Gengið á hælinu
Leikfélag Dalvíkur
Ungó 22. mars 2003.
Höfundur og leikstjóri: Júlíus Júlíusson,
Leikmynd: Guðmundur Guðlaugsson, Júlíus Júlíusson og Lárus Heiðar Sveinsson
Lýsing: Pétur Skarphéðinsson.
Eins og nafnið bendir til lýsir verkið lífinu á hæli, vistmönnum og starfsfólki. Þetta er lítil stofnun með allskyns skjólstæðinga, kölkuð gamalmenni, dópista og aðra sem lent hafa út af sporinu í lífinu. Óvænt ógn steðjar að jafnvæginu í sambýlinu þegar húseigandinn vill selja húsið og loka. Vistmenn reyna af vanmætti að bjarga málunum en óvæntur lokahnykkur leiðir verkið síðan til lykta.
Leikarar gera margir vel, til að mynda Dana Jóna Sveinsdóttir sem skarexin Fröken M. Hjörleifur Halldórsson var heillandi gamall bóndi með báða fætur í fortíðinni og nærvera Jóns Hreggviðs Helgasonar í hlutverki mállausa mannsins var sterk. Guðmundur Aðalsteinn Pálmason og Sigurbjörn Hjörleifsson voru sannfærandi sem fíklar og fjandvinir.
Sterkasti þáttur leikritsins eru mannlýsingarnar eins og áður segir. Veikasti hlekkurinn er hins vegar fléttan, sem er bæði of bláþráðótt og langdregin. Senur þar sem við kynnumst fólkinu og þau kynni eru dýpkuð án þess að reynt sé að fleyta fram sögunni eru bestu hlutar verksins og vöktu mikla kátínu. Sýningin er snyrtilega sviðsett, en vantaði nokkuð á snerpu auk þess sem textakunnátta var ekki alveg í höfn. Það stendur örugglega til bóta og eins held ég að leikendum sé alveg óhætt að sleppa meira fram af sér beislinu - þetta eru jú örlagaríkir tímar. Gengið á hælinu er ágætis félagsskapur eina kvöldstund og um að gera fyrir það að fara á kostum fyrir gestina.
Ungó 22. mars 2003.
Höfundur og leikstjóri: Júlíus Júlíusson,
Leikmynd: Guðmundur Guðlaugsson, Júlíus Júlíusson og Lárus Heiðar Sveinsson
Lýsing: Pétur Skarphéðinsson.
Heimabrennt í Eyjafirði
JÚLÍUS Júlíusson lætur sig ekki muna um að frumsýna nú sitt annað leikrit í fullri lengd á þessu leikári, sem höfundur og leikstjóri. Að þessu sinni er hann með leikhóp samansettan af reynsluboltum og nýgræðingum og helsti styrkur sýningarinnar er einmitt hið skrautlega persónugallerí.Eins og nafnið bendir til lýsir verkið lífinu á hæli, vistmönnum og starfsfólki. Þetta er lítil stofnun með allskyns skjólstæðinga, kölkuð gamalmenni, dópista og aðra sem lent hafa út af sporinu í lífinu. Óvænt ógn steðjar að jafnvæginu í sambýlinu þegar húseigandinn vill selja húsið og loka. Vistmenn reyna af vanmætti að bjarga málunum en óvæntur lokahnykkur leiðir verkið síðan til lykta.
Leikarar gera margir vel, til að mynda Dana Jóna Sveinsdóttir sem skarexin Fröken M. Hjörleifur Halldórsson var heillandi gamall bóndi með báða fætur í fortíðinni og nærvera Jóns Hreggviðs Helgasonar í hlutverki mállausa mannsins var sterk. Guðmundur Aðalsteinn Pálmason og Sigurbjörn Hjörleifsson voru sannfærandi sem fíklar og fjandvinir.
Sterkasti þáttur leikritsins eru mannlýsingarnar eins og áður segir. Veikasti hlekkurinn er hins vegar fléttan, sem er bæði of bláþráðótt og langdregin. Senur þar sem við kynnumst fólkinu og þau kynni eru dýpkuð án þess að reynt sé að fleyta fram sögunni eru bestu hlutar verksins og vöktu mikla kátínu. Sýningin er snyrtilega sviðsett, en vantaði nokkuð á snerpu auk þess sem textakunnátta var ekki alveg í höfn. Það stendur örugglega til bóta og eins held ég að leikendum sé alveg óhætt að sleppa meira fram af sér beislinu - þetta eru jú örlagaríkir tímar. Gengið á hælinu er ágætis félagsskapur eina kvöldstund og um að gera fyrir það að fara á kostum fyrir gestina.
<< Home