Riddarar hringborðsins - með veskið að vopni
Kvenfélagið Garpur
Listasafni Reykjavíkur 11. október 2003.
Hópvinnuverkefni í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur.
Leikendur: Ester Talia Casey, Margrét Eir Hjartardóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lútersdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir.
Útlitshönnuður: Kristína Berman
Dramatúrg: Gréta María Bergsdóttir
Hljóð: Margrét Eir Hjartardóttir og Birgir Jón Birgisson
Ljós: Halldór Örn Óskarsson
Aðstoð við útlitshönnun: Móeiður Helgdóttir.
Hópurinn smíðar sýningu sína úr efnivið úr þremur áttum. Kjarni hennar og hryggjarstykki er Wannsee-fundurinn, þar sem háttsettir nasistar tóku ákvörðun um og útfærðu tæknilega Lokalausnina, útrýmingu gyðinga í Evrópu. Síðan fléttast inn í hana bútar úr tveimur sígildum leikritum, Lýsiströtu eftir Aristófanes og Ríkharði III eftir Shakespeare. Þessir þrír efnisþættir hafa í raun víðari skírskotun en svo að hægt sé að líta á stríð sem þema verksins. Einungis Lýsistrata er með stríð og afstöðu kvenna í forgrunni, Ríkharður III snýst um miskunarlaust valdatafl og fórnarlömb þess en það gerist einmitt á friðartíma, og það er friðurinn sem gerir Ríkharði kleift að ræna völdum á þann hátt sem hann gerir. Og Lokalausnin er svo einstakur viðburður í mannkynssöguni að skírskotuninn til ástands heimsins í dag verður langsóttari fyrir vikið. Þetta efnisval verður til þess að sýningin verður ekki sérlega beinskeytt eða sláandi, en víkkar um leið umfjöllunarefnið og skilur eftir fleiri vangaveltur en einbeittara efnisval hefði gert. Allir þrír efnisþættirnir eru þó sterkir, enda ekki að ástæðulausu að Lýsistrata talar enn til okkar eftir tvö þúsund og fjögur hundruð ár, og Ríkharður III eftir rúm fjögur hundruð. Og hin ískalda skynsemi og hversdagsleiki sem einkennir endursköpun Wannse-fundarins, og hópurinn sækir í kvikmyndina Conspiracy, færir hrylling helfararinnar óþægilega nálægt okkur sem lítum á okkur sem venjulegt fólk, en Heydrich og félaga sem ómennsk skrímsli.
Annað sem setur sterkan svip á sýninguna er síðan tenging efnisins við konur, kvenleika og ímyndir hans. Þannig eru það átta konur sem taka ákvörðun um útrýmingu hins óæskilega kynstofns, eða hvað? Hópurinn leikur sér afar skemmtilega með ímyndir valds og kynferðis, með frábærlega agðari vinnu með líkamsmál og leikmuni, einkum kvenveski og vindla. Öðru hverju bresta þó öll agabönd og hin óstýrláta orka Aristófanesar tekur völdin, ellegar hljóma innblásnar bölbænir fórnarlamba Ríkharðs af Glostri. Frá leikhúslegum sjónarhóli er samfléttun efnisþráðanna verulega vel heppnuð þrátt fyrir fyrrnefndar innihaldslegar efasemdir mínar.
Leikhópurinn er stjarna sýningarinnar. Hér er unnið mjög markvisst með hópinn sem heild, bæði í stílfærðum upphafs- og lokaatriðunum sem nálgast dansinn, í uppbrotunum, en einnig í þeim hlutum þar sem einstaklingsbundin persónusköpun er í forgrunni. Það er ekki oft sem þessi vinnubrögð eru viðhöfð á jafn afgerandi hátt í íslensku atvinnuleikhúsi, en skila hér eftirminnilegum atriðum í minnisbankann. Og þar sem þessi leið kallar á sérlega þjála og áreynslulausa samvinnu leikaranna er aðdáunarvert hvað hópurinn kemst langt með stílinn þrátt fyrir að vera svo nýr af nálinni, og haft lítinn tíma til að móta sitt sameiginlega listræna tungutak. Þarna hafa hæfileikar og reynsla Þórhildar Þorleifsdóttur án efa skipt sköpum. Sviðssetningin öll er fumlaus og sterk, og einfalt rýmið notað hugvitsamlega. Leikmynd og búningar, lýsing og hljóðmynd styðja það sem verið er að gera án þess að taka völdin. Sérstaklega var tónlist notuð á sterkan hátt til að ýmist undirstrika eða varpa írónísku ljósi á það sem sagt er og gert.
