This Side Up
Ramesh Meyyappan Sýnt í Tjarnarbíói á vegum Döff leiklistarhátíðar Draumasmiðjunnar. Sunnudagurinn 16. júlí 2006.
Og hvað er þá einfaldara og rökréttara en látbragðsleikurinn, sú ævaforna list að segja sögu án orða með líkamstjáningunni einni?
Ramesh Meyyappan frá Singapore heimsótti Ísland sem þátttakandi í Döff-leiklistarhátíð Draumasmiðjunnar á Akureyri, en gerði einnig stuttan stans í Reykjavík og sýndi listir sínar í Tjarnarbíói fyrir óþarflega fáa áhorfendur á sunnudagskvöldið.
Eins og með dans og aðrar „líkamlegar“ sviðslistir þá dregur mímuleikurinn einatt athyglina frá innihaldinu og að forminu, en þó sérstaklega að færni og frammistöðu listamannsins á sviðinu. Viðfangsefni hans, sagan sem hann segir eða hugmyndirnar sem hann vill miðla, reynist oftast minna áhugaverð en hin framandi tækni sem beitt er við að koma henni á framfæri.
Þannig fór líka hér, enda Ramesh Meyappan einkar ásjálegur flytjandi með lipra tækni og fallegar hreyfingar. Önnur helsta gleðin við að horfa á flinkan látbragðsleikara er einfaldlega gleðin sem felst í því að sjá hvað hann er að reyna að gera, sérstaklega ef maður hefur eitt andartak misst sjónar á því. Það voru ófá slík andartök í sýningunni. Nokkrum sinnum missti ég þó þráðinn sem tengdi mig við listamanninn og skildi ekki hvað hann var að sýna, en skelli skuldinni á óþarflega snúinn söguþráð fremur en vöntun á færni hjá honum eða athygli hjá mér.
Það eru vitaskuld takmörk fyrir því hverju hægt er að miðla með látbragðinu einu. This side up segir frá ævintýralegum hversdagsraunum póstburðarmanns og samskiptum hans við hefðbundna ógnvalda póstsins, grimma hunda og illvíga byssumenn.
Atburðarásin var einatt fremur ólíkindaleg, og Ramesh gekk vel að greina á milli ólíkra persóna með örlítilli hjálp frá kaskeitinu sínu. Hann er óhræddur við að hverfa út úr raunsæinu og treystir tækni sinni og máli látbragðsleiksins greinilega fullkomlega til að draga áhorfendur með sér út úr hversdagsleikanum og á vit fantasíunnar. Þetta tókst oftast, en eins og áður sagði missti ég á nokkrum stöðum tilfinninguna fyrir því hvert var verið að fara.
Þetta var skemmtileg lítil sýning og hefði verðskuldað betri mætingu, enda ekki eins og látbragðsleikur af þessum gæðum sé stöðugt á borðum íslenskra leikhúsáhugamanna.
Eins og áður sagði er Ramesh Meyyappan hingað kominn vegna Döff-leiklistarhátíðar Draumasmiðjunnar sem fram fór á Akureyri í síðustu viku. Þar voru í boði sjö sýningar frá ýmsum löndum.
Með stuttu millibili hafa sem sagt verið haldnar hér tvær alþjóðlegar leiklistarhátíðir á vegum sjálfstæðra leikhópa, væntanlega af fjárhagslegum vanefnum en örugglega með glæsibrag að öðru leyti. Þessi framtakssemi er vitaskuld mikið gleðiefni og verður vonandi framhald á. Leiklistarþjóðin þarf leiklistarhátíðir.
Póstur frá Singapore
EF ÉG skil hugmyndina að baki Döff-leikhúsi rétt þá er hugsjón þess að skapa leiklist sem heyrandi og heyrnarlausir geta notið saman og á sömu forsendum.Og hvað er þá einfaldara og rökréttara en látbragðsleikurinn, sú ævaforna list að segja sögu án orða með líkamstjáningunni einni?
Ramesh Meyyappan frá Singapore heimsótti Ísland sem þátttakandi í Döff-leiklistarhátíð Draumasmiðjunnar á Akureyri, en gerði einnig stuttan stans í Reykjavík og sýndi listir sínar í Tjarnarbíói fyrir óþarflega fáa áhorfendur á sunnudagskvöldið.
Eins og með dans og aðrar „líkamlegar“ sviðslistir þá dregur mímuleikurinn einatt athyglina frá innihaldinu og að forminu, en þó sérstaklega að færni og frammistöðu listamannsins á sviðinu. Viðfangsefni hans, sagan sem hann segir eða hugmyndirnar sem hann vill miðla, reynist oftast minna áhugaverð en hin framandi tækni sem beitt er við að koma henni á framfæri.
Þannig fór líka hér, enda Ramesh Meyappan einkar ásjálegur flytjandi með lipra tækni og fallegar hreyfingar. Önnur helsta gleðin við að horfa á flinkan látbragðsleikara er einfaldlega gleðin sem felst í því að sjá hvað hann er að reyna að gera, sérstaklega ef maður hefur eitt andartak misst sjónar á því. Það voru ófá slík andartök í sýningunni. Nokkrum sinnum missti ég þó þráðinn sem tengdi mig við listamanninn og skildi ekki hvað hann var að sýna, en skelli skuldinni á óþarflega snúinn söguþráð fremur en vöntun á færni hjá honum eða athygli hjá mér.
Það eru vitaskuld takmörk fyrir því hverju hægt er að miðla með látbragðinu einu. This side up segir frá ævintýralegum hversdagsraunum póstburðarmanns og samskiptum hans við hefðbundna ógnvalda póstsins, grimma hunda og illvíga byssumenn.
Atburðarásin var einatt fremur ólíkindaleg, og Ramesh gekk vel að greina á milli ólíkra persóna með örlítilli hjálp frá kaskeitinu sínu. Hann er óhræddur við að hverfa út úr raunsæinu og treystir tækni sinni og máli látbragðsleiksins greinilega fullkomlega til að draga áhorfendur með sér út úr hversdagsleikanum og á vit fantasíunnar. Þetta tókst oftast, en eins og áður sagði missti ég á nokkrum stöðum tilfinninguna fyrir því hvert var verið að fara.
Þetta var skemmtileg lítil sýning og hefði verðskuldað betri mætingu, enda ekki eins og látbragðsleikur af þessum gæðum sé stöðugt á borðum íslenskra leikhúsáhugamanna.
Eins og áður sagði er Ramesh Meyyappan hingað kominn vegna Döff-leiklistarhátíðar Draumasmiðjunnar sem fram fór á Akureyri í síðustu viku. Þar voru í boði sjö sýningar frá ýmsum löndum.
Með stuttu millibili hafa sem sagt verið haldnar hér tvær alþjóðlegar leiklistarhátíðir á vegum sjálfstæðra leikhópa, væntanlega af fjárhagslegum vanefnum en örugglega með glæsibrag að öðru leyti. Þessi framtakssemi er vitaskuld mikið gleðiefni og verður vonandi framhald á. Leiklistarþjóðin þarf leiklistarhátíðir.
<< Home