Örlagasystur
Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð
Austurbæ 14. febrúar 2003
Leikgerð Stephen Briggs á sögu Terry Pratchett
Þýðandi: Gunnar Freyr Steinsson
Leikstjórar: Atli Rafn Sigurðsson og Brynhildur Guðjónsdóttir
Tónlist: Guðmundur Steinn Steinsson
Lýsing: Geir Magnússon.
Terry Pratchett er afkastamikill höfundur og Diskheimssögur hans eiga sér drjúgan hóp aðdáenda hér á landi, enda mikið hugmyndaflug í gangi og Pratchett leikinn í að láta undur og stórmerki Diskheims kallast á við hinn öllu hversdagslegri raunveruleika okkar jarðarbúa. Örlagasystur er í grunninn nokkuð venjulegt ævintýri, sem er teygt og togað í spéspegli höfundar. Í ríki einu hefur kóngurinn verið myrtur og valdaræningi sest í stól hans. En vitaskuld hefur tekist að koma kornungum syni hans undan og nornirnar þrjár sem nafnið vísar til koma honum í fóstur hjá farandleikflokki. Og auðvitað er nýi stjórnandinn algerlega ómögulegur, og auk þess nagaður af samviskubiti. Og konan hans tík með kvalalosta.
Fljótlega sjá nornirnar að það er ekki um annað að ræða en að koma hinum rétta krónprinsi til manns hið snarasta og gera hann að konungi. Pratchett leikur sér hér með ýmis ævintýraminni og bætir vænum skammti af Shakespeare við. Sumt er það hnyttið, annað frekar þunnt eins og gengur.
Það verður að segjast að ekki skila töfrar Diskheims sér alfarið af pappírnum yfir á leiksviðið. Trúlega er húmorinn of víða bóklegur, og hitt hjálpar ekki að til að skila heilli nýrri heimsmynd þarf íburðarmeiri umgjörð og sviðsetningu en þá sem LFMH hefur á valdi sínu. Allt um það þá gerir stór og kraftmikill leikhópurinn sitt besta til að skemmta áhorfendum og sýningin er full af litlum skemmtilegum hugmyndum sem kalla fram bros og hlátur.
Nornunum þremur er ágætlega skilað af Uglu Jóhönnu Egilsdóttur, Jóhönnu Ósk Baldvinsdóttur og Höllu Ólafsdóttur og Antoine Hrannar Fons og Hildur Helga Kristjánsdóttir eru skemmtileg sem hin siðlausu valdaránshjón. Fíflið er gott hjá Árna Kristjánssyni og samleikur þeirra Höllu Ólafsdóttur einlægur og jafnframt fyndinn.
Örlagasystur eru fyrsta sýningin sem undirritaður sér í Austurbæ og ekki get ég sagt að húsið hafi heillað mig. Fyrir utan stærðina, sem öll er á lengdina, er hljómburðurinn afleitur fyrir óuppmagnað talað mál. Fyrir vikið þurftu óþjálfaðir leikarar sýningarinnar alltof oft að standa á orginu, sem einatt dregur úr áhrifamætti þess sem sagt er. Þar fyrir utan var margt gott um vinnu þeirra og leikstjóraparsins að segja og aðdáendur höfundarins ættu ekki að sleppa þessu tækifæri til að skoða sig um í Diskheimum.
Austurbæ 14. febrúar 2003
Leikgerð Stephen Briggs á sögu Terry Pratchett
Þýðandi: Gunnar Freyr Steinsson
Leikstjórar: Atli Rafn Sigurðsson og Brynhildur Guðjónsdóttir
Tónlist: Guðmundur Steinn Steinsson
Lýsing: Geir Magnússon.
Þrenns konar heimar
Á ENGAN er hallað þótt fullyrt sé að Herranótt og Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð séu öflugustu framhaldsskólaleikfélögin sem ekki gera út á "stórsjóin", heldur halda sig við "venjulegri" leiklist. Metnaður í verkefnavali og listrænn kraftur er jafnan einkenni á starfsemi þeirra. Að þessu sinni hafa þau bæði valið leikgerðir á skáldsögum, og svo vill til að báðar sögurnar eru af fantasíuætt. [Sjá dóm um "Hundshjarta" annarsstaðar]Terry Pratchett er afkastamikill höfundur og Diskheimssögur hans eiga sér drjúgan hóp aðdáenda hér á landi, enda mikið hugmyndaflug í gangi og Pratchett leikinn í að láta undur og stórmerki Diskheims kallast á við hinn öllu hversdagslegri raunveruleika okkar jarðarbúa. Örlagasystur er í grunninn nokkuð venjulegt ævintýri, sem er teygt og togað í spéspegli höfundar. Í ríki einu hefur kóngurinn verið myrtur og valdaræningi sest í stól hans. En vitaskuld hefur tekist að koma kornungum syni hans undan og nornirnar þrjár sem nafnið vísar til koma honum í fóstur hjá farandleikflokki. Og auðvitað er nýi stjórnandinn algerlega ómögulegur, og auk þess nagaður af samviskubiti. Og konan hans tík með kvalalosta.
Fljótlega sjá nornirnar að það er ekki um annað að ræða en að koma hinum rétta krónprinsi til manns hið snarasta og gera hann að konungi. Pratchett leikur sér hér með ýmis ævintýraminni og bætir vænum skammti af Shakespeare við. Sumt er það hnyttið, annað frekar þunnt eins og gengur.
Það verður að segjast að ekki skila töfrar Diskheims sér alfarið af pappírnum yfir á leiksviðið. Trúlega er húmorinn of víða bóklegur, og hitt hjálpar ekki að til að skila heilli nýrri heimsmynd þarf íburðarmeiri umgjörð og sviðsetningu en þá sem LFMH hefur á valdi sínu. Allt um það þá gerir stór og kraftmikill leikhópurinn sitt besta til að skemmta áhorfendum og sýningin er full af litlum skemmtilegum hugmyndum sem kalla fram bros og hlátur.
Nornunum þremur er ágætlega skilað af Uglu Jóhönnu Egilsdóttur, Jóhönnu Ósk Baldvinsdóttur og Höllu Ólafsdóttur og Antoine Hrannar Fons og Hildur Helga Kristjánsdóttir eru skemmtileg sem hin siðlausu valdaránshjón. Fíflið er gott hjá Árna Kristjánssyni og samleikur þeirra Höllu Ólafsdóttur einlægur og jafnframt fyndinn.
Örlagasystur eru fyrsta sýningin sem undirritaður sér í Austurbæ og ekki get ég sagt að húsið hafi heillað mig. Fyrir utan stærðina, sem öll er á lengdina, er hljómburðurinn afleitur fyrir óuppmagnað talað mál. Fyrir vikið þurftu óþjálfaðir leikarar sýningarinnar alltof oft að standa á orginu, sem einatt dregur úr áhrifamætti þess sem sagt er. Þar fyrir utan var margt gott um vinnu þeirra og leikstjóraparsins að segja og aðdáendur höfundarins ættu ekki að sleppa þessu tækifæri til að skoða sig um í Diskheimum.
<< Home