Áttu smit?
Tengdasynir Jódísar
Tónlistarþróunarmiðstöðinni 2. júlí 2004.
Höfundur: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann
Leikendur: Atli Þór Albertsson, Stefán Hallur Stefánsson og Vignir Rafn Valþórsson.
LEIKHÓPURINN Tengdasynir Jódísar samanstendur af leiklistarnemum úr Listaháskólanum sem hyggjast nota sumarið til að þroska sig í listinni, rannsaka möguleika sína og stæla sig á allan hátt. Þeir hyggjast setja upp stutt leikrit á tveggja vikna fresti, en halda jafnframt áfram að vinna í þeim sem þegar hafa verið sýnd og skoða þannig hvernig sýningarnar þroskast í nálægðinni við hin verkin og eftir því sem þeir eflast í glímunni. Sannarlega áhugaverð sumarvinna, og ekki spillir þegar frumburðurinn er jafn áhugaverð sýning og Áttu smit?
Hér kveður nýr höfundur sér hljóðs, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann, með hálftíma langt verk sem hún skrifaði á mettíma og fjallar um einkennilegan menningarkima, svokallað "Bug Chasing", þá áráttu að vilja og sækjast eftir HIV-smiti. Leikritið segir frá einum slíkum manni, Danna, sem leitar eftir eyðnismiti hjá tveimur mönnum, Einari, sem trúlega er kærastinn hans, og eiturlyfjasjúklingnum Binna. Hvernig þessi ásókn Danna endar verður ekki upplýst hér.
Þórdís er ljóslega efni í ágætt leikskáld. Texti hennar rennur vel, hún er óhrædd við stórt og mikið efni en kemur því að mestu leyti frá sér á áreynslulausan en kraftmikinn hátt. Á köflum örlar á þýðingarbragði af sumum tilsvörunum, en vera má að sumir þeir sem aldir eru upp af sjónvarpi og kvikmyndum séu hreinlega farnir að tala þannig, fyrirmyndir tjáskipta um ást og tilfinningar eru amerískar. Þá held ég að Þórdísi sé um of í mun að fræða okkur um þetta fyrirbæri sem er kveikja verksins. Á köflum neyðast persónurnar því til að halda yfir okkur dulbúinn fyrirlestur um "Bug Chasing", og þá slaknar á spennunni. Trúlega hefði Þórdís, ef tíminn hefði gefist, áttað sig á að hún var búin að skrifa ansi safaríkt verk um þráhyggjukennda ást og hvað hinn ástsjúki er tilbúinn að gera til að nálgast þann sem hann elskar. Og það er nóg efni í svona stuttan þátt og hefði auðveldlega staðið eitt án fróðleiksins. Allt um það þá stendur verkið ágætlega af sér þennan galla - því persónurnar eru skýrar, það er ljóst hvað þær vilja og áhugavert að reyna að skilja hvers vegna.
Tengdasynirnir eru allir nokkuð góðir á þessu stigi í þróunarvinnu sinni. Stefán Hallur Stefánsson er einhver áhugaverðasti ungi leikari sem ég hef séð lengi og þorði hér að leika á lágu nótunum og uppskar margfaldlega það sem meiri "tilþrif" hefðu skilað. Vignir Rafn Valþórsson dregur upp skýra og gráthlægilega mynd af örvæntingarfullum eiturlyfjasjúklingi. Danni er sú persóna sem líður mest fyrir ágalla leikritsins og Atli Þór Albertsson náði ekki fyllilega að yfirstíga þá en gerir margt vel og vinnur að lokum samúð okkar og skilning.
Leikrýmið í Tónlistarþróunarmiðstöðinni er skemmtilega hráslagalegt og naumhyggjulegt, svo athyglin er ævinlega á því sem máli skiptir, persónunum, samskiptum þeirra og viðfangsefni verksins.
Það er fyllsta ástæða til að þakka Tengdasonum Jódísar fyrir þetta tækifæri til að heimsækja vinnustofuna þeirra og Þórdísi Elvu fyrir þennan efnilega frumburð á leikritunarsviðinu, það er alveg ljóst að þangað á hún erindi.
