Norræn leiklistarhátíð fyrir börn og unglinga
Hátíðin var haldin dagana 15.-19. maí 2004
Fyrir þau allra yngstu
Månegøgl heitir leikhús af minni gerðinni, samanstendur af einni danskri konu, Hanne Trolle, og brúðum hennar. Markhópurinn er líka af minna taginu: börn á aldrinum eins og hálfs til fjögurra ára. Sýningin Min jord - din jord er brúðusýning sem sækir efnivið sinn í þjóðsögur frá nokkrum heimshornum, sem rammaðar eru inn af ferðalagi brúðunnar Pyt í kringum hnöttinn, og kynni hennar af fólki og dýrum. Sögurnar eru litlar í sniðum og sumar varla í frásögur færandi, en afslappaður frásagnarmáti leikkonunnar og ágætlega meðhöndlaðar brúðurnar héldu athygli hins erfiða markhóps aðdáanlega og uppskáru meira að segja skellihlátur þegar kostulegur fíll með kæfisvefn lék listir sínar. Leikmyndin var skemmtileg, byggð í kringum stóra sólhlíf sem á héngu máluð baktjöld hinna ýmsu atriða. Trúlega var útbúnaðurinn miðaður við aðra afstöðu milli sviðs og salar en er í Möguleikhúsinu, þar sem áhorfendur horfa niður á sviðið. Allavega var á stundum erfitt að sjá það sem ætlunin var, meðan annað blasti við. Engu að síður snotur sýning sem eins og áður sagði virkaði greinilega á hina ungu áhorfendur.
Nútímadans fyrir byrjendur
Í íþróttasal Austurbæjarskóla höfðu tveir norskir dansarar komið sér fyrir með leikmuni sína, stóra litríka kubba, sem reyndust aukinheldur gefa frá sér hljóð. Innbyggerne - et byggesæt er afar djörf tilraun, næstum algerlega afstrakt danssýning þar sem efniviðurinn er mannslíkaminn, hreyfimynstur hans, fyrrnefndir kubbar og hljóðmynd. Hafi verið söguþráður eða önnur tengsl við það sem til einföldunar mætti kalla raunveruleikann þá fóru þau framhjá mér, enda er ég eins og börnin nýgræðingur í að njóta nútímadans. Þessi sýning þótti mér lítt ánægjuleg þótt ég fengi ekki betur séð en flytjendurnir, þeir Odd Johann Fritzøe og Thomas Gundersen, væru afbragðsmenn á sínu sviði. Ég náði samt engu sambandi við það sem þeir voru að gera, og gat ekki varist þeirri hugsun að enginn áhugi væri á slíku sambandi frá hendi flytjenda. Alveg óvenju óáheyrileg hljóðmynd bætti ekki úr skák. Flest börnin horfðu andaktug á, einstaka fylltist óþoli og fáein héldu fyrir eyrun. Skyldi engan undra.
Lagerinn og allt
Á lagernum hjá Larsson gengur allt sinn vanagang. Starfsmennirnir glíma við dagleg verkefni, og ekki nema rétt svo að þeir ráði við þau. Það er því ekki að undra að þegar lítil mannvera úr pappa kemur upp úr einum kassanum fari allt út af sporinu og inn í aðra vídd. Sýning Dockteaterverkstan var hreint afbragð. Falleg, dularfull og spennandi, þótt eftir á að hyggja hafi ekki margt gerst. En þegar flinkt brúðuleikhúsfólk tekur sig til og hleypir lífi í dauða hluti af alúð þá er maður tilbúinn að fylgjast opinmynntur með hversdagslegustu athöfnum - hvergi eru töfrar leikhússins eins gagnsæir og í slíkum sýningum. Þau Cecillia Billing og Anders Lindholm voru sjálf bráðskemmtileg í hlutverkum sínum að auki. Sýning sem gerði okkur fullorðna liðið bernsk, og virtist líka skemmta börnunum.
Spuni úr öskunni
Juha Valkeapää flutti "dans- og raddspuna" út frá ævintýrinu um Öskubusku í kjallara Klink og Bank, og hafði sér til stuðnings rýmisverkið "venjuleg undur nútímans" eftir myndlistarkonuna Jaana Paranen. Forvitnileg nálgun, sérstaklega raddlegur hluti þess, skilaði samt ekki nema hæfilega sterkri upplifun. Furðuleg sú ákvörðun leikarans að hafa texta sinn á ensku (sem börnin ekki skildu og þvældist stundum fyrir flutningnum). Helsti styrkur ævintýrisins sem efniviðar, hin spennandi saga, var látin lönd og leið en þess í stað unnið út frá einstökum afmörkuðum atriðum sem aldrei mynduðu neina heild. Sýningin hélt lítt athygli barnanna, ein stúlkan greip á það ráð að spila tölvuleik í símanum sínum og bíða af sér þessa öskubusku. Juha Valkeapää er greinilega margt gefið sem listamanni, en hér beindi hann ekki hæfileikum sínum í frjóan farveg.
