Söngleikurinn Grettir
Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena
Frumleikhúsinu í Keflavík 15. mars 2002
Höfundar: Egill Ólafsson, Ólafur Haukur Símonarson og Þórarinn Eldjárn
Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson
Tónlistarstjórn: Júlíus Freyr Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson
Hér segir frá Breiðhyltingnum Gretti, aula sem fyrir áeggjan draumadísarinnar lendir í fangelsi en losnar þaðan til að verða sjónvarpsstjarna í sápuóperu um nafna sinn úr fornsögunum. En hver Grettir á sér sinn Glám og viðureignin við hann gerir hann ljósfælinn með afbrigðum; einkar óheppilegt ofnæmi fyrir ljósvakaleikara.
Það er margt gott um sviðsetningu (og frumraun) Jóns Páls Eyjólfssonar að segja. Hann er greinilega myndvís mjög, leikmyndin sem er einnig hans verk er bæði einföld og flott. Hurðirnar stóru eru snilldarbragð og margar uppstillingar eru glæsilegar og límast í heilabörkinn. Ásmundur á klóinu, gengið í sjoppunni, svo tvær séu nefndar. Hins vegar hefði mátt leggja meiri rækt við hóp- og söngatriði og skapa meiri hreyfingu á sviðinu. Sýningin hefur tilhneigingu til að verða dálítið kyrrstæð. Þetta verður til að draga nokkuð úr kraftinum sem þarf að vera til staðar til að fleyta henni áfram. Þetta þarf ekki að vera spurning um stórkostlega pottþétt dansnúmer heldur einfaldlega að virkja hópinn meira, verkið bíður enda upp á léttúð og að allt sé látið flakka. Eins er með sönginn, hann var, með einstaka undantekningum, eiginlega óþarflega áreynslulaus. Kannski væri ráð að skrúfa aðeins niður í hljóðnemunum og láta leikarana hafa aðeins meira fyrir hlutunum!
Að þessu sögðu er rétt að taka fram að sýningin er bæði skemmtileg og frambærilega leikin og sungin. Mikið mæðir að sjálfsögðu á Jóhanni Má Smárasyni í titilhlutverkinu, en hann er eins og sniðinn í það, sérstaklega framan af meðan Grettir er ennþá væskilsstrákur. Berglind Ásgeirsdóttir er sannkallað “femme fatale” sem draumadísin Sigga. Burkni Birkisson á marga snilldartakta í ótal hlutverkum, ekki síst sem Tarsan apabróðir (Já, merkilegt nokk, hann kemur við Grettis-sögu!). Jón Marinó Sigurðarson er bráðgóður Ásmundur og Sandra Þorsteinsdóttir er skemmtileg sem systirin Gullauga og söngur hennar dæmi um kraftinn sem þyrfti að einkenna öll númerin.
Grettir í Keflavík er flott sýning. Einfaldar lausnir, skýrar myndir og pottþétt tónlist einkenna hana öðru fremur. Með betur útfærðri traffík á sviðinu og meiri krafti væri hún ómótstæðileg. Samstarf leikfélaganna tveggja verður að teljast efnilegt mjög.
Frumleikhúsinu í Keflavík 15. mars 2002
Höfundar: Egill Ólafsson, Ólafur Haukur Símonarson og Þórarinn Eldjárn
Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson
Tónlistarstjórn: Júlíus Freyr Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson
Ris og fall í Breiðholtinu
SÖNGLEIKURINN Grettir virðist ætla að hafa það af að verða sígilt viðfangsefni íslenskra leikfélaga. Þrátt fyrir lausungina í fléttunni og nykrað sambandið við Grettissögu hefur hann stór tromp á hendi; frábæra tónlist frá Agli á hinu frjóa þursaskeiði og tvo fyndnustu penna landsins, þá Ólaf og Þórarinn. Tónlistin er þó stærsta skrautfjöðrin að mínu mati, vísar í allar áttir, sækir áhrifamátt á ótal staði og framundan rokkinu gægjast þeir fimmundasöngur og víkivaki.Hér segir frá Breiðhyltingnum Gretti, aula sem fyrir áeggjan draumadísarinnar lendir í fangelsi en losnar þaðan til að verða sjónvarpsstjarna í sápuóperu um nafna sinn úr fornsögunum. En hver Grettir á sér sinn Glám og viðureignin við hann gerir hann ljósfælinn með afbrigðum; einkar óheppilegt ofnæmi fyrir ljósvakaleikara.
Það er margt gott um sviðsetningu (og frumraun) Jóns Páls Eyjólfssonar að segja. Hann er greinilega myndvís mjög, leikmyndin sem er einnig hans verk er bæði einföld og flott. Hurðirnar stóru eru snilldarbragð og margar uppstillingar eru glæsilegar og límast í heilabörkinn. Ásmundur á klóinu, gengið í sjoppunni, svo tvær séu nefndar. Hins vegar hefði mátt leggja meiri rækt við hóp- og söngatriði og skapa meiri hreyfingu á sviðinu. Sýningin hefur tilhneigingu til að verða dálítið kyrrstæð. Þetta verður til að draga nokkuð úr kraftinum sem þarf að vera til staðar til að fleyta henni áfram. Þetta þarf ekki að vera spurning um stórkostlega pottþétt dansnúmer heldur einfaldlega að virkja hópinn meira, verkið bíður enda upp á léttúð og að allt sé látið flakka. Eins er með sönginn, hann var, með einstaka undantekningum, eiginlega óþarflega áreynslulaus. Kannski væri ráð að skrúfa aðeins niður í hljóðnemunum og láta leikarana hafa aðeins meira fyrir hlutunum!
Að þessu sögðu er rétt að taka fram að sýningin er bæði skemmtileg og frambærilega leikin og sungin. Mikið mæðir að sjálfsögðu á Jóhanni Má Smárasyni í titilhlutverkinu, en hann er eins og sniðinn í það, sérstaklega framan af meðan Grettir er ennþá væskilsstrákur. Berglind Ásgeirsdóttir er sannkallað “femme fatale” sem draumadísin Sigga. Burkni Birkisson á marga snilldartakta í ótal hlutverkum, ekki síst sem Tarsan apabróðir (Já, merkilegt nokk, hann kemur við Grettis-sögu!). Jón Marinó Sigurðarson er bráðgóður Ásmundur og Sandra Þorsteinsdóttir er skemmtileg sem systirin Gullauga og söngur hennar dæmi um kraftinn sem þyrfti að einkenna öll númerin.
Grettir í Keflavík er flott sýning. Einfaldar lausnir, skýrar myndir og pottþétt tónlist einkenna hana öðru fremur. Með betur útfærðri traffík á sviðinu og meiri krafti væri hún ómótstæðileg. Samstarf leikfélaganna tveggja verður að teljast efnilegt mjög.
<< Home