Rocky Horror Show
Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ
Á sal fjölbrautaskólans 13. mars 2003.
Höfundur: Richard O’Brien
Þýðendur: Björn Jörundur Jónsson, Davíð Þór Jónsson og Veturliði Guðnason
Leikstjóri: Ari Matthíasson
Danshöfundar: Guðfinna og Selma Björnsdætur
Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson.
Garðbæingar standast þetta próf ekki alveg, þó kynferðislegum þáttum sýningarinnar sé gert hátt undir höfði. Reyndar er Pétur Rúnar Heimisson eins og fiskur í vatni í sínu korseletti í hlutverki Frank N’Further. Hann syngur líka forkunnarvel en skortir aðeins leikreynslu og kannski ekki síst dansreynslu til að njóta sín til fulls. Þá eru Elísa Arnarsdóttir og Einir Guðlaugsson alveg stórfín sem púkalega parið sem lendir í klóm hinnar gröðu geimveru. En kórinn hvílir ekki alveg nógu rólegur í netsokkunum til að við trúum því að þeim líði vel.
Eins og við mátti búast er dans og tónlistarflutningur næsta lýtalaus og sviðsetning Ara Matthíassonar flæðir vel. Þó saknaði ég þess að meira væri dvalið við tvö lykilatriði: uppvakningu Rockys og afhjúpun líks Eddies. Það síðarnefnda hef ég ekki séð gert áður eins og hér var, en því miður var farið of hratt yfir sögu og þessi snjalla hugmynd missti marks, kannski var frumsýningarskjálftinn að verki. Allavega, býsna góð sýning sem kemst langleiðina með þetta lúmskt erfiða verk.
Á sal fjölbrautaskólans 13. mars 2003.
Höfundur: Richard O’Brien
Þýðendur: Björn Jörundur Jónsson, Davíð Þór Jónsson og Veturliði Guðnason
Leikstjóri: Ari Matthíasson
Danshöfundar: Guðfinna og Selma Björnsdætur
Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Lýsing: Magnús Helgi Kristjánsson.
Gauragangur og undirföt
FJÖLBRAUTASKÓLINN í Garðabæ blandar sér í söngleikjasamkeppnina annað árið í röð, nú með hinn sívinsæla rokksöngleik Rocky Horror. Menntaskólaleikfélög laðast mjög að þessu verki, sem er kannski ekkert skrítið, flott músík, paródískur söguþráður og persónur og tækifæri til að bregða á leik í dónalegum undirfötum. Þetta síðarnefnda reynist reyndar oftar en ekki verða sýningunum fjötur um fót, því sjaldnast ráða unglingarnir við að njóta sín fyllilega fáklædd og frygðarleg á sviðinu. En það er ein af forsendum þess að sýning á Rocky Horror takist.Garðbæingar standast þetta próf ekki alveg, þó kynferðislegum þáttum sýningarinnar sé gert hátt undir höfði. Reyndar er Pétur Rúnar Heimisson eins og fiskur í vatni í sínu korseletti í hlutverki Frank N’Further. Hann syngur líka forkunnarvel en skortir aðeins leikreynslu og kannski ekki síst dansreynslu til að njóta sín til fulls. Þá eru Elísa Arnarsdóttir og Einir Guðlaugsson alveg stórfín sem púkalega parið sem lendir í klóm hinnar gröðu geimveru. En kórinn hvílir ekki alveg nógu rólegur í netsokkunum til að við trúum því að þeim líði vel.
Eins og við mátti búast er dans og tónlistarflutningur næsta lýtalaus og sviðsetning Ara Matthíassonar flæðir vel. Þó saknaði ég þess að meira væri dvalið við tvö lykilatriði: uppvakningu Rockys og afhjúpun líks Eddies. Það síðarnefnda hef ég ekki séð gert áður eins og hér var, en því miður var farið of hratt yfir sögu og þessi snjalla hugmynd missti marks, kannski var frumsýningarskjálftinn að verki. Allavega, býsna góð sýning sem kemst langleiðina með þetta lúmskt erfiða verk.
<< Home