Landnáma
Stoppleikhópurinn
Foldaskóla 4. nóvember 2003.
Höfundur og leikstjóri: Valgeir Skagfjörð
Brúður: Katrín Þorvaldsdóttir
Leikendur: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir.
Hópurinn hefur sérhæft sig í farandsýningum fyrir börn og unglinga, og það var greinilegt að þau Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir voru á heimavelli í Foldaskóla, héldu athygli krakkanna vel, flink að bregða sér í ólík hlutverk og ekkert feimin við að vera groddaleg þegar tækifæri gafst sem vitaskuld féll í frjóan jarðveg. Stíll sýningarinnar er teiknimyndalegur og einfaldur eins og gefur að skilja, en leikmynd og búningar sem hópurinn er skrifaður fyrir sem heild var einfalt og snjallt, og fumleysi einkenndi allar umbreytingar, sem eðli málsins samkvæmt voru allnokkrar.
Handrit Valgeirs Skagfjörð er skemmtilegt, fyrir utan þá ákvörðun hans að ramma frásögnina inn með því að sýningin gerist á æfingu leikhópsins. Leikararnir detta því reglulega út úr sögunni og notar Valgeir þessi atriði til að koma upplýsingum á framfæri, sem verður nokkuð klunnalegt, auk þess sem samtöl leikaranna eru stirðari en svo að það virki trúverðugt. Það vandamál er ekki til staðar í samtölum hins eiginlega leikverks, sem eru skemmtilega fyrnd, en þó (vonandi) skiljanleg markhópnum. Og gaman þótti mér að heyra Harald Hárfagra tala norsku, held reyndar að mér hafi þótt það fyndnara en krökkunum.
Ónefndur er þáttur Katrínar Þorvaldsdóttur, en fáliðaður leikhópurinn var dyggilega studdur af þremur haganlega gerðum brúðum sem léku þá Atlasyni; Hólmstein, Hástein og Herstein. Þetta voru skemmtilegir kallar, og leikararnir léðu þeim skýr persónueinkenni með röddum sínum. Einnig komu við sögu smábrúður, sem mér sýndust vera eintök af hinum ódrepandi “Action-manni”, og fóru þær prýðilega með hlutverk tveggja þræla.
Landnáma stendur fyrir sínu sem endursögn frásagnarinnar um Ingólf Arnarson. Vonandi fær Stoppleikhópurinn tækifæri til að heimsækja sem flesta með þessa fróðlegu skemmtun.
Foldaskóla 4. nóvember 2003.
Höfundur og leikstjóri: Valgeir Skagfjörð
Brúður: Katrín Þorvaldsdóttir
Leikendur: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir.
Það er leikur að nema
LANDNÁMABÓK virðist í fljótu bragði ekki vera sérlega bitastæður efniviður í leikrit, frekar en til dæmis símaskráin. Enda kom í ljós að það var sagan af þeim fóstbræðrum Ingólfi Arnarsyni og Hjörleifi Hróðmarssyni sem Stoppleikhópurinn ætlaði að segja grunnskólanemum að þessu sinni. Það er vitaskuld ágætis saga, viðburðarík og skemmtileg, og eitthvað sem allir þurfa að kunna einhver skil á. Flest fyrri verka hópsins hafa verið fræðslu- og kennsluverk af ýmsum toga, og hefur hann algera sérstöðu í íslensku leikhúsi hvað þetta varðar. Ég er heldur ekkert frá því að leiklist sé góð viðbót við þær leiðir sem skólakerfið hefur til að miðla og glæða áhuga á menningararfinum. Það er allavega alveg ljóst að nemendur Foldaskóla fengu á frumsýningunni ágætis yfirlit yfir upphaf Reykjavíkur. Íslendingasögurnar, Tyrkjaránið, sjálfstæðisbaráttan, þorskastríðin, þjóðskáldin. Efniviður fyrir Stoppleikhópinn eru ótæmandi.Hópurinn hefur sérhæft sig í farandsýningum fyrir börn og unglinga, og það var greinilegt að þau Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir voru á heimavelli í Foldaskóla, héldu athygli krakkanna vel, flink að bregða sér í ólík hlutverk og ekkert feimin við að vera groddaleg þegar tækifæri gafst sem vitaskuld féll í frjóan jarðveg. Stíll sýningarinnar er teiknimyndalegur og einfaldur eins og gefur að skilja, en leikmynd og búningar sem hópurinn er skrifaður fyrir sem heild var einfalt og snjallt, og fumleysi einkenndi allar umbreytingar, sem eðli málsins samkvæmt voru allnokkrar.
Handrit Valgeirs Skagfjörð er skemmtilegt, fyrir utan þá ákvörðun hans að ramma frásögnina inn með því að sýningin gerist á æfingu leikhópsins. Leikararnir detta því reglulega út úr sögunni og notar Valgeir þessi atriði til að koma upplýsingum á framfæri, sem verður nokkuð klunnalegt, auk þess sem samtöl leikaranna eru stirðari en svo að það virki trúverðugt. Það vandamál er ekki til staðar í samtölum hins eiginlega leikverks, sem eru skemmtilega fyrnd, en þó (vonandi) skiljanleg markhópnum. Og gaman þótti mér að heyra Harald Hárfagra tala norsku, held reyndar að mér hafi þótt það fyndnara en krökkunum.
Ónefndur er þáttur Katrínar Þorvaldsdóttur, en fáliðaður leikhópurinn var dyggilega studdur af þremur haganlega gerðum brúðum sem léku þá Atlasyni; Hólmstein, Hástein og Herstein. Þetta voru skemmtilegir kallar, og leikararnir léðu þeim skýr persónueinkenni með röddum sínum. Einnig komu við sögu smábrúður, sem mér sýndust vera eintök af hinum ódrepandi “Action-manni”, og fóru þær prýðilega með hlutverk tveggja þræla.
Landnáma stendur fyrir sínu sem endursögn frásagnarinnar um Ingólf Arnarson. Vonandi fær Stoppleikhópurinn tækifæri til að heimsækja sem flesta með þessa fróðlegu skemmtun.
<< Home