Hættuleg kynni
Dansleikhús með ekka
Borgarleikhúsinu 19. október 2003.
Byggt á Les Liasons Dangereuses eftir C. de Laclos
Leikstjóri: Aino Freyja Järvelä
Aðstoðaleikstjóri: Hrefna Hallgrímsdóttir
Tónlist: Ingibjörg Stefánsdóttir og Hallur Ingólfsson
Hreyfingar: Jóhann Freyr Björgvinsson
Búningar: Guðrún Lárusdóttir
Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson
Förðun: Elín Reynisdóttir
Hár: Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir.
Leikendur: Agnar Jón Egilsson, Jón Páll Eyjólfsson, Kolbrún Anna Björnsdóttir, Kristjana Skúladóttir og Vala Þórsdóttir.
Sagan segir frá glaumgosanum Valmont og samkvæmisdrottningunni frú Merteuil, og hvernig þau eyðileggja líf tveggja kvenna, sakleysingjans Cecile og hinnar dyggðum prýddu frú Tourvel. En Valmont seilist of langt í sókn sinni eftir að leggja þá síðarnefndu, verður ástfanginn - og ferst. Það er ekkert pláss fyrir ást í þessum heimi, hún er veikleiki sem kostar þig lífið. Sá sem er miskunnarlausastur og kaldastur vinnur, aðrir farast.
Aðferð hópsins við smíð sýningarinnar er athyglisverð og er lýst í einfaldri en smekklega hannaðri leikskrá. Hver leikari fékk einungis í hendur þau bréf úr bókinni sem þeirra persóna skrifaði eða fékk send. Þannig eru það fyrst og fremst afstaða og viðfangsefni viðkomandi persónu sem leikarinn hefur yfirsýn yfir. Síðan var spunnið og unnið upp úr bréfunum. Þessi aðferð minnir að vissu leyti á þann gamla sið að handrit leikara innihaldi einungis þeirra eigin texta og nauðsynleg markorð, og til eru þeir fræðimenn sem telja að það sé hin eina rétta aðferð við æfingar. Ekki er gott að átta sig á hverju þessi leið hefur skilað í sýningu Dansleikhúss með ekka, sem virkar sem næsta hefðbundin vel smíðuð skáldsöguleikgerð, og hefur ekki hópvinnuyfirbragð. Líklega hefur þetta þó fyrst og fremst hjálpað leikurunum til að vera trúir sinni persónu, nokkuð sem skilar sér vissulega í sýningunni.
Einnig er athyglisvert hvað hlutur danslistarinnar er lítill en texti að sama skapi fyrirferðarmikill. Það er snjöll hugmynd að nota samkvæmisdansa í danskeppnisstíl, enda ýmsar hliðstæður milli þess heims og verksins, með allri sinni yfirborðsfágun sem byggir á blóði svita og tárum. Í leikgerð Hamptons segir frú Merteuil frá því hvernig hún æfði sjálfstjórn með því að sitja brosandi í matarboðum meðan hún rak gaffal í lærið á sér. Í danskeppnum tapast stig ef gleymist að brosa. En þó hugmyndin um samkvæmisdansana sé góð þá er hún tæpast nógu gegnumfærð til að dansinn verði lífrænn hluti sýningarinnar. Það er of lítið dansað og dansinum vandlega haldið utan við atburðarásina. Eins er með speglana sem einkenna einfalda leikmyndina. Notkun þeirra er er of takmörkuð miðað við hvað þeir eru afgerandi í rýminu.
Búningarnir eru sóttir í samkvæmisdansaheiminn og þar nýtur sú grunnhugmynd sín vel - býr til fjarlægð án þess að elta ritunartímann. Kannski einna helst að erfitt sé að sætta sig við að púrítaninn frú Tourvel eigi heima í svona múnderingu, en hennar kjóll er þó hvítur, sem segir eitthvað.
Fimm leikarar taka þátt í sýningunni. Samkvæmisflagðið frú Merteuil er leikið af Völu Þórsdóttur sem nær firnasterkum tökum á þessu óræða en bitastæða hlutverki. Ekki dró það heldur úr áhrifunum að fyrirfram hefði ég ekkert endilega búist við því að verkefnið lægi vel fyrir henni. En hún nær að beisla krafta sína og gefa mjög sannfærandi mynd af þessari konu. Við vissum alltaf hvað hún var að hugsa, en skildum jafnframt vel hvers vegna aðrar persónur létu blekkjast af yfirborðinu. Undir lokin sýnir Vala okkur svo í eitt andartak hverju frú Merteuil hefur fórnað til að verða sá ótvíræði sigurvegari sem hún er í samkvæmisleiknum. Því þó þú getir brosað með gaffal í lærinu þá breytir það því ekki að hann skilur eftir sár, og ef þú telur þér trú um að blekkingin sé raunveruleikinn og vanrækir sárið er sýking á næsta leyti. Hversu dýrmæt eru stigin sem þú færð fyrir að missa ekki brosið?
