftur til baka. Verulega eftirminnileg frammistaða. Þær Astrid Lisa Ingvadóttir og Kristín Grímsdóttir geisla af ást og friði sem Lola og Patsy og Vilhjálmur Bergsteinsson er bráðhlægilegur vítisengill, en þyrfti að taka sér tak í framsagnarmálum.
Heilt yfir er Stone Free eins góð sýning og efnið og aðstæðurnar leyfa og aðstandendum sínum á öllum póstum til sóma. Vera má að þessum kröftum hefði verið betur beint að verðugra efni, en það þýðir ekkert að fást um það. Þetta var vel af hendi leyst.
Félagsheimili Vestmannaeyja föstudaginn 19. mars. 2004
Höfundur: Jim Cartwright
Þýðandi: Magnús Geir Þórðarson
Leikstjóri: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson
Tónlistarstjóri: Sæþór Þorbjarnarson
Ljósahönnum: Hjálmar Brynjúlfsson
Leikmynd: Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson
Búningar: Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir.
Á útihátíð í Eyjum
ÞAÐ er kraftur í Leikfélagi Vestmannaeyja þetta árið. Stone Free er önnur frumsýning leikársins og er bæði viðamikil, mannmörg og ágætlega heppnuð.Reyndar stenst verkið alls ekki samanburð við helstu verk þessa vinsæla höfundar, það er nánast eins og það sé ekki alveg tilbúið af hans hendi. Höfundareinkennin eru þarna; kaldhamraður húmorinn, samúðin með smælingjunum og næm tilfinning fyrir því ljóðræna og skáldlega í tilraunum minnipokamannsins til að tjá sig. En verkið er svo brotakennt að það verður aldrei annað en röð af ósamstæðum sólónúmerum milli tónlistaratriða. Heildartilfinningin er ljúfsár söknuður eftir öld sakleysisins. Á útihátíðinni sem er rammi sýningarinnar eru allir glaðir, svífa um í bláum skugga eða hreiðra um sig með sælubros á flöskubotni. Ást, frjálst kynlíf, æska og sakleysi eru allsráðandi. Það er ekki fyrr en kynnir hátíðarinnar, yfirkominn af gleði, lýsir því yfir að héðan í frá geti lífið ekki annað en batnað og batnað sem við áttum okkur á því að þessi veröld er dæmd til að farast. John Lennon verður myrtur og önnur helstu goðin falla fyrir eitrinu eða mammoni. Heimurinn verður aftur harður og kaldur. Og nú er skollið á Víetnamstríð á nýjum stað.
Uppfærsla Guðmundar Lúðvíks er ágætlega af hendi leyst. Hann velur þá leið að leggja áherslu á léttleikann og grínið og verður það að teljast skynsamleg ákvörðun, þótt stundum sé ekki laust við að verið sé að skopast með einlægnina sem kemur niður á heildaráhrifunum þótt það skili skammtímagróða í hlátri. Eins velur hann að hafa hóp af hátíðargestum í þöglum (eða því sem næst) hlutverkum, en nýtir þennan hóp ekki sem skyldi. Á hinn bóginn er vel skipað í stöður í talhlutverkum og enginn sem veldur ekki því sem hann þarf að gera. Hljómsveit sýningarinnar stendur sig mjög vel og bregður sér í gervi hinna ýmsu hippabanda með sóma.
Af leikurum er ófært annað en að vekja sérstaka athygli á frammistöðu Zindra Freys Ragnarssonar, sem fer með tvö viðamikil hlutverk. Hann er hlægilegur (jafnvel um of) sem skakkur og skældur kynnir, en fer á algjörum kostum sem ferðalangurinn sem segir sögu hippatímans með sinni eigin ferðasögu frá Lancashire til Himalæjafjallanna og aftur til baka. Verulega eftirminnileg frammistaða. Þær Astrid Lisa Ingvadóttir og Kristín Grímsdóttir geisla af ást og friði sem Lola og Patsy og Vilhjálmur Bergsteinsson er bráðhlægilegur vítisengill, en þyrfti að taka sér tak í framsagnarmálum.
Heilt yfir er Stone Free eins góð sýning og efnið og aðstæðurnar leyfa og aðstandendum sínum á öllum póstum til sóma. Vera má að þessum kröftum hefði verið betur beint að verðugra efni, en það þýðir ekkert að fást um það. Þetta var vel af hendi leyst.
<< Home