Made in USA
Nemendamót Verzlunarskóla Íslands
Loftkastalinn 5. febrúar 2003
Höfundur: Jón Gnarr
Leikstjóri: Jóhann G. Jóhannsson
Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson
Leikmynd og lýsing: Sigurður Kaiser
Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir.
En verkin? Nafnarnir Gnarr og Steinbeck? Já, kannski eru þetta ekki lík verk, en útgangspunktur beggja eru samt Bandaríkin, þau eru eins og tvær hliðar á sama draumnum.
Made in USA segir frá Eltoni Jóni, íslenskum skiptinema í Bandaríkjunum. Hann er gæddur óvenjulegum tónlistarhæfileikum og verður fljótt bitbein samferðamanna sinna í listaháskólanum þar sem hann stundar nám. Hann ánetjast um stund úrkynjuðum og siðspilltum öflum, en hristir þau af sér á endasprettinum og snýr aftur í faðm hjartahreinnar unnustu sinnar og allt endar vel, eins og í ljúfum draumi.
Leikverkið er mjög í anda höfundar síns, vegur salt milli bláeygðs sakleysis og sótsvartrar íróníu. Trúlega er írónían einmitt grimmust þegar einfaldleikinn og sakleysið eru tjáð af (að því er virðist) mestri einlægni. Þessi stíll hentar leikhópnum vel, enda alinn upp við höfundinn í útvarpi, uppistandi, sjónvarpi og kvikmyndum og leikstjórinn hefur haldið vel utan um að koma því til skila. Þetta er átakalaus leikur, allur á yfirborðinu, og bráðhlægilegur, sérstaklega þegar enginn er að reyna að vera fyndinn. Sérstaklega var Hanna Borg Jónsdóttir eins og fiskur í vatni í þessum stíl sem hin hjartahreina Susan Dorothy Parks. Þá var Elton Jón í öruggum höndum hjá Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, sem syngur nú á sínu síðasta nemendamóti og verður hæfileika hans og stjörnuútgeislunar vafalítið sárt saknað.
Tónlistarflutningur og dansar eru eins og til er ætlast lýtalausir með öllu en eru samt að mínu mati veikasti hlekkur sýningarinnar og skrifast það á handritshöfundinn. Jóni hefur ekki tekist að nýta lögin sem skyldi í þágu sögunnar eða til að toppa hápunktana. Staðsetning einstakra laga virkar tilviljanakennd og oft er eins og brostið sé í söng bara vegna þess að það er “kominn tími á það”. Þá eru söngtextarnir veikasti hlekkur textans, þar nýtast frábærir hæfileikar og ísmeygileg sýn Jóns Gnarr á fólk og fyrirbæri síst. En aðdáendur nemendamótssýninganna láta þetta trúlega sér í léttu rúmi liggja og njóta hvers númers í botn. Það er í sjálfu sér ekkert að því, enda eru þau eins og áður sagði frábærlega flutt.
*birtist fyrst í grein með dómi um Þrúgur reiðinnar hjá Leikfélagi Húsavíkur
Loftkastalinn 5. febrúar 2003
Höfundur: Jón Gnarr
Leikstjóri: Jóhann G. Jóhannsson
Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson
Leikmynd og lýsing: Sigurður Kaiser
Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir.
Tveggja drauma sýn
FLJÓTT á litið eiga Nemendamót Verzlunarskólans og Leikfélag Húsavíkur ekki margt sameiginlegt,* og það sama má segja um verkin sem þau hafa ráðist í að þessu sinni. Ef grannt er skoðað fara samt hliðstæðurnar að birtast ein af annarri. Á báðum stöðum ríkir faglegur metnaður og sú tilfinning að það sé sjálfsagður hlutur að leggja sig allan fram og gera eins vel og hægt er. Þessari stemmningu miðla bæði hið hundrað ára gamla félag á Húsavík og hið öllu yngra stórsjóabatterí í Reykjavík til nýrra félaga, en á báðum stöðum er auðvitað stöðug endurnýjun þátttakenda, örari þó hjá Verslingum eðli málsins samkvæmt.En verkin? Nafnarnir Gnarr og Steinbeck? Já, kannski eru þetta ekki lík verk, en útgangspunktur beggja eru samt Bandaríkin, þau eru eins og tvær hliðar á sama draumnum.
Made in USA segir frá Eltoni Jóni, íslenskum skiptinema í Bandaríkjunum. Hann er gæddur óvenjulegum tónlistarhæfileikum og verður fljótt bitbein samferðamanna sinna í listaháskólanum þar sem hann stundar nám. Hann ánetjast um stund úrkynjuðum og siðspilltum öflum, en hristir þau af sér á endasprettinum og snýr aftur í faðm hjartahreinnar unnustu sinnar og allt endar vel, eins og í ljúfum draumi.
Leikverkið er mjög í anda höfundar síns, vegur salt milli bláeygðs sakleysis og sótsvartrar íróníu. Trúlega er írónían einmitt grimmust þegar einfaldleikinn og sakleysið eru tjáð af (að því er virðist) mestri einlægni. Þessi stíll hentar leikhópnum vel, enda alinn upp við höfundinn í útvarpi, uppistandi, sjónvarpi og kvikmyndum og leikstjórinn hefur haldið vel utan um að koma því til skila. Þetta er átakalaus leikur, allur á yfirborðinu, og bráðhlægilegur, sérstaklega þegar enginn er að reyna að vera fyndinn. Sérstaklega var Hanna Borg Jónsdóttir eins og fiskur í vatni í þessum stíl sem hin hjartahreina Susan Dorothy Parks. Þá var Elton Jón í öruggum höndum hjá Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, sem syngur nú á sínu síðasta nemendamóti og verður hæfileika hans og stjörnuútgeislunar vafalítið sárt saknað.
Tónlistarflutningur og dansar eru eins og til er ætlast lýtalausir með öllu en eru samt að mínu mati veikasti hlekkur sýningarinnar og skrifast það á handritshöfundinn. Jóni hefur ekki tekist að nýta lögin sem skyldi í þágu sögunnar eða til að toppa hápunktana. Staðsetning einstakra laga virkar tilviljanakennd og oft er eins og brostið sé í söng bara vegna þess að það er “kominn tími á það”. Þá eru söngtextarnir veikasti hlekkur textans, þar nýtast frábærir hæfileikar og ísmeygileg sýn Jóns Gnarr á fólk og fyrirbæri síst. En aðdáendur nemendamótssýninganna láta þetta trúlega sér í léttu rúmi liggja og njóta hvers númers í botn. Það er í sjálfu sér ekkert að því, enda eru þau eins og áður sagði frábærlega flutt.
*birtist fyrst í grein með dómi um Þrúgur reiðinnar hjá Leikfélagi Húsavíkur
<< Home