Tvær leikkonur vil ég nefna sérstaklega. María Heba Þorkelsdóttir náði sterkum tökum á hlutverki yfirarkitekts Lokalausnarinnar og gestgjafa fundarins. Sterkasta atriði sýningarinnar er trúlega þar sem hún stendur gagntekin af fegurð strengjakvartetts eftir Schubert, og dregur okkur með hlustun sinni inn í þá upplifun, sem kallast síðan á við hinar ómennsku ákvarðanir sem hún knýr fram. Þá var Unnur Ösp Stefánsdóttir sérlega kröftug Lýsistrata, eldmóðurinn gagntók hana og stýrði bæði tungu og líkama.
Riddarar Hringborðsins - með veskið að vopni er kannski meira athyglisverð leikhústilraun en áhrifamikið andófsverk. Hafi það verið ætlun hópsins að senda áhorfendur út með eld í hjarta þá hafa þau markmið ekki náðst. En fullt af spurningum hafa þær náð að kveikja - um karl- og kvenleika, um stríð og vald, og um möguleika leikhússins til að gera sig gildandi í samfélagsumræðunni. Allnokkur árangur það.
Listasafni Reykjavíkur 11. október 2003.
Hópvinnuverkefni í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur.
Leikendur: Ester Talia Casey, Margrét Eir Hjartardóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lútersdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þrúður Vilhjálmsdóttir.
Útlitshönnuður: Kristína Berman
Dramatúrg: Gréta María Bergsdóttir
Hljóð: Margrét Eir Hjartardóttir og Birgir Jón Birgisson
Ljós: Halldór Örn Óskarsson
Aðstoð við útlitshönnun: Móeiður Helgdóttir.
Hið sanna ástand heimsins?
RIDDARAR hringborðsins - með veskið að vopni sprettur af löngun hópsins til að skoða og tjá sig um ástand heimsins, en sérstaklega um það viðvarandi ofbeldis- og stríðsástand sem einkennir okka tíma. Það er vissulega tímabær og ánægjuleg þróun ef ungt leikhúslistafólk finnur sig knúið til að nota sín tæki og meðul til að taka þátt í umræðunni um ástand heimsins, orsakir þess og leiðir út úr vandanum. Og þar sem Kvenfélagið Garpur er ekki eitt um þessa stefnu - Hið lifandi leikhús rær á svipuð mið - er ekki langt í að hægt sé að tala um marktækt og vonandi varanlegt andsvar við hinu illræmda markaðsleikhúsi sem sumir hafa óttast að gengi af alvarlega þenkjandi og ábyrgu leikhúsi dauðu í eftirsókn sinni eftir innhaldslausri og auðseljanlegri skemmtun.Hópurinn smíðar sýningu sína úr efnivið úr þremur áttum. Kjarni hennar og hryggjarstykki er Wannsee-fundurinn, þar sem háttsettir nasistar tóku ákvörðun um og útfærðu tæknilega Lokalausnina, útrýmingu gyðinga í Evrópu. Síðan fléttast inn í hana bútar úr tveimur sígildum leikritum, Lýsiströtu eftir Aristófanes og Ríkharði III eftir Shakespeare. Þessir þrír efnisþættir hafa í raun víðari skírskotun en svo að hægt sé að líta á stríð sem þema verksins. Einungis Lýsistrata er með stríð og afstöðu kvenna í forgrunni, Ríkharður III snýst um miskunarlaust valdatafl og fórnarlömb þess en það gerist einmitt á friðartíma, og það er friðurinn sem gerir Ríkharði kleift að ræna völdum á þann hátt sem hann gerir. Og Lokalausnin er svo einstakur viðburður í mannkynssöguni að skírskotuninn til ástands heimsins í dag verður langsóttari fyrir vikið. Þetta efnisval verður til þess að sýningin verður ekki sérlega beinskeytt eða sláandi, en víkkar um leið umfjöllunarefnið og skilur eftir fleiri vangaveltur en einbeittara efnisval hefði gert. Allir þrír efnisþættirnir eru þó sterkir, enda ekki að ástæðulausu að Lýsistrata talar enn til okkar eftir tvö þúsund og fjögur hundruð ár, og Ríkharður III eftir rúm fjögur hundruð. Og hin ískalda skynsemi og hversdagsleiki sem einkennir endursköpun Wannse-fundarins, og hópurinn sækir í kvikmyndina Conspiracy, færir hrylling helfararinnar óþægilega nálægt okkur sem lítum á okkur sem venjulegt fólk, en Heydrich og félaga sem ómennsk skrímsli.