Galdur
Hafi sýning Svíanna vakið grun um töfra brúðuleikhússins þá fór sýning Bernds Ogrodnik, Metamorphoses, með þann grun inn í nýja vídd. Mér skilst að þessi maður búi inni í Skíðadal fyrir norðan og sé auk þess einn fremsti brúðuleikhúsmaður heims! Sú einkunn hljómar ekki eins og oflof þegar sýningin er barin augum, aldeilis mögnuð upplifun, sem leyfir manni bæði að dást að fimi, ögun og hæfileikum, gapa af undrun yfir umbreytingu dauðra hluta yfir í lifandi og garga af hlátri þegar litlar sögur stækka við það að vera sagðar með höndunum einum. Mesta undrið eru fingurbrúðuatriðin, bæði hin undursamlega en mistæka galdrakerling sem Bernd "stýfði úr hnefa sínum" og þá ekki síður hjónalífsatriðin sem hendur hans göldruðu fram með hjálp trékúlna. Þegar vinstri höndin tók til við að starfrækja brúðuleikhús til að ganga í augun á þeirri hægri var mér öllum lokið, hvernig er þetta hægt? Einhver magnaðasta sýning sem ég hef séð í vetur.
Barna- og unglingaleikhúshátíðin hefur bætt margvíslegum upplifunum í sjóðinn hjá þeim sem hana sóttu, bæði börnum og fullorðnum. Yfirlætis- og tilgerðarlaust sýnishorn af nálgunarmöguleikum við kröfuharða en þakkláta áhorfendur. Ég þakka fyrir mig.
Leiklistarhátíð haldin í kyrrþey
TIL hliðar við Listahátíð var í gangi önnur hátíð, Norræn leiklistarhátíð fyrir börn og unglinga, kennd við Assitej, alþjóðasamtök barna- og unglingaleikhúsa. Hátíð þessi var yfirlætislaus og lítið formleg, og hægðarleikur að láta hana framhjá sér fara, en þó voru á henni einar átta leiksýningar frá fimm löndum, og sumar þeirra gera víðreist um landið. Í þessum pistli verður stuttlega fjallað um fimm þessara sýninga, en aðrar hafa þegar fengið umsögn hér í blaðinu.Fyrir þau allra yngstu
Månegøgl heitir leikhús af minni gerðinni, samanstendur af einni danskri konu, Hanne Trolle, og brúðum hennar. Markhópurinn er líka af minna taginu: börn á aldrinum eins og hálfs til fjögurra ára. Sýningin Min jord - din jord er brúðusýning sem sækir efnivið sinn í þjóðsögur frá nokkrum heimshornum, sem rammaðar eru inn af ferðalagi brúðunnar Pyt í kringum hnöttinn, og kynni hennar af fólki og dýrum. Sögurnar eru litlar í sniðum og sumar varla í frásögur færandi, en afslappaður frásagnarmáti leikkonunnar og ágætlega meðhöndlaðar brúðurnar héldu athygli hins erfiða markhóps aðdáanlega og uppskáru meira að segja skellihlátur þegar kostulegur fíll með kæfisvefn lék listir sínar. Leikmyndin var skemmtileg, byggð í kringum stóra sólhlíf sem á héngu máluð baktjöld hinna ýmsu atriða. Trúlega var útbúnaðurinn miðaður við aðra afstöðu milli sviðs og salar en er í Möguleikhúsinu, þar sem áhorfendur horfa niður á sviðið. Allavega var á stundum erfitt að sjá það sem ætlunin var, meðan annað blasti við. Engu að síður snotur sýning sem eins og áður sagði virkaði greinilega á hina ungu áhorfendur.
