Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt!
Sauðkindin, Leikfélag Menntaskólans í Kópavogi
Loftkastalanum 25. mars 2003
Höfundur: Davíð Þór Jónsson, leikstjóri: Steinn Ármann Magnússon
Reyndar ganga háðsglósur í allar áttir hjá kindinni að þessu sinni. Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! er nokkurskonar Grænjaxlar tíunda áratugarins, samdir af Davíð Þór í samvinnu við unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar. Hér er stiklað á stóru í uppvexti Lillu, vísitölubarns úr vísitölufjölskyldu, frá getnaði til stúdentsprófs. Lilla er með þeim ósköpum gerð að spyrja sífellt “af hverju?” þegar foreldrar hennar og aðrir uppeldisaðilar vildu miklu frekar að hún þegði og hlýddi. Þessi núningur er driffjöðurin í þessu lausbeislaða en skemmtilega leikriti, sem hefur úrelst sorglega lítið.
Uppfærsla hins Radíusbróðurins er líka lausbeisluð og skemmtileg. Steinn Ármann hefur greinilega lag á því að nýta hæfileika hvers og eins og allir ná að skína einhversstaðar. Sýningin er full af góðum hugmyndum og hrár einfaldleikinn í leikmyndinni virkar ágætlega. Af leikurum munar mest um frammistöðu Ingu Valgerðar Henriksen í aðalhlutverkinu. Hún er jafnvíg á ungbarnahjal og unglingaveiki, greinilega hæfileikarík leikkona hér á ferð.
Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! er skemmtileg skopmynd af íslensku fjölskyldulífi, ágætlega skilað af kraftmiklum leikhópi. Við Reykvíkingar þökkum kindinni fyrir kaupstaðarferðina.
Loftkastalanum 25. mars 2003
Höfundur: Davíð Þór Jónsson, leikstjóri: Steinn Ármann Magnússon
Af hverju?
EINHVERNTÍMAN var til hljómsveit sem hét “Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur”, eða eitthvað álíka. Nú hefur Kópavogssauðkindin hrakist úr heimahögum vegna húsnæðisskorts og jarmar alsæl vestast í Vesturbænum, heimabæ sínum til háðungar. Er virkilega ekki til neitt athvarf fyrir svona starfsemi í næststærsta bæjarfélagi landsins?Reyndar ganga háðsglósur í allar áttir hjá kindinni að þessu sinni. Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! er nokkurskonar Grænjaxlar tíunda áratugarins, samdir af Davíð Þór í samvinnu við unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar. Hér er stiklað á stóru í uppvexti Lillu, vísitölubarns úr vísitölufjölskyldu, frá getnaði til stúdentsprófs. Lilla er með þeim ósköpum gerð að spyrja sífellt “af hverju?” þegar foreldrar hennar og aðrir uppeldisaðilar vildu miklu frekar að hún þegði og hlýddi. Þessi núningur er driffjöðurin í þessu lausbeislaða en skemmtilega leikriti, sem hefur úrelst sorglega lítið.
Uppfærsla hins Radíusbróðurins er líka lausbeisluð og skemmtileg. Steinn Ármann hefur greinilega lag á því að nýta hæfileika hvers og eins og allir ná að skína einhversstaðar. Sýningin er full af góðum hugmyndum og hrár einfaldleikinn í leikmyndinni virkar ágætlega. Af leikurum munar mest um frammistöðu Ingu Valgerðar Henriksen í aðalhlutverkinu. Hún er jafnvíg á ungbarnahjal og unglingaveiki, greinilega hæfileikarík leikkona hér á ferð.
Þú ert í blóma lífsins, fíflið þitt! er skemmtileg skopmynd af íslensku fjölskyldulífi, ágætlega skilað af kraftmiklum leikhópi. Við Reykvíkingar þökkum kindinni fyrir kaupstaðarferðina.
<< Home