101 Reykjavík
Stúdentaleikhúsið
Sunnudaginn 4. apríl 2004
Höfundur: Hallgrímur Helgason
Leikgerð: Harpa Hlín Haraldsdóttir, Hinrik Þór Svavarsson, Friðgeir Einarsson, Hjálmar Hjálmarsson og leikhópurinn. Leikstjóri: Hjálmar Hjálmarsson.
Sýningin sjálf er líka býsna laglega saman sett, gengur hratt og fumlítið fyrir sig og áhöfnin skemmtir sér greinilega vel við að teikna hið gróteska umhverfi Hlyns Björns, djamm- og bólfélaga jafnt sem fjölskyldumeðlimi. Allt rúllar þetta gallerí fyrir augum okkar í snjallri og hráslagalegri leikmynd sem nýtir vel aðstæður á sýningarstaðnum í yfirgefnu atvinnuhúsnæði á Keilgrandanum (107 Reykjavík). Hjálmar hefur mér vitanlega ekki leikstýrt sýningum á leiksviði áður en meðferð hans á rými og vinna með leikurum sem standa sig í öllum aðalatriðum prýðilega bendir til að þar eigi hann heima ekki síður en í útvarpinu.
Mikilvægasta ákvörðun Hjálmars og hópsins við mótun efniviðarins er að láta tvo leikara fara með hlutverk Hlyns Björns. Annar lifir hinu holdlega lífi hans meðan hinn er hans innri rödd sem flytur okkur hugrenningar hans og útleggingar af viðburðunum, nokkuð sem einkennir mjög bókina og geymir megnið af einstakri fyndni Hallgríms. Það er því mjög skiljanlegt að leita leiða til að halda því efni til haga og koma því fram. Tvískiptingin skilar þessu líka ágætlega. Það sem hún hins vegar hefur í för með sér er að gera okkur erfitt fyrir að komast í samband við Hlyn sjálfan, þ.e. þann Hlyn sem gengur í gegnum atburðina, sefur hjá kærustu móður sinnar og glímir við að vera ekki í ástarsambandi við aðra hjásvæfu. Þetta sambandsleysi okkar stafar líka af því að sýningunni tekst ekki að gefa okkur nógu skýra tilfinningu fyrir því að Hlynirnir tveir séu sami maðurinn. Sjálfsagt liggur einhver hugsun á bak við búning hins innri manns, gamaldags spariföt og hattur, en ég náði henni ekki og þetta fornfálega útlit gerði innri rödd Hlyns enn fjarlægari.
Að þessum takmörkunum gefnum stóðu þeir Friðgeir Einarsson og Hinrik Þór Svavarsson sig með stakri prýði í hlutverkunum. Sömu sögu má segja um aðra í stærri rullum, Söru Friðgeirsdóttur, Vigdísi Másdóttur sem móðurina og unnustu hennar, og Láru Jónsdóttur í hlutverki hinnar smáðu Hófíar. Jafnframt var ánægjulegt að sjá hvað nostrað hafði verið við smærri hlutverkin og þau gerð ýkt og skýr á skemmtilegan hátt.
101 er skemmtileg sýning, fulllöng en lifir það af, sem og skiljanlega en erfiða hugmynd um tvískiptingu aðalpersónunnar. Stúdentaleikhúsið er á góðu róli og greinilega fullt af listrænu sjálfstrausti þar á bæ.
Sunnudaginn 4. apríl 2004
Höfundur: Hallgrímur Helgason
Leikgerð: Harpa Hlín Haraldsdóttir, Hinrik Þór Svavarsson, Friðgeir Einarsson, Hjálmar Hjálmarsson og leikhópurinn. Leikstjóri: Hjálmar Hjálmarsson.
Hinn íslenski amlóði
STÚDENTALEIKHÚSIÐ er á mikilli siglingu þessi árin, og virðist ætla að verða langlífara en oft hefur orðið raunin á fyrri blómaskeiðum. Ekki sá ég rómaða sýningu þeirra í haust á 1984 Orwells, en nú er ný bók komin upp á svið, nefnilega hinn séríslenski Amlóði Hlynur Björn úr lofsunginni skáldsögu Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík. Ekki er getið hvers leikgerðin er en trúlega er hún einhvers konar samvinnuverkefni hópsins og leikstjórans, Hjálmars Hjálmarssonar. Hún er ágætlega heppnuð en hefði að ósekju mátt vera örlítið styttri, einkenni sem eiga reyndar líka við um bókina sem hún er byggð á.Sýningin sjálf er líka býsna laglega saman sett, gengur hratt og fumlítið fyrir sig og áhöfnin skemmtir sér greinilega vel við að teikna hið gróteska umhverfi Hlyns Björns, djamm- og bólfélaga jafnt sem fjölskyldumeðlimi. Allt rúllar þetta gallerí fyrir augum okkar í snjallri og hráslagalegri leikmynd sem nýtir vel aðstæður á sýningarstaðnum í yfirgefnu atvinnuhúsnæði á Keilgrandanum (107 Reykjavík). Hjálmar hefur mér vitanlega ekki leikstýrt sýningum á leiksviði áður en meðferð hans á rými og vinna með leikurum sem standa sig í öllum aðalatriðum prýðilega bendir til að þar eigi hann heima ekki síður en í útvarpinu.
Mikilvægasta ákvörðun Hjálmars og hópsins við mótun efniviðarins er að láta tvo leikara fara með hlutverk Hlyns Björns. Annar lifir hinu holdlega lífi hans meðan hinn er hans innri rödd sem flytur okkur hugrenningar hans og útleggingar af viðburðunum, nokkuð sem einkennir mjög bókina og geymir megnið af einstakri fyndni Hallgríms. Það er því mjög skiljanlegt að leita leiða til að halda því efni til haga og koma því fram. Tvískiptingin skilar þessu líka ágætlega. Það sem hún hins vegar hefur í för með sér er að gera okkur erfitt fyrir að komast í samband við Hlyn sjálfan, þ.e. þann Hlyn sem gengur í gegnum atburðina, sefur hjá kærustu móður sinnar og glímir við að vera ekki í ástarsambandi við aðra hjásvæfu. Þetta sambandsleysi okkar stafar líka af því að sýningunni tekst ekki að gefa okkur nógu skýra tilfinningu fyrir því að Hlynirnir tveir séu sami maðurinn. Sjálfsagt liggur einhver hugsun á bak við búning hins innri manns, gamaldags spariföt og hattur, en ég náði henni ekki og þetta fornfálega útlit gerði innri rödd Hlyns enn fjarlægari.
Að þessum takmörkunum gefnum stóðu þeir Friðgeir Einarsson og Hinrik Þór Svavarsson sig með stakri prýði í hlutverkunum. Sömu sögu má segja um aðra í stærri rullum, Söru Friðgeirsdóttur, Vigdísi Másdóttur sem móðurina og unnustu hennar, og Láru Jónsdóttur í hlutverki hinnar smáðu Hófíar. Jafnframt var ánægjulegt að sjá hvað nostrað hafði verið við smærri hlutverkin og þau gerð ýkt og skýr á skemmtilegan hátt.
101 er skemmtileg sýning, fulllöng en lifir það af, sem og skiljanlega en erfiða hugmynd um tvískiptingu aðalpersónunnar. Stúdentaleikhúsið er á góðu róli og greinilega fullt af listrænu sjálfstrausti þar á bæ.
<< Home