Litla ljót
Leikfélag Vestmannaeyja
Félagsheimilinu í Vestmannaeyjum 2. nóvember 2003.
Leikgerð: Edda Antonsdóttir og Halldóra Magnúsdóttir
Leikstjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir.
Annars er vel hægt að finnast boðskapurinn tvíbentur í þessu verki eins og mörgum öðrum sem ætlað er að koma afdráttarlausum skilaboðum til yngstu kynslóðarinnar. Vissulega er hér boðuð ást og kærleikur, réttlæti og vinátta. En það er samt sem áður hin ytri fegurð sem er svo eftirsóknarverð, áður en hún er til staðar virðist enginn geta séð hvað Litla ljót er góð. Og auðvitað er hún falleg líka, það bara sá það enginn fyrr en hún er komin í falleg föt.
Sigrúnu Sól lætur greinilega vel að vinna með börnum og unglingum eins og hér eru í flestum hlutverkanna og margir að stíga sín fyrstu skref. Sýningin ber þessa vitaskuld merki, kraftur og gleði er aðalsmerki hennar en minna lagt upp úr fágun og fínlegri tilfinningatúlkun. Þó hefði kannski mátt leggja örlítið meiri rækt við textaflutning, oft vantaði herslumuninn á að allt kæmist til skila. Eins var hlustun ekki alltaf nægilega einbeitt, viðbrögðin komin fram áður en setning mótleikarans var fallin. Á móti kom að hóp- og dansatriði voru prýðilega af hendi leyst, og samspil leikenda og hljómsveitar, sem hafði mikilvægu hlutveki að gegna, snurðulítið.
Skemmtilegar hugmyndir einkenna sýninguna og víða er fært í stílinn, brugðið út af leikgerðinni og skírskotað til nútímans.
Þó Litla Ljót sé titilhlutverkið er það ekki að sama skapi sérlega bitastætt en Dorthy Lisa Woodland fór vel með það. Hinar ótuktarlegu systur voru og prýðilega leiknar af þeim Kolbrúnu Birnu Ebenesardóttur, Guðrúnu Hebu Andrésdóttur og Laufeyju Sigrúnu Sigmarsdóttur. Einnig verður að minnast á hinn kostulega seiðskratta Dulda Seið, sem Hjalti Pálsson gerði öldungis kostulega. Þá var túlkunin á dísinni, sem reyndar eru þrjár í þessari sýningu afar frumleg og skemmtileg, og þær Kristín Grímsdóttir, Drífa Þöll Arnardóttir og Erla Ásmundsdóttir hver annari betri.
Umgjörð og búningar var hefðbundin og rétt, en þó með því skemmtilega tilbrigði að þetta var afar nútímalegt indjánaþorp, trúlega á einu af bandarísku “verndarsvæðunum” sem hýsa það sem eftir lifir af þeim þjóðflokkum. Þetta var vel til fundið, og ágætlega gegnumfært í búningum og leikmunum.
Sýning Leikfélags Vestmannaeyja er ágætis skemmtun, litrík og fjörug. Fullur salur af börnum var einstaklega prúður á sýningunni sem undirritaður sá, fylgdist grannt með því sem fram fór en var líka alveg til í að taka þátt þegar leikendur buðu upp á slíkt samspil. Litla Ljót er ágætlega metnaðarfull barnasýning þar sem Leikfélag Vestmannaeyja leggur jafnt grunn að leikhóp og áhorfendum framtíðarinnar.
Félagsheimilinu í Vestmannaeyjum 2. nóvember 2003.
Leikgerð: Edda Antonsdóttir og Halldóra Magnúsdóttir
Leikstjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir.
Af sálarlífi systra
EKKI þekki ég uppruna sögunnar um indjánastúlkuna Litlu ljót, sem glöð og góð þjónustar fordekraðar og hrokafullar systur sínar þar til dís ein skrýðir hana glitklæðum og kemur í framhaldinum vitinu fyrir systurnar. Sagan hefur yfirbragð ævintýris, en gæti eins verið frumsmíð einhvers sem nýtir sér ævintýrastílinn til að koma boðskapnum um innri og ytri fegurð til skila. Hitt er ljóst að tvær konur í Vestmannaeyjum, þær Edda Antonsdóttir og Halldóra Magnúsdóttir komu sögunni í leikbúning og þar var verkið sýnt 1981, og aftur nú.Annars er vel hægt að finnast boðskapurinn tvíbentur í þessu verki eins og mörgum öðrum sem ætlað er að koma afdráttarlausum skilaboðum til yngstu kynslóðarinnar. Vissulega er hér boðuð ást og kærleikur, réttlæti og vinátta. En það er samt sem áður hin ytri fegurð sem er svo eftirsóknarverð, áður en hún er til staðar virðist enginn geta séð hvað Litla ljót er góð. Og auðvitað er hún falleg líka, það bara sá það enginn fyrr en hún er komin í falleg föt.
Sigrúnu Sól lætur greinilega vel að vinna með börnum og unglingum eins og hér eru í flestum hlutverkanna og margir að stíga sín fyrstu skref. Sýningin ber þessa vitaskuld merki, kraftur og gleði er aðalsmerki hennar en minna lagt upp úr fágun og fínlegri tilfinningatúlkun. Þó hefði kannski mátt leggja örlítið meiri rækt við textaflutning, oft vantaði herslumuninn á að allt kæmist til skila. Eins var hlustun ekki alltaf nægilega einbeitt, viðbrögðin komin fram áður en setning mótleikarans var fallin. Á móti kom að hóp- og dansatriði voru prýðilega af hendi leyst, og samspil leikenda og hljómsveitar, sem hafði mikilvægu hlutveki að gegna, snurðulítið.
Skemmtilegar hugmyndir einkenna sýninguna og víða er fært í stílinn, brugðið út af leikgerðinni og skírskotað til nútímans.
Þó Litla Ljót sé titilhlutverkið er það ekki að sama skapi sérlega bitastætt en Dorthy Lisa Woodland fór vel með það. Hinar ótuktarlegu systur voru og prýðilega leiknar af þeim Kolbrúnu Birnu Ebenesardóttur, Guðrúnu Hebu Andrésdóttur og Laufeyju Sigrúnu Sigmarsdóttur. Einnig verður að minnast á hinn kostulega seiðskratta Dulda Seið, sem Hjalti Pálsson gerði öldungis kostulega. Þá var túlkunin á dísinni, sem reyndar eru þrjár í þessari sýningu afar frumleg og skemmtileg, og þær Kristín Grímsdóttir, Drífa Þöll Arnardóttir og Erla Ásmundsdóttir hver annari betri.
Umgjörð og búningar var hefðbundin og rétt, en þó með því skemmtilega tilbrigði að þetta var afar nútímalegt indjánaþorp, trúlega á einu af bandarísku “verndarsvæðunum” sem hýsa það sem eftir lifir af þeim þjóðflokkum. Þetta var vel til fundið, og ágætlega gegnumfært í búningum og leikmunum.
Sýning Leikfélags Vestmannaeyja er ágætis skemmtun, litrík og fjörug. Fullur salur af börnum var einstaklega prúður á sýningunni sem undirritaður sá, fylgdist grannt með því sem fram fór en var líka alveg til í að taka þátt þegar leikendur buðu upp á slíkt samspil. Litla Ljót er ágætlega metnaðarfull barnasýning þar sem Leikfélag Vestmannaeyja leggur jafnt grunn að leikhóp og áhorfendum framtíðarinnar.
<< Home