Blessað barnalán
Leikdeild Umf. Biskupstungna Höfundur: Kjartan Ragnarsson, leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson, leikmynd og búningar: Gréta Gísladóttir og Guðfinna Jóhannsdóttir. Aratungu 14. mars 2006.
Vinsældir Blessaðs barnaláns virðast hreint ekki í rénun þó verkið sé orðið hátt í þrjátíu ára gamalt. Eins og önnur klassísk verk þá eru það tímalausu eiginleikarnir sem halda í því lífinu. Elskulegar og einfaldar persónurnar, lipur og áreynslulítil fléttan. Og enn er víst áreiðanlega ástæða til að skopast að skeytingarleysi og tilætlunarsemi fólks gagnvart sér eldri kynslóðum. Svo er annað sem getur virkað annkannalegt í nútímanum eins og gengur.
Eitt af því hefur verið gróðavonin sem börnin sjá þegar æskuheimilið verður selt. En núna er allt í einu ekkert sjálfsagðara en peningaglýja leggist yfir augu fólks sem skyndilega eignast fasteign í litlum bæ fyrir austan. Sýningin er hefðbundin mjög, enda engin ástæða til að bregða fyrir sig stælum eða stílfærslu með svona náttúrulega skemmtilegt verk í höndunum.
Leikmyndin frábær í öllum smáatriðum, sviðsetningin að mestu leyti lipur og Gunnar Björn stillir sig sem betur fer um að gera of mikið úr farsaeiginleikum verksins. Þeir sjá um sig sjálfir og betra að draga fram persónurnar og einkenni þeirra en einhvern innistæðulítinn fyrirgang.
Af leikendum vekja mesta hrifningu Íris Blandon sem ættmóðirin og Guðný Rósa Magnúsdóttir sem var óborganlega gróf og kraftmikil sem Bína á löppinni. Camilla Ólafsdóttir fer lipurlega með burðarhlutverkið Ingu. Þá er Egill Jónasson alveg stórskemmtilegur sem hinn seinheppni en velmeinandi séra Benedikt.
Blessað Barnalán hjá leikdeild Umf. Biskupstungna er fjörug og fyndin sýning á skemmtilegu leikriti og hlægir gesti sína svikalaust. Til þess er leikurinn gerður.
Fjör á fjörðum austur
FYRIR þá sem séð hafa Blessað barnalán nokkrum sinnum, og það er næsta óhjákvæmilegt hlutskipti íslensks leiklistargagnrýnanda sem skrifar eitthvað um áhugaleikhús, er alltaf nokkur eftirvænting að sjá búningana. Nánar tiltekið skyrturnar og stuttbuxurnar sem persónurnar koma hróðugar í úr verslunarferðum sínum í kaupfélag staðarins þar sem verkið gerist. Hversu hallærislegar verða flíkurnar? Leikdeild Umf. Biskupstungna féll svo sannarlega ekki á þessu prófi í prýðilegri uppfærslu sinni á þessu ástsælasta gamanleikriti Íslandssögunnar.Vinsældir Blessaðs barnaláns virðast hreint ekki í rénun þó verkið sé orðið hátt í þrjátíu ára gamalt. Eins og önnur klassísk verk þá eru það tímalausu eiginleikarnir sem halda í því lífinu. Elskulegar og einfaldar persónurnar, lipur og áreynslulítil fléttan. Og enn er víst áreiðanlega ástæða til að skopast að skeytingarleysi og tilætlunarsemi fólks gagnvart sér eldri kynslóðum. Svo er annað sem getur virkað annkannalegt í nútímanum eins og gengur.
Eitt af því hefur verið gróðavonin sem börnin sjá þegar æskuheimilið verður selt. En núna er allt í einu ekkert sjálfsagðara en peningaglýja leggist yfir augu fólks sem skyndilega eignast fasteign í litlum bæ fyrir austan. Sýningin er hefðbundin mjög, enda engin ástæða til að bregða fyrir sig stælum eða stílfærslu með svona náttúrulega skemmtilegt verk í höndunum.
Leikmyndin frábær í öllum smáatriðum, sviðsetningin að mestu leyti lipur og Gunnar Björn stillir sig sem betur fer um að gera of mikið úr farsaeiginleikum verksins. Þeir sjá um sig sjálfir og betra að draga fram persónurnar og einkenni þeirra en einhvern innistæðulítinn fyrirgang.
Af leikendum vekja mesta hrifningu Íris Blandon sem ættmóðirin og Guðný Rósa Magnúsdóttir sem var óborganlega gróf og kraftmikil sem Bína á löppinni. Camilla Ólafsdóttir fer lipurlega með burðarhlutverkið Ingu. Þá er Egill Jónasson alveg stórskemmtilegur sem hinn seinheppni en velmeinandi séra Benedikt.
Blessað Barnalán hjá leikdeild Umf. Biskupstungna er fjörug og fyndin sýning á skemmtilegu leikriti og hlægir gesti sína svikalaust. Til þess er leikurinn gerður.
<< Home