Mike Attack
Höfundur og leikari: Kristján Ingimarsson, leikstjóri: Rolf Heim. Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu 30. apríl 2006.
KUNNINGI minn einn hefur dálæti á þungarokki af hörðustu gerð. Kannski ekki í frásögur færandi nema það rifjaðist upp fyrir mér á leiðinni út af Mike Attack að hann segir stundum að eiginlega eigi framgangur slíkra tónlistarmanna meira skylt við afreksíþróttir en tónlist.
Kristján Ingimarsson er að sumu leyti leiklistarleg hliðstæða við þetta. Fráleit fimi hans, áreynslulaust öryggi og ótrúleg snerpa er það sem fangar athyglina öðru fremur. Mér er til efs að Íslendingar hafi nokkurn tíma áður átt skemmtikraft sem jafnast á við Kristján. Jafn hreinræktaðan virtúós á sviði leiklistar.
Það er enda einstök unun að fylgjast með honum leika listir sínar. Í Mike Attack byrjar hann á að efna til samsæris við áhorfendur með einföldum trúðabrellum sem hafa virkað að minnsta kosti síðan á miðöldum og hafa engu glatað af áhrifamætti sínum þegar þeim er beitt af jafn mikilli snilld og hér er gert.
Eftir þann inngang hefur Kristján alræðisvald yfir gestum sínum og getur leikið þær listir sem hann langar til. Og gerir það. Stóri galdurinn er náttúrulega galdur umbreytingarinnar. Með skýru líkamsmáli og að því er virðist áreynslulausri nákvæmni getur Kristján látið ósýnilega hluti og persónur birtast, blásið lífi í dauða hluti og skapað dramatíska spennu úr engu.
Þó míkrófónninn sé miðlægur þá er hlutverk hans og staða gagnvart leikaranum sífellt að breytast, allt eftir því hvað hann langar að sýna okkur næst. Stundum er hann míkrófónn, stundum dansfélagi, ótemja, kálfur, elskhugi, loftnet, byssa, billjardkjuði. Og fyrir utan samleik við míkrófóninn þá birtast aðrar ósýnilegar persónur á sviðinu. Dvergarnir sjö kannski eftirminnilegastir.
Sýningin er að sönnu fremur sundurlaus. Svolítið eins og sýnishornamappa þar sem ólíkar brellur fimleikatrúðsins eru settar fram sjálfra þeirra vegna. Það er meira eins og hún sé ætluð sem afsökun fyrir Kristján til að leika listir sínar frekar en að hæfileikarnir og getan séu virkjuð til að miðla einhverju sérstöku. „Etýður“ væri þetta kallað ef hann væri píanóleikari. Veit ekki með þungarokkið. Það er engin framvinda, sem gerir ekkert til, en heldur engin þróun í sambandinu milli leikarans og hljóðnemans, sem væri verra ef hvert og eitt atriði væri ekki svona fáránlega vel útfært, fyndið, satt og við fyrstu sýn nokkurnveginn óframkvæmanlegt.
Samstilling Kristjáns við þriðja leikarann, hljóðrásina, er líka hnökralaus með öllu. Og auðvitað verða allar alvörugefnar efasemdir næsta hjákátlegar andspænis svona hreinræktaðri list. Það er vandalaust að gefa sig á vald virtúósinum, hlæja að og með honum. Því ómennsk tæknin er ævinlega og stöðugt gegnsýrð af einlægri leikgleði sem gefur kjánalegustu uppátækjum líf og sína eigin dýpt.
List Kristjáns Ingimarssonar er einstök og kærkomin viðbót við leikhúsið hér.
Virtúós
KUNNINGI minn einn hefur dálæti á þungarokki af hörðustu gerð. Kannski ekki í frásögur færandi nema það rifjaðist upp fyrir mér á leiðinni út af Mike Attack að hann segir stundum að eiginlega eigi framgangur slíkra tónlistarmanna meira skylt við afreksíþróttir en tónlist.
Kristján Ingimarsson er að sumu leyti leiklistarleg hliðstæða við þetta. Fráleit fimi hans, áreynslulaust öryggi og ótrúleg snerpa er það sem fangar athyglina öðru fremur. Mér er til efs að Íslendingar hafi nokkurn tíma áður átt skemmtikraft sem jafnast á við Kristján. Jafn hreinræktaðan virtúós á sviði leiklistar.
Það er enda einstök unun að fylgjast með honum leika listir sínar. Í Mike Attack byrjar hann á að efna til samsæris við áhorfendur með einföldum trúðabrellum sem hafa virkað að minnsta kosti síðan á miðöldum og hafa engu glatað af áhrifamætti sínum þegar þeim er beitt af jafn mikilli snilld og hér er gert.
Eftir þann inngang hefur Kristján alræðisvald yfir gestum sínum og getur leikið þær listir sem hann langar til. Og gerir það. Stóri galdurinn er náttúrulega galdur umbreytingarinnar. Með skýru líkamsmáli og að því er virðist áreynslulausri nákvæmni getur Kristján látið ósýnilega hluti og persónur birtast, blásið lífi í dauða hluti og skapað dramatíska spennu úr engu.
Þó míkrófónninn sé miðlægur þá er hlutverk hans og staða gagnvart leikaranum sífellt að breytast, allt eftir því hvað hann langar að sýna okkur næst. Stundum er hann míkrófónn, stundum dansfélagi, ótemja, kálfur, elskhugi, loftnet, byssa, billjardkjuði. Og fyrir utan samleik við míkrófóninn þá birtast aðrar ósýnilegar persónur á sviðinu. Dvergarnir sjö kannski eftirminnilegastir.
Sýningin er að sönnu fremur sundurlaus. Svolítið eins og sýnishornamappa þar sem ólíkar brellur fimleikatrúðsins eru settar fram sjálfra þeirra vegna. Það er meira eins og hún sé ætluð sem afsökun fyrir Kristján til að leika listir sínar frekar en að hæfileikarnir og getan séu virkjuð til að miðla einhverju sérstöku. „Etýður“ væri þetta kallað ef hann væri píanóleikari. Veit ekki með þungarokkið. Það er engin framvinda, sem gerir ekkert til, en heldur engin þróun í sambandinu milli leikarans og hljóðnemans, sem væri verra ef hvert og eitt atriði væri ekki svona fáránlega vel útfært, fyndið, satt og við fyrstu sýn nokkurnveginn óframkvæmanlegt.
Samstilling Kristjáns við þriðja leikarann, hljóðrásina, er líka hnökralaus með öllu. Og auðvitað verða allar alvörugefnar efasemdir næsta hjákátlegar andspænis svona hreinræktaðri list. Það er vandalaust að gefa sig á vald virtúósinum, hlæja að og með honum. Því ómennsk tæknin er ævinlega og stöðugt gegnsýrð af einlægri leikgleði sem gefur kjánalegustu uppátækjum líf og sína eigin dýpt.
List Kristjáns Ingimarssonar er einstök og kærkomin viðbót við leikhúsið hér.
<< Home