And Björk, Of Course...
Maí 2002
Eftir Þorvald Þorsteinsson
Leikstjóri: Benedikt Erlingsson
Á nýja sviði Borgarleikhússins
Leikarar: Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Harpa Arnardóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Þór Tulinius.
“Hans:
Mig langar að keyra á ofsahraða inn í stóran hóp af fólki. Og mig langar til að stofna útvarpsstöð. Mig langar til að vita hvað aðrir sjá þegar þeir sjá mig.”
Alveg frá því ég sá Maríusögur í Nemendaleikhúsinu 1995 hefur mér fundist Þorvaldur Þorsteinsson vera athyglisverðasti leikritahöfundur Íslendinga. Nú er ég viss. Þetta er snilld.
Mislitur hópur af íslendingum í hamingjuleit og misalvarlegum krísum sækja sjálfsskoðunarnámskeið. Og þó þau virðist litlu nær því að skilja sjálf sig í lokin hafa þau afhjúpað sig fyrir áhorfendum, okkur til skemmtunar og hryllings.
And Björk, of course... virkar á mörgum plönum. Það er andstyggilega fyndin úttekt á naflaskoðunar- og sjálfshjálparkúltúrnum, smásmyglisleg skýrsla um getuleysi í mannlegum samskiptum, drephlægileg háðsglósa um mikilmennskuminnimáttarkennd Íslendinga, hroðalegur vitnisburður um siðferðilega tómhyggju. Stíll Þorvalds, sem hefur verið að mótast allt síðan Vasaleikhúsið ruglaði útvarpshlustendur í rýminu 1991, er einhverskonar skáldleg flatneskja sem enginn hefur á valdi sínu nema hann og er algerlega óborganleg. Leikritið sveiflast milli allt að því óbærilegra afhjúpana yfir í drephlægileg augnablik og tekst að draga áhorfendur með sér í þessa furðuferð. Endirinn er einn sá óvæntasti sem ég hef lengi séð.
Það gengi auðvitað ekki nema af því hvernig vinna leikaranna og leikstjórans hefur heppnast. Satt best að segja get ég séð fyrir mér alveg ótrúlega pínlega vonda sýningu byggða á þessu sama handriti. Nýjasviðshópurinn hans Benedikts Erlingssonar, sem hóf samstarf sitt í “Fyrst er að fæðast” nær hinsvegar ótrúlega öruggum tökum á þessu sápustykki sem Þorvaldur hefur rétt þeim. Þau eru hvert öðru betra, og samleikurinn þó allra flottastur. Ef ég yrði að nefna einhverja öðrum fremur myndi ég staldra við Þór Tulinius, sem nær að vera unaðslega creepy, jafnvel áður en við fréttum hverskonar kríp hann er. Já og Halldóru Geirharðsdóttur sem besservisserinn ógurlegi.
Umgjörð, lýsing, hljóðmynd, búningar; allt er þetta hárrétt og snjallt og notkun á myndavélum er beinskeytt og skilar sínu án þess að þvælast fyrir.
Ég er ekki búinn að sjá allar sýningar bæjarins, en það má mikið vera ef frumlegri, beinskeyttari, fyndnari og flottari sýning leynist einhversstaðar. A Must See.
Eftir Þorvald Þorsteinsson
Leikstjóri: Benedikt Erlingsson
Á nýja sviði Borgarleikhússins
Leikarar: Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Harpa Arnardóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Þór Tulinius.
“Hans:
Mig langar að keyra á ofsahraða inn í stóran hóp af fólki. Og mig langar til að stofna útvarpsstöð. Mig langar til að vita hvað aðrir sjá þegar þeir sjá mig.”
Alveg frá því ég sá Maríusögur í Nemendaleikhúsinu 1995 hefur mér fundist Þorvaldur Þorsteinsson vera athyglisverðasti leikritahöfundur Íslendinga. Nú er ég viss. Þetta er snilld.
Mislitur hópur af íslendingum í hamingjuleit og misalvarlegum krísum sækja sjálfsskoðunarnámskeið. Og þó þau virðist litlu nær því að skilja sjálf sig í lokin hafa þau afhjúpað sig fyrir áhorfendum, okkur til skemmtunar og hryllings.
And Björk, of course... virkar á mörgum plönum. Það er andstyggilega fyndin úttekt á naflaskoðunar- og sjálfshjálparkúltúrnum, smásmyglisleg skýrsla um getuleysi í mannlegum samskiptum, drephlægileg háðsglósa um mikilmennskuminnimáttarkennd Íslendinga, hroðalegur vitnisburður um siðferðilega tómhyggju. Stíll Þorvalds, sem hefur verið að mótast allt síðan Vasaleikhúsið ruglaði útvarpshlustendur í rýminu 1991, er einhverskonar skáldleg flatneskja sem enginn hefur á valdi sínu nema hann og er algerlega óborganleg. Leikritið sveiflast milli allt að því óbærilegra afhjúpana yfir í drephlægileg augnablik og tekst að draga áhorfendur með sér í þessa furðuferð. Endirinn er einn sá óvæntasti sem ég hef lengi séð.
Það gengi auðvitað ekki nema af því hvernig vinna leikaranna og leikstjórans hefur heppnast. Satt best að segja get ég séð fyrir mér alveg ótrúlega pínlega vonda sýningu byggða á þessu sama handriti. Nýjasviðshópurinn hans Benedikts Erlingssonar, sem hóf samstarf sitt í “Fyrst er að fæðast” nær hinsvegar ótrúlega öruggum tökum á þessu sápustykki sem Þorvaldur hefur rétt þeim. Þau eru hvert öðru betra, og samleikurinn þó allra flottastur. Ef ég yrði að nefna einhverja öðrum fremur myndi ég staldra við Þór Tulinius, sem nær að vera unaðslega creepy, jafnvel áður en við fréttum hverskonar kríp hann er. Já og Halldóru Geirharðsdóttur sem besservisserinn ógurlegi.
Umgjörð, lýsing, hljóðmynd, búningar; allt er þetta hárrétt og snjallt og notkun á myndavélum er beinskeytt og skilar sínu án þess að þvælast fyrir.
Ég er ekki búinn að sjá allar sýningar bæjarins, en það má mikið vera ef frumlegri, beinskeyttari, fyndnari og flottari sýning leynist einhversstaðar. A Must See.
<< Home