Eldhús eftir máli
Þjóðleikhúsið
Smíðaverkstæðinu 29. desember 2005.
Höfundur: Vala Þórsdóttir upp úr smásögum Svövu Jakobsdóttur.
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir
Leikmynd: Sígur Steinþórsson
Hljóðmynd: Björn Thorarensen
Búningar, grímur og hattar: Katrín Þorvaldsdóttir
Lýsing: Hörður Ágústson.
Leikendur: Aino Freyja Järvelä, Kjartan Guðjónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, María Pálsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Þórunn Lárusdóttir.
EITURSNJÖLL hugmynd hjá Völu Þórsdóttur að kafa í smásagnasafn Svövu Jakobsdóttur eftir efnivið. Bæði er nú löngu tímabært að vekja athygli á þessum litlu meistarastykkjum sem eiga sér ekki líka í bókmenntum okkar, og svo er líklega vandfundið efni sem hentar jafn vel aðferðum og stíl Völu og samverkakonu hennar, Ágústu Skúladóttur. Það er eins og grótesk stílfærslan, bernsk leikgleðin og sambandið við áhorfendur sem þær stöllur leggja gjarnan upp með hafi verið skapað til að miðla hverdagsmartröðum Svövu Jakobsdóttur með öllum sínum undirliggjandi óhugnaði og táknræna hryllingi sem er alltaf við það að detta ofan í lágkúrulegan aulahúmor en gerir það (næstum) aldrei.
Fimm sögur eru lagðar til grundvallar sýningunni: Eldhús eftir máli, Gefið hvort öðru, Saga handa börnum, Krabbadýr, brúðkaup, andlát og Veisla undir grjótvegg. Sú leið er farin að flétta þeim saman, stuttir kaflar og atriði úr hverri sögu lifna og og hverfa áður en bútur úr næstu sögu tekur við. Samsetningin er afar vel heppnuð og samstilltur leikhópurinn rennir sér af miklu öryggi milli atriða og stemminga. Það sem vinnst með þessari nálgun er sterkur heildarsvipur og sýningin fær skýrari uppbyggingu sem ekki næst endilega ef hver sagan er kláruð áður en sú næsta tekur við. Það sem aftur glatast er innri spenna hverrar sögu, áhrifamáttur hennar sem heildar. Hér er vitaskuld um meðvitaða ákvörðun að ræða hjá höfundum sýningarinnar og útkoman er heildstætt listaverk sem stendur fyllilega fyrir sínu.
Það er forvitnilegt að skoða í hverju verður mestur leikhúslegur slagkraftur á móti því sem sterkast er í sögunum við lestur. Upphafsmynd sýningarinnar er sótt í Gefið hvort öðru og það sem slær mig sem frekar veik og banal hugmynd í bók verður feiknarlega sterk í þessu nýja samhengi. Svo er einnig með fleiri sáraeinfaldar táknrænar myndir úr sögunum, svo sem eins og líffærabrottnámið úr Sögu handa börnum, þær lifna á afar skemmtilegan hátt á sviðinu. Aftur á móti græðir efnisríkasta og mögulega dýpsta sagan, Krabbadýr, brúðkaup, andlát, ekki á því að vera flutt í þetta nýja samhengi. Og titilsagan nær heldur varla að lifna sem skyldi, útfærsla hins vélvædda eldhúss kannski ekki alveg nógu sterk sjónrænt séð og “pönsið”, niðurstaða eiginmannsins eftir misheppnaða tilraunina, fellur flatt, hvað sem því veldur.
En heildin virkar, andrúmsloftið er hárrétt og það eru vel heppnuðu atriðin sem greipast í minnið.
Eins og við var að búast í ljósi vinnubragða Ágústu er þetta sýning liðsheildarinnar. Leikhópurinn er frábærlega samstilltur og samhentur, en allir eiga líka sín “sóló”. Það er aldrei við frammistöðu leikaranna að sakast þó einstaka sögubrot nái ekki fullu flugi. Þannig var Margrét Vilhjálmsdóttir fallega harmræn sem dauðvona lestrarhesturinn úr Krabbadýr, brúðkaup, andlát og Aino Freyja Järvelä skilar afar skírt teiknaðri húsmóður í Eldhús eftir máli í þessari opinberu frumraun sinni á sviði Þjóðleikhússins.
Unnur Ösp Stefánsdóttir var sterk sem brúðurin sem tekur giftingarheit sín svo bókstaflega í Gefið hvort öðru. María Pálsdóttir nýtir vel fimi sína og kraft í meðferð sinni á ófrískri konu, og fæðingarsenan er óneitanlega hápunktur sýningarinnar, þar sem gróteskri leiktækni og írónískri tónlist er listilega beitt til að segja grafalvarlega hluti um hlutskipti konunnar á öllum tímum.
