Fame
3 sagas entertainment
Vetrargarðinum í Smáralind 24. júní 2004
Höfundar: David DeSilva, José Fernandez, Jacques Levy og Steven Margoshes.
Þýðing: Úlfur Eldjárn.
Leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson.
Tónlistarstjórn: Barði Jóhannsson og Karl Olgeirsson.
Danshöfundar: Birna og Guðfinna Björnsdætur.
Leikmynd: Ólafur Egill Egilsson.
Búningar: Helga Rós V. Hannam.
Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson.
Hljóð: Ívar Ragnarsson
Hið nýja leikhús í Vetrargarðinum í Smáralind er ekki gott leikhús. Kliðurinn að utan truflar, loftið endurkastar ljósi og gerir myrkvun og áhrifaríka ljósavinnu erfiða og hljómburðurinn krefst þess að allt sé magnað upp, tónlist jafnt sem taltexti. Það er afleitt að heyra ekki í leikurunum sjálfum og gerir þeim erfitt fyrir með að ná sambandi við áhorfendur. Í þessu tilfelli varð ég reyndar ekki var við neina knýjandi þörf leikhópsins til að miðla efni og innihaldi verksins yfir sviðsbrúnina, svo kannski breytti hljóðmögnunin engu hvað þetta varðar.
Fame segir frá skólaferli nokkurra ungmenna í listaskóla sem jafnframt er einhvers konar menntaskóli. Aldur persónanna liggur milli hluta í stundum hnyttinni en ómarkvissri staðfærslu Úlfs Eldjárns. Þetta unga fólk virðist allt vera þarna á röngum forsendum - það vill verða frægt, en vill ekkert læra. Fiðlusnillingurinn vill spila í pönkhljómsveit, en verður himinlifandi þegar hann reynist geta breytt klassísku tónsmíðaverkefnunum sínum í generískar poppballöður. Rapparinn er lesblindur og það er trúlega þess vegna sem hann er lentur í klassískum ballettbekk. Einn nemandi í leiklistarbekknum hefur áhuga á leiklist, og er fyrir vikið frekar hlægilegur. Það sama má segja um kennarann sem vill að nemendurnir taki listina alvarlega. Aumingja Guðmundur Ingi barðist á hæl og hnakka, en treysti sér greinilega ekki til að gera þá skrípamynd úr manninum sem ætlast var til. Gott hjá honum. Stundum er eins og höfundar verksins fái samviskubit og þá skrifa þeir setningar upp í persónurnar þess efnis að frægðin skipti ekki máli, heldur listin, vinnan og svitinn. En því miður, allt verkið er í hrópandi andstöðu við þær raddir, og sýning Bjarna Hauks hrópar hástöfum með: Takmarkið er að öðlast eilíft líf á síðum Séð og heyrt.
Að sjálfsögðu gengur brösulega að blása leikrænu lífi í þetta efni. Leikhópurinn fer í gegnum sýninguna á forseruðum krafti sem á trúlega að flokkast sem leikgleði, flestir á einum tóni, sumir á tveimur sem hljóma ekki saman. Best komast þau frá þessu sem eiga að vera fyndin. Sveppi er til að mynda frjálslegur og eðlilegur í sínum trúð, þótt verkið krefjist þess raunar að við sjáum glitta í manneskjuna sem persónan er að fela bak við fíflalætin. Sveppi nær því ekki en er fyndinn sem slíkur. María Heba Þorkelsdóttir er nokkuð spaugileg í litlu hlutverki þybbinnar dansmeyjar. Aðrir eru meira og minna eintóna. Álfrún Örnólfsdóttir nær ekkert að gera úr fullkomlega óljósu hlutverki Sigríðar, Svala Stefáns verður bara þreytandi hjá Esther Talíu og Friðriki Friðrikssyni tekst ekki að leysa þann snóker sem höfundarnir leggja fyrir hann með hinum mótsagnakennda Kúran Askenasí. Ívar Örn Sverrisson fer vel með rappið, en er svo óheppinn að vera að leika skopstælingu á eftirhermu og það er of þykkur múr til að koma einlægni í gegnum.
Dansar þeirra Björnsdætra eru flottir og vel leystir af leikhópnum, þótt að vanda sé skemmtilegast að sjá einhvern glíma við dans sem hann ræður ekki við. Flamencodans Sveppa mun lifa, annað gleymast.
Sönnustu augnablik sýningarinnar, einu skiptin þegar örlar á sönnum tilfinningum og ástríðu til að miðla þeim til áhorfenda, eru svo þegar Jónsi syngur. Frábær söngvari, og hann leysir líka leikhlutverkið skammlaust. En þegar hann syngur lifnar sýningin við, þá höfum við aðgang að því hvað hann hugsar og hvernig honum líður. Það er því miður lágmarkskrafa í leikhúsi og enginn annar stenst hana. Fame í Smáralind fær því falleinkunn hjá mér.
Vetrargarðinum í Smáralind 24. júní 2004
Höfundar: David DeSilva, José Fernandez, Jacques Levy og Steven Margoshes.
Þýðing: Úlfur Eldjárn.
Leikstjóri: Bjarni Haukur Þórsson.
Tónlistarstjórn: Barði Jóhannsson og Karl Olgeirsson.
Danshöfundar: Birna og Guðfinna Björnsdætur.
Leikmynd: Ólafur Egill Egilsson.
Búningar: Helga Rós V. Hannam.
Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson.