Annað sem setur sterkan svip á sýninguna er síðan tenging efnisins við konur, kvenleika og ímyndir hans. Þannig eru það átta konur sem taka ákvörðun um útrýmingu hins óæskilega kynstofns, eða hvað? Hópurinn leikur sér afar skemmtilega með ímyndir valds og kynferðis, með frábærlega agðari vinnu með líkamsmál og leikmuni, einkum kvenveski og vindla. Öðru hverju bresta þó öll agabönd og hin óstýrláta orka Aristófanesar tekur völdin, ellegar hljóma innblásnar bölbænir fórnarlamba Ríkharðs af Glostri. Frá leikhúslegum sjónarhóli er samfléttun efnisþráðanna verulega vel heppnuð þrátt fyrir fyrrnefndar innihaldslegar efasemdir mínar.
Leikhópurinn er stjarna sýningarinnar. Hér er unnið mjög markvisst með hópinn sem heild, bæði í stílfærðum upphafs- og lokaatriðunum sem nálgast dansinn, í uppbrotunum, en einnig í þeim hlutum þar sem einstaklingsbundin persónusköpun er í forgrunni. Það er ekki oft sem þessi vinnubrögð eru viðhöfð á jafn afgerandi hátt í íslensku atvinnuleikhúsi, en skila hér eftirminnilegum atriðum í minnisbankann. Og þar sem þessi leið kallar á sérlega þjála og áreynslulausa samvinnu leikaranna er aðdáunarvert hvað hópurinn kemst langt með stílinn þrátt fyrir að vera svo nýr af nálinni, og haft lítinn tíma til að móta sitt sameiginlega listræna tungutak. Þarna hafa hæfileikar og reynsla Þórhildar Þorleifsdóttur án efa skipt sköpum. Sviðssetningin öll er fumlaus og sterk, og einfalt rýmið notað hugvitsamlega. Leikmynd og búningar, lýsing og hljóðmynd styðja það sem verið er að gera án þess að taka völdin. Sérstaklega var tónlist notuð á sterkan hátt til að ýmist undirstrika eða varpa írónísku ljósi á það sem sagt er og gert.
Tvær leikkonur vil ég nefna sérstaklega. María Heba Þorkelsdóttir náði sterkum tökum á hlutverki yfirarkitekts Lokalausnarinnar og gestgjafa fundarins. Sterkasta atriði sýningarinnar er trúlega þar sem hún stendur gagntekin af fegurð strengjakvartetts eftir Schubert, og dregur okkur með hlustun sinni inn í þá upplifun, sem kallast síðan á við hinar ómennsku ákvarðanir sem hún knýr fram. Þá var Unnur Ösp Stefánsdóttir sérlega kröftug Lýsistrata, eldmóðurinn gagntók hana og stýrði bæði tungu og líkama.
Riddarar Hringborðsins - með veskið að vopni er kannski meira athyglisverð leikhústilraun en áhrifamikið andófsverk. Hafi það verið ætlun hópsins að senda áhorfendur út með eld í hjarta þá hafa þau markmið ekki náðst. En fullt af spurningum hafa þær náð að kveikja - um karl- og kvenleika, um stríð og vald, og um möguleika leikhússins til að gera sig gildandi í samfélagsumræðunni. Allnokkur árangur það.
<< Home