Ungu elskendurnir Danceny og Cecile eru prýðilega teiknuð af Agnari Jóni Egilssyni og Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur, og eins og hæfir á okkar kaldhæðnu öld voru þau helsta uppspretta fyndi í sýningunni, ekki síst ástarljóð þau sem Danceny hafði sótt í íslenska dægurlagatexta og þuldi yfir ungmeynni.
Jón Páll Eyjólfsson er Valmont og er sannfærandi flagari, geislar af sjálfsöryggi og skeytingarleysi um aðra. Ekki náði Jón eins vel utan um umskipti persónunnar, hvernig hann flækist sjálfur í neti því sem hann leggur fyrir frú Tourvel. Að sumu leyti er þetta leikgerðarinnar sök, þau tvö fá mögulega of lítið pláss til að sýna þróun sambandsins. Þetta bitnar enn frekar á Kristjönu Skúladóttur í vanþakklátu hlutverki hennar, frú Tourvel verður ekki skýr persóna að þessu sinni. Sterkust var Kristjana þó þegar mest á reyndi, þegar hún gefst upp fyrir Valmont. Hið óbærilega atriði þegar hann segir skilið við hana var hins vegar þannig staðsett í rýminu og lýst að erfitt var að njóta þess eða átta sig á viðbrögðum hennar við makalausri ræðu elskhugans.
Hættuleg kynni segir spennandi og áhrifaríka sögu sem heldur áhorfendanum við efnið. Fram hefur komið að sýningin er sprottin úr ástríðuþrunginni þörf aðstandenda til að segja þessa sögu, en herslumuninn vantar til að þessari ástríðu sjáist stað í sýningunni. Maður saknar ferskari sýnar á efnið, róttækari lausna og meiri kynferðislegri spennu. Útkoman er prýðileg skemmtun, ágæt kvöldstund í leikhúsinu, en sálarháskann skortir.
Borgarleikhúsinu 19. október 2003.
Byggt á Les Liasons Dangereuses eftir C. de Laclos
Leikstjóri: Aino Freyja Järvelä
Aðstoðaleikstjóri: Hrefna Hallgrímsdóttir
Tónlist: Ingibjörg Stefánsdóttir og Hallur Ingólfsson
Hreyfingar: Jóhann Freyr Björgvinsson
Búningar: Guðrún Lárusdóttir
Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson
Förðun: Elín Reynisdóttir
Hár: Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir.
Leikendur: Agnar Jón Egilsson, Jón Páll Eyjólfsson, Kolbrún Anna Björnsdóttir, Kristjana Skúladóttir og Vala Þórsdóttir.
Ekkert pláss fyrir ást
LES Liasons Dangereuses virðist vera nútímanum hugleikin þó þessi bréfaskáldsaga hafi verið rituð á síðari hluta átjándu aldar af frönskum liðsforingja og segi frá heimi sem orðinn er okkur næsta fjarlægur, heimi siðspilltra og miskunnarlausra samkvæmisljóna Parísarborgar. Sagan hefur að minnsta kosti tvisvar verið kvikmynduð, rómuð leikgerð Christopher Hampton sló í gegn og var meira að segja leikin í Þjóðleikhúsinu. Jafnvel markaðsfræðingar Hollywoodmaskínunnar sáu eitthvað í sögunni sem þeir töldu geta dregið markhóp sinn í bíó og gerðu unglingamyndina Cruel Intentions, þar sem sagan er látin í heimi forríkra New York búa. Og gekk algerlega upp. Og nú hafa forsprakkar Dansleikhúss með ekka kveikt á sögunni og gert sína eigin sviðsgerð.Sagan segir frá glaumgosanum Valmont og samkvæmisdrottningunni frú Merteuil, og hvernig þau eyðileggja líf tveggja kvenna, sakleysingjans Cecile og hinnar dyggðum prýddu frú Tourvel. En Valmont seilist of langt í sókn sinni eftir að leggja þá síðarnefndu, verður ástfanginn - og ferst. Það er ekkert pláss fyrir ást í þessum heimi, hún er veikleiki sem kostar þig lífið. Sá sem er miskunnarlausastur og kaldastur vinnur, aðrir farast.
Aðferð hópsins við smíð sýningarinnar er athyglisverð og er lýst í einfaldri en smekklega hannaðri leikskrá. Hver leikari fékk einungis í hendur þau bréf úr bókinni sem þeirra persóna skrifaði eða fékk send. Þannig eru það fyrst og fremst afstaða og viðfangsefni viðkomandi persónu sem leikarinn hefur yfirsýn yfir. Síðan var spunnið og unnið upp úr bréfunum. Þessi aðferð minnir að vissu leyti á þann gamla sið að handrit leikara innihaldi einungis þeirra eigin texta og nauðsynleg markorð, og til eru þeir fræðimenn sem telja að það sé hin eina rétta aðferð við æfingar. Ekki er gott að átta sig á hverju þessi leið hefur skilað í sýningu Dansleikhúss með ekka, sem virkar sem næsta hefðbundin vel smíðuð skáldsöguleikgerð, og hefur ekki hópvinnuyfirbragð. Líklega hefur þetta þó fyrst og fremst hjálpað leikurunum til að vera trúir sinni persónu, nokkuð sem skilar sér vissulega í sýningunni.