Flottasta sólóið á samt að mínu mati Þórunn Lárusdóttir, sem gerir hina fórnfúsu móður úr Sögu handa börnum að algerlega skýrum, þrívíðum karakter, stækkar þannig myndina sem sagan sjálf dregur upp í sínu stranga og tvívíða táknsöguformi. Tvímælalaust það besta sem ég hef séð til Þórunnar.
Kjartan Guðjónsson fær það öfundsverða hlutverk að bregða sér í gerfi allra mótleikara kvennanna, en í sögum Svövu er alltaf ljóst að þó ólíku sé saman að jafna hlutskiptum karla og kvenna þá eru karlarnir líka fangar hefða, krafna neysluhyggjunnar og samskiptahátta borgarasamfélagsins. Kjartan gerir mönnum sínum öllum góð skil á hófstilltan hátt og greinir skýrt á milli þeirra á öfgalausan hátt.
Umgjörðin öll er snjöll og þénug hjá Stíg Steinþórssyni, hugkvæm, tímalaus og hæfilega abstrakt til að nýtast í öllu því fjölbreytta samhengi sem sýning af þessu tagi krefst, rækilega studd af lýsingu Harðar Ágústssonar. Búningar og gerfi Katrínar Þorvaldsdóttur eru og sérlega skemmtileg.
Hljóðmyndin er mikilvægur þáttur í lími sýningarinnar. Auk frumsamins efnis hefur Björn Thorarensen unnið af mikilli hugkvæmni úr fjölbreyttum efnivið sem stækkar merkingarsvið sýningarinnar með vísunum hingað og þangað. Eftirminnilegast fyrir mig er sennilega notkunin á White Wedding með Billy Idol, sem nýtur sín sérlega vel bæði í nýju samhengi og snjallri útsetningunni.
Allir þessir umgjarðarþættir, svo og margt í vinnu leikaranna , er uppfullt af snjöllum smáatriðum sem krydda upplifunina, nýtast í að draga fram kjarnann í meginefninu og eru líka í sjálfu sér gleðigjafi. Eitt dæmi: kökurnar í saumaklúbbnum í Veislu undir Grjótvegg voru algerlega óborganleg smíð.
Eldhús eftir máli er skemmtilegt leikhúsverk, þar sem kraftarnir sem að henni koma eru virkjaðir til samstillts átaks með góðum árangri. Sýningin er bæði fyndin og hryllileg vegna þess að sögur Svövu eru sannar og Vala og Ágústa eru trúar kjarna þeirra, og langar að koma efni sínu til okkar. Það finnst, og tekst.
Smíðaverkstæðinu 29. desember 2005.
Höfundur: Vala Þórsdóttir upp úr smásögum Svövu Jakobsdóttur.
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir
Leikmynd: Sígur Steinþórsson
Hljóðmynd: Björn Thorarensen
Búningar, grímur og hattar: Katrín Þorvaldsdóttir
Lýsing: Hörður Ágústson.
Leikendur: Aino Freyja Järvelä, Kjartan Guðjónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, María Pálsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Þórunn Lárusdóttir.
Unaðshrollvekjur
EITURSNJÖLL hugmynd hjá Völu Þórsdóttur að kafa í smásagnasafn Svövu Jakobsdóttur eftir efnivið. Bæði er nú löngu tímabært að vekja athygli á þessum litlu meistarastykkjum sem eiga sér ekki líka í bókmenntum okkar, og svo er líklega vandfundið efni sem hentar jafn vel aðferðum og stíl Völu og samverkakonu hennar, Ágústu Skúladóttur. Það er eins og grótesk stílfærslan, bernsk leikgleðin og sambandið við áhorfendur sem þær stöllur leggja gjarnan upp með hafi verið skapað til að miðla hverdagsmartröðum Svövu Jakobsdóttur með öllum sínum undirliggjandi óhugnaði og táknræna hryllingi sem er alltaf við það að detta ofan í lágkúrulegan aulahúmor en gerir það (næstum) aldrei.
Fimm sögur eru lagðar til grundvallar sýningunni: Eldhús eftir máli, Gefið hvort öðru, Saga handa börnum, Krabbadýr, brúðkaup, andlát og Veisla undir grjótvegg. Sú leið er farin að flétta þeim saman, stuttir kaflar og atriði úr hverri sögu lifna og og hverfa áður en bútur úr næstu sögu tekur við. Samsetningin er afar vel heppnuð og samstilltur leikhópurinn rennir sér af miklu öryggi milli atriða og stemminga. Það sem vinnst með þessari nálgun er sterkur heildarsvipur og sýningin fær skýrari uppbyggingu sem ekki næst endilega ef hver sagan er kláruð áður en sú næsta tekur við. Það sem aftur glatast er innri spenna hverrar sögu, áhrifamáttur hennar sem heildar. Hér er vitaskuld um meðvitaða ákvörðun að ræða hjá höfundum sýningarinnar og útkoman er heildstætt listaverk sem stendur fyllilega fyrir sínu.
