Það grær áður en þú giftir þig
Leikfélag Kópavogs
Hjáleigunni, Félagsheimili Kópavogs 5. nóvember 2005.
Spunaverk byggt á Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsjekhov. Leikstjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir.
VAR Tsjekhov fyrsta stórskáldið til að gera landsbyggðavandann að sínu helsta yrkisefni? Allavega er hann áreiðanlega mikilvægasta leikskáldið sem hefur lífsleiða og örvæntingu útkjálkafólks sem lykilatriði í öllum sínum verkum. Hreinræktaðast er þetta samt í Kirsuberjagarðinum, þar sem allt hverfist um augljósa möguleika á að snúa vörn í sókn í niðurníðslunni – möguleika sem enginn megnar að nýta.
Það er því frábær hugmynd hjá Sigrúnu Sól og Leikfélagi Kópavogs að færa atburði og persónur Kirsuberjagarðsins inn í íslenskan nútíma. Kirsuberjagarðurinn er orðin að skógræktarlundi uppi í hlíð fyrir ofan villu kvótakóngsins sem flúði með lífsbjörg þorpsins. Og þegar hann snýr aftur skuldum vafinn er kominn nýr kappi, sem hefur eflst upp úr engu með tvær trillur, vídeóleigu, essósjoppu og annað smálegt.
Stóra gamanið í sýningunni felst í að velta þessum hliðstæðum fyrir sér, svo og að dást að kraftmiklum og óttalausum leikhópnum sem kastar sér út í iðukast spunaleiksins og heldur langoftast haus. Hitt er verra að sýningin skilur efitr þá tilfinningu að hafa ekki verið fullunnin, að þessari snjöllu hugmynd hafi ekki verið gerð ítrustu skil. Það vantar að slíta sig betur frá frumverkinu og skoða ekki bara hliðstæðurnar heldur líka það sem á milli ber og kasta burt þein efnisþáttum frumverksins sem ekki nýtast við þessar aðstæður. Og það vantar sterkara handrit, spuninn verður of oft of ómarkviss til að halda uppi spennu allan tímann.
En það eru auðvitað kostirnir sem lifa í minningunni. Brynja Ægisdóttir virðist mér til að mynda vera mikið efni, og hún geislaði af sjálfsöryggi og orku í hluverki Dúnu. Sama má segja um Sigstein Sigurbergsson sem eflist við hverja raun þessi misserin. Arnar Ingvarsson var hlægilegur sem skrípið Símon. Þá verður að hrósa hinum mjög svo hljómþýða trúbador Hilmari Garðarssyni fyrir hans framlag, þó tónlistarnotkun þætti mér almennt vera fremur tilviljanakennd og alla jafnan ekki þjóna sýninguni. Ég hefði til að mynda heldur kosið að fá að sjá Elínu Björgu Pétursdóttur og Fannar Víði Haraldsson glíma við að trúlofast ekki heldur en að hlusta á lokalagið sem átti einungis bláþráðótt tengsl við efnið þó fallegt væri sem slíkt.
Útlistun vankanta sýningarinnar mega þó ekki skyggja á að þetta er hin besta skemmtun. Það er mikið leikfjör, mikið grín og kraftur á sviðinu í Hjáleigunni. Leikfélag Kópavogs hefur gengið í gegnum hraða endurnýjun á síðustu missernum en nýgræðingarnir hafa greinilega tekið helstu kosti þess inn með vatninu úr krönunum. Metnaður og áræði einkenna þessa sýningu og listræn alvara í bland við ærslin.
Hjáleigunni, Félagsheimili Kópavogs 5. nóvember 2005.
Spunaverk byggt á Kirsuberjagarðinum eftir Anton Tsjekhov. Leikstjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir.
Aldrei fór ég suður
VAR Tsjekhov fyrsta stórskáldið til að gera landsbyggðavandann að sínu helsta yrkisefni? Allavega er hann áreiðanlega mikilvægasta leikskáldið sem hefur lífsleiða og örvæntingu útkjálkafólks sem lykilatriði í öllum sínum verkum. Hreinræktaðast er þetta samt í Kirsuberjagarðinum, þar sem allt hverfist um augljósa möguleika á að snúa vörn í sókn í niðurníðslunni – möguleika sem enginn megnar að nýta.
Það er því frábær hugmynd hjá Sigrúnu Sól og Leikfélagi Kópavogs að færa atburði og persónur Kirsuberjagarðsins inn í íslenskan nútíma. Kirsuberjagarðurinn er orðin að skógræktarlundi uppi í hlíð fyrir ofan villu kvótakóngsins sem flúði með lífsbjörg þorpsins. Og þegar hann snýr aftur skuldum vafinn er kominn nýr kappi, sem hefur eflst upp úr engu með tvær trillur, vídeóleigu, essósjoppu og annað smálegt.
Stóra gamanið í sýningunni felst í að velta þessum hliðstæðum fyrir sér, svo og að dást að kraftmiklum og óttalausum leikhópnum sem kastar sér út í iðukast spunaleiksins og heldur langoftast haus. Hitt er verra að sýningin skilur efitr þá tilfinningu að hafa ekki verið fullunnin, að þessari snjöllu hugmynd hafi ekki verið gerð ítrustu skil. Það vantar að slíta sig betur frá frumverkinu og skoða ekki bara hliðstæðurnar heldur líka það sem á milli ber og kasta burt þein efnisþáttum frumverksins sem ekki nýtast við þessar aðstæður. Og það vantar sterkara handrit, spuninn verður of oft of ómarkviss til að halda uppi spennu allan tímann.
En það eru auðvitað kostirnir sem lifa í minningunni. Brynja Ægisdóttir virðist mér til að mynda vera mikið efni, og hún geislaði af sjálfsöryggi og orku í hluverki Dúnu. Sama má segja um Sigstein Sigurbergsson sem eflist við hverja raun þessi misserin. Arnar Ingvarsson var hlægilegur sem skrípið Símon. Þá verður að hrósa hinum mjög svo hljómþýða trúbador Hilmari Garðarssyni fyrir hans framlag, þó tónlistarnotkun þætti mér almennt vera fremur tilviljanakennd og alla jafnan ekki þjóna sýninguni. Ég hefði til að mynda heldur kosið að fá að sjá Elínu Björgu Pétursdóttur og Fannar Víði Haraldsson glíma við að trúlofast ekki heldur en að hlusta á lokalagið sem átti einungis bláþráðótt tengsl við efnið þó fallegt væri sem slíkt.
Útlistun vankanta sýningarinnar mega þó ekki skyggja á að þetta er hin besta skemmtun. Það er mikið leikfjör, mikið grín og kraftur á sviðinu í Hjáleigunni. Leikfélag Kópavogs hefur gengið í gegnum hraða endurnýjun á síðustu missernum en nýgræðingarnir hafa greinilega tekið helstu kosti þess inn með vatninu úr krönunum. Metnaður og áræði einkenna þessa sýningu og listræn alvara í bland við ærslin.
<< Home