Tónlistarþróunarmiðstöðinni 2. júlí 2004.
Höfundur: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann
Leikendur: Atli Þór Albertsson, Stefán Hallur Stefánsson og Vignir Rafn Valþórsson.
LEIKHÓPURINN Tengdasynir Jódísar samanstendur af leiklistarnemum úr Listaháskólanum sem hyggjast nota sumarið til að þroska sig í listinni, rannsaka möguleika sína og stæla sig á allan hátt. Þeir hyggjast setja upp stutt leikrit á tveggja vikna fresti, en halda jafnframt áfram að vinna í þeim sem þegar hafa verið sýnd og skoða þannig hvernig sýningarnar þroskast í nálægðinni við hin verkin og eftir því sem þeir eflast í glímunni. Sannarlega áhugaverð sumarvinna, og ekki spillir þegar frumburðurinn er jafn áhugaverð sýning og Áttu smit?
Hér kveður nýr höfundur sér hljóðs, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann, með hálftíma langt verk sem hún skrifaði á mettíma og fjallar um einkennilegan menningarkima, svokallað "Bug Chasing", þá áráttu að vilja og sækjast eftir HIV-smiti. Leikritið segir frá einum slíkum manni, Danna, sem leitar eftir eyðnismiti hjá tveimur mönnum, Einari, sem trúlega er kærastinn hans, og eiturlyfjasjúklingnum Binna. Hvernig þessi ásókn Danna endar verður ekki upplýst hér.
Þórdís er ljóslega efni í ágætt leikskáld. Texti hennar rennur vel, hún er óhrædd við stórt og mikið efni en kemur því að mestu leyti frá sér á áreynslulausan en kraftmikinn hátt. Á köflum örlar á þýðingarbragði af sumum tilsvörunum, en vera má að sumir þeir sem aldir eru upp af sjónvarpi og kvikmyndum séu hreinlega farnir að tala þannig, fyrirmyndir tjáskipta um ást og tilfinningar eru amerískar. Þá held ég að Þórdísi sé um of í mun að fræða okkur um þetta fyrirbæri sem er kveikja verksins. Á köflum neyðast persónurnar því til að halda yfir okkur dulbúinn fyrirlestur um "Bug Chasing", og þá slaknar á spennunni. Trúlega hefði Þórdís, ef tíminn hefði gefist, áttað sig á að hún var búin að skrifa ansi safaríkt verk um þráhyggjukennda ást og hvað hinn ástsjúki er tilbúinn að gera til að nálgast þann sem hann elskar. Og það er nóg efni í svona stuttan þátt og hefði auðveldlega staðið eitt án fróðleiksins. Allt um það þá stendur verkið ágætlega af sér þennan galla - því persónurnar eru skýrar, það er ljóst hvað þær vilja og áhugavert að reyna að skilja hvers vegna.
Tengdasynirnir eru allir nokkuð góðir á þessu stigi í þróunarvinnu sinni. Stefán Hallur Stefánsson er einhver áhugaverðasti ungi leikari sem ég hef séð lengi og þorði hér að leika á lágu nótunum og uppskar margfaldlega það sem meiri "tilþrif" hefðu skilað. Vignir Rafn Valþórsson dregur upp skýra og gráthlægilega mynd af örvæntingarfullum eiturlyfjasjúklingi. Danni er sú persóna sem líður mest fyrir ágalla leikritsins og Atli Þór Albertsson náði ekki fyllilega að yfirstíga þá en gerir margt vel og vinnur að lokum samúð okkar og skilning.
Leikrýmið í Tónlistarþróunarmiðstöðinni er skemmtilega hráslagalegt og naumhyggjulegt, svo athyglin er ævinlega á því sem máli skiptir, persónunum, samskiptum þeirra og viðfangsefni verksins.
Það er fyllsta ástæða til að þakka Tengdasonum Jódísar fyrir þetta tækifæri til að heimsækja vinnustofuna þeirra og Þórdísi Elvu fyrir þennan efnilega frumburð á leikritunarsviðinu, það er alveg ljóst að þangað á hún erindi.
<< Home