Nútímadans fyrir byrjendur
Í íþróttasal Austurbæjarskóla höfðu tveir norskir dansarar komið sér fyrir með leikmuni sína, stóra litríka kubba, sem reyndust aukinheldur gefa frá sér hljóð. Innbyggerne - et byggesæt er afar djörf tilraun, næstum algerlega afstrakt danssýning þar sem efniviðurinn er mannslíkaminn, hreyfimynstur hans, fyrrnefndir kubbar og hljóðmynd. Hafi verið söguþráður eða önnur tengsl við það sem til einföldunar mætti kalla raunveruleikann þá fóru þau framhjá mér, enda er ég eins og börnin nýgræðingur í að njóta nútímadans. Þessi sýning þótti mér lítt ánægjuleg þótt ég fengi ekki betur séð en flytjendurnir, þeir Odd Johann Fritzøe og Thomas Gundersen, væru afbragðsmenn á sínu sviði. Ég náði samt engu sambandi við það sem þeir voru að gera, og gat ekki varist þeirri hugsun að enginn áhugi væri á slíku sambandi frá hendi flytjenda. Alveg óvenju óáheyrileg hljóðmynd bætti ekki úr skák. Flest börnin horfðu andaktug á, einstaka fylltist óþoli og fáein héldu fyrir eyrun. Skyldi engan undra.
Lagerinn og allt
Á lagernum hjá Larsson gengur allt sinn vanagang. Starfsmennirnir glíma við dagleg verkefni, og ekki nema rétt svo að þeir ráði við þau. Það er því ekki að undra að þegar lítil mannvera úr pappa kemur upp úr einum kassanum fari allt út af sporinu og inn í aðra vídd. Sýning Dockteaterverkstan var hreint afbragð. Falleg, dularfull og spennandi, þótt eftir á að hyggja hafi ekki margt gerst. En þegar flinkt brúðuleikhúsfólk tekur sig til og hleypir lífi í dauða hluti af alúð þá er maður tilbúinn að fylgjast opinmynntur með hversdagslegustu athöfnum - hvergi eru töfrar leikhússins eins gagnsæir og í slíkum sýningum. Þau Cecillia Billing og Anders Lindholm voru sjálf bráðskemmtileg í hlutverkum sínum að auki. Sýning sem gerði okkur fullorðna liðið bernsk, og virtist líka skemmta börnunum.
Spuni úr öskunni
Juha Valkeapää flutti "dans- og raddspuna" út frá ævintýrinu um Öskubusku í kjallara Klink og Bank, og hafði sér til stuðnings rýmisverkið "venjuleg undur nútímans" eftir myndlistarkonuna Jaana Paranen. Forvitnileg nálgun, sérstaklega raddlegur hluti þess, skilaði samt ekki nema hæfilega sterkri upplifun. Furðuleg sú ákvörðun leikarans að hafa texta sinn á ensku (sem börnin ekki skildu og þvældist stundum fyrir flutningnum). Helsti styrkur ævintýrisins sem efniviðar, hin spennandi saga, var látin lönd og leið en þess í stað unnið út frá einstökum afmörkuðum atriðum sem aldrei mynduðu neina heild. Sýningin hélt lítt athygli barnanna, ein stúlkan greip á það ráð að spila tölvuleik í símanum sínum og bíða af sér þessa öskubusku. Juha Valkeapää er greinilega margt gefið sem listamanni, en hér beindi hann ekki hæfileikum sínum í frjóan farveg.
Galdur
Hafi sýning Svíanna vakið grun um töfra brúðuleikhússins þá fór sýning Bernds Ogrodnik, Metamorphoses, með þann grun inn í nýja vídd. Mér skilst að þessi maður búi inni í Skíðadal fyrir norðan og sé auk þess einn fremsti brúðuleikhúsmaður heims! Sú einkunn hljómar ekki eins og oflof þegar sýningin er barin augum, aldeilis mögnuð upplifun, sem leyfir manni bæði að dást að fimi, ögun og hæfileikum, gapa af undrun yfir umbreytingu dauðra hluta yfir í lifandi og garga af hlátri þegar litlar sögur stækka við það að vera sagðar með höndunum einum. Mesta undrið eru fingurbrúðuatriðin, bæði hin undursamlega en mistæka galdrakerling sem Bernd "stýfði úr hnefa sínum" og þá ekki síður hjónalífsatriðin sem hendur hans göldruðu fram með hjálp trékúlna. Þegar vinstri höndin tók til við að starfrækja brúðuleikhús til að ganga í augun á þeirri hægri var mér öllum lokið, hvernig er þetta hægt? Einhver magnaðasta sýning sem ég hef séð í vetur.
Barna- og unglingaleikhúshátíðin hefur bætt margvíslegum upplifunum í sjóðinn hjá þeim sem hana sóttu, bæði börnum og fullorðnum. Yfirlætis- og tilgerðarlaust sýnishorn af nálgunarmöguleikum við kröfuharða en þakkláta áhorfendur. Ég þakka fyrir mig.
<< Home