Íbúð Soju
Stúdentaleikhúsið
Vesturporti miðvikudagskvöldið 20. nóvember 2002
Höfundur: Mikhail Búlgakov
Þýðandi: Þórarinn Kristjánsson
Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson.
Bergi Þór lætur greinilega vel að vinna með Stúdentaleikhúsinu og skemmst er að minnast hinnar frábæru sýningar Ungir menn á uppleið, annars heimsósómaverks. Hér velur hann leið léttrar stílfærslu sem smellpassar við efnið og innihaldið. Þó má finna að því að stundum missti leikhópurinn tökin á stílnum - eða hann var ekki algerlega gegnumfærður. Undir lokin gægist líka einlægni út undan háðsgrímunni þegar ein persónan fyllist örvæntingu þegar hin elskaða hafnar honum. Þau umskipti virkuðu sterk á mig í meðförum Hannesar Óla Ágústssonar. Bláenda sýningarinnar er líklega líka ætlað að kippa okkur niður á jörðina, en það tókst ekki fyllilega. Fyrir utan þessi atriði er sýningin stílfærð - leikurinn ýktur og háðskur, sem er undirstrikað með einfaldri en snjallri leikmyndalausn. Tónlistarnotkun var á hinn bóginn óþarflega ómarkviss, þó hljómsveitin væri út af fyrir sig ágæt.
Leikhópurinn er öflugur að vanda, Stúdentaleikhúsið býr við gott mannval þessi árin. Brynja Björnsdóttir var glæsileg og örugg Soja. Tvær leikkonur skiptast á um hlutverk þernunnar Manjúshku og ekki veit ég hvort það var Guðný K. Guðjónsdóttir eða Sara Friðgeirsdóttir sem fór með hlutverkið á miðvikudagskvöldið, en skemmtileg var hún. Þá var Walter Geir Grímsson frábær sem hinn útsjónarsami undirmálsmaður Ametístov. Heilt yfir stóð hópurinn sig vel. Framsögn var samt óþarflega oft ekki nógu góð.
Stúdentaleikhúsið á heiður skilið fyrir að kynna þetta skemmtilega leikrit fyrir Íslendingum. Sýningin er vandlega unnin og prýðileg skemmtun. Þeim mun leiðinlegra er hvað erfitt er að nálgast upplýsingar um hana, svo sem sýningarstað, sýningartíma og miðasölusíma. Lánist hópnum að kippa þessu í liðinn er aldrei að vita nema fólk streymi í leikhúsið - það er margt vitlausara hægt að gera.
Vesturporti miðvikudagskvöldið 20. nóvember 2002
Höfundur: Mikhail Búlgakov
Þýðandi: Þórarinn Kristjánsson
Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson.
Einstaklingsframtak í einræðisríki
ÍBÚÐ Soju er skrifað í Sovétríkjunum 1925, á miðju tímabili NEP-stefnunnar, sem einkenndist af smávægilegum tilslökunum, einkavæðingu á smáiðnaði og verslun. Útkoman sem Búlgakov sýnir í leikritinu er fyrirsjáanleg. Sögusviðið er eins og kemur fram í titlinum íbúð þar sem hin unga og metnaðargjarna Soja hefur hreiðrað um sig ásamt þernu, ástkonu og frænda með skuggalega fortíð. Þar opnar hún lítið fyrirtæki sem veit ekki alveg hvort það er tískuhús, saumastofa eða hórukassi. Allir eru á fullu við að nýta nýfengið frelsi til að klófesta það sem skiptir máli í lífinu: peninga, kynlíf, völd og farmiða burt úr sæluríkinu. Þetta gengur allt bærilega þangað til sumar persónurnar fara að ásælast ástina líka. Þá fer allt fjandans til. Verkið er smáskrítið og greinilega skrifað beint inn í samtíma sinn, en nær samt að vera ótrúlega nútímalegt. Sem þarf ekki að vera svo ótrúlegt - eru drifkraftar mannskepnunnar ekki alltaf þeir sömu?Bergi Þór lætur greinilega vel að vinna með Stúdentaleikhúsinu og skemmst er að minnast hinnar frábæru sýningar Ungir menn á uppleið, annars heimsósómaverks. Hér velur hann leið léttrar stílfærslu sem smellpassar við efnið og innihaldið. Þó má finna að því að stundum missti leikhópurinn tökin á stílnum - eða hann var ekki algerlega gegnumfærður. Undir lokin gægist líka einlægni út undan háðsgrímunni þegar ein persónan fyllist örvæntingu þegar hin elskaða hafnar honum. Þau umskipti virkuðu sterk á mig í meðförum Hannesar Óla Ágústssonar. Bláenda sýningarinnar er líklega líka ætlað að kippa okkur niður á jörðina, en það tókst ekki fyllilega. Fyrir utan þessi atriði er sýningin stílfærð - leikurinn ýktur og háðskur, sem er undirstrikað með einfaldri en snjallri leikmyndalausn. Tónlistarnotkun var á hinn bóginn óþarflega ómarkviss, þó hljómsveitin væri út af fyrir sig ágæt.
Leikhópurinn er öflugur að vanda, Stúdentaleikhúsið býr við gott mannval þessi árin. Brynja Björnsdóttir var glæsileg og örugg Soja. Tvær leikkonur skiptast á um hlutverk þernunnar Manjúshku og ekki veit ég hvort það var Guðný K. Guðjónsdóttir eða Sara Friðgeirsdóttir sem fór með hlutverkið á miðvikudagskvöldið, en skemmtileg var hún. Þá var Walter Geir Grímsson frábær sem hinn útsjónarsami undirmálsmaður Ametístov. Heilt yfir stóð hópurinn sig vel. Framsögn var samt óþarflega oft ekki nógu góð.
Stúdentaleikhúsið á heiður skilið fyrir að kynna þetta skemmtilega leikrit fyrir Íslendingum. Sýningin er vandlega unnin og prýðileg skemmtun. Þeim mun leiðinlegra er hvað erfitt er að nálgast upplýsingar um hana, svo sem sýningarstað, sýningartíma og miðasölusíma. Lánist hópnum að kippa þessu í liðinn er aldrei að vita nema fólk streymi í leikhúsið - það er margt vitlausara hægt að gera.
<< Home