Draumur i dós
Leikfélagið Hallvarður Súgandi
Félagsheimilinu á Suðureyri 13. júlí 2002
Höfundar: Elly Brewer og Sandi Toksvig
Þýðandi: Guðjón Ólafsson
Leikstjóri: Unnar Þór Reynisson
Sýning Hallvarðs Súganda á Draumi í Dós á ágæta spretti og félagið lumar greinilega á góðum kröftum, jafnt á sviði sem utan. Tvennt stendur einna helst í vegi fyrir því að sýningin verði verulega skemmtileg að þessu sinni. Fyrir það fyrsta er leikritið ekkert sérstaklega gott. Höfundunum verður einhvern veginn ekki mikill matur úr hugmyndinni, eins góð og hún hljómar við fyrstu heyrn. Klaufagangurinn í kringum uppfærsluna á Draumnum nær aldrei flugi, og afstaða leikendanna til áhorfenda er ekki skýr.
Síðan er annað sem einnig vinnur gegn sýningunni, líklega hefðu aðstandendur félagsins ekki getað fundið óheppilegri gamanleik til að glíma við. Verk á borð við Draum í dós útheimta nefnilega sérlega þjálfaða og vana leikendur, sem eru færir um að túlka persónur sínar af fyllsta öryggi, og sýna jafnframt hvernig persónurnar valda ekki sínum hlutverkum. Leikendur Hallvarðs Súganda hafa fæstir mikla reynslu, og ráða því illa við þessar kröfur, hversu hæfilegikaríkir sem þeir annars eru. Aukinheldur útheimtir grínið í verkinu nokkuð staðgóða þekkingu á Draumi á Jónsmessunótt, sem ekki er hægt að gera ráð fyrir hjá venjulegum íslenskum leikhúsgestum.
Merkilegt nokk, þá held ég að það sem best lukkast hjá Hallvarði í sýningunni er uppfærslan á Draumi á Jónsmessunótt, leikritinu í leikritinu. Þar ná leikararnir að hvíla í hlutverkum sínum og skila skýrri ætlan og sögu, þrátt fyrir þá skopstælingu sem óhjákvæmilega er til staðar. Þannig verða til eftirminnilegustu atriði sýningarinnar, hin kostulegi fljúgandi Bokki og álfarnir með rabbarbarann. Umgjörð var falleg og búningar skemmtilegir. Einnig var vel útfærð staðfærsla verksins til fyrirmyndar.
Líklega er Draumur Shakespeares einfaldlega of gott gamanleikrit til að hægt sé að ýta því til hliðar og beina athygli áhorfenda að annari ómerkilegri sögu. Það er hins vegar tilhlökkunarefni að heimsækja þetta öfluga leikfélag að ári og sjá efnilegan leikhópinn glíma við verðugra og hæfilegra verkefni.
Félagsheimilinu á Suðureyri 13. júlí 2002
Höfundar: Elly Brewer og Sandi Toksvig
Þýðandi: Guðjón Ólafsson
Leikstjóri: Unnar Þór Reynisson
Góð ráð dýr
LEIKFÉLAGIÐ Hallvarður Súgandi hefur fundið sér nokkuð frumlega aðferð við að lifa af í nútímanum með öllum sínum landsbyggðarflótta og samkeppni um tíma fólks. Félagið hefur undanfarin ár starfað á sumrin og sett upp eitt verkefni á hverju sumri, gjarnan í tengslum við sumarhátíð á Suðureyri. Þetta hefur gefist vel og engan bilbug að finna á félaginu. Að þessu sinni glíma þau við gamanleik um leikhús, nokkuð algengt form, sem hér tekur á sig þá mynd að leikhópur stendur frammi fyrir því á frumsýningu á Draumi á Jónsmessunótt að bróðurpartur leikhópsins lætur ekki sjá sig. Góð ráð eru dýr og hver sótraftur á sjó deginn; gjaldkerinn, sýningarstjórinn, smiðurinn og jafnvel fyrrverandi unnusti prímadonnunnar. Fljótlega fara tengsl leikendanna að hafa áhrif á túlkun þeirra á verki Shakespeares, auk þess sem þau þurfa flest að leika fleira en eitt hlutverk, og kunna að auki heldur lítið í verkinu. Semsagt; ágætis farsuppskrift.Sýning Hallvarðs Súganda á Draumi í Dós á ágæta spretti og félagið lumar greinilega á góðum kröftum, jafnt á sviði sem utan. Tvennt stendur einna helst í vegi fyrir því að sýningin verði verulega skemmtileg að þessu sinni. Fyrir það fyrsta er leikritið ekkert sérstaklega gott. Höfundunum verður einhvern veginn ekki mikill matur úr hugmyndinni, eins góð og hún hljómar við fyrstu heyrn. Klaufagangurinn í kringum uppfærsluna á Draumnum nær aldrei flugi, og afstaða leikendanna til áhorfenda er ekki skýr.
Síðan er annað sem einnig vinnur gegn sýningunni, líklega hefðu aðstandendur félagsins ekki getað fundið óheppilegri gamanleik til að glíma við. Verk á borð við Draum í dós útheimta nefnilega sérlega þjálfaða og vana leikendur, sem eru færir um að túlka persónur sínar af fyllsta öryggi, og sýna jafnframt hvernig persónurnar valda ekki sínum hlutverkum. Leikendur Hallvarðs Súganda hafa fæstir mikla reynslu, og ráða því illa við þessar kröfur, hversu hæfilegikaríkir sem þeir annars eru. Aukinheldur útheimtir grínið í verkinu nokkuð staðgóða þekkingu á Draumi á Jónsmessunótt, sem ekki er hægt að gera ráð fyrir hjá venjulegum íslenskum leikhúsgestum.
Merkilegt nokk, þá held ég að það sem best lukkast hjá Hallvarði í sýningunni er uppfærslan á Draumi á Jónsmessunótt, leikritinu í leikritinu. Þar ná leikararnir að hvíla í hlutverkum sínum og skila skýrri ætlan og sögu, þrátt fyrir þá skopstælingu sem óhjákvæmilega er til staðar. Þannig verða til eftirminnilegustu atriði sýningarinnar, hin kostulegi fljúgandi Bokki og álfarnir með rabbarbarann. Umgjörð var falleg og búningar skemmtilegir. Einnig var vel útfærð staðfærsla verksins til fyrirmyndar.
Líklega er Draumur Shakespeares einfaldlega of gott gamanleikrit til að hægt sé að ýta því til hliðar og beina athygli áhorfenda að annari ómerkilegri sögu. Það er hins vegar tilhlökkunarefni að heimsækja þetta öfluga leikfélag að ári og sjá efnilegan leikhópinn glíma við verðugra og hæfilegra verkefni.
<< Home