Abba - thank you for the music
Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti
Loftkastalanum 18. apríl 2002
Höfundur og leikstjóri: Guðmundur Rúnar Kristjánsson
Tónlistarstjóri: Matthías Matthíasson
Dansstjóri: Bjartmar Þórðarson
Ramminn sem Guðmundur Rúnar Kristjánsson hefur smíðað sem afsökun fyrir hópinn til að syngja lögin er nokkuð vel til fundinn. Tvær fallnar söngstjörnur hyggjast bjarga fjárhagnum með því að dubba dætur annarar upp sem eftirlíkingar af sér og hafa fé af tónlistarmógúl einum. Vitaskuld verða ýmis ljón á veginum en allt fer að sjálfsögðu vel, meira að segja betur en bjartsýnustu áhorfendur þorfðu að vona, dæturnar brillera og þær eldri fá feitan samning við ástralskan umboðsmann -skemmtileg vísun í Abbadelluna sem ku landlæg þar ef marka má myndir um drottingar á borð við þær Muriel og Priscillu.
Sýning sver sig í ættina; kraftmikil, tónlistin fagmannlega flutt, dansarnir góðir. En hér eins og fyrri daginn skemmir mjög fyrir tvískinnungurinn sem ég hef áður minnst á í sambandi við sýningar af þessu sauðahúsi. Annars vegar er hinn leikræni hluti, galgopalegur, ærslafullur og alvörulaus, en um leið og forspil byrjar að glymja í hátölurunum færist fagmannleg alvara yfir þátttakendurna, öll afstaða til persónanna og aðstæðna þeirra er gleymd og einbeitingin við að vanda sig yfirskyggir allt.
Hér verður þetta þeim mun bagalegra við það að drifkrafturinn í sögunni eiga að vera vandræðin við að gera ungu stúlkurnar að boðlegum skemmtikröftum, og koma í veg fyrir að hinn allsráðandi umboðsmaður sjái þær áður en það tekst. Það dregur óneitanlega úr spennunni þegar ungfrúrnar hafa frá því þær birtast fyrst sýnt og sannað sig sem færar í flestan sjó. Guðmundur skrifar skemmtileg samtöl og, að svo miklu leyti sem orðaskil urðu greind, hnyttna söngtexta. En spennan í sögunni fór fyrir lítið, bæði vegna ofangreindrar togstreitu og bláþráða í framvindunni.
Leikhópurinn er um margt skemmtilegur, og allir sem sungu skiluðu því með sóma. Skarpasta persónusköpunin var líklega hjá Eðvarð Atla Birgissyni, sem var sannfærandi nagli með mjúkan kjarna sem tónlistarmógúllinn. Þá var Ólafur Helgi Ólafsson kostulegur mjög sem geðstirður þjónn hjá dívunum. Gunnella Hólmarsdóttir og Ásta S. Sveinsdóttir virtust mér vera tilkomumestu söngkonurnar.
Abba - Thank You For The Music er trúlega síðasta framhaldsskólasjó vetrarins. Öll hafa þau heppnast ágætlega, en nú held ég að forsprakkar nemendafélaganna ættu að staldra við og endurmeta svolítið hugmyndir sínar um hvernig svona sýningar eiga að vera. Fyrir mína parta tel ég kominn tími til að beina öllum þessum krafti og metnaði í örlítið frumlegri farveg.
Loftkastalanum 18. apríl 2002
Höfundur og leikstjóri: Guðmundur Rúnar Kristjánsson
Tónlistarstjóri: Matthías Matthíasson
Dansstjóri: Bjartmar Þórðarson
Á fornri frægð
ÞAÐ hlaut að koma að því að einhver tæki eyrnaorma Abba til endurvinnslu þeirrar sem stunduð er í “sjómennsku” framhaldsskólanna þessi árin. Frábær lög sem allir þekkja, margir elska og sumir elska að hata, grípandi og hæfilega hallærisleg til að þola bæði einlægni og háð.Ramminn sem Guðmundur Rúnar Kristjánsson hefur smíðað sem afsökun fyrir hópinn til að syngja lögin er nokkuð vel til fundinn. Tvær fallnar söngstjörnur hyggjast bjarga fjárhagnum með því að dubba dætur annarar upp sem eftirlíkingar af sér og hafa fé af tónlistarmógúl einum. Vitaskuld verða ýmis ljón á veginum en allt fer að sjálfsögðu vel, meira að segja betur en bjartsýnustu áhorfendur þorfðu að vona, dæturnar brillera og þær eldri fá feitan samning við ástralskan umboðsmann -skemmtileg vísun í Abbadelluna sem ku landlæg þar ef marka má myndir um drottingar á borð við þær Muriel og Priscillu.
Sýning sver sig í ættina; kraftmikil, tónlistin fagmannlega flutt, dansarnir góðir. En hér eins og fyrri daginn skemmir mjög fyrir tvískinnungurinn sem ég hef áður minnst á í sambandi við sýningar af þessu sauðahúsi. Annars vegar er hinn leikræni hluti, galgopalegur, ærslafullur og alvörulaus, en um leið og forspil byrjar að glymja í hátölurunum færist fagmannleg alvara yfir þátttakendurna, öll afstaða til persónanna og aðstæðna þeirra er gleymd og einbeitingin við að vanda sig yfirskyggir allt.
Hér verður þetta þeim mun bagalegra við það að drifkrafturinn í sögunni eiga að vera vandræðin við að gera ungu stúlkurnar að boðlegum skemmtikröftum, og koma í veg fyrir að hinn allsráðandi umboðsmaður sjái þær áður en það tekst. Það dregur óneitanlega úr spennunni þegar ungfrúrnar hafa frá því þær birtast fyrst sýnt og sannað sig sem færar í flestan sjó. Guðmundur skrifar skemmtileg samtöl og, að svo miklu leyti sem orðaskil urðu greind, hnyttna söngtexta. En spennan í sögunni fór fyrir lítið, bæði vegna ofangreindrar togstreitu og bláþráða í framvindunni.
Leikhópurinn er um margt skemmtilegur, og allir sem sungu skiluðu því með sóma. Skarpasta persónusköpunin var líklega hjá Eðvarð Atla Birgissyni, sem var sannfærandi nagli með mjúkan kjarna sem tónlistarmógúllinn. Þá var Ólafur Helgi Ólafsson kostulegur mjög sem geðstirður þjónn hjá dívunum. Gunnella Hólmarsdóttir og Ásta S. Sveinsdóttir virtust mér vera tilkomumestu söngkonurnar.
Abba - Thank You For The Music er trúlega síðasta framhaldsskólasjó vetrarins. Öll hafa þau heppnast ágætlega, en nú held ég að forsprakkar nemendafélaganna ættu að staldra við og endurmeta svolítið hugmyndir sínar um hvernig svona sýningar eiga að vera. Fyrir mína parta tel ég kominn tími til að beina öllum þessum krafti og metnaði í örlítið frumlegri farveg.
<< Home