Jónatan
Halaleikhópurinn
Halinn i Hátúni. Sunnudagurinn 19. mars 2003
Höfundur og leikstjóri: Edda V. Guðmundsdóttir
Söngtextar: Unnur María Sólmundardóttir
En þó Eddu hafi tekist að finna heppilegt form þykir mér henni hafa heppnast síður að skrifa gott leikrit.
Jónatan er vel stæður maður á besta aldri sem býður skipbrot þegar hann lendir í slysi og lamast. Verkið segir frá glímu hans við eftirköst slyssins og tilraunir til að lifa lífinu þrátt fyrir þann þröskuld sem fötlunin setur honum.
Eða hvað? Þetta er yfirlýst áform leikhópsins, eða “húsandanna” sem segja söguna. Þeir tala um reiði Jónatans, þunglyndi og og erfiðleika við að sætta sig við orðinn hlut. En sá Jónatan sem birtist okkur er hins vegar í ágætis jafnvægi, kannski dálítið daufur í dálkinn, en hreint ekki reiður eða bitur, lætur meira að segja fordóma umhverfisins hafa harla lítil áhrif á sig. Þessi togstreita á milli þess sem sögumenn segja og þess sem er leikgert á sviðinu er undarleg og ruglar áhorfandann í ríminu. Þá er framvindan heldur losaraleg. Eftir ágætan inngang um Jónatan og vini hans kemur kafli um tilraun Jónatans til að komast í partí hjá vinkonu sinni. Erfiðleikum í samgöngumálum tekur Jónatan með jafnaðargeði en þá skiptir verkið algerlega um stefnu, partíferðin virðist gleymd og Jónatan hittir skuggalegan mann sem vill fá hann til að vinna óþverraleg störf og skýla sér bak við fötlun sína. Og þar með er verkinu lokið, hópurinn syngur lokasöng og spyr hver sé sjúkur, öryrkinn eða eiturlyfjasalinn, spurning sem snýst fremur um orðsifjar og tvíræðni heilbrigðishugtaksins en raunverulega þjóðfélagsstöðu öryrkja og dópsala.
Eins og áður er sagt er sýningin skemmtileg þrátt fyrir brotalamir verksins og leikhópurinn fyllilega fær um að halda athygli áhorfandans við efnið og skemmta honum um leið. Mest mæðir á Jóni Stefánssyni, Jónatan. Hann skilaði sínu vel og ekki við hann að sakast þó áhorfandinn vænti einatt annarra viðbragða en þeirra sem Jónatan sýndi. Þá voru þeir Árni Salómonsson og Jón Þór Ólason skemmtilegir í sínum fjölmörgu rullum.
Tónlist er í stóru hlutverki í sýningunni. Hljómsveitin var prýðilega þétt og söngtextar Unnar Maríu Sólmundardóttur víða hnyttnir, ekki síst söngurinn um flæðið, sem var mikið glæsinúmer í meðförum Kristínar R. Magnúsdóttur eða Kolbrúnar D. Kristjánsdóttur (þær skipta með sér hlutverkinu og ég veit ekki hvora ég sá).
Sýning Halaleikhópsins sýnir svo ekki verður um villst að þar fer harðsnúinn leikhópur sem er ýmislegt til lista lagt. Formið hentar hópnum vel og ef sagan væri skýrar mótuð væri hreint ekki yfir neinu að kvarta og það er til marks um kraftinn í hópnum hvað sýningin er skemmtileg þrátt fyrir annmarka verksins.
Halinn i Hátúni. Sunnudagurinn 19. mars 2003
Höfundur og leikstjóri: Edda V. Guðmundsdóttir
Söngtextar: Unnur María Sólmundardóttir
Úti að aka
EDDU V. Guðmundsdóttur hefur með Jónatan tekist aðdáanlega að virkja hvern leikara Halaleikhópsins. Allir fá eitthvað að glíma við, veikleikum er snúið í styrkleika og útkoman er sýning sem rennur áfram af öryggi og krafti. Það er vel til fundið að búa til frásagnarleikhús þar sem hópurinn hefur það sameiginlega verkefni að miðla sögu í tali, leik og tónum. stuttar senurnar flæða hver inn í aðra og útkoman er lifandi og skemmtileg.En þó Eddu hafi tekist að finna heppilegt form þykir mér henni hafa heppnast síður að skrifa gott leikrit.
Jónatan er vel stæður maður á besta aldri sem býður skipbrot þegar hann lendir í slysi og lamast. Verkið segir frá glímu hans við eftirköst slyssins og tilraunir til að lifa lífinu þrátt fyrir þann þröskuld sem fötlunin setur honum.
Eða hvað? Þetta er yfirlýst áform leikhópsins, eða “húsandanna” sem segja söguna. Þeir tala um reiði Jónatans, þunglyndi og og erfiðleika við að sætta sig við orðinn hlut. En sá Jónatan sem birtist okkur er hins vegar í ágætis jafnvægi, kannski dálítið daufur í dálkinn, en hreint ekki reiður eða bitur, lætur meira að segja fordóma umhverfisins hafa harla lítil áhrif á sig. Þessi togstreita á milli þess sem sögumenn segja og þess sem er leikgert á sviðinu er undarleg og ruglar áhorfandann í ríminu. Þá er framvindan heldur losaraleg. Eftir ágætan inngang um Jónatan og vini hans kemur kafli um tilraun Jónatans til að komast í partí hjá vinkonu sinni. Erfiðleikum í samgöngumálum tekur Jónatan með jafnaðargeði en þá skiptir verkið algerlega um stefnu, partíferðin virðist gleymd og Jónatan hittir skuggalegan mann sem vill fá hann til að vinna óþverraleg störf og skýla sér bak við fötlun sína. Og þar með er verkinu lokið, hópurinn syngur lokasöng og spyr hver sé sjúkur, öryrkinn eða eiturlyfjasalinn, spurning sem snýst fremur um orðsifjar og tvíræðni heilbrigðishugtaksins en raunverulega þjóðfélagsstöðu öryrkja og dópsala.
Eins og áður er sagt er sýningin skemmtileg þrátt fyrir brotalamir verksins og leikhópurinn fyllilega fær um að halda athygli áhorfandans við efnið og skemmta honum um leið. Mest mæðir á Jóni Stefánssyni, Jónatan. Hann skilaði sínu vel og ekki við hann að sakast þó áhorfandinn vænti einatt annarra viðbragða en þeirra sem Jónatan sýndi. Þá voru þeir Árni Salómonsson og Jón Þór Ólason skemmtilegir í sínum fjölmörgu rullum.
Tónlist er í stóru hlutverki í sýningunni. Hljómsveitin var prýðilega þétt og söngtextar Unnar Maríu Sólmundardóttur víða hnyttnir, ekki síst söngurinn um flæðið, sem var mikið glæsinúmer í meðförum Kristínar R. Magnúsdóttur eða Kolbrúnar D. Kristjánsdóttur (þær skipta með sér hlutverkinu og ég veit ekki hvora ég sá).
Sýning Halaleikhópsins sýnir svo ekki verður um villst að þar fer harðsnúinn leikhópur sem er ýmislegt til lista lagt. Formið hentar hópnum vel og ef sagan væri skýrar mótuð væri hreint ekki yfir neinu að kvarta og það er til marks um kraftinn í hópnum hvað sýningin er skemmtileg þrátt fyrir annmarka verksins.
<< Home