Þið eruð hérna
Leikfélag Hafnarfjarðar
Hafnarfjarðarleikhúsinu 6. júní 2003
Höfundur: Lárus Húnfjörð
Leikstjórn: Gunnar B. Guðmundsson og Lárus Húnfjörð.
Verkið núna, Þið eruð hérna, er samt eðlisólíkt Sölku. Hér liggur handrit til grundvallar, og mun lengra gengið í skoðun á sambandi leikara og áhorfenda - það verður hér að aðalefni leikritsins, sem segir frá erfiðu lífi Ísabellu sem er með þeim ósköpum gerð að eiga ósýnilega vini - áhorfendur. Samskipti hennar við harðneskjulegt umhverfi sitt mótast mjög af þessari sérstöðu hennar. Það er engum greiði gerður með því að rekja efnisþráðinn frekar - svo mjög sem verkið treystir á viðbrögð áhorfenda. Þó verð ég að finna að því við höfundinn að hann treystir að mínu mati um of á óþarfar melódramatískar klisjur til að skapa samúð með hetjunni; andstyggilega ofsatrúarmenn, sadískar geðhjúkkur og kynóðan sálfræðing. Og í leit sinni að mörkum leikara og áhorfenda stíga höfundar sýningarinnar á einum stað að mínu mati yfir þau á óleyfilegan hátt. Viðkvæmu fólki og börnum er ráðlagt að koma ekki á sýninguna og ber að taka þau skilaboð alvarlega.
Allt um það er verkið um margt frumlegt og vel skrifað sem leikhúsverk, sérstaklega natúralískari hlutar þess, en þar myndast einnig sterkasta spennan milli hins sýnilega og ósýnilega. Og að flestu leyti er unnið verulega vel með samband Ísabellu og áhorfenda. Ber ekki síst að þakka það aldeilis frábærri frammistöðu Lilju Nóttar Þórarinsdóttur í aðalhlutverkinu sem hún skilar af að því er virðist áreynslulausu öryggi og aðdáunarverðri hófstillingu innan um allar öfgarnar.
Sviðsetning verksins er líka firnavel leyst hjá leikstjórunum tveimur - þeir vinna með “Promenade” form, þar sem leikrýmin “fljóta “um stóran auðan sal og áhorfendur laga sig að hverju nýju leiksvæði. Þetta er lítið notað form hér á landi en öryggið í beitingu þess hér er verulega eftirtektarvert.
Fyrir utan fyrrgreinda hópa er rétt að hvetja fólk til að sækja Leikfélag Hafnarfjarðar heim. Óhætt er að lofa eftirminnilegri kvöldstund, og því að gestir eru leystir út með sterkum myndum og ótal spurningum suðandi í höfðinu.
Hafnarfjarðarleikhúsinu 6. júní 2003
Höfundur: Lárus Húnfjörð
Leikstjórn: Gunnar B. Guðmundsson og Lárus Húnfjörð.
Ósýnilegir vinir
LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar heldur áfram tilraunamennskunni sem hófst með Sölku miðli í haust. Sá þröngi húsnæðisstakkur sem félaginu hefur verið sniðinn hefur neytt þau á braut nýsköpunar og er félagið á góðri leið með að skapa sér afgerandi sérstöðu meðal íslenskra áhugaleikfélaga, eða hreinlega í íslenska leikhúsheiminum.Verkið núna, Þið eruð hérna, er samt eðlisólíkt Sölku. Hér liggur handrit til grundvallar, og mun lengra gengið í skoðun á sambandi leikara og áhorfenda - það verður hér að aðalefni leikritsins, sem segir frá erfiðu lífi Ísabellu sem er með þeim ósköpum gerð að eiga ósýnilega vini - áhorfendur. Samskipti hennar við harðneskjulegt umhverfi sitt mótast mjög af þessari sérstöðu hennar. Það er engum greiði gerður með því að rekja efnisþráðinn frekar - svo mjög sem verkið treystir á viðbrögð áhorfenda. Þó verð ég að finna að því við höfundinn að hann treystir að mínu mati um of á óþarfar melódramatískar klisjur til að skapa samúð með hetjunni; andstyggilega ofsatrúarmenn, sadískar geðhjúkkur og kynóðan sálfræðing. Og í leit sinni að mörkum leikara og áhorfenda stíga höfundar sýningarinnar á einum stað að mínu mati yfir þau á óleyfilegan hátt. Viðkvæmu fólki og börnum er ráðlagt að koma ekki á sýninguna og ber að taka þau skilaboð alvarlega.
Allt um það er verkið um margt frumlegt og vel skrifað sem leikhúsverk, sérstaklega natúralískari hlutar þess, en þar myndast einnig sterkasta spennan milli hins sýnilega og ósýnilega. Og að flestu leyti er unnið verulega vel með samband Ísabellu og áhorfenda. Ber ekki síst að þakka það aldeilis frábærri frammistöðu Lilju Nóttar Þórarinsdóttur í aðalhlutverkinu sem hún skilar af að því er virðist áreynslulausu öryggi og aðdáunarverðri hófstillingu innan um allar öfgarnar.
Sviðsetning verksins er líka firnavel leyst hjá leikstjórunum tveimur - þeir vinna með “Promenade” form, þar sem leikrýmin “fljóta “um stóran auðan sal og áhorfendur laga sig að hverju nýju leiksvæði. Þetta er lítið notað form hér á landi en öryggið í beitingu þess hér er verulega eftirtektarvert.
Fyrir utan fyrrgreinda hópa er rétt að hvetja fólk til að sækja Leikfélag Hafnarfjarðar heim. Óhætt er að lofa eftirminnilegri kvöldstund, og því að gestir eru leystir út með sterkum myndum og ótal spurningum suðandi í höfðinu.
<< Home