Þrek og tár
Leikfélag Hörgdæla
Félagsheimilið Melar, Hörgárdal laugardagurinn 9. mars, 2002
Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson
Leikstjóri: Saga Jónsdóttir
Þrek og tár segir frá tónelskri kaupmannsfjölskyldu á sjöunda áratugnum í Reykjavík og fólkinu í kringum hana, vel blandaður kokkteill af tónlist og tali, gríni og gráti. Mörgum sögum vindur fram, ótal örlög ráðast. Þungamiðjan eru þó ólík örlög þeirra systrasyna Davíðs og Gunna Gæ og glíma föður Davíðs við sjálfan sig og framtíðardrauma sína. Yfir öllu vakir síðan Jóhann kaupmaður, sem situr á völtum friðarstóli í ellinni eftir umbrotasamt líf. Fortíðardraugar hans eru ekki eins vel niðurkveðnir og hann vildi vera láta og gera jafnan vart við sig þegar tilfinningahitinn hækkar.
Verk af þessu tagi reynir á fjölmarga þætti í hæfileikasafni eins leikfélags. Það þarf sterka leikara sem einnig geta sungið og dansað, tónlistarmenn til að annast undirleikinn, útsjónarsamt búninga- og leikmunafólk til að endurskapa fortíðina og svo náttúrulega leikstjóra sem megnar að halda í alla þræði í senn og vefa litríkt tjald úr öllu saman.
Saga Jónsdóttir hefur valið þá leið að undirstrika húmorinn sem nóg er af í verkinu og nýta þannig hæfileika leikaranna á því sviði. Enda er sýningin hin mesta skemmtun þegar léttast er yfir henni. Á hinn bóginn verður óneitanlega dálítil slagsíða á henni fyrir vikið, fortíðarskuggarnir og hörmungar sem yfir dynja ná ekki áhrifamætti sínum þegar illa gengur að hemja galgopaskapinn. Það er viðkvæmur línudans að skila báðum hliðum verksins, og hér hverfa tárin nokkuð í skugga þreklegra skoptakta.
Undantekning þessa vanda eru tveir aðalleikendanna, þau Ívar Örn Björnsson sem leikur Davíð og Fanney Valsdóttir sem Helga móðir hans. Þau ná að hvíla fallega í sínum hlutverkum og gera með því örlög sín aðgengileg áhorfendum. Auðvitað nýtast síðan skoptaktar og -hæfileikar margra dáindisvel. Nefna mætti Þórð Steindórsson sem var kostulegur sem fálkaorðuriddarinn Hallur Fengel og Sigurð B. Sverrisson í hlutverki Gunna Gæ, tugthússlims, kanakróga og ógæfumanns. Sigurður fór síðan, ásamt Ingu Berglindi Birgisdóttur, fremstur í flokki lipurra dansara, en dansatriði voru ágætlega heppnuð. Reyndar kemur fram í leikskrá að félagið hefur staðið fyrir dansnámskeiðum undanfarið, sem ég veit ekki til að leikfélög geri mikið af en er til fyrirmyndar og skilar auðsjáanlega árangri.
Þrek og tár hjá Leikfélagi Hörgdæla er prýðisskemtun, kraftmikil uppfærsla á skemmtilegu verki.Það næst oft að kitla hláturtaugarnar á Melum, þó vasaklúturinn hefði að ósekju mátt vökna oftar og meira.
Félagsheimilið Melar, Hörgárdal laugardagurinn 9. mars, 2002
Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson
Leikstjóri: Saga Jónsdóttir
Meira þrek en tár
ÞAÐ er ekki laust við að efasemdir láti á sér kræla í huga manns þegar sest er niður í salnum á Melum. Er virkilega svigrúm til að sviðsetja nostalgíumósaík Ólafs Hauks þarna? En það hefur tekist merkilega vel í snyrtilegri sviðsetningu Sögu Jónsdóttur.Þrek og tár segir frá tónelskri kaupmannsfjölskyldu á sjöunda áratugnum í Reykjavík og fólkinu í kringum hana, vel blandaður kokkteill af tónlist og tali, gríni og gráti. Mörgum sögum vindur fram, ótal örlög ráðast. Þungamiðjan eru þó ólík örlög þeirra systrasyna Davíðs og Gunna Gæ og glíma föður Davíðs við sjálfan sig og framtíðardrauma sína. Yfir öllu vakir síðan Jóhann kaupmaður, sem situr á völtum friðarstóli í ellinni eftir umbrotasamt líf. Fortíðardraugar hans eru ekki eins vel niðurkveðnir og hann vildi vera láta og gera jafnan vart við sig þegar tilfinningahitinn hækkar.
Verk af þessu tagi reynir á fjölmarga þætti í hæfileikasafni eins leikfélags. Það þarf sterka leikara sem einnig geta sungið og dansað, tónlistarmenn til að annast undirleikinn, útsjónarsamt búninga- og leikmunafólk til að endurskapa fortíðina og svo náttúrulega leikstjóra sem megnar að halda í alla þræði í senn og vefa litríkt tjald úr öllu saman.
Saga Jónsdóttir hefur valið þá leið að undirstrika húmorinn sem nóg er af í verkinu og nýta þannig hæfileika leikaranna á því sviði. Enda er sýningin hin mesta skemmtun þegar léttast er yfir henni. Á hinn bóginn verður óneitanlega dálítil slagsíða á henni fyrir vikið, fortíðarskuggarnir og hörmungar sem yfir dynja ná ekki áhrifamætti sínum þegar illa gengur að hemja galgopaskapinn. Það er viðkvæmur línudans að skila báðum hliðum verksins, og hér hverfa tárin nokkuð í skugga þreklegra skoptakta.
Undantekning þessa vanda eru tveir aðalleikendanna, þau Ívar Örn Björnsson sem leikur Davíð og Fanney Valsdóttir sem Helga móðir hans. Þau ná að hvíla fallega í sínum hlutverkum og gera með því örlög sín aðgengileg áhorfendum. Auðvitað nýtast síðan skoptaktar og -hæfileikar margra dáindisvel. Nefna mætti Þórð Steindórsson sem var kostulegur sem fálkaorðuriddarinn Hallur Fengel og Sigurð B. Sverrisson í hlutverki Gunna Gæ, tugthússlims, kanakróga og ógæfumanns. Sigurður fór síðan, ásamt Ingu Berglindi Birgisdóttur, fremstur í flokki lipurra dansara, en dansatriði voru ágætlega heppnuð. Reyndar kemur fram í leikskrá að félagið hefur staðið fyrir dansnámskeiðum undanfarið, sem ég veit ekki til að leikfélög geri mikið af en er til fyrirmyndar og skilar auðsjáanlega árangri.
Þrek og tár hjá Leikfélagi Hörgdæla er prýðisskemtun, kraftmikil uppfærsla á skemmtilegu verki.Það næst oft að kitla hláturtaugarnar á Melum, þó vasaklúturinn hefði að ósekju mátt vökna oftar og meira.
<< Home