Ertu Hálf-dán?
Leikfélag Sauðárkróks
Bifröst 27. apríl 2003.
Höfundur: Hávar Sigurjónsson
Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson
Það er ljóst að Hávar hefur við ritun leikritsins ákveðið að láta ekki farangur á borð við rökvísa framvindu, þróun persóna og trúverðugleika atburða íþyngja sér á hugarfluginu. Það er líka mikil og óvenjuleg skemmtun að fylgja honum eftir. Það sem tapast er hins vegar stór hluti af vopnabúri leikhússins til að vekja hlátur og skapa spennu, nefnilega rökvís framvinda, þróun persóna og svo framvegis. Ef allt er mögulegt kemur nefnilega ekkert á óvart. Fyrir vikið er fyndnin að miklu leyti bundin við hnyttin tilsvör og ríkulegan skammt af óskammfeilnum neðanþindarhúmor. Ekkert nema gott um það að segja í sjálfu sér og skemmtunin er að öðru leyti fólgin í eltingarleiknum við ætlun höfundar.
Þresti Guðbjartssyni og leikhópnum tekst aðdáanlega að sviðsetja þetta nýstárlega verk. Þau fylgja því eftir af sannfæringarkrafti og leikgleði og greinilega hefur verið nostrað við ýmis smáatriði og brellur sem skipta miklu máli í verkinu og skila sér vel. Ef einhverjum ætti að hrósa sérstaklega væri það trúlega Guðný Katla Guðmundsdóttir í hlutverki ljóskunnar Gullu, en öll eiga þau svo sannarlega hrós skilið fyrir að halda sjó í þessu frumlega og brjálaða leikriti - og Hávar líka fyrir að láta sér detta þetta allt saman í hug.
Bifröst 27. apríl 2003.
Höfundur: Hávar Sigurjónsson
Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson
Rússíbanaleikhúsið
VIÐ erum stödd í leikhúsi. Leikritið hefst, en jafnskjótt er það rofið vegna örvæntingar aðalleikarans yfir fjárhagnum og framhjáhaldi eiginkonunnar. Leikararnir hafa örlitlar áhyggjur af því að bregðast áhorfendum á þennan hátt, en eru fljót að gleyma þeim. Áhorfendur reyndar líka, því nú hefst einhver ólíkindalegasta atburðarás sem sést hefur í íslensku leikriti, hugsanlega síðan Snorri á Húsafelli skrifaði Sperðil einhvern tíman á átjándu öld. Hin sviksama eiginkona aðalleikarans birtist fljótlega, kostulegar uppljóstranir reka hver aðra með misofbeldisfullum afleiðingum og atburðarásin tekur fleiri heljarstökk en leikararnir í Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu. Það er þýðingarlaust með öllu að rekja hana, en þó ótrúlegt megi virðast reynist á endanum vera nokkurskonar skýring á öllu því sem á undan er gengið. Ekki að það skipti neinu máli.Það er ljóst að Hávar hefur við ritun leikritsins ákveðið að láta ekki farangur á borð við rökvísa framvindu, þróun persóna og trúverðugleika atburða íþyngja sér á hugarfluginu. Það er líka mikil og óvenjuleg skemmtun að fylgja honum eftir. Það sem tapast er hins vegar stór hluti af vopnabúri leikhússins til að vekja hlátur og skapa spennu, nefnilega rökvís framvinda, þróun persóna og svo framvegis. Ef allt er mögulegt kemur nefnilega ekkert á óvart. Fyrir vikið er fyndnin að miklu leyti bundin við hnyttin tilsvör og ríkulegan skammt af óskammfeilnum neðanþindarhúmor. Ekkert nema gott um það að segja í sjálfu sér og skemmtunin er að öðru leyti fólgin í eltingarleiknum við ætlun höfundar.
Þresti Guðbjartssyni og leikhópnum tekst aðdáanlega að sviðsetja þetta nýstárlega verk. Þau fylgja því eftir af sannfæringarkrafti og leikgleði og greinilega hefur verið nostrað við ýmis smáatriði og brellur sem skipta miklu máli í verkinu og skila sér vel. Ef einhverjum ætti að hrósa sérstaklega væri það trúlega Guðný Katla Guðmundsdóttir í hlutverki ljóskunnar Gullu, en öll eiga þau svo sannarlega hrós skilið fyrir að halda sjó í þessu frumlega og brjálaða leikriti - og Hávar líka fyrir að láta sér detta þetta allt saman í hug.
<< Home