Hljóð: Ívar Ragnarsson
Falleinkunn
Í LEIKSKRÁNNI með Fame eru eins og vera ber prentaðir söngtextar. Þar er líka lagalisti. Það sem greinir þann lagalista frá öðrum slíkum í öðrum leikskrám er að þar er ekki minnst einu orði á þær persónur sem syngja lögin - þar eru hins vegar nöfn leikaranna listuð með lögunum, nöfn stjarnanna. Enda er þetta jú sýning um frægð. Og ég geri ráð fyrir að þeir sem fara á Fame séu að fara til að sjá Sveppa og Jónsa, og hafi næsta lítinn áhuga á því sem verið er að sýna og hvað verið er að segja með því. Kannski eins gott, því verkið er illa uppbyggt þunnildi sem fjarar vandræðalega út í lokin, tónlistin er flatneskjuleg og óspennandi og þetta eina lag sem allir þekkja búið í svo þunglamalega útsetningu að ósk söngkonunnar um eilíft líf getur ekki annað en ræst - með ótímabæru brotthvarfi hennar úr heiminum í klóm eiturlyfjadjöfulsins. Það verður jú að vera boðskapur. Og stjörnur, nóg af stjörnum.Hið nýja leikhús í Vetrargarðinum í Smáralind er ekki gott leikhús. Kliðurinn að utan truflar, loftið endurkastar ljósi og gerir myrkvun og áhrifaríka ljósavinnu erfiða og hljómburðurinn krefst þess að allt sé magnað upp, tónlist jafnt sem taltexti. Það er afleitt að heyra ekki í leikurunum sjálfum og gerir þeim erfitt fyrir með að ná sambandi við áhorfendur. Í þessu tilfelli varð ég reyndar ekki var við neina knýjandi þörf leikhópsins til að miðla efni og innihaldi verksins yfir sviðsbrúnina, svo kannski breytti hljóðmögnunin engu hvað þetta varðar.
Fame segir frá skólaferli nokkurra ungmenna í listaskóla sem jafnframt er einhvers konar menntaskóli. Aldur persónanna liggur milli hluta í stundum hnyttinni en ómarkvissri staðfærslu Úlfs Eldjárns. Þetta unga fólk virðist allt vera þarna á röngum forsendum - það vill verða frægt, en vill ekkert læra. Fiðlusnillingurinn vill spila í pönkhljómsveit, en verður himinlifandi þegar hann reynist geta breytt klassísku tónsmíðaverkefnunum sínum í generískar poppballöður. Rapparinn er lesblindur og það er trúlega þess vegna sem hann er lentur í klassískum ballettbekk. Einn nemandi í leiklistarbekknum hefur áhuga á leiklist, og er fyrir vikið frekar hlægilegur. Það sama má segja um kennarann sem vill að nemendurnir taki listina alvarlega. Aumingja Guðmundur Ingi barðist á hæl og hnakka, en treysti sér greinilega ekki til að gera þá skrípamynd úr manninum sem ætlast var til. Gott hjá honum. Stundum er eins og höfundar verksins fái samviskubit og þá skrifa þeir setningar upp í persónurnar þess efnis að frægðin skipti ekki máli, heldur listin, vinnan og svitinn. En því miður, allt verkið er í hrópandi andstöðu við þær raddir, og sýning Bjarna Hauks hrópar hástöfum með: Takmarkið er að öðlast eilíft líf á síðum Séð og heyrt.
Að sjálfsögðu gengur brösulega að blása leikrænu lífi í þetta efni. Leikhópurinn fer í gegnum sýninguna á forseruðum krafti sem á trúlega að flokkast sem leikgleði, flestir á einum tóni, sumir á tveimur sem hljóma ekki saman. Best komast þau frá þessu sem eiga að vera fyndin. Sveppi er til að mynda frjálslegur og eðlilegur í sínum trúð, þótt verkið krefjist þess raunar að við sjáum glitta í manneskjuna sem persónan er að fela bak við fíflalætin. Sveppi nær því ekki en er fyndinn sem slíkur. María Heba Þorkelsdóttir er nokkuð spaugileg í litlu hlutverki þybbinnar dansmeyjar. Aðrir eru meira og minna eintóna. Álfrún Örnólfsdóttir nær ekkert að gera úr fullkomlega óljósu hlutverki Sigríðar, Svala Stefáns verður bara þreytandi hjá Esther Talíu og Friðriki Friðrikssyni tekst ekki að leysa þann snóker sem höfundarnir leggja fyrir hann með hinum mótsagnakennda Kúran Askenasí. Ívar Örn Sverrisson fer vel með rappið, en er svo óheppinn að vera að leika skopstælingu á eftirhermu og það er of þykkur múr til að koma einlægni í gegnum.
Dansar þeirra Björnsdætra eru flottir og vel leystir af leikhópnum, þótt að vanda sé skemmtilegast að sjá einhvern glíma við dans sem hann ræður ekki við. Flamencodans Sveppa mun lifa, annað gleymast.
Sönnustu augnablik sýningarinnar, einu skiptin þegar örlar á sönnum tilfinningum og ástríðu til að miðla þeim til áhorfenda, eru svo þegar Jónsi syngur. Frábær söngvari, og hann leysir líka leikhlutverkið skammlaust. En þegar hann syngur lifnar sýningin við, þá höfum við aðgang að því hvað hann hugsar og hvernig honum líður. Það er því miður lágmarkskrafa í leikhúsi og enginn annar stenst hana. Fame í Smáralind fær því falleinkunn hjá mér.
<< Home