Lodd
Á Herranótt
Tjarnarbíói föstudaginn 12. mars 2004
Sýning unnin af hópnum með hliðsjón af kvikmyndinni "The Impostors".
Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson.
Sagan er sótt í kvikmyndina The Impostors, sem ég þekki hvorki haus né sporð á en á því mun ég ráða bót hið bráðasta, því atburðarásin er skemmtileg, persónugalleríið skrautlegt, og svo er náttúrulega mikil skemmtun fólgin í að bera saman aðferðir og árangur Agnars og hans fólks við frammistöðu Stanley Tucci og liðsmanna hans.
Hér segir frá tveimur atvinnulausum leikurum í lauslega skilgreindri fortíð, sem lenda sem laumufarþegar á millilandaskipi eftir að hafa ranglega verið sakaðir um að reyna að nauðga frægri leikkonu, sem að sjálfsögðu er um borð ásamt með endalausu safni af furðufuglum sem flestir hafa eitthvað misjafnt á prjónunum. Leikararnir tveir hringsnúast síðan í iðuköstum þessara áforma, á stöðugum flótta undan hinni illvígu dívu og áhöfninni sem helst vill skjóta þá á færi.
Það gengur mikið á í Lodd eins og gefur að skilja, en umferðarstjórn og sviðsetningin er afbragðsvel skipulögð án þess að það setji of strangar hömlur á kraftinn og fjörið í leikhópnum. Það eina sem dregur úr ánægjunni er að hraðinn er eiginlega of mikill og jafn, það er aldrei tími til að draga andann, hvorki fyrir leikhópinn né áhorfendur og því missum við svolítið sambandið við persónurnar, samúðin með leikurunum tveimur myndast ekki, og við það glatast nokkuð af áhrifunum.
Leikhópurinn er afar vel skipaður þó fjölmennur sé og margir glansa. Hilmir Jensson og Sigurður Arent Jónsson eru hreint afbragð sem leikararnir tveir og Sunna María Schram dýrðleg í hlutverki stórstjörnunnar. Aðrir sem lifa í minninu eru til dæmis Margrét Erla Mack sem leiklistarkennari frá helvíti og ofdekruð prinsessa frá sömu slóðum. Þá var Ásgeir Pétur Þorvaldsson öflugur sem yfirþjónn með kvalalosta.
Hljómsveitin Dixielanddvergarnir bjó sýningunni lifandi og skemmtilega hljóðmynd.
Lodd hjá Herranótt er mikið sjónarspil, framreitt af krafti leikhópsins og skapað af hugmyndaauðgi hans og leikstjórans. Útkoman er lifandi leikhús, og bráðskemmtilegt.
Tjarnarbíói föstudaginn 12. mars 2004
Sýning unnin af hópnum með hliðsjón af kvikmyndinni "The Impostors".
Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson.
Á sjó
SKIPULAGT kaos er helsta höfundareinkenni sýninga Agnars Jóns Egilssonar með áhugaleikfélögum landsins. Reyndar á óreiðan það til að taka yfir þannig að efni og skemmtunin hverfur á bak við fyrirgang og hávaða. En þegar hann hittir á rétta jafnvægið milli skipulags og taumleysis þá er útkoman ansi mögnuð, og Lodd hjá Herranótt er að langmestu leyti á réttu róli hvað þetta varðar.Sagan er sótt í kvikmyndina The Impostors, sem ég þekki hvorki haus né sporð á en á því mun ég ráða bót hið bráðasta, því atburðarásin er skemmtileg, persónugalleríið skrautlegt, og svo er náttúrulega mikil skemmtun fólgin í að bera saman aðferðir og árangur Agnars og hans fólks við frammistöðu Stanley Tucci og liðsmanna hans.
Hér segir frá tveimur atvinnulausum leikurum í lauslega skilgreindri fortíð, sem lenda sem laumufarþegar á millilandaskipi eftir að hafa ranglega verið sakaðir um að reyna að nauðga frægri leikkonu, sem að sjálfsögðu er um borð ásamt með endalausu safni af furðufuglum sem flestir hafa eitthvað misjafnt á prjónunum. Leikararnir tveir hringsnúast síðan í iðuköstum þessara áforma, á stöðugum flótta undan hinni illvígu dívu og áhöfninni sem helst vill skjóta þá á færi.
Það gengur mikið á í Lodd eins og gefur að skilja, en umferðarstjórn og sviðsetningin er afbragðsvel skipulögð án þess að það setji of strangar hömlur á kraftinn og fjörið í leikhópnum. Það eina sem dregur úr ánægjunni er að hraðinn er eiginlega of mikill og jafn, það er aldrei tími til að draga andann, hvorki fyrir leikhópinn né áhorfendur og því missum við svolítið sambandið við persónurnar, samúðin með leikurunum tveimur myndast ekki, og við það glatast nokkuð af áhrifunum.
Leikhópurinn er afar vel skipaður þó fjölmennur sé og margir glansa. Hilmir Jensson og Sigurður Arent Jónsson eru hreint afbragð sem leikararnir tveir og Sunna María Schram dýrðleg í hlutverki stórstjörnunnar. Aðrir sem lifa í minninu eru til dæmis Margrét Erla Mack sem leiklistarkennari frá helvíti og ofdekruð prinsessa frá sömu slóðum. Þá var Ásgeir Pétur Þorvaldsson öflugur sem yfirþjónn með kvalalosta.
Hljómsveitin Dixielanddvergarnir bjó sýningunni lifandi og skemmtilega hljóðmynd.
Lodd hjá Herranótt er mikið sjónarspil, framreitt af krafti leikhópsins og skapað af hugmyndaauðgi hans og leikstjórans. Útkoman er lifandi leikhús, og bráðskemmtilegt.
<< Home