Maður og kona
Leikfélag Fljótsdalshéraðs
Valaskjálf, þriðjudaginn 26. mars 2002
Leikgerð Emils Thoroddsen og Indriða Waage á skáldsögu Jóns Thoroddsen.
Leikstjóri og höfundur söngtexta: Einar Rafn Haraldsson
Útsetning tónlistar: Torvald Gjerde.
Ekki hef ég lesið skáldsögu Jóns, en það flaug í gegnum höfuðið á mér þegar líða fór á sýninguna hversu vel hefur tekist að ljá efninu leikritsform. Fléttan og byggingin stendur mun nær leikhúsinu en skáldsöguforminu, sýnist mér. Ókunnugum myndi líklega seint renna í grun að hér væri leikgerð skáldsögu á ferð. Þó fléttan sé dálítið lotulöng og fyrirsjáanleg þá er hún engu að síður í eðli sínu leikritsflétta. Og persónugalleríið, hinn stóri styrkur verksins, hlýtur beinlínis að æpa af blöðum sögunnar á leikræna túlkun.
Sýning Leikfélags Fljótsdalshéraðs fer í helstu atriðum hefðbundna leið að verkinu hvað varðar leikstíl og túlkun persónanna, svo og búninga og umgjörð. Hvorttveggja er afbragðsvel af hendi leyst. Sérstaklega eru kvenbúningar fallegir og leikmynd hugvitssamleg, þó skiptingar í grafarþögn séu hálfleiðinlegar þegar áhorfendur vita af prýðilegri hljómsveit bak við tjald. Öll umferð leikara um sviðið er eðlileg og áreynslulaus, en líklega þyldi verkið og græddi á ögn meiri krafti og snerpu við og við.
Að einu veigamiklu leyti velur Einar Rafn að víkja frá verkinu, hann bætir við það söngvum. Ekki er þó verið að breyta verkinu í söngleik, heldur gegna þeir fyrst og fremst því hlutverki að skapa stemmningu, og gera grein fyrir ætlun og innræti persónanna. Þetta lukkast ágætlega og lífgar upp á sýninguna. Mestur fengur er í söngvum Hjálmars Tudda, en í þeim er lengst gengið í uppbroti. Hjálmar hreinlega stígur út úr hlutverki sínu og syngur um uppruna sinn og gerir grein fyrir innræti sínu, en hverfur svo aftur inn í samankreppta og gráðuga slefberann sem hefur orðið hans hlutskipti að vera. Skemmtilega Brecht-leg hugmynd sem gengur upp í skemmtilegri túlkun Þráins Sigvaldasonar á þessari subbulegu glansrullu.
Leikhópurinn er skipaður misvönu fólki og hefur tekist dável að fá hverjum verkefni við hæfi. Sigurjón Bjarnason tekur ómennið séra Sigvalda hefðbundnum “Brynjólfskum” tökum og kemst dável frá því. Vígþór Sjafnar Zophoníasson og Julia Wramling eru elskulegir ungir elskendur. Freyja Kristjánsdóttir er sköruleg Þórdís í Hlíð og Daníel Behrend og Jónas Pétur Bjarnason skemmtilegir gleði- og ýkjumenn.
Það er greinilegt af þessari sýningu að það er líf í þessu gamla verki. Hún sameinar virðingu fyrir hefðinni og nýstárleg uppbrot á smekklegan hátt, gengur upp og skemmtir ungum sem öldnum.
Valaskjálf, þriðjudaginn 26. mars 2002
Leikgerð Emils Thoroddsen og Indriða Waage á skáldsögu Jóns Thoroddsen.
Leikstjóri og höfundur söngtexta: Einar Rafn Haraldsson
Útsetning tónlistar: Torvald Gjerde.
Það er líf í þeim enn
ÞÓ að Maður og kona sé fráleitt jafn vinsælt viðfangsefni leiklistarfólks og það áður var lítum við samt á það sem hluta af íslenskri klassík. Okkar stutta og tiltölulega rýra leikritunarsaga hefur neytt okkur til að skilgreina hugtakið nokkuð vítt, og leikgerð Emils Thoroddsen og Indriða Waage á skáldsögu afa Emils á þar augljóslega heima, þó kannski hafi verið skrifuð markverðari og dýpri leikrit. Það var allavega kærkomið að endurnýja kynnin við þetta fólk úr veröld sem var og kemur aldrei aftur.Ekki hef ég lesið skáldsögu Jóns, en það flaug í gegnum höfuðið á mér þegar líða fór á sýninguna hversu vel hefur tekist að ljá efninu leikritsform. Fléttan og byggingin stendur mun nær leikhúsinu en skáldsöguforminu, sýnist mér. Ókunnugum myndi líklega seint renna í grun að hér væri leikgerð skáldsögu á ferð. Þó fléttan sé dálítið lotulöng og fyrirsjáanleg þá er hún engu að síður í eðli sínu leikritsflétta. Og persónugalleríið, hinn stóri styrkur verksins, hlýtur beinlínis að æpa af blöðum sögunnar á leikræna túlkun.
Sýning Leikfélags Fljótsdalshéraðs fer í helstu atriðum hefðbundna leið að verkinu hvað varðar leikstíl og túlkun persónanna, svo og búninga og umgjörð. Hvorttveggja er afbragðsvel af hendi leyst. Sérstaklega eru kvenbúningar fallegir og leikmynd hugvitssamleg, þó skiptingar í grafarþögn séu hálfleiðinlegar þegar áhorfendur vita af prýðilegri hljómsveit bak við tjald. Öll umferð leikara um sviðið er eðlileg og áreynslulaus, en líklega þyldi verkið og græddi á ögn meiri krafti og snerpu við og við.
Að einu veigamiklu leyti velur Einar Rafn að víkja frá verkinu, hann bætir við það söngvum. Ekki er þó verið að breyta verkinu í söngleik, heldur gegna þeir fyrst og fremst því hlutverki að skapa stemmningu, og gera grein fyrir ætlun og innræti persónanna. Þetta lukkast ágætlega og lífgar upp á sýninguna. Mestur fengur er í söngvum Hjálmars Tudda, en í þeim er lengst gengið í uppbroti. Hjálmar hreinlega stígur út úr hlutverki sínu og syngur um uppruna sinn og gerir grein fyrir innræti sínu, en hverfur svo aftur inn í samankreppta og gráðuga slefberann sem hefur orðið hans hlutskipti að vera. Skemmtilega Brecht-leg hugmynd sem gengur upp í skemmtilegri túlkun Þráins Sigvaldasonar á þessari subbulegu glansrullu.
Leikhópurinn er skipaður misvönu fólki og hefur tekist dável að fá hverjum verkefni við hæfi. Sigurjón Bjarnason tekur ómennið séra Sigvalda hefðbundnum “Brynjólfskum” tökum og kemst dável frá því. Vígþór Sjafnar Zophoníasson og Julia Wramling eru elskulegir ungir elskendur. Freyja Kristjánsdóttir er sköruleg Þórdís í Hlíð og Daníel Behrend og Jónas Pétur Bjarnason skemmtilegir gleði- og ýkjumenn.
Það er greinilegt af þessari sýningu að það er líf í þessu gamla verki. Hún sameinar virðingu fyrir hefðinni og nýstárleg uppbrot á smekklegan hátt, gengur upp og skemmtir ungum sem öldnum.
<< Home