Einnig er athyglisvert hvað hlutur danslistarinnar er lítill en texti að sama skapi fyrirferðarmikill. Það er snjöll hugmynd að nota samkvæmisdansa í danskeppnisstíl, enda ýmsar hliðstæður milli þess heims og verksins, með allri sinni yfirborðsfágun sem byggir á blóði svita og tárum. Í leikgerð Hamptons segir frú Merteuil frá því hvernig hún æfði sjálfstjórn með því að sitja brosandi í matarboðum meðan hún rak gaffal í lærið á sér. Í danskeppnum tapast stig ef gleymist að brosa. En þó hugmyndin um samkvæmisdansana sé góð þá er hún tæpast nógu gegnumfærð til að dansinn verði lífrænn hluti sýningarinnar. Það er of lítið dansað og dansinum vandlega haldið utan við atburðarásina. Eins er með speglana sem einkenna einfalda leikmyndina. Notkun þeirra er er of takmörkuð miðað við hvað þeir eru afgerandi í rýminu.
Búningarnir eru sóttir í samkvæmisdansaheiminn og þar nýtur sú grunnhugmynd sín vel - býr til fjarlægð án þess að elta ritunartímann. Kannski einna helst að erfitt sé að sætta sig við að púrítaninn frú Tourvel eigi heima í svona múnderingu, en hennar kjóll er þó hvítur, sem segir eitthvað.
Fimm leikarar taka þátt í sýningunni. Samkvæmisflagðið frú Merteuil er leikið af Völu Þórsdóttur sem nær firnasterkum tökum á þessu óræða en bitastæða hlutverki. Ekki dró það heldur úr áhrifunum að fyrirfram hefði ég ekkert endilega búist við því að verkefnið lægi vel fyrir henni. En hún nær að beisla krafta sína og gefa mjög sannfærandi mynd af þessari konu. Við vissum alltaf hvað hún var að hugsa, en skildum jafnframt vel hvers vegna aðrar persónur létu blekkjast af yfirborðinu. Undir lokin sýnir Vala okkur svo í eitt andartak hverju frú Merteuil hefur fórnað til að verða sá ótvíræði sigurvegari sem hún er í samkvæmisleiknum. Því þó þú getir brosað með gaffal í lærinu þá breytir það því ekki að hann skilur eftir sár, og ef þú telur þér trú um að blekkingin sé raunveruleikinn og vanrækir sárið er sýking á næsta leyti. Hversu dýrmæt eru stigin sem þú færð fyrir að missa ekki brosið?
Ungu elskendurnir Danceny og Cecile eru prýðilega teiknuð af Agnari Jóni Egilssyni og Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur, og eins og hæfir á okkar kaldhæðnu öld voru þau helsta uppspretta fyndi í sýningunni, ekki síst ástarljóð þau sem Danceny hafði sótt í íslenska dægurlagatexta og þuldi yfir ungmeynni.
Jón Páll Eyjólfsson er Valmont og er sannfærandi flagari, geislar af sjálfsöryggi og skeytingarleysi um aðra. Ekki náði Jón eins vel utan um umskipti persónunnar, hvernig hann flækist sjálfur í neti því sem hann leggur fyrir frú Tourvel. Að sumu leyti er þetta leikgerðarinnar sök, þau tvö fá mögulega of lítið pláss til að sýna þróun sambandsins. Þetta bitnar enn frekar á Kristjönu Skúladóttur í vanþakklátu hlutverki hennar, frú Tourvel verður ekki skýr persóna að þessu sinni. Sterkust var Kristjana þó þegar mest á reyndi, þegar hún gefst upp fyrir Valmont. Hið óbærilega atriði þegar hann segir skilið við hana var hins vegar þannig staðsett í rýminu og lýst að erfitt var að njóta þess eða átta sig á viðbrögðum hennar við makalausri ræðu elskhugans.
Hættuleg kynni segir spennandi og áhrifaríka sögu sem heldur áhorfendanum við efnið. Fram hefur komið að sýningin er sprottin úr ástríðuþrunginni þörf aðstandenda til að segja þessa sögu, en herslumuninn vantar til að þessari ástríðu sjáist stað í sýningunni. Maður saknar ferskari sýnar á efnið, róttækari lausna og meiri kynferðislegri spennu. Útkoman er prýðileg skemmtun, ágæt kvöldstund í leikhúsinu, en sálarháskann skortir.
<< Home