Það er forvitnilegt að skoða í hverju verður mestur leikhúslegur slagkraftur á móti því sem sterkast er í sögunum við lestur. Upphafsmynd sýningarinnar er sótt í Gefið hvort öðru og það sem slær mig sem frekar veik og banal hugmynd í bók verður feiknarlega sterk í þessu nýja samhengi. Svo er einnig með fleiri sáraeinfaldar táknrænar myndir úr sögunum, svo sem eins og líffærabrottnámið úr Sögu handa börnum, þær lifna á afar skemmtilegan hátt á sviðinu. Aftur á móti græðir efnisríkasta og mögulega dýpsta sagan, Krabbadýr, brúðkaup, andlát, ekki á því að vera flutt í þetta nýja samhengi. Og titilsagan nær heldur varla að lifna sem skyldi, útfærsla hins vélvædda eldhúss kannski ekki alveg nógu sterk sjónrænt séð og “pönsið”, niðurstaða eiginmannsins eftir misheppnaða tilraunina, fellur flatt, hvað sem því veldur.
En heildin virkar, andrúmsloftið er hárrétt og það eru vel heppnuðu atriðin sem greipast í minnið.
Eins og við var að búast í ljósi vinnubragða Ágústu er þetta sýning liðsheildarinnar. Leikhópurinn er frábærlega samstilltur og samhentur, en allir eiga líka sín “sóló”. Það er aldrei við frammistöðu leikaranna að sakast þó einstaka sögubrot nái ekki fullu flugi. Þannig var Margrét Vilhjálmsdóttir fallega harmræn sem dauðvona lestrarhesturinn úr Krabbadýr, brúðkaup, andlát og Aino Freyja Järvelä skilar afar skírt teiknaðri húsmóður í Eldhús eftir máli í þessari opinberu frumraun sinni á sviði Þjóðleikhússins.
Unnur Ösp Stefánsdóttir var sterk sem brúðurin sem tekur giftingarheit sín svo bókstaflega í Gefið hvort öðru. María Pálsdóttir nýtir vel fimi sína og kraft í meðferð sinni á ófrískri konu, og fæðingarsenan er óneitanlega hápunktur sýningarinnar, þar sem gróteskri leiktækni og írónískri tónlist er listilega beitt til að segja grafalvarlega hluti um hlutskipti konunnar á öllum tímum.
Flottasta sólóið á samt að mínu mati Þórunn Lárusdóttir, sem gerir hina fórnfúsu móður úr Sögu handa börnum að algerlega skýrum, þrívíðum karakter, stækkar þannig myndina sem sagan sjálf dregur upp í sínu stranga og tvívíða táknsöguformi. Tvímælalaust það besta sem ég hef séð til Þórunnar.
Kjartan Guðjónsson fær það öfundsverða hlutverk að bregða sér í gerfi allra mótleikara kvennanna, en í sögum Svövu er alltaf ljóst að þó ólíku sé saman að jafna hlutskiptum karla og kvenna þá eru karlarnir líka fangar hefða, krafna neysluhyggjunnar og samskiptahátta borgarasamfélagsins. Kjartan gerir mönnum sínum öllum góð skil á hófstilltan hátt og greinir skýrt á milli þeirra á öfgalausan hátt.
Umgjörðin öll er snjöll og þénug hjá Stíg Steinþórssyni, hugkvæm, tímalaus og hæfilega abstrakt til að nýtast í öllu því fjölbreytta samhengi sem sýning af þessu tagi krefst, rækilega studd af lýsingu Harðar Ágústssonar. Búningar og gerfi Katrínar Þorvaldsdóttur eru og sérlega skemmtileg.
Hljóðmyndin er mikilvægur þáttur í lími sýningarinnar. Auk frumsamins efnis hefur Björn Thorarensen unnið af mikilli hugkvæmni úr fjölbreyttum efnivið sem stækkar merkingarsvið sýningarinnar með vísunum hingað og þangað. Eftirminnilegast fyrir mig er sennilega notkunin á White Wedding með Billy Idol, sem nýtur sín sérlega vel bæði í nýju samhengi og snjallri útsetningunni.
Allir þessir umgjarðarþættir, svo og margt í vinnu leikaranna , er uppfullt af snjöllum smáatriðum sem krydda upplifunina, nýtast í að draga fram kjarnann í meginefninu og eru líka í sjálfu sér gleðigjafi. Eitt dæmi: kökurnar í saumaklúbbnum í Veislu undir Grjótvegg voru algerlega óborganleg smíð.
Eldhús eftir máli er skemmtilegt leikhúsverk, þar sem kraftarnir sem að henni koma eru virkjaðir til samstillts átaks með góðum árangri. Sýningin er bæði fyndin og hryllileg vegna þess að sögur Svövu eru sannar og Vala og Ágústa eru trúar kjarna þeirra, og langar að koma efni sínu til okkar. Það finnst, og tekst.
<< Home